Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 23. júlí 1987 Bílar rúlla inn í landið: Ríflega 13.Ó0Ó ökutæki voru seld á sex mánuðum Við virðumst vera að hamstra bíla, án þess að nokkurt tilefni sé til. Að minnsta kosti er ekki von á nokkrum þeim aðgerðum í efnahagsmálum sem gætu leitt til verðhækkunar á bílum. Þegar árið var hálfnað höfðum við flutt inn og selt ríflega þrettán þúsund ökutæki, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Þar nteð eru talin 870 fjörhjói,og einnig vörubílar, sendibifreiðar og innfluttir notaðir fólksbílar. Það var gott hljóðið í sölumönn- um í umboðunum í gær þegar Tíminn ræddi við þá. Ekki ástæða til annars, þar sem seldir fólksbílar fyrri hluta ársins eru nú tíu þúsund og fimmtíu talsins og hafa aldrei í sögu lýðveldisins verið fleiri. Spá kunnugra er á ýmsa vegu, að „toppur" muni haldast í næstu tvö ár, og þá fjara út, en aðrir segja að þegar sé orðið vart við samdrátt í sölu. Allt á hjólum selst Það er sama hvaða bílaflokkar eru skoðaðir. Mikil sala. Seldir hafa verið 1050 nýir fólksbílar tímabilið janúar til júníloka. Inn- fluttir notaðir fólksbílar eru 1816 á sama tíma. Sendibifreiðir nýjar og notaðar teljast 192. Vörubílar, ný- ir og notaðir, ásamt pallbílum, teljast 225. Fjórhjólin sem seld hafa verið á þessu tímabili eru 870 talsins. Þó svo salan hafi verið mikil það sem af er ársinu, er ýmislegt sem bendir til þess að hún sé frekar í uppsveiflu heldur en hitt. Ef ársfjórðungarnir tveir eru bornir saman reynist seinni fjórð- ungurinn sem liðinn er hafa talsvert forskot á þann fyrri. Notaðir off dýrir Menn virðast almennt vera sam- mála um að notaðir bílar séu ekki seldir með eðlilegum afskriftum miðað við hvað tíðkast í öðrum löndum. Verð á notuðum bílum sé í kringum 15% of hátt. Bogi Páls- son framkvæmdastjóri hjá Toyota: Á meðan menn græða vel á því að kaupa notaða bíla frá öðrum löndum, hljótum við að verðleggja notaða bíla of hátt hér á landi sem því nemur. Bogi var einnig spurður hverja hann teldi vera skýringuna á því að afskriftir væru ekki í samræmi við það sem gerist annars staðar. Sagð- ist hann halda að þar væri um að kenna eigendum, því þeir neituðu að lækka bíla sína sem eðlilegt væri og sætta sig við eðlilegt verð. Ingvar Helgason í Datsun sagð- ist vita að þjóðin færi að koma til sjálfs sín í sambandi við verðlagn- ingu á notuðum bílum, ástandið í dag væri ekki eðlilegt. Innflutingur á notuðum eykst Það virðist vera rétt sem Bogi segir, að menn hafi gott upp úr því að flytja inn notaða bíla. Ef bornir eru saman fyrstu tveir ársfjórðung- ar í ár, kemur í ljós að tímabilið janúar til ntars voru fluttir inn 664 notaðir fólksbílar, en tímabilið apríl til júní fjölgaði þeim í 1152. Innflutningur á þessum bílum hef- ur nánast tvöfaldast á ekki mjög svo skömmum tíma. Enn meiri er aukningin þegar litið er til sendi- bifreiða og vörubíla séu ársfjórð- ungarnir bornir saman. Best seldu bílarnir Best seldi bíllinn það sem af er árinu er Toyota Corolla. Þegar árið var hálfnað höfðu selst 642 slíkir vagnar. Fast á hæla Toyota kemur Subaru 1800, en í lok júní hafði Ingvar Helgason selt 637 slíka bíla. Þriðji söluhæsti bíllinn er Daihatsu Charade, eða 566 bílar á miðju ári. Allt eru þetta japanskir bílar, sem vekur nokkra eftirtekt, þar sem í fyrra voru Lada og Skoda mjög ofarlega á þessum lista. Það skal þó tekið fram að bæði fyrirtæk- in, Bifreiðar og Landbúnaðarvélar og Jöfur hafa selt mikið það sem af er árinu, reyndar eins og flestir þeir sem versla með bíla. Ekki hamstur- uppsöfnuð þörf Ekki reyndust bílasalar og menn í umboðunum sammála um að verið væri að hamstra bíla, heldur væri tilhneigingin önnur. í kjölfar tollalækkana í fyrra, hafi menn tekið til við að endurnýja bílaflot- ann sem hafi verið kominn á tíma víðast hvar og meðalaldur orðinn hærri en það sem talið er eðlilegt; þessari endurnýjun, sem gerist af ákafa muni ljúka fljótlega. Bent er á að nú sé meðalaldur bíla lands- manna að lækka niður í það sem eðlilegt er. Salan þegar að dragast saman Ingvar Helgason hjá samnefndu fyrirtæki er ekki á sömu skoðun og starfsfélagi hans í Toyota. Ingvar segist sannfærður um, og reyndar hafi hann þegar fundið fyrir því, að samdráttur er orðinn í sölu á bílum. Segir Ingvar að samfara kosningum, stjórnarmyndun og efnahagsaðgerðum hafi verið mikil bílasala en hún fari nú minnkandi og hafi fyrirtækið tekið mið af því þegar pantanir voru gerðar fyrir seinni part ársins. - ES KVÓTI — og hvernig þá? NÝTT KERFI BYGGTÁ REYNSLUNNI „Ég vil líta á allar þessar aðferðir sem við höfurn verið með í gangi allt frá því að við fórum að stjórna fiskveiðunum, og reyna að finna það skársta úr öllu. Það má vissu- lcga finna eitthvað gott út úr kvótakerfinu og reyna að færa það til þess vegar sem best hentar sóknarmynstri og útgerðarháttum í hverjum landshluta fyrir sig.