Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 8
'8 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Agreiningur um vaxtahækkun Eitt af þeim vandamálum sem við er að stríða í sambandi við tekjuöflun ríkissjóðs er treg sala á spariskírteinum ríkissjóðs. Spariskírteinin eru nán- ast ósamkeppnisfær við aðrar leiðir til ávöxtunar sparifjár og seljast því afar illa. Þar sem gert er ráð fyrir þessum tekjuöflunarmöguleika í ríkisbúskapn- um og miklu getur munað, ef hann bregst, má hverjum manni vera ljóst að fjármálaráðherra er brýnt að finna leið til að selja spariskírteinin. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, þar sem fjallað er um fyrstu aðgerðir í peningamálum til styrktar ríkissjóði er sagt að hækka skuli vexti af spariskírteinum um 1 1/2% til að greiða fyrir sölu þeirra og draga þannig úr lántökuþörf ríkissjóðs erlendis og hjá Seðlabankanum. Þetta ákvæði stjórnarsáttmálans um vaxtahækkun af spariskírteinum ríkissjóðs um 1 1/2% var á undirbúningsstigi stjórnarmyndunarinnar áhugamál Alþýðuflokksins, og hlýtur að vera það áfram, a.m.k. hvað varðar fjármálaráðherra sem ber sér- staka ábyrgð á sölu spariskírteinanna og afkomu- möguleikum ríkissjóðs. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hef- ur hinsvegar gefið í skyn að hún sé andvfg hækkun á vöxtum spariskírteina og óttast nú áhrif slíkrar hækkunar á vexti af húsnæðislánum. Heppilegra hefði þó verið að þetta sjónarmið Jóhönnu hefði komið fram fyrr og áður en vaxtahækkunin var fest á blað í stjórnarsáttmálanum. Vissulega er hægt að taka undir sjónarmið félagsmálaráðherra um að við ríkjandi aðstæður sé neyðarkostur að ríkið gangi á undan með vaxtahækkanir. Þess verður að vænta að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra nái samkomulagi sín í milli um þenna ágreining. Gott væri ef önnur leið fyndist til þess að örva sölu spariskírteinanna en sú vaxtahækk- un sem málefnasamningurinn gerir ráð fyrir. En umfram allt verður að taka á þessu máli á raunhæfan hátt. I þessu máli verður ekki bæði haft og sparað. Til hamingju, Héðinn! Tíminn óskar Héðni Steingrímssyni 12 ára skák- manni til hamingju með frækilegan sigur á heims- meistaramóti barna 12 ára og yngri sem haidið var í Puerto Rico. Héðinn hlaut fyrir afrek sitt heims- meistaratitil, hlaut 9 1/2 vinning af 10 mögulegum. Fyrr á þessu ári hlaut Hannes Hlífar Stefánsson heimsmeistaratitil 16 ára unglinga og yngri á skák- móti í Austurríki. Það er ástæða til að vekja athygli á afreksverkum af þessu tagi og íslendingar mega fagna því að eiga meðal æskumanna sinria afreksmenn sem ekki eru aðeins hlutgengir á alþjóðlegum kappmótum, heldur skara þar fram úr og skipa efstu sætin. Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru fyrirmyndir sem börn og unglingar geta lært af það sem að gagni má verða. Fimmtudagur 23. júlí 1987 Fréttamaður í stjórnarandstöðu Bandaríki Norftur-Ameríku er ijarlægt land jafnvel á tíma mikilla fjarskipta og daglegra frétta þaftan, sem stundum bcrast jafnótt og fréttir gerast. Um sinn hefur ekki linnt frásögnum af íransmálinu svonefnda og gróðaleift til aft afla skæruliftum í Nicaragua fjár í trássi við lög og reglugerðir Bandaríkja- þings, sem situr ævareitt þessa dagana, eða a.m.k. cinhvcr