Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 8. maí 1987 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Stjórnvöld í Sovétríkjunum vísuöu stjórn- arerindreka frá Nýja Sjálandi úr landi fyrir athæfi sem ekki samræmdist störfum hans, sem er annað orðalag yfir njósnir. Þessi ákvörðun Sov- étstjórnarinnar fylgir í kjölfarið á brottvísun sovésks stjórnar- erindreka frá Nýja Sjálandi f síðasta mánuði. Hann var ákærður um njósnir. rískir rannsóknaraðilar hafa komist yfir um 50 milljónir doll- ara í peningum og öðrum verð- mætum sem kókaínsalar áttu. Edwin Meese yfirmaður dóms- málaráðuneytisins í Bandaríkj- unum lýsti þessari rannsókn sem þeirri vioamestu og árang- ursríkustu í sögu baráttunar gegn eiturlyfjum í landinu. LUNDÚNIR — Ernest Saunders, sem var rekinn úr formanmnsstarfi ensk-írska bjórrisafyrirtækisins Guinness, hefur verið handtekinn og sak- aður um ólöglega fjármagns- starfsemi. WASHINGTON - Öld- ungadeild Bandaríkjaþings sem demókratar ráða sam- þykkti sína útgáfu á fjárlaga- frumvarpinu sem hljóðar upp á þúsund milljarða dollara. Þar er gert ráð fyrir hærri sköttum til að draga úr halla á ríkissjóði og einnig er beiðni Reagans forseta um fjárveitingar til her- mála skorin niður. BEIRÚT - Óþ ekktur maður fannst látinn norour af líbönsku borginni Tripólí. Lögreglan neitaði þó fréttum frá borginni að hér hefði verið um erlendan gísl að ræða. TOKYO — Verð á hlutabréf- um á Tokyomarkaði rauk upp í fyrsta skipti á tveimur vikum og virtist sem fjárfestingaraðilar væru að fá trú á markaðinum að nýju eftir mikla sölu undan-. farna daga. BUDAPEST — Alþjóða- samband gyðinga, sem nú þingar í Búdapest, afhjúpaði nýtt minnismerki í borginni um Raoul Wallenberg, sænska stjórnarerindrekanum sem bjargaði lífi þúsunda ung- verska gyðinga á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar með því að útvega þeim sænsk vega- bréf. LUNDÚNIR — Breska ríkis- stjórnin lokaði fyrir sölu á hlutabréfum í Rolls Roycefyrir- tækinu sem hefur nú verið sett í hendureinkaaðila. Embættis- menn sögðu að áhugi á hluta- bréfakaupum í fyrirtækinu hefði verið geysilega mikill. Úrslit kosninganna í Suður-Afríku: Hvítir kjósa aðskilnað - Hófsöm öfl biðu lægri hlut - Andstæður milli kynþáttanna skerpast Fylgismenn algjörs aðskilnaðar kynþáttanna í Suður-Afríku unnu sigur í kosningum hvítra: Botha forseti (innfellda myndin) mun þurfa að taka tillit til kosningaúrslitanna. Frakkland: Barbie bíður réttarhalda - Ströng öryggisgæsla við dómshúsið í Lyon — Neitar Barbie að bera vitni? Jóhannesarbor(>-Keuter Hinn ráðandi Þjóðarflokkur í Suður-Afríku vann stóran sigur í kosningunum í fyrradag og úrslitin voru í heild sigur fyrir harðlínumenn í hópi hvítra, menn sem krefjast algers aðskilnaðar milli kynþátta landsins. íhaldsflokkurinn, sem er flokkur hægra mcgin við Þjóðarflokk P.W. Botha forseta, var hinn eiginlegi sigurvegari kosninganna sem aðeins hinir hvítu íbúar landsins fengu að taka þátt í. Hann fékk 26% allra atkvæða og hefur nú tekið við af hinum hófsama Framfaraflokki sem helsta stjórnarandstöðuaflið á þingi. Blökkumaðurinn Desmond Tutu, erkibiskup og baráttumaður fyrir réttindum svartra, sagði á blaða- mannafundi er úrslitin voru ljós að hann óttaðist að landið