Tíminn - 09.05.1987, Side 10

Tíminn - 09.05.1987, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 9. maí 1987 ÍÞRÓTTIR llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ítalska knattspyrnan: Allt tilbúið í Napólí Þúsundir Napólíbúa búa sig undir stórhátíð á morgun, bíða eftir að gamall draumur þeirra rætist loks, Napoli verði ítalskur meistari. Nap- oli leikur gegn Fiorentina á morgun og sigur í lciknum tryggir þeim ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn. Napoli hefur þriggja stiga forystu þegar tvær umferðir éru eftir og liðið á möguleika á að vinna tvöfalt í ár, deild og bikar. Inter Milano, eina liðið sem á möguleika á að ná Napoli og þá aðeins ef Napoli tapar tveimur síð- ustu leikjunum er úr leik í bikar- kcppninni og Juventus sem er í 3. sæti fór einnig sömu leið í síðustu umferð. Napoli er aftur á móti komið í úrslit. Uppselt er á leik Napoli og Fior- entina á San Paolo leikvanginum, 80.000 manns hafa þegar keypt að- gang og um eittþúsund laganna verð- ir verða líka á vellinum, fimm sinn- um fleiri en venja er til. Inter keppir í Atalanta með litla von, þeir verða að vinna og Napoli að tapa eigi þeir að eiga smugu og í þokkabót vantar í lið þeirra þrjá lykilmenn, Altobelli, Tardelli og Rummenigge. Hjá Nap- oli eru allir í fullu fjöri o'g besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, Diego Armando Maradona þar fremstur í flokki. Litla bikarkeppnin: Urslit Úrslit ráðast í dag í Litlu bikar- keppninni í knattspyrnu. Riðla- keppninni er lokið og urðu úrslit þar þessi: A-riðill: Stjarnan-UBK........................ 1-0 ÍA-Víðir............................ 3-1 UBK-tA.............................. 0-4 Víðir-Stjarnan...................... 3-1 Stjarnan-ÍA......................... 0-3 Víðir-UBK .......................... 0-2 lA......................... 3 3 0 0 10-1 6 Víðir..................... 3 1 0 2 4-6 2 UBK . ....................3 1 0 2 2-6 2 Stjarnan.................. 3 1 0 2 2-6 2 B-riðilt: ÍBK-Selfosa ÍBK-FH . . . . ídag ...... 1-0 ...... 2-2 ...... 1-7 ...... 3-2 3 3 0 0 14-4 6 3 111 6-7 3 3 1 0 2 5-7 2 3 0 1 2 3-10 1 Selfoss-Haukar FH-Haukar . . . Haukar-ÍBK . . . FH-Selfoss . . . . ÍBK........... FH ........... Selfoss....... Haukar........ Úrslifaleikirnir verða í dag, hver á sínum staðnum: l.sæti: ÍA-ÍBK Gervigrasi kl. 12.30 3. sæti: Víðir-FH Garðsvelli kl. 14.00 5. sæti: UBK-Selfoss Vallargerdisv. kl. 14.00 7. sæti: Haukar-Stjarnan Hafnarf. kl. 14.00 Maradona verður fremstur í flokki þegar Napoliliðið freistar þess að góma ítalska meistarabikarinn í fyrsta sinn á morgun. aira W NBA Tveir leikir voru í undanúrslit- um deildanna í bandaríska NBA- körfuboltanum í fyrrakvöld. Á vesturströndinni fóru leikar svo að Houston Rockets sigruðu Se- attle Supersonics með 102 stigum gegn 84. Seattle hefur 2-1 forystu. Fyrir austan unnu Los Angeles Lakers Golden State Warriors með 116 stigum gegn 101 og leiða Lakers keppnina 2-0. flDflm#' Laugavegi 47 - S 1 75 75 ■ HOWARD KENDALL framkvæmdastjóri Everton hefur farið fram á að fá fleiri verðlauna- peninga þegar leikmönnum Everton verða afhent