“ Þetta sagði Guðjón Á. Kristjáns- son forseti Farmanna og fiski- mannasambandsins erTíminn náði símasambandi við hann um borð í Páli Pálssyni í gær. „Skipagerðin skiptir miklu máli,“ hélt Guðjón áfram „og það verður að athuga að það er alls ekki sania hvort þú ert að tala um togara eða vertíðarbát á S-vestur- landi. f útfærslunni á ekki það sama við um þessar ólíku skipa- gerðir. Ég held að hægt sé að draga allt eins mikinn lærdóm af skrapdaga- kerfinu eða tegundamarkinu eins og við köllum það, eins og öðrum kerfum. Það er vegna þess að það sýnir sig að aflamarkið gæti virkað öfugt ef ein tegundin dregst saman um tíma. Undir slíkum kringum- stæðum þyrftu menn að fá stýringu í aðrar tegundir til að þeir myndu fullnýta aflann." Guðjón kvaðst þess fullviss að margt gott mætti fá út úr tegunda- markinu ef menn fengjust til að skoða það kerfi eins og hin, án þess að þar gætti of mikilla fordóma eða trúarbragða einstakra manna. Hann taldi að aðalatriðið væri að hafa fiskveiðistefnuna einfalda á heildina litið, en útfærslan yrði miðuð við ólíkar skipagerðir, ólík- ar aðstæður og ólíka tegundasam- setningu eftir veiðisvæðum. Hann lagði áherslu á að inn í þessa umræðu kæmist nýtt viðhorf er byggði að stórum hluta á sveigj- anleikanum í lífríkinu. Ekki væri of mikið vitað um fiskistofnana frá ári til árs og ekki þýddi að standa alfarið á einhverjum ákveðnum tölum þó að heildarstefnan væri skýr. „Þannig ætti stefnan að halda nokkuð við það sem við ætlum að setja okkur. ÖII kerfin hafa sýnt að aflamörkin sveiflast til um 10-15% og við því er ekkert að gera. Kerfið verður að taka mið af því. Ef við skoðum þessa reynslu á raunhæfan hátt þá hljótum við að sjá að kerfin hafa ekki haldið betur en með þessum sveigjanleika. Þá eigum við að segja það eins og það er að lífríkið er þannig að það býr til þennan sveigjanleika og það þurfum við að viðurkenna. Þessi sveifla fer eftir tíðarfari og aflabrögðum og breytingum á stofnstærð." Hann sagði jafnframt að ná þyrfti þeim afla á land sem hægt væri að vinna og til að stjórna þvf að einhverju ntarki þyrfti að koma á einhvers konar tegundastýringu. Guðjón lagði einnig á það áherslu að Iandshlutaútgerðirnar væru mjög misjafnar, bæði hvað varðar afla og tímabil. Þess vegna þyrfti að kanna vel tegundir og samsetn- ingu í útgerðinni á hverjum stað. Hvaða tegundir aflast betur í ákveðnum landshlutum? Hann tók sem dæmi að vestanlands og norð- an lægi þorskur og grálúða vel við en á S vesturlandi væri það karfi og ufsi og þorskveiði yfir vertíðina. Á báðum svæðunum er til dæmis þokkaleg grálúðuveiði. „Það má hugsa sér að togari fái leyfi til veiða á ákveðinni tegund upp að einhverju hámarki. Hann hefur þá minna í hinum tegundun- um. Þannig mætti nýta alla þá Guöjón A. Kristjánsson forseti FFÍ: hagkvæmni sem landshlutarnir bjóða upp á varðandi keyrslu á miðin.“ Guðjón hvatti einnig til þess að menn litu til þess hvernig veiðum var háttað áður en farið var að stjórna þessu með kerfum. Það mætti vel draga einhvern lærdóm af því ekki síður en af því hvernig til hefur tekist með stjórnun í þessi tólf ár sem hin ólíku kerfi hafa fengið að ráða. Hann lagði að lokum áherslu á það að menn settust hið fyrsta niður til að ræða málin og að reyna fordómalaust að tína út það skársta úr öllum þessum þremur kerfum án þess að eitt þeirra þyrfti endi- lega að vera til grundvallar. „Drauma fiskveiðistefna mín er að hægt verði að semja hana að að því sem lífríkið hefur uppá að bjóða, en þó með allri þeirri hag- kvæmni sem við höfum yfir að ráða. Landshlutarnir verða að fá einhverja valkosti þó að heildar- stefnan sé einföld. Ég er alfarið á móti því að sóknarmarkið verði lagt niður því að það nýtist mjög vel fyrir togveið- ar, þó að það henti illa fyrir netaveiðibáta. Kerfin eiga alls ekki að vera eins fyrir allar skipagerð- irnar. Það getur verið að rétt sé að setja upp ólík kerfi fyrir ólík skip. Menn verða að leggja niður trúar- brögðin sem ríkt hafa í þessum málum. Við þurfum núna að finna það sem við ætlum að búa við í langan tíma og eitthvað kerfi sem hægt verður að vinna eftir næstu fimm eða tíu árin.“ KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.