Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur8. maí 1987
Misskilningur varðandi
búvörusamning milli Stéttar-
sambands bænda og ríkisins
Vegna misskilnings sem hvað
eftir annað hefur komið fram og nú
síðast í yfirlýsingum stjórnmála-
manna í tengslum við væntanlega
stjórnarmyndun, vill Stéttarsam-
band bænda koma eftirfarandi á
framfæri varðandi nýgerðan bú-
vörusamning milli ríkisins og Stétt-
arsambands bænda:
1. Heildarverðmæti þeirra afurða
sem um er samið er um 7
milljarðar króna á ári miðað við
núgildandi verðlag. Þessi upp-
hæð er að lang stærstum hluta
söluverðmæti vörunnar á al-
mennum markaði eins og neysla
þessara afurða hefur þróast á
undanförnum árum.
2. Með samningnum tekur ríkið
að sér að ábyrgjast bændum
verðlagsgrundvallarverð eins og
það er á hverjum tíma fyrir
tiltekið magn mjólkur og kinda-
kjöts. Öll framleiðsla umfram
það magn er á ábyrgð bænda
sjálfra.
3. Ákvörðun verðlagsgrundvallar-
verðsins er sem áður í höndum
verðlagsnefndar búvara og í
engum tengslum við þessa
samningagerð.
4. Ekki eru ákvæði í samningnum
um niðurgreiðslu búvara.
5. Hið umsamda afurðamagn
mjólkur er 103 millj. lítrar á því
verðlagsári sem hefst 1. sept-
ember 1988 en 104 millj. lítrar
verðlagsárin 1989-1991. Mjólk-
urneysla íslendinga fer nú vax-
andi og er áætluð 101 milljón
lítrar á þessu ári. Miðað við
svipaða þróun næstu ár felur
samningurinn ekki í sér þörf
fyrir útflutning mjólkurvara
umfram það sem óhjákvæmilegt
er ef unnt á að vera að halda
uppi því fjölbreytta framboði
mjólkurvara sem nú er völ á hér
á landi. Verði-mjólkurneysla
meiri en forsendur samningsins
gera ráð fyrir eykst framleiðslu-
réttur bænda um % þess sem
neyslan fer umfram áætlun.
Umsamið magn kindakjöts á
samningstímanum er 11.000
tonn á ári. Gert er ráð fyrir að
út verði flutt að meðaltali um
1.740 tonn af kindakjöti árlega
á samningstímanum.
Búvörulögin gera ráð fyrir
minnkandi útflutningi kinda-
kjöts og er þetta um 35% minni
útflutningur en verið hefur að
meðaltali síðustu 5 ár.
Miðað við forsendur samnings-
ins er gert ráð fyrir að birgðir
mjólkurvara og kindakjöts verði
komnar í eðlilegt horf í lok samn-
ingstímans. Með búvörusamningn-
um er því ekki stofnað til nýrra eða
aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð
nema verulegar breytingar verði á
neysluvenjum þjóðarinnar á samn-
ingstímanum.
29.4 1987.
Ertu að byggja upp
líkamann?
Viö leitum aö
blaöberum til
starfa víösvegar
um borgina.
Miklubraut Borgargerði
Skólabraut Rauðagerði
Unnarbraut Sogavegur 101-202
Tjarnarból Tunguveg frá 19
Tjarnarstíg Skógargerði Austurgerði
Ránargata Bárugata Sogaveg 214 út Litlagerði Tunguveg 1-9
Skerjaförður Ásenda Básenda
Bræðratunga Garðsenda
Hrauntunga 1-48 Grænatunga Byggðarenda
Hlíðarvegur 31-62
Hrauntunga 31-50 Vogatunga Efstaleiti Miðleiti Kringlan
Hafðu samband.
Tíminn
•SIDUMULAt!)
S686300
lllllllllllllllllllllllllll MINNING
Anna
Magnúsdóttir
Skálholti
Fædd 17. febrúar 1927
Dáin 24. apríl 1987
Fyrst heyrði ég hennar getið af
afspurn þegar rætt var um uppbygg-
ingu sumarbúða KFUK í Vindás-
hlíð. Það var sérstaklega til þess
tekið að í hópi þessara ungu kvenna,
sem með miklum dugnaði og atorku
byggðu upp aðstöðuna undir Vind-
ásnum, hefði verið ein sem hefði
meira að segja tekið að sér að
stjórna stærðartrukki sem fenginn
var til þess að flytja byggingarefni í
húsið eftir troðningum og vegleys-
um. Aðdáun þeirra leiðtoga minna í
unglingadeild KFUM í Langagerði
var augljós á kjarkinum og áræðinu
þegar þeir sögðu okkur strákunum
frá þessu og bættu svo við, að nú
væri þessi kona prestsfrú fyrir austan
fjall.
Mér þótti þetta vera merkileg
prestsfrú og einhvern veginn grópað-
ist þessi mynd í hugann og persónan
vakti forvitni mína. Það er svo ekki
fyrr en nokkrum árum síðar sem ég
kynnist þessari prestsfrú sem reynd-
ist vera föðursystir Elínar, konu
minnar, Anna Magnúsdóttir kennari
og kona sóknarprests Tungna-
manna, sr. Guðmundar Óla Ólafs-
sonar í Skálholti.
