Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 23. júlí 1987 SPEGILL llllllllltllll! Jilili Gallinn við karlinn... Stephanie Brush hefur líka heil- margt gott að a um karla. [ handbók fyrir karleigendur segir hvernig á að bregðast við hrotum, óhreinum sokkum og „yfirvið- gerðum“ á heimilistækjum. v ▼ ið konur erum nógu skynsamar þegar um er að ræða að ná okkur í eiginmann. Vandinn er bara sá, að þegar við höfum fengið hann, vitum við ekki alltaf hvernig við eigum að fara með hann og botnum stundum ekkert í honum. Karlinn hefur verið til lengi, meira að segja ögn lengur en konan, ef trúa skal sögunni uni Adam og Evu. t*ess vegna má telja næsta furðu- legt, að engin skuli hafa gert sér það ómak fyrr að skrifa handbók um umhirðu og þjálfun karla, veru- lega yfirgripsmikið rit, sem gott væri að hafa innan seilingar á heimilinu. Nú er sem sagt loksins búið að bæta úr þessu. Höfundurinn heitir Stephanie Brush og er blaðamaður í New York. Hún segist hafa kynnt sér karla á hlutlausan hátt árum saman og árangurinn var bók, sem hún nefnir „Karlar: Handbók fyrir eigendur“. Þarna er um að ræða leiðsögn fyrir konur, sem eru viljugar en varkárar. Ráðleggingamar eru ekki út í hött, heldur byggjast þær á ítarlegum könnunum og skopskyn höfundar er greinilega í góðu íagi. Þær konur, sem oftsinnis hafa spurt sjálfar sig hvers vegna karlar þrjóskist alltaf við að spyrja til vegar, ef þeir villast, hvers vegna þeir syngi bara í baðinu, verði nánast hugsjúkir, ef „hljóð" heyrist í bílnum og setji aldrei niður klósettsetuna, geta fengið svörin í bók Stephanie Brush. Til dæmis samsetningin karl og hundurinn hans. í augum karlsins er hundurinn allt sem konan er ekki. Hann nýtur þess að taka við skipunum karlsins, þiggur þakklát- ur allt sem að honum er rétt, án -þess að vilja skipta á því og er fullkomlega undirgefinn. - Reyndu aldrei að komast upp á milli karls og hundsins hans, einkum ef þú veist ekki nema annar hvor þeirra sé árásargjarn, segir Stephanie. - Það er lfka vissara að gæta sín á karli, sem vill alltaf vera að viðra hundinn þegar hlýtt er í veðri. Verið getur að hann sé bara að virða fyrir sér konur, sem njóta sólarinnar fá- klæddar. Það að sofa hjá karli, getur þýtt kynlíf, en ekki nauðsynlega. Mun líklegra er að það þýði hrotur, kvartanir um kalda fætur, sængur- þjófnað, galopinn glugga eða harð- lokaðan, ótal ferðir í baðherbergið og alltaf er setan skilin eftir uppi. Stephanie heldur áfram: Karlar, sem gengur illa að sofa, verða aldrei þreyttir á að kenna um húsverkum, sem þeir þurftu að vinna um kvöldið. - Ef til vill var það að baða hundinn, skipta um ljósaperu, fara út með ruslið og hreinsa kæliskápinn. (Ekki óhrein- indin, aðeins matinn). Hvað varðar hroturnar, nálgast það kristilegt kærleiksþel að læra að elska hrjótandi mann rétt á meðan hann hrýtur. Karlar hrjóta yfirleitt í vissum stellingum og auðvitað er það alltaf stellingin, sem ómögulegt er að mjaka þeim úr. Vissulega kemur kynlíf við sögu, þegar um er að ræða að sofa saman, en Stephanie er ekki um- | burðarlyndari þar: - Karlar eru eins og hamstrar að því leyti, að ef þeir eru vaktir af værum blundi, reyna þeir umsvifalaust að hafa samfarir við næstu veru sömu teg- undar, nema skvett sé á þá vatni. Nú orðið eru vafalaust flestar sæmilega greindar konur búnar að komast að því, að það borgar sig alls ekki að leyfa karlinum að eiga neitt við innvolsið í ryksugunni, sjónvarpinu, brauðristinni eða slíku, þegar það sýnir merki bilun- ar. Stephanie kallar það „yfirvið- gerð“ þegar karl finnur hjá sér hvöt til-að „gera við“ hluti, sem starfa ekki alveg rétt. Afleiðingin er yfirleitt sú, að tækið hættir alveg að starfa. - Karlar eru ekki endilega að laga bilaða hluti með þessu, full- yrðir hún. - Þeir þykjast vera að „endurbæta" hluti sem eru ekki bilaðir. Bók Stephanie er alls ekki ætluð til að ná sér niðri á karlkyninu á nokkurn hátt. Hún segir: - Hún er umfram allt til þess skrifuð að brúa allt of stórt bil milti kvenna og karla. Mig vantaði alltaf svona bók, þegar ég var á föstu eða í sambúð með einhverjum. Vonandi getur bókin mín hjálpað einhverj- um konum. Stephanie hefur margt gott um karla að segja. Til dæmis: -Hvern- ig sem þér kann að