Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. maí 1987 Tíminn 3 Loftlaust og þröngt í flugstöð Leifs Það lá svo mikið á að koma flugstöð Leifs Eiríkssonar í gagnið fyrir kosningar, að þar er allt meira og minna hálfklárað. Ekki er alls staður j afn vítt til veggja í Leifsstöð og þar sem loftræstikerfið er ekki enn að fullu tengt, er starfsfólk í þjónustustörfum þeírri stundu fegnast þegar það kemst út úr byggingunni. Víkurfréttir skýra frá, að vegna þessa hafiþað jafnvel hótað að ganga út ef lagfæringar verði ekki gerðar snarlega. Á verslunarhæðinni er starfsfólk óánægt með aðstöðuna. Hún er of langt frá inngöngudyrum að þeirra mati og fjarri aifaraleið innan flug- stöðvarinnar. Einnig eru þar engir gluggar og loftið þungt. Pá farþega, scm komið hafa um þetta stórkostlega anddyri til lands- ins hefur rekið í rogastans þegar þeir hafa viljað versla í svokallaðri „komufríhöfn". Vegna asans við að opna Leifsstöð varð að grípa til bráðabirgðalausna hvað varðar fríhöfnina og hún sett upp þar sem síðar á að verða afdrep fyrir far- þega á Saga Class, - eins konar fyrsta farrýmisþega. Húsrými er þar mun minna en í gömlu flug- stöðinni og langan tíma tekur að afgreiða smáa hópa. Á þennan stað þarf starfsfóik verslunarinnar að aka vörunum um langan veg eftir göngum Leifsstöðvar til að koma þeim fyrir. Starfsstúlka Arnarflugs, sem starfar í Leifsstöð, sagði að þrátt fyrir þetta væri allt sem sneri að farþegum til sóma. Aðstaða starfs- fólks yrði lagfærð síðar og hefði því þegar verið lofað bótum. En það breytir ekki því, að flugstöð Leifs Eiríkssonar var alls ekki á því stigi,aðhanahefðiáttaðopna. þj Hálfur millj- arður í um- fram útgjöld f greinargerð fjármálaráðuneytis- ins um horfur í ríkisfjármálunum, sem kom út í gær segir að gera megi ráð fyrir að útgjöld nokkurra stofn- ana verði rúmlega hálfum milljarði meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Er gert ráð fyrir að útgjöld Alþingis fari um 35 m.kr. umfram fjárlög, skrif- stofubyggingar stjórnarráðsins 10 m.kr., grunnskólar 195 m.kr., lög- reglustjóraembættið á Keflavíkurf- lugvelli 15 m.kr., bæjarfótgetar og sýsiumenn 100 m.kr., ríkisábyrgð á launum 20 m.kr. lífeyrissjóður bænda20m.kr. og að ýmsar stofnan- ir aðrar fari samtals 150 m.kr. fram yfir fjárlögin. Samtals eru þetta um 550 milljónir króna. -phh Um9. Góðærið kemur glöggt í ljós hjá flugfélögunum og ferðaskrifstofun- um ekki síður en hjá bílasölunum og ÁTVR eins og nýlega hefur verið frá skýrt. Um 8.500 íslendingar komu heim frá útlöndum í aprílmánuði, sem var 48% fjölgun frá árinu á undan. Utanferðir landsmanna fyrstu 4 mánuði ársins urðu 26.250, sem er fjölgun um rúmlega fimm þúsund manns frá sama tíma 1986. Þetta samsvarar því að um 9. hver landsmaður hafi brugðið sér út fyrir pollinn þessa fjóra vetrarmánuði. Áhugi útlendinga á heimsóknum til okkar eykst líka jafnt og þétt. Af Loðnuvertíðin: Heildarkvót- innveru- lega minni - 500 þúsund tonn í stað 800 þúsund í fyrra Sameiginlegar tillögur grænlenskra, íslenskra og norskra vísindamanna um veiði úr loðnustofninum fyrir sumar og haustvertíð í ár liggja nú fyrir. Tillögurnar eru slæmar fréttir fyrir loðnusjómenn því einungis er mælt með að veitt verði 500 þúsund tonn á tímabilinu júlí-nóvember, en í fyrra var mælt með að veidd yrðu 800 þúsund tonn á sama tíma. Þessar tillögur fara síðan fyrir fund í ráð- gjafanefnd Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins sem mun væntanlega form- lega staðfesta þennan heildarkvóta. Tillögur vísindamannanna um heild- arkvóta hafa nokkra sérstöðu í ár þar sem haffs hamlaði nokkuð mæl- ingum á ókynþroska loðnu er mikil óvissa um stofnstærð. Ákvörðun um . heildarkvóta fyrir seinni hluta ver- tíðarinnar, frá desember í ár þar til mars 1988, verður tekin í október nk. að undangengnum frekari rann- sóknum. Samkvæmt samningi sem í gildi er milli Norðmanna og íslendinga eiga íslendingar að fá 85% af heildar- kvótanum en Norðmenn 15%. Þetta merkir að í hlut íslendinga ætti að koma 425 þúsund lestir, en þar sem Norðmenn eiga inni 8 þúsund tonn hjá íslendingum frá því í fyrra verður okkar kvóti 417 þúsund lestir. Að sögn Árna Kolbeinssonar ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu hafa engar formlegar við- ræður farið fram um hversu mikill hlutur Grænlendinga á að vera í þessum heildarkvóta, en Grænlend- ingar hafa gert kröfu um að fá hlutdeild í honum. Ámi sagði þó að af íslands hálfu væri fullur vilji fyrir því að ná einhverju samkomulagi áður en vertíðin hefst formlega í lok júlí, en þríhliða viðræðna er þörf til að slíkt geti gerst. -BG hver Islendingur til útlanda þeim komu hingað um 7.500 í apríl áramótum samanborið við um árið 1985. Fjölgun erlendra ferða- um helmingi fleiri hér nú í apríl en í sem var um 2.000 fleiri en í sama 16.100 á sama tíma í fyrra og 14.700 manna er því um 44% á tveim árum. fyrra. Danir voru nú um 80% fleiri. mánuði í fyrra. Samtals eru erlendir ferðamenn orðnir um 21.200 frá Frakkar, Bretar og Þjóðverjar voru -HEI NISSAN BLUEBIRD SAMEINAR TÆKNI OG FEGURÐ Þú fellur flatur fyrir stóra bílnum á litla verðinu Kr. 596.000,- Gerið verðsamanburð ~ Það gerum við. Örfáir bílar fyrirliggjandi. 1957-1987^1/ % 30 Sj %ára^// Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni INGVAR HÉLGASOIM HF. Sýningarsalurinn /Rauðageröi, simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.