Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 23. júlí 1987 ÍÞRÓTTIR .....Illlll Bikarkeppnin, Leiftur-Fram: „Vítaspyrna á versta tíma“ -sagði Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs eftir að lið hanstapaði fyrir Fram Frá Erni Þórarinssyni, ólafsfírði: Knattspyrna: Pollamót KSÍ Pollamót KSÍ og Eimskips, úrsíitakeppni, verður á Stjömu- vellinum í Garöabæ um helgina. Mótið er 6. flokksmót og er keppt í flokkum A og B liða. Leikið er í tveimur liðum í hvor- um flokki og er riðlaskiptingin eftirfarandi: A lið/riðill 1: Völsungur, Stjaman, ÍA, KR. A lið/riðill 2: Fram, ÍR, Bolung- arvík, Þróttur N. B lið/ riðill 1: Sindrí, ÍA, Stjaman, UBK. B lið/ riðill 2: FH, Haukar, KA, ÍBÍ. Keppni hefst kl. 10.00 báða dagana en órslitaleikirnir verða eftir hádegi á sunnudag, kl. 14.40 hjá B liðum og kl. 15.20 hjá A liðum en úrslitakeppni um neðrí sætin hefst kl. 12.40. Knattspyrna: Gull&silfurmót í 3. fl. kvenna Gull & silfur mótið sem er knattspymumót í 3. flokki kvenna verður haldið í þriðja sinn um helgina. Mótið verður í Kópavogi og keppa þar bæði A og B lið. Búist er við að allt að 250 stúlkur hvaðanæva af landinu mæti til leiks. Keppni hefst báða dagana kl. 10.00. Mótið er hliðstætt Tommamót- inu í 6. flokki drengja og varð hugmyndin til á svipuðum tíma. Ganga á höndum í rúma 2 tíma Fimleikadeild Ármanns efnir til áþeitagöngu á höndum í dag til að afla fjár fyrir æfingabúðir sem meistarahópar félagsins fara í í Danmörku í ágúst. Lagt verður af stað frá Sigtúni 7 (Stjörnunni) kl. 13.00 og gengið, á höndum, að Útvegsbankanum á Lækjar- torgi. Áætlað er að koma þangað um kl. 15.30. Alts taka 25 fimleikamenn þátt í göngunni sem verður í formi boðgöngu. Þeir sem hafa áhuga á að hcita á handgöngumenn geta skráð sig hjá útvarpsstöðinni Stjörnunni eða hitt hópinn á leiðinni. Bók frá fræðslunefnd ÍSÍ: Þjálfun barna og unglinga Út er komin á vegum fræðslu- nefndar ÍSÍ bók fyrir leiðbeinendur barna og unglinga í íþróttum. Bókin sem er 79 blaðsíður í stóru broti fjallar vítt og breitt um þjálfun barna og unglinga og ýmis vandamál sem upp geta komið. Er hún sú eina sinna tegundar sem til er á íslensku. Fræðslunefnd ÍSÍ hefur áður haft veg og vanda af útgáfu fræðslurita um íþróttameiðsli, þolþjálfun, kraft- þjálfun, hraðaþjálfun, næringu íþróttafólks og undirbúning fyrir þjálfun og keppni. Karl Guðmundsson fræðslustjóri ÍSÍ þýddi bókina úr sænsku. Hún verður til sölu á kr. 450,- en þess má geta að hinar bækurnar kosta á bilinu 250-350 kr. Fram sigraði Leiftur í miklum baráttuleik í bikarkeppninni á Ólafs- firði, 3-1 í gærkvöld. Sigurinn var þó ekki fyrirhafnarlaus þar sem Leift- ursmenn börðust vel og veittu harð- vítuga mótspyrnu þó sigurinn væri þegar á allt er litið sanngjarn. Framarar sóttu meira í leiknum fyrstu mínúturnar án þess að skapa sér afgerandi færi fyrr en á 13. mín. en þá var skotið framhjá úr þokka- legu færi. Stuttu síðar varði Þorvald- ur Jónson vel skot