Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 20
„Svo uppsker hver sem sáir“ Gullbok og Metbók rísa báðar undir nafni BÚNADARBANKINN TRAUSTUR BANKI > ■ BBRH 1917 /\J 1987 X D A IlllLLIlIl Skytta leitar blárefa „Ég fer væntanlega að kanna málið í kvöld. Það er mögulegt að þeir haldi sig einhversstaðar nálægt varpi þegar komið er fram á þenn- an tíma,“ sagði Sigurður Ásgeirs- son, refaskytta í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Menn hafa leitað til hans vegna blárefa sem sloppið hafa einhvers- staðar úr búrum og sést á stjái a.m.k. í þrem hreppum í Rangár- þingi, Holtum, Rangárvöllum og Landeyjum. Síðast sá bóndi í Landeyjum slíkan gest heima í túni hjá sér rétt fyrir myrkur í fyrrakvöld. Hvað dýrin væru mörg kvaðst Sigurður ekki vita, en menn hafi séð tvö litaafbrigði. Hingað til hefur Sigurður ekki haft erindi sem erfiði við að hafa upp á dýrunum og hefur þar auð jörð t.d. gert ókleift að rekja spor. Sigurður taldi bændur uggandi að vita af þessum óboðnu gestum heima í túnum hjá sér nú í upphafi sauðburðar. Hins vegar sé ómögu- legt að vita hvort lömbum sé hætt og hvernig þessi alidýr bregðist við úti í náttúrunni. Ljóst sé þó að þau virðist lifa alveg ágætlega á eigin vegum. Sigurður kvaðst að vanda halda á stað til grenjaleitar um næstu mánaðamót. En við það hefur hann verið um hálfan annan mánuð á hverju sumri að undanförnu. Afraksturinn hefur verið frá 17 og upp í 30 dýr, en bara gamli fjaila- refurinn til þessa. í sumar mun hann ekki síður leita að gljáandi silfurrefum á heiðum uppi þar sem talið er að einhverjir slíkir muni komnir í tilhugarlíf með öðrum af gömlu tegundinni. -HEI Formenn flokk- anna á fund forsetans - Steingrímur, Þorsteinn og Svavar í gær. Jón Baldvin, Guðrún, Albert og Stefán í dag í dag lýkur viðræðum forseta Islands við formenn flokkanna. Formennirnir hafa lítið viljað láta hafa eftir sér um hvað fram fór millum þeirra og forseta. Svavar Gestsson, sagðist þó hafa „skilað auðu“, þ.e. að hann hefði ekki stungið upp á neinum flokksfor- mannanna til að leiða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann teldi eðlilegt að flokkar hinna stóru sigra spreyttu sig fyrst. -phh Salmonellasýkingin í Dölum: Sýkingin komin úr kjúklingum frá ísfugli „Erum til viöræöu um samning út 1988,“ segir Gunnar J. Friðriksson. „Samningur hliðstæður samningi opinberra starfsmanna til 1988 kemur ekki til greina,“ segir Ásmundur Stefánsson Miðstjórn ASÍ sendi í gær Vinnu- veitendasambandinu og Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna bréf þar sem kemur fram að miðstjórn ASf telur óhjákvæmilegt að allsherj- arendurskoðun samninga fari fram og þar verði tekið á málum allra hópa. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í samtali við Tímann í gær að þó talað væri um allsherjarendur- skoðun samningsins, væri Ijóst að hér væri eingöngu um að ræða upptöku launaliða samningsins frá í desember . „Ég lít á endurskoðun samninga nú og samning fyrir 1988 sem tvö óskyld mál. Samningur út 1988 hliðstætt því sem opinberir starfsmenn gerðu, kemur ekki til greina af okkar hálfu. Áherslurnar í þessu hljóta að hvíla á herðum sambandanna og; félaganna og ekki verður allt leyst með einhverri einfaldri reglu á borði ASÍ. En við berum ábyrgð á þessu og munum fylgja því eftir,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ sagði að aðalfundur vinnuveit- andasambandsins yrði haldinn nk. þriðjudag og yrði þá rætt um þessa málaleitan ASÍ. „En við sjáum nú ekki að það sé grundvöllur til al- mennra viðræðna fyrr en séð verður hvernig ríkisstjórn við fáum, vegna samhengis kaups og kjara og svo stefnunnar í efnahagsmálum," sagði Gunnar. „Við