Við fórum fljótlega að venja kom-
ur okkar austur. Það var engin
nýlunda fyrir Elfnu. Frá sjö ára aldri
og fram að fermingu hafði hún verið
öll sumur og flest skólafrí hjá Önnu
og Guðmundi Óla eða lengst af þeim
tíma sem þau bjuggu á Torfastöðúm
áður en þau fluttu í Skálholt. Hjá
þeim átti hún sitt annað heimili. Það
breyttist ekki þótt við værum orðin
tvö og síðan sex. Það var sama rúm
fyrir mig og dætur mínar á því
heimili og var fyrir móður þeirra.
Myndin óljósa sem ég hafði gert
mér sem unglingur af þessari konu
tók að verða fyllri. Nú á kveðju-
stundu ætla ég mér ekki að draga
þessa mynd upp. Til þess finn ég mig
vanbúinn. Hvorki orðsins list né
önnur er mér svo töm að sæmdi. En
á þessum rúmlega 20 árum frá því ég
heyrði hennar fyrst getið breyttist
afstaða mín úr óljósri forvitni í
aðdáun og væntumþykju sem orð fá
ekki lýst. Kjarkurinn og þrautseigj-
an (sem komu fram við trukkstjórn-
un í Kjósinni) voru hluti af baráttu
hennar fyrir lífinu við sjúkdóma allt
frá barnsaldri er hún fékk berkla og
var yngsti sjúklingurinn í Vífils-
staðaspítala fyrstu unglingsár sín.
Með hjálp nýrra meðala og góðra
manna náði hún að sigrast á þeim
sjúkdómi þó að tæki á þriðja tug ára.
rúm þrjú ár tók svo síðasta glíman
við annan skaðvænan sjúkdóm sem
hefur herjað á mannkynið undan-
farna áratugi og enn hafa ekki fund-
ist nægilega góð lyf við. Þó vonuðum
við öll í lengstu lög að Guð gæfi að
sá dagur rynni að frétt bærist til
landsins, eins og fréttin sem sjúkl-
ingarnir á Vífilsstöðum lásu í lítilli
klausu í einu dagblaðanna veturinn
sem Anna var þar: „Senniiega hafa
menn fundið upp lyf til þess að
lækna berkla," en í stað berkla stæði
allt krabbamein. En Anna náði ekki
að lifa þann dag, en við biðjum og
höldum í vonina. Það kunni Anna.
Trú hennar gaf henni styrk og von.
Fram í andlátið var hún að skipuleg-
gja morgundaginn. Afstaða hennar
var ekki ólík afstöðu Marteins Lút-
hers sem sagðist platna eplatré í
garð sinn í dag þrátt fyrir að hann
gerði ráð fyrir síðasta degi á morgun.
Með Önnu í þessu lútherska æðru-
leysi stóð Guðmundur Óli sem stoð
og stytta í sjúkdómsraunum hennar
og deildi með henni þeim styrk og ró
sem byggð eru á fyrirheitum
Drottins: „Óttast þú eigi, því að ég
er með þér. Lát eigi hugfallst, því að
ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég
hjálpa þér, ég styð þig með hægri
hendi réttlætis míns.“
Þrátt fyrir þá sjúkdóma sem Anna
mátti líða held ég að fæst okkar sem
minnumst hennar höfum þá mynd
jafnan fyrir augum. Glaðværðin,
alúðin, hreinskilnin og sá ferski
röskleikablær sem henni fylgdi verða
okkur efst í huga. Ást hennar á
fögrum listum og vandaður smekkur
hennar tengir hana því besta og
göfugasta sem tengist kirkjulist og
þá sérstaklega Skálholtskirkju. Allt
það listafólk sem átt hefur leið í
Skálholtskirkju til að flytja eða njóta
listar í þessu musteri Guðs þekkir
þetta. Enda var heimili þeirra prests-
hjónanna þeim jafnan opið og sýndi
Anna ekki ósjaldan í verki þakklæti
sitt með þeim einstaka myndarskap
og rausn sem henni var einni lagið
þegar hún tók á móti gestum á
heimili sínu. Og það eru ekki bara
listamenn sem minnast slíkra
stunda. Ekki var gerður greinarmun-
ur á háum og lágum, gestum og
gangandi, börnum eða fullorðnum,
heimili hennar var öllum opið.
Sérstakt þakklæti berum við fjöl-
skylda mín í brjósti nú á leiðarlok-
um. Þær eru margar grónar göturnar
í Skálholti. En sú gata sem við
rötuðum og lá að hjarta Önnu
frænku grær aldrei meðan nokkurt
okkar hefur minni til að varðveita
hug okkar.
Guð gefi okkur öllum styrk að
segja með Job: „Drottinn gaf og
Drottinn tók, lofað veri nafn
Drottins."
Guðmundur Ingi Leifsson.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeimf sem óska birtingar á afmælis-
og eða minningargreinum í blaðinu,
er bent á, að þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar-
dag.
Þær þurfa að vera vélritaðar.