hefði færst aftur í hinar myrku miðaldir. íhaldsflokkurinn fékk tuttugu menn kjörna en hafði áður átján. Þrátt fyrir aðeins litla fjölgun í þingmannatölu jókst heildarat- kvæðamagn flokksins verulega, sér- staklega í sveitar- og nánruhéruðun- um í Transvalínu og Frjálsa appels- ínuríkinu (Free Orange State). íhaldsflokkurinn var stofnaður árið 1982 af sextán meðlimum Þjóðar- flokksins sem voru óánægðir með þreifingar í þá átt að draga úr aðskilnaði kynþáttanna. Flokkurinn aðhyllist algjöran aðskilnað og vill halda hinum 25 milljón blökku- mönnum sem í landinu búa á sér- stökum svæðum. Þjóðarflokkur Botha forseta er enn langstærsti stjórnmálaflokkur- inn, hafði fengið 123 menn kjörna á hið 166 manna þing í gærdag er aðeins átti eftir að útkljá tvö sæti. „Úrslitin eru algjör andstaða við réttindi blökkumanna," sagði Ro- bcrt Schrire stjórnmálasérfræðingur í gær. Aðrir fræðingar á þessu sviði tóku undir þessi orð og bentu á að úrslitin myndu líklegast skaða veru- lega þær fáu endurbætur á aðskilnað- arstefnunni sem Botha og flokkur hans hafa staðið fyrir. „Þótt Botha hafi í rauninni enga afsökun fyrir því að hætta við endur- bótaáform sín mun hann þurfa að líta aftur yfir hægri öxlina," sagði einn stjórnarerindreki í gær er hann lýsti hægri sveiflunni í landinu. Mangosuthu Buthelezi leiðtogi Zulúmanna kvaðst vera gáttaður á úrslitunum og sagði þau þýða að engar samningaviðræður milli svartra og hvítra yrðu teknar upp. I.undúnir-Reuter Milljónir Breta kusu í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í gær, kosningum sem stjórnmálaflokkar landsins líta á sem lokaæfingu fyrir þingkosningarnar sem flestir gera ráð fyrir að haldnar verði í næsta mánuði. Stjórnmálasérfræðingar gera ráð fyrir að Margrét Thatcher forsæt- isráðherra og flokkur hennar, íhaldsflokkurinn, muni fara í kosn- ingaslag svo lengi sem ekkert veru- lega óvænt gerist í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum. Tapi flokkur- inn hins vegar miklu meira en búist er við nú mun forsætisráðherrann líklegast fresta þingkosningunum, Blökkumaður úr hópi háskólanema gekk lengra í skoðun sinni á úrslitun- um og sagði hina hvítu íbúa landsins hafa kosið yfir sig byltingu. Lyon-Reuter Mjög ströng öryggisgæsla var í kringum dómshúsið í Lyonborg í Frakklandi í gær en þar mun Klaus Barbie fyrrum yfirmaður í SS sveit- um Hitlers verða leiddur fyrir rétt á mánudag, sakaður um glæpi gagn- vart mannkyninu. Barbie er nú 73 ára gamall. Hann var gerður útlægur frá Bólivíu fyrir fjórum árum og fluttur þaðan til Frakklands. Á árum síðari heims- styrjaldarinnar var Barbie háttsettur Gestapoforingi í Lyon sem þá var höfuðsetur frönsku andspyrnuhreyf- ingarinnar og athvarf fyrir marga flóttamenn úr hópi gyðinga. Verkamenn voru í gær að ljúka nauðsynlegum endurbótum á réttar- salnum, þar sem níu manna kvið- dómur mun dæma Barbie, og úti við komu lögreglumenn sér fyrir á hús- þökum og öðrum stöðum í grennd- inni. Barbie var oft kallaður „Slátrarinn frá Lyon“ vegna grimmdarverka Bretland: jafnvel fram á haustið. í gær virtust þó fá teikn vera á lofti um að íhaldsflokkurinn myndi fara illa út úr svæðakosningunum, að vísu birtist skoðanakönnun í blaðinu The Independent þar sem íhalds- flokknum