verðum þá til viðræðu um það hvernig staðið skuli að skoðun mála með hliðsjón af samningum út árið 1988, eins og gert var við opinbera starfsmenn. Það er til lengri tíma, ekki bara út þetta samn- ingstímabil. En við ljáum ekki máls á að taka upp samninginn sem slíkan, en við erum tilbúnir að ræða möguleika á samningi út árið 1988 í Ijósi væntanlegrar stefnu næstu ríkis- stjórnar," sagði Gunnar J.Friðriks- son. -phh „Það hafa fundist bakteríur sömu gerðar og sýkt hafa fjölda manns, í kjúklingum af ákveðnu framleiðslu- númeri - 1 112-86. Bakteríurnar hafa ekki fundist í öðrum matvælum, sem bendir til að þetta sé ákveðinn partur af sendingu,“ sagði Sigur-, björn Sveinsson, heilsugæslulæknir í Búðardal í gær þegar í ljós kom hvaðan salmonellasýkingin sem herjað hefur aðallega á Dalamenn undanfarnar vikur er komin. - En eru kjúklingarnir upprunnir- úr ykkar héraði eða af höfuðborgar- svæðinu? „Þetta er frá ísfugli. Þetta eru kjúklingar merktir ísfugli." „Við könnum náttúrlega hvort. eitthvað sé af þessu í umferð hér og' Hollustuvernd hlýtur að gera ráð- stafanir í þessu sambandi" sagði Sigurbjörn ennfremur. Líklegt má telja að enn sé í umferð eitthvert magn af sýkta kjúklingnum og ber að vara fólk við kjúklingi sem ber áðurnefnt númer. Fjórir Dalamenn hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eftir heiftar- lega sýkingu og hátt í sjötíu manns hafa sýkst, þar af um fjörutíu innan1' héraðs. KRUMMI “ Menn dala sem talsvert eftir einn nr. 1,112-86 frá ís- fugli! “ Veitingastaðurinn sem seldi kjúkl- ingana hefur fullnægt öllum heil- brigðiskröfum og hefur nú opnað á ný. „Þetta hefur orðið til þess að menn hafa verið með ýmsar glósur um Dalamenn að tilefnislausu. En þetta er bara slæm sending af höfuð- borgarsvæðinu, eins og margar eru1 sem við fáum þaðan kárínurnar. Hjá okkur er næsta skref að fylgja þeim eftir sem eru okkar skjólstæðingar og sjá um að menn hverfi til vinnu þegar þeir eru búnir að ná heilsu, það er það sem að okkur læknunum snýr. Ég skal ekki segja hvað aðrir sem hlut eiga að máli gera í þessu,“ sagði Sigurbjörn að lokum. „Það er ekki vitað hve mikið at1 kjúklingi er í umferð, en hugsanlegt er að eitthvert magn sé í búðum. Við göngum í það strax að innkalla það allt saman, gera það upptækt og farga því. Það er til í frystigeymslum hjá ísfugli og það var stöðvað um leið og við vissum að það var einhver salmonella og síðan verður farið í að innkalla það úr búðum," sagði Hall- dór Runólfsson, deildarstjóri hjá; Hollustuvernd ríkisins aðspurður um þetta mál. „Hvað þetta er dreift um landið er ekki hægt að svara fyrr en á morgun, en þeir eru að fara í gegnum sínar. söluskýrslur hjá ísfugli og þá liggur það betur fyrir hvert þetta hefur farið. En það fór eitthvað beint af því í sölu, beint til kjúklingastaða" sagði Halldór ennfremur. - En er hætta af smitun úr kjúkl- ingabitum? „Það er mjög ólíklegt. Og það má koma fram að þetta er einn ákveðinn framleiðandi. Þetta er bara frá ein- um framleiðanda af mörgum, þannig að það er auðvelt að þekkja þá úr. Það er engin ástæða til að ætla annað en að allt annað sé í lagi. Séu kjúklingabitarnir vel steiktir á skyndibitastöðunum, eins og lög gera ráð fyrir, þá á að vera allt í lagi með þá,“ sagði Halldór að lokum. -SÓL Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra mætti fyrstur flokksformann- anna á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta í gær. Hvort hún mun veita honum fyrstum umboð til stjórnarmyndunarviðræðna mun að öllum líkindum liggja fyrir á mánudaginn. Tímamynd Pjetur Nýir kjarasamningar í uppsiglingu: VSÍ vill samning út 1988 en ASÍ út 1987

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.