hluti þess, og telur aft Bandaríkjaforseti hafi iogið að þjóðinni um vitneskju sína cða óvit í íransmálinu. Okkar maður í Washington Allt berst þetta skilmerkilega til okkar í gegnum fréttarítara Ríkis- útvarpsins í Washington. Allt frá því að hafið var að segja frá iransmálinu hefur þessi ágæti fréttamaður okkar í Washington hamrað á þeim viðhorfum stjórnar- andstæðinga aö Bandaríkjaforseti haH logið að þjóð sinni. Hefur ekki í annan tíma boríst jafn óðar og tíðar fréttir af meintum lygum Bandaríkjaforseta, jafnvel ekki á meðan Watergate stóð yfir, þar sem sannaðist að lokum að þáver- andi forseti hafði umgcngist sann- lcikann fremur frjálslcga enda hafði hann tekið „plott“ sín upp á segulbönd sem hann gleymdi að brcnna. Mál stjórnarandstöðunnar gegn Nixon var merkilegt fyrir þær sakir, að tilefnið var í öfugu hlut- falli við afleiðingarnar. Lýgur Reagan? Nú stendur önnur sannleiks- hreinsunin yfir meö stólpípum fréttamanna og salmonellum stjórnarandstöðunnar. Lýgur Re- agan? Ef marka má fréttamann Ríkisútvarpsins þá stcndur þessi spurning bandarísku þjóðinni fyrir svefni. Þá vinnur stjórnarandstað- an að því af alefli að fá kommúnista hið næsta sér í Suður-Ameríku og virðist ætla að fá því ráðið eftir að hafa látið afskiptalaust harðstjórn- areinræði í sömu ríkjum í krafti bananastefnu sinnar þcgar hún var sjálf við völd oft og mörgum sinn- um á Iiðnu áratugum. Nú gengur stjórnarandstaðan í USA um eins og nýhreinsaðir hundar og krefst þess að Reagan hafi logið. Hugsan- legar lygar forsetans hafa verið tíundaðar mjög skilmerkilega í Ríkisútvarpinu, þökk sé okkar manni í Washington. Lýgur Ollie? Svo kom Ollie til sögunnar, eins og hann er nefndur af kumpána- skap ■ DV um síðustu hclgi af einu af stjörnuljósum blaðsins. Frétta- maður okkar í Washington er mjög efins um að Ollie (Oliver North) segi satt þegar liðsforinginn stað- hæfir að forsetinn hafi a.m.k. ekki vitað um irans- og skæruliðamálið fyrir sinn tilverknað. Áður var búið að lýsa því hvernig Ollie hefði dregið sér fé úr þessum viðskipt- um. Nú er sú saga fyrir bí, án þess að það hafi veríð leiðrétt. Við verðum að lesa það annars staðar fyrst örendi fréttamanns okkar í Washington þraut. Á meðan fréttamaður okkar í Washington hefur veríð að draga hciðarleika forsctans í efa og á meðan Ollie fékk bágt hjá honum var banda- ríska þjóðin smám saman að átta sig á því, að Ollie var bara ósköp venjulegur föðurlandsvinur, sem laug engu vísvitandi, virti banda- ríska fánann og clskaði konuna sína. Brjóst hans er þakið heiðurs- merkjum til sönnunar því að hann hefur baríst af engu minni dyggð en Sveinn dúfa í Ijóði Runebergs. Þar er fjólubláa hjartað með stjörnu fyrír að hafa særst tvisvar í bardaga, þar er medalía þjónustu þjóðvarnar fyrír að hafa barist í Kóreu og Vietnam, þar er silfur- stjarnun, þriðja æðsta gráða þjóð- arinnar, sem veitt er fyrir áræði og hreysti í bardaga, bronsstjarnan fyrir hctjudáð og tvö merki fyrir sérstakan vopnaburð. Fréttamaður okkar í Washington er því ekki að fást við neinn hægrí leppalúða cða frjálshyggjugaur eða annarskonar hatursmann í augum fjölmiðla, heldur bandaríska þjóðhetju, sem flutti mál skæruliða í Nicaragua með þeim glæsibrag við yfir- heyrslu, að stjórnarandstaðan