sigurlaun sín í ensku 1. deildinni. Til siðs er að sigurliðið fái aðeins 12 verð- launapeninga en Kendall hefur notað 23 leikmenn í vetur, flmm fastamenn vantaði í liðið fyrst í haust vegna meiðsla. Engin regla er til fyrir því hvað leikmaður þarf að leika marga leiki til að eiga rétt á verðlaunapeningi en oft hefur verið miðað við 14 leiki. ■ JUANITO GOMEZ leikmaður Real Madrid var fyrir mistök dæmdur í 5 ára bann eftir leik Real Madrid og Bayern Miinchen í Evrópukeppninni í knattspyrnu á dögunum. Juanito átti að fara í 4 ára bann, til 1991, en dómararnir misreiknuðu sig, héldu að 4 ár væru til 1992. Þetta hefur þegar verið leiðrétt, bannið gildir til ársins 1991. ■ JUANITO segist gera sér grein fyrir að erfitt verði fyrir Real Madrid að bjóða sér nýjan samning þar sem hann verði ekki löglegur í Evrópuleikjum en hann segist hafa meiri áhuga á að verða áfram hjá félaginu og þjálfa ung- lingalið þess heldur en að gera samning við 2. deildarliðið Mal- aga. Juanito segir að líklega sé réttast fyrir sig að leggja skóna á hilluna nú og snúa sér að þjálfun svo „Ijóti kallinn“ sem leynist innra ineð honum og sparkaði m.a. í andlitið á Lothar Mattheus komist ekki inn á knattspyrnu- völlinn framar. ■ DEN HAAG er komið í úrslit hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Den Haag sigraði Den Bosch 3-0 í undanúrslitaleik en Ajax og Groningen gerðu markalaust jafntefli. Þau lið mæt- ast að nýju eftir hálfan mánuð og keppa um sæti í úrslitunum. Sólarhringssund fatlaðra íþróttasamband fatlaðra efnir til sólarhringssunds fatlaðra. Fatlaðir íþróttamenn synda stans- laust í heilan sólarhring, einn til tveir í einu. Sundið fer fram í sundlaug Sjálfsbjargar ■ Hátúni 12 og hefst laugardaginn 9. niaí kl. 10.00. Tilgangurinn með sundinu er tvíþættur. í fyrsta lagi að vekja áhuga á Norrænu trimmlands- keppninni sem fram fer 1.-31. maí og í öðru lagi munu aðildar- félög fþróttasambands fatlaðra safna áheitum á þetta sund og nota það þannig sem fjáröflun. Samskonar sund fór fram fyrir fjórum árum og voru þá syntir 75 km. Stefnt er að því að gera enn betur að þessu sinni. Handboltaskóli Geirs og Viðars Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson verða kennarar í handboltaskóla sem hefur kennslu mánudaginn 25. maí, handboltaskóla Geirs og Viðars. Námskciðið er opið öllum strák- um og stelpum 10-16 ára. Kennt verður í íþróttahúsinu við Strand- götu og á skólamöiinni við Lækj- arskóla í Hafnarfírði. Heimavist verður í álmu Lækjarskóla- íþróttahússins. Þátttökutilkynningar ásamt gjaldi kr. 5.500.- á mann í heima- vist sendist á póstgírónúmer 50950-7 Hafnarfírði fyrir 15. maí. Vilji menn ekki vera í heimavist né fæði er gjaldið kr. 3.500.- en 4.200.- með hádegismat. Syst- kinaafsláttur er veittur. Nám- skeiðið verður sett mánudaginn 25. maí kl. 10.00 við Lækjarskóla en því lýkur sunnudaginn 31. maí. Allir þátttakcndur fá viður- kenningarskjöl. Hámarksfjöldi þátttakenda verður 60. Geir Hallsteinsson Sævangi 10 Hafnarfirði s.: 50900, Viðar Sím- I onarson Hlíðarbyggð 47 Garð- 1 ahæ s.: 656218

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.