Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 3 Fundahöldum um vísindaveiðar lokið í.bili: Vísindaviðraeðum fram haldið síðar „Umræðurnar voru hreinskilnar og mjög gagnlegar. Við fórum mjög ítarlega yfirsjónarmið beggja aðila og ég fann að sveigjanleiki er fyrir hendi hjá Bandaríkjamönn- um. Hinsvegar er það ljóst að þetta mál hefur verið erfitt alla tíð og þurft ákveðinn sveigjanleika til að koma því áfram. Ég tel mikilvægt að ákveðið hafi verið að viðræðum skuli haldið áfram.“ Ertu sáttur við útkomuna eftir tveggja fundahöld um málið? „Ég tel hana í samræmi við það sem menn áttu von á í upphafi viðræðna. Við stefndum ekki að niðurstöðu núna og því get ég ekki annað en verið sáttur við afgreiðslu málsins í bili.“ sagði Halldór - ES Fundahöldum okkar og Banda- ríkjamanna um vísindaveiðar okk- ar lauk með eins konar vopnahléi í Washington í gærkvöldi. Ákveðið var að halda áfram viðræðum um málið síðar og í framhaldi af því að Bandaríkjastjórn myndi halda að sér höndum, en á móti munum við framlengja hlé það sem gert hefur verið á hvalveiðum hér, á meðan viðræður standa yfir. Engin endan- leg niðurstaða fékkst úr viðræðun- um og var það í samræmi við það sem Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði áður en við- ræðunefndin tslenska fór utan. Sameiginleg fréttatilkynning var gefin út þegar viðræðunum var lokið. Tíminn náði tali af Halldóri í gærkvöldi, eftir að fundahöldunum lauk. Sagði hann að ákveðið yrði fljótlega hvenær fulltrúar landanna hittust aftur til viðræðna. „Við urðum sammála um að frekari viðræður þyrftu að eiga sér stað síðar og verða þær tímasettar fljót- lega. Einnig var ákveðið að fram- lengja það hlé sem gert var á hvalveiðum 19. júlí, þar til frekari viðræður hafa farið fram.“ sagði Halldór í samtali við Tímann í gær. Ætlaði viðræðunefnd íslands að taka flugvél í gær áleiðis heim strax að loknum fundahöldum, en missti ! af vélinni og fer því með fyrstu vél | heim í dag og er væntanleg aðfarar- nótt föstudags. Halldór var spurður hvort hann hefði orðið var við sveigjanleika hjá bandarísku viðræðunefndinni? Sveigjanleiki hjá Bandaríkjamönnum Hópur líffræðinga: Vísinda- veiðar óvís- indalegar Tuttugu og tveir líffræðingar hafa sent frá sér ályktun þar sem fagnað er auknum rannsóknum á lifandi hvölum við fsland. Skora líffræðin- garnir á ríkisstjórn íslands að virða tímabundið veiðibann Alþjóðahval- veiðiráðsins, hætta hvalveiðum og kosta rannsóknir á hvalastofnum með öðrum hætti en með ágóða af hvalveiðum. Hópurinn telur að rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar á lifandi hvölum verði til að bæta verulega þekkingu á fjölda, útbreiðslu og atferli hvala og geri kleift að meta veiðiþol hvalastofna við landið. Hins vegar gefa líffræðingarnir tuttugu og tveir lítið fyrir vísindalegt gildi hvalveiðanna og segja: „Þrátt fyrir söfnun gagna með hvalveiðum í áratugi hefur ekki reynst unnt að ákvarða stærð og veiðiþol hvalast- ofna hér við land. Núverandi „veiðar í vísindaskyni" breyta þar litlu um. Hvalveiðar okkar fslendinga eru því ekki réttlætanlegar eins og á stendur og við teljum rangt að kenna þær við vísindi“ eru lokaorð álits líffræð- ingahópsins. (Úr fréttatilkynningu). Riffill í reiðuleysi Unglingur fann í gær gamlan riffilgarm með hlaupvídd 22 cal. í Neðstabergi í Breiðholti. Engar kúlur voru í honum og var hann lítill dýrgripur, að sögn lögreglu, sem taldi að lítil eða engin hætta hafi steðjað af þessu vopni, jafn- vel þótt það hefði lent í höndum óvita. Líklega hefur einhver hent honum þarna, er hann tók til í bílskúrnum, því að riffillinn var lítt eigulegur gripur. Þrátt fyrir það tilkynnti unglingurinn um fund sinn. þj Bandaríska herþyrlan lendir við Borgarspítalann með búlgörsku sjómennina. Þeir eru hjálmlausir, sá til vinsiri slasaður á hendi og hinn með botnlangakast. (Timmn: Pjetur). Tilkynnt um þrjá sjúka sjómenn: TVEIR SÓTTIR A SJÚKRAHÚS Þyrla frá herliðinu í Keflavík sótti í gær tvo erlenda sjómenn í land af togaranum Melaníta frá Búlgaríu, annan slasaðan á hendi en hinn með hastarlegt botnlangakast, að því er talið var. Tilkynning kom um slasað- an sjómann um borð í kúbönskum togara, en aldrei beiðni um aðstoð.. Beiðni um aðstoð frá búlgarska togaranum barst Landhelgisgæsl- unni klukkan 2:40 um nóttina, en togarinn var þá staddur um 300 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Eldsneytisflugvél fylgdi herþyrlunni sem lagði af stað í gærmorgun, en hún lenti með mennina klukkan 12:40 við Borgarspítalann. Land- helgisgæslan íslenska getur ekki sinnt þess háttar björgunarflugi, þar sem kostnaður við slíkar þyrlur, sem geta tekið eldsneyti á lofti, og elds- neytisflugvél yrði allt of hár. Tilkynn- ing um slasaðan mann um borð í kúbönskum togara, Rio Bajamo, barst hafnaryfirvöldum í Reykjavík sömu nótt, en nokkru fyrr en beiðni Búlgaranna. Kúbanski togarinn var staddur á svipuðum slóðum, en Kú- banir eru afar sjaldséðir gestir á miðum hér, að sögn Landhelgisgæsl- unnar. Þrjú skeyti bárust frá togar- anum, þar sem sagt var frá manni um borð sem hafði fengið sýru í augun, en aldrei tókst að ná samb- andi við togarann, til að bjóða aðstoð við að sækja sjómanninum í land og koma undir læknishendur. Engin beiðni barst um aðstoð frá togaranum og því voru engar björg- unaraðgerðirgerðarvegnaþessa. þj Tíminn í ísfilm Gengið hefur verið frá kaupum Tímans á hlut Reykjavíkurborg- ar í ísfilm. Eignarhluti Tímans telst 1/6 partur fyrirtækisins. Að svo stöddu er ekki unnt að greina frá kaupverði né áformum með þessum kaupum. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem segir: i hér Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell 14/8 Gloucester: Jökulfell 30/7 Jökulfell 20/8 Jökulfell 10/9 New York: Jökulfell 31/7 Jökulfell 21/8 Jökulfell 11/9 Portsmouth: Jökulfell 29/7 Jökulfell 19/8 Jökulfell 9/9 SKIPADEILD fSm.SAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓ^TH.1480 • 121 REYKJAVlK SÍMI 28200 • TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FUJTNINGA BÍLALEIGA Útibú í hringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HUSAVÍK: ...... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....,..... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.