Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 7 Húsafellsmót um verslunar- mannahelgina Magnús Magússon fréttaritari Tímans í Borgar- firöi: Undirbúningur að væntanlegu Húsafellsmóti um verslunarmanna- helgina, stendur nú sem hæst. Eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum s.l. viku standa Ung- mennasamband Borgarfjarðar og Björgunarsveitin Ok að hátíð þess- ari. Ráðnir hafa verið landsþekktir skemmtikraftar, má þar fremsta nefna: Stuðmenn, Bubba og MX21, Megas, látúnsbarkann Bjarna Ara- son, Stuðkompaníið og fl. Að þessu sinni er mótið haldið í landi Ástríðar Þorsteinsdóttur og barna hennar, en Húsafellsjörðin er þrískift. Uppbygging á mótssvæðinu geng- ur vel. Búið er að reisa risasvið á mótssvæðinu. Einnig eru í byggingu verslanir, hreinlætisaðstaða auk að- stöðu fyrir lögreglu, lækna og fleiri. Fréttaritari fór á mótssvæðið og kannaði sannleiksgildi fréttaflutn- ings Birgis Gunnlaugssonar, sem kennt hefur sig við félag orlofshús- aeigenda í Húsafelli. Tjaldsvæðið sem Birgir sagði „kargaþýfi" er egg - sléttgrasflöt og má sennilega óvíða finna þægilegri og fallegri tjaldsvæði úti í náttúrunni. Að sögn mótshaldara í Húsafelli miðast uppbygging á svæðinu við að geta tekið á móti allt að 15 þúsund manns nú um mánpðamótin. Matargestir hjá Ferðaþjónustunni Brúarási. Þennan morgun komu 70 manns frá Finnsku bændasamtökunum í mat. Tmamynd: mm. Bændakonur stofna fyrirtæki Magnús Magnússon frétlaritari Timans Borgar- nýtt fyrirtæki í ferðamannaþjónustu firöi: í efstu sveitum Borgarfjarðar. Það Ferðaþjónustan Brúarási, nefnist eru ^onur ur Hálsasveit og Hvítár- síðu sem stofnuðu og reka þetta fyrirtæki í félagsheimili sveitanna, í Brúarási. Þjónustan felst í matarsölu fyrir ferðahópa. Fastir hópar eru frá Sam- vinnuferðum-Landsýn 2var-3svar í viku og auk þess fleiri á annarra vegum. Að sögn Margrétar Júlíusdóttur, sem er einn stofnandi ferðaþjónust- unnar, þá fóru konurnar út í þennan rekstur vegna gífurlegs samdráttar f hefðbundnum búgreinum á bæjum þeirra. Sagði Margrét þetta vera tilraun til að halda núverandi byggð áfram í þessum sveitum. Svefneyjarafbrotin Maðurinn laus úr varðhaldi Rannsókn á meintum kynferð- isafbrotum hjóna sem ráku sumarbúðir barna í Svefneyjum er farin að síga aliverulega á seinni hlutann. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls, hefur verið látinn laus, en það þýðir ekki að hann sé laus allra mála, heldur þykist lögreglán viss að ná til hans þegar henni hentar. þj Risasvið og danspallur, sent verið er að reisa fyrir mótið. Tímamynd. Ertu að byggja upplíkamann? Viö leitum að blaöberum til starfa víðsvegar um borgina. Afleysingar: Bakkagerði Háteigsvegur Steinagerði Langahlíð Skálagerði Flókagata Eskihlíð Mjóuhlíð Hrísateigur Hraunteigur Kirkjuteigur Sundlaugarvegur Akurgerði Grundargerði Búðargerði Sogaveg 2-70 Heiðargerði Hvammsgerði Brekkugerði Stóragerði Sogavegur 101-212 Borgargerði Rauðagerði Austurgerði Bræðratungu Hrauntungu 2-48 Vogatungu Austurberg Gerðuberg Hraunberg Hamraberg Hólaberg Klapparberg Viðjugerði Seljugerði Hlyngerði Furugerði Espigerði Hvassaleiti Háaleitisbraut 68 Stekkir Breiðholt I Gautland Geitland Giljaland Grundarland Tímiim S.686300 S.681866 DJÓÐVILJINN S.681333 Veitingar og ferðamannaverslun opið alla daga frá kl. 9.00—23.30 VORUHUS KÁ MIÐSTOÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.