var einungis gefin fimm prósentustig fram yfir Verka- mannaflokkinn en hann hefur hing- að til leitt kannanir með 10 til 14% meira fylgi en höfuðandstæðingur- inn. Leiðtogar Ihaldsflokksins tóku skoðanakönnunina hins vegar ekki alvarlega, sögðu að hún sýndi aðeins að atkvæðasmalar flokksins mættu ekki slaka á. í gær var kosið um alls tólf þúsund sæti í 369 bæjar- og sinna er hann var lögreglustjóri í borginni frá árinu 1942 til 1944. Margar hótanir hafa borist til lög- regluyfirvalda frá þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða Barbies og því eru öryggisráðstafanir víðtæk- ar, einnig verður að gæta öryggis dómara þar sem hótanir hafa einnig borist frá hópum nýnasista. Alls munu um 700 fréttamenn, ein 100 vitni og stefnendur og fjörutíu lögfræðingar verða viðstaddir réttar- höldin og mun Barbie sitja á bak við skothelt gler á meðan á þeim stendur. Sjónvarpað verður frá fyrstu mínútum réttarhaldanna og er það einsdæmi í réttarsögu Frakklands. Lögfræðingar stefnenda telja þó alls ekki víst að Barbie vilji bera vitni í réttarhöldunum. Sumir telja að hann muni hreinlega neita að taka þátt í þeim og bera fyrir sig yfirlýsingar lögmanns Barbie, hins umdeilda Jacques Verges. Verges hefur sagt að mál Barbies sveitarstjórnum og sögðu sér- fræðingar að íhaldsmenn mættu vera ánægðir ef þeir töpuðu ekki mikið meira en hundrað sætum. Mæting á kjörstaði er annars vanalega lítil í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, um 40% kjörsókn eða minni. Urslit voru ekki komin þegar Tíminn fór í prentun í gærkvöldi. Thatcher og samstarfsmenn henn- ar munu hafa í hyggju að skoða úrslit kosninganna vel yfir helgina og ef allt fer sem horfir mun hún tilkynna á mánudag að þingkosning- ar verði þann 11. júní. Þarmunþessi reyndasti stjórnmálaforingi Vestur- Evrópu reyna að ná kjöri sem for- sætisráðherra í þriðja skiptið í röð. muni ekki fá réttláta dómsmeðferð og réttarhöldin séu í raun ekki annað en „aftaka“. Franskur herdómstóll hefur tví- vegis dæmt Barbie til dauða í fjar- veru hans og nú er hann sakaður um glæpi gagnvart mannkyninu í sam- bandi við flutninga og dauða um 400 gyðinga og 300 manna í andspyrnu- hrevfingunni. Áðurnefndur Verges er yfirlýstur róttæklingur og hefur hótað að franska þjóðin verði táknrænt sett í vitnastúkuna fyrir hegðun sína á hernámsárunum og að skjólstæðing- ur hans muni gefa upp nöfn svikara innan andspyrnuhreyfingarinnar og skýra frá hversu víðtæk samvinnan við nasista var í Frakklandi. Ítalía: Klámstjarna í kosningaslag Róm-Rcutcr Ein frægasta nektarsýninga- stjarna þeirra ftala, Ilona Stallar, verður í framboði fyrir Róttæka flokkinn í kosningunum í næsta mánuði. Stallar var samþykkt sem frarn- bjóðandi í þingkosningunum, sem fram fara þann 14. og 15. júní, eftir mikla fundi meðal forystumanna flokksins þar sem ekki voru aliir á eitt sáttir. ' Lögreglan hefur oft lcyst upp sýningar Stallar og sagt þær hafa farið fram úr öllum vclsæmis- mörkum. Róttæki flokkurinn hefur einnig annan frægan frarn- bjdðanda á sínum lista, 92 ára gamla leikkonu Nerinu nokkra ;Montagnani sem þekkt er í sjón- varpi suður á Ítaiíu fyrir að auglýsa kaffi. Kosningar segja til um kosningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.