af örstuttu færi en eftir það fóru Leiftursmenn að koma meira inn í leikinn. Róbert Gunnars- son og Halldór Guðmundsson áttu báðir hörkuskot rétt framhjá Fram- markinu en besta færi Leifturs fékk Óskar Ingimundarson stuttu fyrir hlé er hann fékk boltann óvænt inná vítateig Framara en Friðrik mar- kvörður Friðriksson átti ekki í vand- ræðum með laust skot Óskars. Á 33. mín. kom fyrsta markið. Ragnar Margeirsson sendi boltann í netið framhjá Þorvaldi eftir að Ragnar hafði fengið boltann inn á vítateig eftir þunga sókn Framara. Síðari hálfleikur var mun tíðind- ameiri. Strax á upphafsmínútunum skoruðu Leiftursmenn, mark sem var dæmt af þar sem dómarinn taldi að brotið hefði verið á Friðrik mark- verði. Síðari hálfleikurinn var mjög fjörugur, Framarar sóttu meira en Leiftursmenn áttu snöggar sóknir annað veifið og á 32. mín. jafnaði Steinar Ingimundarson leikinn eftir mikla sókn heimamanna við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. En Adam var ekki lengi í Paradís; aðeins tveimur mínútum síðar var dæmd vítaspyrna á Sigurbjörn Jaokbsson, mjög umdeild vítaspyrna sem Pétur Ormslev skoraði úr þó mjög litlu Valur vann Stjörnuna með einu marki gegn engu í leik liðanna í bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki munaði að Þorvaldi tækist að verja, hann náði að slá til knattarins sem fór í stöng og inn. Sex mínútum fyrir leikslok innsiglaði svo Kristján Jóns- son sigur Fram með ágætu skoti af markteig og þar með voru úrslitin ráðin. Dómari var Þóroddur Hjalta- lín og hafði hann góð tök á leiknum en vítaspyrnudómur hans var mjög strangur. Leikurinn dró að mikinn fjölda áhorfenda sem hvöttu heimamenn óspart til dáða t góða veðrinu á Ólafsfirði í gærkvöldi. kvenna í gærkvöldi. Það var Arney Magnúsdóttir sem gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Leikurinn var mjög jafn en ekki að sama skapi spennandi. Völlurinn var blautur og háll og hafði það mjög neikvæð áhrif á spilið. Lítið var um marktækifæri og aðallega barist um miðjuna. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleik og varla hægt að segja að eitt einasta marktækifæri sæist. Valsstúlkur skoruðu mark sitt á 10. mín. síðari hálfleik, Arney Magnúsdóttir skaut frá vítateig eftir skyndisókn, upp í vinstra markhorn- ið og yfir Önnu Sigurbjörnsdóttur markvörð sem var mjög nálægt því að verja. Eftir markið sóttu Stjörnu- menn í sig veðrið og boltinn fór í Aðalsteinn Örnólfsson landsliðs- þjálfari hefur valið 32 stúlkur til landsliðsæfinga í knattspyrnu. Hóp- urinn er þannig skipaður: Markverðir: Anna Sigurbjömsdóttir Stjömunni Vala Úlfljótsdóttir ÍA Þórdís Sigurðardóttir Þór Aðrir leikmenn: Anna Hóðinsdóttir Selfossi Ama Steinsen KR Ásdís Viðarsdóttir Selfossi Ásta María Reynisdóttir UBK Bryndís Valsdóttir Val Brynja Ástráðsdóttir Stjörnunni Cora Barker Val Guðný Magnúsdóttir ÍBK Guðrún Sæmundsdóttir Val Halldóra Gylfadóttir ÍA Helena Ólafsdóttir KR Helga Eiríksdóttir ÍBK Hjördis