geðjast að manninum í lífi þínu, skaltu hafa það í huga, að hann ereinaf hinum stórkostlegu orkulindum náttúr- unnar, sem áreiðanlega eykst að verðmæti með árunum. UM STRÆTI OG TORG III niiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiii illllllll!llllllllliii!!i!iiii llllllllllllllllllllllllllllli !!iiiiiiiiiiiil!!ll!ll!IIIIIE!l!ll!!lllllllll!!!!iiiiiii KRISTINN SNÆLAND I Forgangsréttur Mývatns, Krýsuvíkur, Hveragerð- is, Þingvalla og upp í Hvalstöð. Vitanlega þurfti Serge aðstoð við og við en allstaðar var fólk reið- ubúið að hjálpa honum eftir þörfum. Aðeins skal nefnt sem dæmi að er hann gisti síðustu nóttina á Hótel Kristína í Njarðvík, þá kom í Ijós að herbergi voru aðeins á efri hæð og engin lyfta. Viðbrögð við því voru þau að hótelstjórinn sagði aðeins: Hvað þetta verður í lagi, við bara berum þig upp og niður eftir þörfum. Þetta ferðalag var þessum unga Svisslendingi afar dýrmætt og hann var mjög þakklátur fyrir alla þá aðstoð og hjálp sem honum var veitt. Ég fylgdist með ferðalagi hans að hluta og vil því benda á smáatriði sem betur mættu fara. Göngustígar hafa verið gerðir vfða á ferðamannastöðum. Þessa stíga þarf að gera með tilliti til umferðar hjólastjóla, þó ekki væri annað eniað leggja þá þannig að fatlaðir í hjólastól kæmist um með aðstoð. Um hverasvæðið í Krýsu- vík er ófullkominn göngustígur, en þó svo í lagt á köflum að þar eru trébrýr. Þær eru góðar gangandi, en full nijóar fyrir hjólastól þó hann sleppi yfir. Vandinn er svo sá að til endanna hefur ekkert verið gert til að auðvelda akstur hjóla- stóls. Þetta er lítið mál að laga. Með öðrum orðum. Þið sem vinnið að gera gangstíga á ferða- mannastöðum, reynið eftir því sem það er hægt, að leggja stígana þannig að þeir séu færir með far- þega í hjólastól. Það væri þakksam- lega þegið. Að lokum Ég get ekki látið vera að velta því fyrir mér, hvernig embætti skipulagsstjóra ríkisins sinnir þeirri skyldu sinni, að fylgjast með því að opinberar byggingar séu aðgengi- legar fötluðum. Jafnframt vil .ég lýsa afdráttarlausri skömm á að- standendum og texta lagsins „Fat- lafól“. Ferðir fatlaðra Einhver sjálfsagðasti forgangs- réttur eða réttara sagt einkaréttur í umferðinni, er réttur fatlaðra til sinna sérmerktu bifreiðastæða, við verslanir. hótel, stofnanirogvíðar. Því miður virða hraustir og hressir bílstjórar þennan einkarétt fatl- aðra ekki sem skyldi. Stanslaust og stöðugt, mörgum sinnum á dag verð ég vitni að því að fullfrískir bílstjórar leggja í stæði fatlaðra, læsa bíl sínum og eru síðan horfnir langtímum saman. Afsökunin er væntanlega sú að þeir verði svo fljótir að þetta sé í lagi. Það má vitanlega segja sem svo að fimm mínútur séu ekki langur tími. En ef 12 fullfrískir bílstjórar leggja í 5 mínútur hver í bílastæði fatlaðra, þá er kominn klukkutími. Viðkom- andi bílstjórum ber vitanlega að athuga að fatlaðir geta líka þurft að flýta sér. Tvö dæmi um hugsunarleysi gagnvart fötluðum vil ég nefna hér. Ekki vegna þess að þau séu verri en önnur, þó annað þeirra hafi verið óvenju gróft. Hið fyrra er af bílastæði fatlaðra við Kaupstað. Þar hefur um lang- an tíma verið spítnabrak í öðru stæði fatlaðra. Nú er það horfið en þá ber svo við að trébúkki er kominn í hitt stæðið. Þetta er vitanlega hugsunarleysi. Hitt dæmið og af því er meðfylgj- andi mynd, er óvenjulega gróft, þó það sé alls ekki einsdæmi á þessum stað. Myndin er tekin af bifreiðastæði fatlaðra við Tryggingastofnun ríkisins, en þangað eiga þeir mjög erindi svo sem flestir vita. Út úr bílnum á myndinni kom ungur, fallegur og frískur bílstjóri og enn yngri og frísklegri farþegi. Þarna stóð svo bíllinn í um 15 mínútur. Ekki meira um þetta, annað en það að stundum, þegar færi gefst segi ég sem svo við fullfríska bíl- stjóra sem leggja í stæði fatlaðra. Jæja greyið mitt, svo þú ert fatlaður í höfðinu. Göngustígár Síðastliðið sumar kom hingað til lands fatlaður Svisslendingur Serge Clapasson að nafni. Hann komst ekkert um nema í hjólastól og aðeins úr honum i rúm eða sæti. Serge sem meðfylgjandi mynd er af, fór þó einn allra sinna ferða í hjólastólnum. Hann ferðaðist með rútum, leigubílum og flugvélum, meðal annars til Akureyrar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.