Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 5 Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra: Vaxtahækkun á spariskírt- einum skammtímaaðgerð ,Ef þessi ákvörðun um vaxta- hækkun á spariskírteinum, sem í raun hefur lítið gildi fyrir (netto) tekjuöflun ríkissjóðs til skamms tíma, þýðir þegar til lengri tíma er litið stórhækkað vaxtastig og stór- aukin útgjöld í vaxtamun fyrir ríkið - sérstaklega er varðar lífeyr- issjóðina í gegnum húsnæðislána- kerfið - þá væri lítil skynsemi í slíkri vaxtahækkun. Engu að síður er það svo að ríkissjóður þarf á peningum að halda núna, og vegna aukinna innlausnarkrafna á spari- skírteinum, sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum, þá verður ekki hjá því komist að hækka þessa vexti,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra við Tím- ann í gær þegar hann var spurður út í fyrirhugaða hækkun á vöxtum spariskírteina ríkissjóðs. Skammtímaaðgerð Hins vegar minnti Jón Baldvin á stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar þar sem segir að „ríkisstjórnin vilji stefna að jákvæðum en hóflegum raunvöxtum". Fjármálaráðherra sagði jafnframt: „En það er hægt að hækka vextina með ýmsurn hætti. Það sem við erum að velta fyrir okkur núna er hvernig þetta verður gert með sem minnstum langtímaáhrifum á vaxtastig - þannig að þetta verði skammtíma- aðgerð - og ekki skuldbindandi fyrir ríkissjóð um hækkun vaxta til lengri tíma.“ Aðspurður um hvernig útfærslan á slíkri vaxtahækkun yrði til þess að ná fram þessum markntiðum sagði fjármálaráðherra, „ég held það væri ekki gott að fjölyrða um slíkt fyrr en ákvörðunin hefur verið tekin og það verður gert á næst- Mismunandi vextir Þrátt fyrir orð fjármálaráðherra um að ekki sé gott að fjölyrða um hvernig vaxtahækkun á spariskírt- einum geti komið til án þess að hafa afgerandi áhrif á vaxtastig almennt í landinu og sérstaklega á þá vexti sem Húsnæðisstofnun þarf að borga lífeyrissjóðunum, má nefna einföldustu og líklegustu leiðina sem fyrir hendi er. Leiðin er sú að gefa út marga flokka af spariskírteinum með mismunandi lánstíma og mismunandi vöxtum. Tíminn hefur fyrir því heimildir að þetta hafi verið til athugunar í fjármálaráðuneytinu að undan- förnu. Þau skírteini sem væru til langs tíma, t.d. 25 ára bæru þá hlutfallslega lægri vexti en skamm- tímabréf sem bæru til þess að gera háa vexti. Þetta yrði gert í þeirri von að litið yrði á þessa háu vexti sem skammtíma fyrirbæri, og þeir vextir væru þar með ekki notaðir sem viðmiðun við ákvörðun á vöxt- um á langtíma skuldabréfum sem lífeyrissjóðirnir kaupa af ríkinu vegna húsnæðislánakerfisins. Samningar við lífeyrissjóði Hvort lífeyrissjóðirnir eru til- búnir til þess að semja á þessum nótum, er hins vegar alls óvíst, en eins og Tíminn hefur greint frá hafa lífeyrissjóðirnir farið fram á endurskoðun á lánakjörum fyrir næsta ár á þeint lánum sem þeir veita Húsnæðisstofnun. Hitt er jafnframt ljóst að samningsstaðá ríkissins er nokkuð góð því lífeyris- sjóðirnir sem hafa yfir að ráða verulegu fé þurfa að lána ríkinu þar sem, þegar allt kemur til alls, íslenski fjármagnsmarkaðurinn er mjög lítill. Vextir í dag óeðlilega háir Þessi leið til þess að hækka vexti á spariskírteinum getur talist eðli- leg, miðað við untsagnir margra hagspekinga að undanförnu, um að vextir séu nú of háir á íslandi vegna spennu á fjármagnsmar- kaðnum í tengslun við hallann á ríkissjóði. Ætla má að þegar og ef, það tekst að minnka þennan ríkis- sjóðshalla og loks eyða honum alveg muni komast á jafnvægi í pcningamálum sem leiði til miklu lægri vaxta. Ótrúlegt er að hag- vöxtur á íslandi verði meiri