Úlfarsdóttir KA Hrafnhildur Hreinsdóttir Fram Hrefna Harðardóttir KR Inga Bima Hákonardóttir ÍBK Ingibjörg Jónsdóttir Val Ingigerður Júlíusdóttir Þór Kristrún Heimisdóttir KR Laufey Sigurðardóttir ÍA Reuter Marokkómaöurinn Said Aouita setti heimsmet í 5000 m hlaupi á stigamóti frjálsíþróttamanna í Róm í gærkvöldi. Aouita hljóp 5000 metr- ”Ég er sæmilega ánægður með leikinn en ekki með dómgæsluna" sagði Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs eftir leikinn. „Við fengum á okkur vítaspyrnu algerlega að á- stæðulausu og á versta tíma þegar við vorum alveg eins líklegir til að vinna leikinn þar sem við áttum okkar besta leikkafla um þetta leyti. Sigurbjörn fékk knöttinn í brjóstið en alls ekki í höndina og auk þess tel ég að markið sem dæmt var af í síðari hálfleiknum hafi verið alger- lega löglegt," sagði Óskar að lokum. mark Vals eftir fimm mínútur en markið var dæmt af; rangstaða sagði dómarinn og hefur vafalaust haft rétt fyrir sér. Enn hertu Stjörnu- menn róðurinn en Valur fékk þó skyndisókn og átti Ragnheiður Vfk- ingsdóttir þá skot í þverslá Stjörnu- marksins. Síðustu mínúturnar sótti Stjarnan án afláts en án árangurs. Þær fengu aukaspyrnu rétt utan við teig á síðustu mínútunni og virtust þar fá upplagt tækifæri til að skora en spyrnan rann alveg út í sandinn án þess að boltinn nálgaðist markið. Þær rauðklæddu fögnuðu innilega þegar flautað var af og höfðu ástæðu til því stelpurnar í bláu treyjunum hefðu rétt eins vel getað unnið þennan leik. - HÁ Magnea Magnúsdóttir Stjörnunni Ragna Lóa Stefánsdóttir lA Ragnheiður Jónasdóttir lA Ragnheiður Víkingsdóttir Val Sara Haraldsdóttir UBK Sigurlín Jónsdóttir ÍA Stella Hjaltadóttir BCA Svava Tryggvadóttir UBK Vanda Sigurgeirsdóttir lA Kvennalandsliðið keppir gégn landsliði V-Þýskalands ytra 4. og 6. september og verður landsliðið endanlega valið í næsta mánuði. Landsliðshópurinn hittist við æfing- ar um helgar þar sem yfirleitt eru leikir alla virka daga. í hópnum eru þrjár stúlkur sem leika í 2. deild, tvær úr Selfossi og ein úr Fram. Tvær af fastamönnum landsliðsins frá því í fyrra, Erla Rafnsdóttir Stjörnunni og Erna Lúðvíksdóttir Val gefa ekki kost á sér. Þær eru báðar í landsliðinu í handknattleik °g hyggjast einbeita sér að hand- knattleiknum þó þær leiki með sín- um félagsliðum í knattspyrnunni. ana á 12:58,39 mín. og kom í mark langfyrstur, nærri hálfri mínútu á undan Sidney Maree frá Bandaríkj- unum sem varð annar. k& *■*, ,. * •* 'ii, Guðný Guðnadóttir skýtur þrumuskoti að marki Vals... ... og fagnar innilega því boltinn fór í markið... ... en gleðin var skammvinn því markið var dæmt af vegna rangStÖðu. Tímamynd Pjetur. Bikarkeppnin, Stjarnan-Valur: Naumur sigur Valsstúlkna - Arney Magnúsdóttir geröi eina markiö í seinni hálfleik Knattspyrna: Hópur valinn til landsliðsæfinga - Erna og Erla gefa ekki kost á sér -HA_ Frjálsar íþróttir: Aouita með met

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.