Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. maí 1987 Tíminn 15 lllllllllllllllíllllllllll MINNING Guðni Kristjánsson Stóra-Sandfelli Skriðdal Fæddur 13. nóvember 1957 Dáinn 18. mars 1987 Dáinn, horfinn - Harmafregn Hvílík orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (J. Hallgrímsson) Þessi orð skáldsins hafa leitað á hug minn eftir að mér barst sú j harmafregn að sveitungi minn og vinur Guðni Kristjánsson hafi látist í bílslysi á Egilsstöðum 18. mars. Slík þáttaskil er erfitt að sætta sig við, þær staðreyndir snerta okkur djúpt en sárastur er söknuður móður og systkina. Guðni Kristjánsson var fæddur í Stóra-Sandfelli 13/11 1957. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurborg Guðnadóttir frá Eskifirði og Kristján Guðnason Stóra-Sandfelli. Guðni var fjórði í röð fimm barna þeirra hjóna. Talin í aldursröð: Alda húsfr. Svíþjóð, María húsfr. Flögu, iBirna húsfr. ísafirði, Guðni sem hér er minnst og Jóhanna yngst. Bjarni Flagen sonur Sigurborgar og Jóhanna búa í Stóra-Sandfelli ásamt móður sinni. Öll eru systkinin vel gefin og hafa aflað sér margháttaðrar starfsmenntunar. Systurnar þrjár sem farnar eru að heiman hafa stofnað sín heimili. Guðni lauk námi í barna- og unglingadeild Hallormsstaðaskóla. Síðan fór hann í Alþýðuskólann á Eiðum og þaðan í Reykholtsskóla. Eftir að Guðni fór út á vinnu- markaðinn vann hann mikið á þungavinnuvélum hjá ýmsum aðil- um og má þar m.a. nefna Guðjón Sveinsson og Magnús Sigurðsson. Hann aflaði sér réttinda til að fara með sprengiefni. Kom það sér vel fyrir hann að kunna með það að fara, þegar hann og Kári Svavarsson mágur hans tóku að sér fyrir nokkr- um árum staurareisingu fyrir raflínu milli Mjólkárvirkjunar og Tálkna- fjarðar. Guðni var þar verkstjóri og vel látinn af sínum meðstarfs- mönnum. Undanfarin ár stundaði Guðni aðallega sjómennsku og nú síðast var hann sem vélstjóri á Sandafelli SU 210 Breiðdalsvík. Guðna þótti vænt um sitt heimili. Var sístarfandi þegar hann var heima. Einnig hirti hann stundum sauðféð á meðan það var í Sandfelli, hafði gaman af því og gerði það vel. Hann mun hafa hugsað sér að eiga ítök í sínu æskuheimili og koma sér upp aðstöðu til að geta dvalið heima. Fyrir nokkrum árum rejsti hann vandaða vélaskemmu í Stóra-Sand- felljog vann við að gera upp bíla og fleira þegar hann var heima. A síðast liðnum vetri hafði hann dregið að sér efni í innréttingar til að koma sér betur fyrir. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Útför Guðna fór fram frá heimili hans Stóra-Sandfelli 28. mars að viðstöddu fjölmenni. Jarðsett var í heimagrafreit. Ég þakka Guðna fyrir margháttuð og góð kynni og bið honum blessun- ar Guðs. Við hjónin sendum móður hans, systkinum og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Stefán Bjarnason Flögu llllllllllllllllllllllllllil MYNDLIST Sýning Einars Ingimundarsonar í samkomuhúsinu Borgamesi Kunnur umdeildur fslenskur list- málari sem gerði sér ávallt far um að líta inn á sýningar hjá „litla mannin- um“ svo er hann víst nefndur nú á dögum sem minna kann og getur en aðrir, sagði við mig eitt sinn er ég var honum samferða um sýningu hjá slíkum, að hann græddi jafnvel meira á svona mönnum en hinum sprenglærðu að ekki sé minnst á blessuð börnin sem bókstaflega heilluðu sig með innilegum verkum sínum. Besti dómur sem ég hef heyrt um frumsýningu „litla mannsins“ hraut af vörum hans við þetta tækifæri; Það væri ánægjulegt að skoða þessi verk „hans“ og hann óskaði honum til hamingju. Dáðist að honum fyrir kjark: „hans“ og þor að stíga þessi skref inná kreddufulla, kaldrifjaða og harðsvíruðu baráttubraut lista- gyðjunnar, þar sem óargadýr í líki öfundsjúkra listamanna og fræðinga lægju í leyni og umsvifalaust rifu sálarlíkamann á hol. Einhverntíma hefði verið sagt við sig í niðrandi tón að ónefndur vildi heldur eiga mynd eftir Picasso en sig. Það gæti „hann“ haft hugfast að Picasso hefði átt sér fyrirmynd, tak- ntark og ekki var hans dans alltaf á rósum. Að gefnu tilefni kemur mér þetta í hug núna, því leið mín lá í Borgarnes um daginn. Einar Ingi- mundarson málarameistari var að opna þar sýningu á verkum sínum. Sjón er sögu ríkari, og þar sem ég stend þarna í miðju samkomuhús- gólfinu og virði fyrir mér myndirnar hans Einars kemur mér í hug það sem nú er tímabært að athuga (þróun „málara“ undanfarin 150 ár.) Áður fyrr var bara um einn mál- ara-(titil) að ræða sem var allt í senn; húsamálari, skrautmálari og ekki síst listmálari, einu nafni: Málari. Nú er lag, að sameina þessar 23. apríl til 3. maí 1987 greinar aftur því Rúllarinn er kom- ari þegar hámarkinu er náð. inn til sögunnar. Til hamingju Einar og lifðu heill. „Málari“ skal það heita og meist- Kveðjur Hassi Samvinnuskólinn Bifröst Umsóknarfrestur til 10. júní nk. Inntökuskilyrði: Verslunarpróf eða 2 námsár framhaldsskóla með viðskiptagreinum. Upplýsingar í skólanum sími 93-5000 og 93-5001. Umsóknir sendist til skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst, 311 Borgarnesi. Skólastjóri. Útlitsteiknari óskast á tæknideild blaðsins Um framtíðarstarf gæti verið að ræða. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Tíminn Síðumúla 15. Sími 686300 t Brynjólfur Oddsson, fyrrverandi bóndi, Þykkvabæjarklaustri verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda. Hilmar Jón Brynjólfsson. VOR ’87 Eigum til afgreiðslu strax 3KVERNELAND DISKAHERFIN, þau hafa verið ein vinsælustu herfin á íslandi mörg undanfarin ár,24 og 28 diska. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. s. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. s. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal s. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöð- um, Klofningshr. Dal. s. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi s. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð s. 93-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi s. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík s. 96-61122 Dragi Akureyri s. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn s. 97-8340 Víkurvagnar, Vík s. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli s. 99- 8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum s. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu s. 99-6840 G/obusp LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - © 91 -681555 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki kennarastöður í íslensku og stærðfræði. Við Fjölbrautaskólann við Ármúla kennarastöður í efnafræði og hagfræðigreinum, fullar stöður í báðum greinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastöður í eðlis- fræði, efnafræði, stærðfræði og frönsku, ennfremur kennara í rafeindavirkjun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 26. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið UMBOÐSMAÐUR Umboösmaður óskast fyrir Tímann á Ólafsvík sem fyrst A mölinni mætumst með brosávör — v ef bensíngjöfín er tempruð/ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.