en ca 3-4% á ári og fjármagnsskuldbind- ingar með á 7-9% raunvexti myndu þá kollkeyra kerfið þegar til lengd- ar léti. Því sé eðlilegt að langtíma- lán beri vexti sem séu í samræmi við slíkt langtímajafnvægi. - BG Hluti af starfsfólki Vélaverkstæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar. Tímamynd: Brcín Vélaverkstæöi Siguröar Sveinbjörnssonar: Þrjátíu bátavindur seldar á þessu ári - 700 seldar frá upphafi starfsreksturs Við Arnarvog í Garðabæ stend- ur Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar sem frantleiðir vindur í togara. Fyrirtækið var stofnað árið 1946 en var staðsett í Reykja- vík fram til ársins 1969 þegar það flutti í Garðabæinn. Fyrirtækið hefur framleitt 700 vindur frá upp- hafi, þar af hefur fyrirtækið afgreitt 30 vindur í ár. En eftirspurnin hefur aukist mjög síðustu mánuð- ina. Togarar þeir sem fyrirtækið framleiðir vindur í eru ákaflega mismunandi að stærð allt frá 20 tonna bátum upp í 350-400 tonna skip og er togkraftur vindnanna frá 2 tonnum upp í 8 tonn. Fyrirtækið framleiðir aðallega fyrir íslands- markað þar sem ýmsir annmarkar fylgja því að framleiða fyrir erlend- an markað að sögn Sigurðar Svein- björnssonar. Fyrirtækið framleiðir alla sína framleiðslu sjálft,en fram- leiðslan er mjög mismunandi yfir árið auk þess sem fyrirtækið sér um þjónustu fyrir þær vindur sem þeg- ar eru seldar. Auk þess framleiðir fyrirtækið djúpdælibúnað fyrir hit- aveitu svo nóg er að starfa fyrir þá 25 manns sem eru við vinnu í fyrirtækinu. Vinnuaðstaða á véla- verkstæðinu er með afbrigðum góð, hátt er til lofts og vítt til veggja auk þess sem tækja- og lyftubúnaður er mjög fullkominn. IDS Þrír íslendingar í amfetamínmáli: TekniríMálm- ey og Kaup- mannahöfn „Við höfum aðeins haft óljósar fregnir af þessu ennþá,“ sagði Reyn- ir Kjartansson hjá ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar í gær um mál íslendinga í Svíþjóð og Danmörku sem viðriðnir eru amfetamínmál þar. „Það er rétt að einn íslendingur var handtekinn í Kaupmannahöfn á mánudag með 1,3 kg af amfeta- míni,“ sagði Reynir. Um er að ræða 53 ára gamlan karlmann sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn lengi. Hann hefur ekki komið við sögu fíkniefnalög- reglu hér á landi, en mun vera þekktur hjá lögreglunni í Kaup- mannahöfn. Hann hefur verið úr- skurðaður í þrettán daga gæsluvarð- hald meðan yfirheyrslur og rannsókn fer fram. Talið er að mál íslendings- ins tengist öðru fíkniefnamáli sem kom upp í Málmey á þriðjudag, enda skammt á milli Málmeyjar og Kaupmannahafnar. Tveir íslending- ar enn eru riðnir við það mál. Þeir eru 44 og 24 ára gamlir og hafa komið við sögu fíkniefnalögreglunn- ar hér. Reynir kvað dönsku lögregluna ekki hafa beðið um aðstoð frá íslandi við rannsókn málsins, aðra en þá að fá upplýsingar um íslendingana sem tengjast því, svo sem venja er. þj Nýtt íþróttahús: Innan skamms í Breiðholti Borgarsjóður Reykjavíkur hefur sótt um leyfi til byggingar íþrótta- húss á lóðinni nr.3 við Austurberg í Breiðholti. Teikningar munu væntanlega verða samþykktar á byggingarnefndarfundi eftir viku og þá er ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir, að sögn Hilm- ars Guðlaugssonar formanns Bygg- ingarnefndar. Ákvörðun um bygg- ingu hússins hafði verið frestað um tíma til að athuga hvort unnt væn að fjölga bílastæðum á svæðinu. Fyrirhugað íþróttahús verður u.þ.b. 2000 fermetrar að stærð. Húsið er löglegur keppnisvöllur fyrir stórmót og mun því koma sér vel ef heimsmeistaramót í hand- knattleik verður haldið hér árið 1994 eins og íslendingar hafa farið fram á. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.