Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 11 ^—i——- - -- ■ llllllllllllllllllllllilllH [próttir ■■BMIllipilBIMWWBMiMMIIIWWBUIIIIllllllWMBWIIMIIIIIIIIBWWMBiBlllllll Bikarkeppnin, Þór-ÍBK: Spennandi í lokin - Þórsarar höfðu sigur eftir vítaspyrnukeppni þar sem aðeins þrjár spyrnur voru nýttar Frá Ásgeiri Pálssyni á Akureyrí: Keflvíkingar hófu leikinn í stilli- logni á Akureyrarvelli. Keflvíkingar virkuðu þungir í byrjun en þeir áttu eftir að sýna annað. Strax í byrjun leiksins slapp Rúnar Georgsson við gult spjald en hann handlék knöttinn sem aftasti maður og stöðvaði þann- ig vörn Þórs. Verða dómarar að fara að samræma spjaldveitingar því sumir fá spjöld fyrir sama hlut. Fyrsta tækifærið kom á 22. mín. Gunnar Oddsson komst einn innfyr- ir vörn Þórs en Baldvin varði gott skot hans. Á 30. mín. fékk Jóhann Júlíusson gult spjald fyrir ítrekað brot á Halldóri Áskelssyni. Á 32. mín. átti Gunnar Oddsson laust skot framhjá. Sex mínútum síðar átti Gunnar svo stungusendingu á Ingvar Guðmundsson en Baldvin varði stór- kostlega vel skot hans frá vítateig. Keflvíkingar voru mun frískari í fyrri hálfleik en hálfleikurinn ein- kenndist of mikið af löngum spyrnum. Þórsarar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Á 46. mín. skaut Halldór Áskelsson yfir úr dauðafæri og tveimur mínútum síðar varði Þorsteinn vel eftir að Hlynur Birgis- son hafði nikkað boltanum með hælnum frá markteig. Halldór Áskelsson skoraði síðan fyrsta markið á 51. mín. Guðmundur Val- ur tók aukaspyrnu og sendi boltann á Hlyn sem lagði hann fyrir á Halldór sem skaut óverjandi í homið. Keflvíkingar mótmæltu mik- ið og töldu að Guðmundur Valur hefði tekið spyrnuna á röngum stað. Rétt á eftir gaf Jónas Róbertsson háa þversendingu inn í vítateig ÍBK þar sem Halldór Áskelsson skallaði rétt yfir. Á 55. mín. jafna Keflvík- ingar. Freyr Sverrisson sendi knött- inn inn í markteig Þórs þar sem Óli Þór kom á ferðinni og skallaði í markið. Meðan dómari og línuvörð- ur hlupu að miðju tók Óli Þór Árna Stefánsson haustaki. Er slæmt að sjá til svona atvika á leikvelli. Tólf mínútum eftir markið kvitta Þórsar- ar fyrir sig. Hlynur Birgisson gaf háa fyrirgjöf á fjærstöng IBK marksins þar sem Kristján Kristjánsson var og skallaði hann knöttinn í netið. Á 74. mín. fá Þórsarar víti þegar Hlyni var skellt inni í teig en aldrei slíku vant lét Jónas Róbertsson vítaspyrnu- kóngur verja frá sér. Keflvíkingar jöfnuðu svo þegar fjórar mínútur vom til leiksloka og var það Skúli Rósantsson nýkominn inná sem varamaður sem þrumaði knettinum frá vítateig í markið alveg út við stöng, stórglæsilegt mark. Þórsarar voru oft á tíðum óþreyju- fullir í sóknum sínum og bar of mikið á löngum og ónákvæmum sendingum. Leikurinn var framlengdur og fyrri hluti framlengingar tíðindalaus. Áthygli vakti þó spjaldaníska Ólafs Lárussonar dómara því Keflvíkingar gerðu sig sí og æ sökótta um ljót brot. Þegar liðnar voru 7 mínútur af síðari hluta framlengingar komst Haildór Áskelsson einn inn að marki Keflvíkinga en var of seinn að skjóta og mínútu síðar átti Hlynur Birgis- son skot í slá. Ekkert meira markvert gerðist T' þessum síðari hluta framlengingar og því vítaspyrnukeppni. Er skemmst frá því að segja að Jónas Róbertsson og Kristjánsson skoruðu fyrir Þór en Sigurður Björgvinsson fyrir ÍBK aðrir leikmenn misnotuðu sínar spyrnur í æisipennandi víta- spyrnu. Bestu menn Þórs í leiknum voru þeir Guðmundur Valur, Halldór Áskelsson og Baldvin Guðmunds- son markmaður en í baráttuglöðu liði ÍBK var það Þorsteinn Bjarna- son. Ólafur Lárusson dæmdi leikinn illa. Áhorfendur voru 960. Reulcr Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á stigamóti frjálsíþrótta- manna í Róm í gærkvöldi. Einar lagði marga af bestu spjótkösturum heims að velli og kastaði 78,94 m. Bretinn Mikc Hill varð annar með 78,76 m og landi hans David Ottlei þriðji með 76,90 m. Pcter Borg- lund frá Svíþjóð varð íjórði með 76,74 m,"Nicu Roata frá Rúmeníu. fimmti með 75,24 m, Jim Connolly frá Bandaríkjunum sjötti með 72,70 og Peter Yates Bretlandi sjöundi með 71,10 m. _ Ekki þarf að fjölyrða um að árangur Einars er glæsilegur og styrkir mjög-stöðu hans á stiga- mótunum en átta efstu menn í hverri grein komast í úrslitakeppn- ina í haust. Einar var í 8. sæti í stigakeppni spjólkastaranna fyrír mótið í gærkvöldi. - HÁ Grand Prix f Róm: Einar vann - kastaði spjótinu 78,94 m BÍLTJAKKAR OG FARANGURSGRINDUR Margar gerðir Nýkomið IMPERIAL farangursgrindur fyrir flesta fólksbila, auðveldar í meðförum. Burðarbogar fyrir fólksbíla og jeppa. STORUTSALA A VERKFÆRUM 3060% gegn staðgreiðslu t.d. skröil, þvingur, hjöruliðir, framtengingar, meitlar, flautur, hosuklemmur í 50 stk., pakkn- ingum, tangir, ýmsar gerðir, borar, allar stærðir, topplyklasett, lausir toppar, breytinga- stykki fyrir toppa og margt fleira. D D D D D D D D D D D D Bílavörubú&in Skeifunni 2 FJOÐRII Heildsala. Smásala. 82944 Púströraverkstæði 83466

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.