Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 8. maí 1987 Framleiðsla á minkaskinnum nær tvöfaldast í sumar og haust verða reystir 33 skálar til minkaræktunar á Norður- landi og á Ströndum. Samtals munu skálarnir hýsa um tíu þúsund læður. Er um að ræða eitt stærsta stökk í greininni frá upphafi, hér á landi. Samkvæmt tölum Byggðastofnun- ar, í skýrslu útgefinni í janúar, segir að læðufjöldi í skálum hér á landi hafi verið um sextán þúsund í fyrra. Þegar öll loðdýrabúin verða kom- in í fulla starfsemi verður þessi tala orðin tæplega þrjátíu þúsund læður, sé gert ráð fyrir aukningu í þeim búum sem fyrir eru. Þar með hefur framieiðslan u.þ.b. tvöfaldast á einu ári. Hvolpar í minkabúum á íslandi voru í fyrra um 52 þúsund. Greiðlega gekk fyrir bændur að verða sér úti um læður. Þeir aðilar sem standa að þessum miklu framkvæmdum buðu út efmö í skálana. Nú er allt útlit fyrir að sameiginlegu tilboði Byggingadeild- ar Sambandsins og kaupfélaganna á Sauðárkróki og Blönduósi verði tekið. Tilboð þessara aðila hljóðar upp á 25%-30% lægra verð en kaupverð. í tilboðinu er tekið fram að verðið miðast við að efnið sé komið á bílum á staðinn. Verður efnið flutt á bílum annaðhvort frá Sauðárkóki eða Blönduósi. Sam- kvæmt útboðsgögnum verður efnið afhent fyrir 1. júlí. Ólafur Eggerts- son frá Byggingavöruverslun Sam- bandsins fer norður á Blönduós á laugardag til samningagerðar vegna málsins. Flestir skálarnir verða 61 metri á lengd og 12 á breidd. Nokkrir eru þó heldur styttri og aðrir lengri. Áætl- aður kostnaður á hvern skála er um 600 þúsund krónur. Samtals er efn- iskostnaður því um tuttugu milljónir samkvæmt því tilboði sem greint er frá hér að ofan. Fleiri tilboð bárust og voru mörg þeirra hagstæð að sögn Gísla Pálssonar bónda á Hofi í Vatnsdal, en hann hefur staðið fram- arlega í undirbúningnum. Skálarnir verða reistir sem hér segir: einn á Ströndum, níu í Vestur Húnavatnssýslu, níu í Austur Húna- vatnssýslu, ellefu í Skagafirði og þrír í Suður Þingeyjarsýslu. Búist er við því að allir skálarnir verði fullbyggð- ir í ár og að margir fari þegar í fulla starfsemi sem er um þrjú hundruð læður. Magnús Sigsteinsson hjá Búnað- arfélagi íslands teiknaði skálana og undirbjó útboðslýsinguna. -ES AUKASÝNING Á AIDA í KVÖLD Vegna mikillar eftirspurnar verð- ur aukasýning á óperunni Aida hjá íslensku óperunni í kvöld klukkan 20.00. Það er í þrítugasta sinn sem hún er sýnd og j afnframt allra síðasta sýning. Aida hefur notið mikilla vinsælda og er, eins og Tíminn hefur sagt frá, snilldarlega upp sett. Það er á fárra færi að setja upp svo stórbrotna óperu í jafn litlu húsi og Gamla bíó svo vel fari. Fyrir tilstuðlan Sverris Hermanns- sonar, menntamálaráðherra, hefur verið veitt fé til að taka sýninguna upp á myndband til ævarandi varð- veislu. f aðalhlutverkum eru Ólöf K. Harðardóttir, Anna J. Sveinsdóttir, Garðar Cortez og Kristinn Sig- mundsson. þj Klesstir bílar fluttir til landsins: „Draslið" aflur sett á gðturnar - Bifreiðaeftirlitinu líst ekki á fyrirtækið Tugir klesstra bíia hafa verið flutt- ir til íslands frá Lúxemborg, þar sem Guðni Björnsson, bílasali í Hafnar- firði, kaupir þá af tryggingafélögum Þessir klcsstu bflar frá Lúxemborg bíða þess að verða leystir úr tolli af bflasalanum, sem hyggst gera þá upp og selja. Tjónabflarnir koma beint úr slysum á hraðbrautum crlendis og Bifreiðaeftirlitið óttast að þeir séu hættulcgir umferðinni. (Tímamyndir: BREIN) til þess að gera þá upp hér á landi og selja við vægu verði. Með þessu segist Guðni vera að gefa fólki kost á ódýrari farartækjum. En grind þeirra er snúin og skökk, blikkið að miklu leyti ónýtt og sumar vélar ekki gangfærar. Bílarnir eru meira skemmdir en 15% sem er viðmiðunartala tollgæslunnar. Þess vegna þarf ekki að greiða fullan toll af þeim, heldur þarf að kalla til matsmenn. En klessubílar Guðna eru fluttir inn sem hráefni og því er ekki greiddur söluskattur af þeim. Varahlutir eru hátt tollaðir á fs- landi og þess vegna dýrt að gera bíla upp. Tollgæslan sagðist því sjálf halda, að bílarnir væru frekar til niðurrifs og hlutar þeirra seldir. Þannig fáist ódýrir varahlutir. En traustar heimildir Tímans herma að svo sé ekki. Bifreiðaeftirlitið hefur varað við þessum bílum, segir þá drasl og hættulega umferðinni. Það verði því að fara varlega, þegar slíkir bílar eru keyptir og þeir skráðir á íslensk númer. þj AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl.A 01.05.87-01.11.87 kr. 233,49 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, maí 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS örn Arnar Jónsson, Atli Þorbjörnsson, Kormákur Doðri Bollason í starfskynningu hjá Tímanum. Starfskynning Um þessar mundir eru starfs- var þessi starfskynning afar fróðleg kynningar í mörgum gagnfræða- °g skemmtileg tilbreyting frá skólum landsins. Við hérna hjá venjuleguskólahaldi. Einnigsögðu Tímanum fengum þessa þrjá stráka þeir að álit þeirra á blaðamennsku í heimsókn. Að þeirra eigin sögn hefði stóraukist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.