missti stjórn á skapi sínu og sagði að hann lygi víst. Bandaríska þjóð- in svaraði með því að 67% sögðu að Ollie væri föðurlandsvinur. í stjórnarandstöðu Stjómarandstaöan í Bandaríkj- unum, eins og hún kemur okkur fyrir eyru með oröum fréttamanns okkar í Ameríku cr í stöðugri sannleikslcit. Hún hreinsar innan alla koppa og kirnur í leit að þessu eina. Hún þolir ekki leyniþjónustu af því sú þjónusta gæti logið. Forsetinn gæti logið að ekki sé nú taiað um Ollie. í þessi mál blandast svo fréttamaður okkar í Washing- ton. Hann leitar sannlcikans ákaf- lcga. Af tómrí sannleiksleit er hann lcntur í miðri stjórnarand- stöðu í öðru og óviðkomandi landi og finnst býsn hvað forsetinn og fleiri menn þar um slóðir geta verið ómcrkilegir. Lýgur Reagan? Það er von að þú spyrjir. Garri. VÍTTOG BREITT AHEIT Áheit eru þekkt fyrirbæri og í hugum flestra eru þau þannig að heitið er á kirkjur og annað gott í trausti þess að persónulegar óskir og væntingar nái frant að ganga. Slík áheit fara oftast nær fram í kyrrþey og án allra auglýsinga. Upp á síðkastið ber hins vegar mikið á hvers konar áheitum sem eru nokkuð annars eðlis; þau eru beinlínis fjáröflunarverkefni. Þannig hafa íþróttafélög safnað peningum með því að spila fótbolta klukkustundum saman, synt svo og svo langa vegalengd og gott ef eitt þeirra ók ekki manni í hjólbör- um yfir Hálfdán. Einnig hafa skóla- félög gripið til þessarar fjáröflunai og er skemmst að minnast þegar Trabantbíll var borinn um götur Reykjavíkur í vor af skólafélögum sem ætluðu til útlanda. Sólheimagangan Á síðasta sumri vakti fátt eins mikla athygli og Sólheimaganga Reynis Péturs Ingvarssonar, göngugarps frá Sólheimum. Hann öðlaðist frægð fyrir það afrek að ganga hringveginn og safna áheit- um til byggingar íþróttahúss fyrir fatlaða í Sólheimum í Grímsnesi. Reynir Pétur uppskar meira en gleði og frægð, hann safnaði stærri fjárupphæð en vænst hafði verið til málefnisins. Gott ef það voru ekki um 4 milljónir. Afrek Reynis Pét- urs var lofsvert og sannarlega kunni öll þjóðin að meta dugnað hans. Fleiri af stað Pessi árangur vakti að sjálfsögðu athygli annarra sem þurftu að safna peningum, en eins og alþjóð veit eru þeir nokkuð margir enda um allt land góð málefni sem þurfa stuðning. í sumar hefur líka hver áheita- söfnunin á fætur annarri átt sér stað sem allar eiga það sammerkt að hafa góðan málstað að baki. Þar má m.a. nefna söfnun til byggingar sundlaugar í Grímsey, söfnun til styrktar Sólborg, heimilis fatlaðra á Akureyri, söfnun til styrktar vímulausri æsku, og söfnun til byggingar dvalaheimilis aldraðra á Akureyri. Þessar safnanir hafa allar verið vel undirbúnar og auglýstar og í flestum þeirra hafa fjölmiðlar verið milligönguaðilar með áheitin. Trúlega hafa ekki verið teknar saman tölur um hversu miklu fjár- magni þessar safnanir hafa skilað en hitt er víst að það kemur í góðar þarfir. Margir hafa haldið því fram að í landinu séu til nógir peningar, þeir séu hins vegar á ýmsum þeim stöðum sem erfitt er að ná til þeirra. Vera má að áheitasafnanir séu sá lykill sem gengur að hinum týndu sjóðum landsmanna. Ef sú er raunin á verða eflaust margir sem reyna að fá afnot af honum í framtíðinni. -nál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.