Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 23. júlí 1987 Ragnar Lárí Þrastar- lundi Ragnar Lár, myndlistarmaður, sýnir nýjar vatnslita- og teikni- myndir í Þrastarlundi við Sog, en hann var í óða önn að hengja þar upp myndir sínar í gærkvöld. Á sumri hverju eru stanslausar mál- verkasýningar í Þrastarlundi og mun Valtýr Pétursson, listmálari, sýna þar um verslunarmanna- helgina, svo sem undanfarin 13 ár. Sýning Ragnars verður fram undir verslunarmannahelgi. Hann hefur ekki sýnt í Þrastar- lundi áður. þj Kjötkaupmenn auglýsa gjarnan á haustin kjöt af nýslátruðu sem lost- æti sem fólk á ekki völ á nema um stuttan tíma frekar en hrogn og lifur eða rauðmagi er ekki á boðstólum nema á vorin hjá fisksalanum. En nú eru horfur á að kjöt af nýslátruðu verði á boðstólum á fleiri árstímum en áður. Gerð hefur verið tilraun með svokallað „Páskalamb“, þ.e. kjöt af lömbum sem alin eru seinna á árinu en venjan hefur verið og féll sú tilraun í góðan jarðveg. Ragnar Lár, listmálari Nú er verið að gcra tilraun með svokallað „Léttlamb“ en það er kjöt af lömbum sem slátrað er fyrr að sumri en venja hefur verið. Meðal- þyngd sumardilkanna er um þremur kílóum minni en haustdilkanna og eru yfirleitt fituminni en haustdilk- arnir. Tilraunastöðin Hestur á Hvanneyri og Sláturfélag Suður- lands í Vík í Mýrdal hafa gert tilraun með þessa sumarslátrun. Búið er að slátra um 100 dilkum í SS í Vík og var bragðlaukum blaða-og frétt- amanna boðið að dæma Léttlambið í Víkurskála í Vík í Mýrdal á þriðjudagskvöld. Matrciðslumenn í Vík báru léttlambið fram með lifr- arpaté, nýjum kartöflum, bláberja- sósu og blómkáli - og smakkaðist vel. Það mun óþarfi að benda á að þetta lambakjöt má matreiða á hvern þann hátt sem menn eru vanir að matreiða sitt lambakjöt en margir hafa hins vegar gaman af nýjum uppskriftum. Víkurskáii hefur ákveðið að hafa léttlamb á boðstólum í allt sumar, Matreiðslunieistararnir Sigurður Garðarsson og Steinar Pálmason að bera fram léttlambið í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Tímamynd: Brein. enda hefur sláturhús SS í Vík ákveð- ið að opna húsið sérstaklega fyrir þessa slátrun. Jóhannes Kristjánsson formaður Landssambands sauðfjárbænda sagði að tilraunir á Hesti bentu nú til þess að á ákveðnum tíma að hausti hættu lömbin að vaxa og byrjuðu að safna fitu í stað vöðva. Þetta ætti einkum við sunnanlands þar sem gróður byrjaði fyrr að sölna þar en t.d. norðanlands sem þýddi aukið kolvetni í grösum sem þýddi síðan fitusöfnun. Slátrun fyrr að hausti eða að sumri gæti því verið heppileg til þess að fá fituminna kjöt, en það væri jú það sem meirihluti neytenda virtist sækjast eftir nú. ABS „Léttlamb“, „Páskalamb“: Frystikistuöldin senn að líða hjá Fjallalax á Hallkelshólum: Fiskeldi í Grímsnesi Gísli Hendriksen í fyrrverandi svínahúsi sínu og núverandi skrif- stofu Fjallalax hf. Ekki beinlínis líkt svínastiu þar inni. Tímamyndir. Brein. fjórum sinnum stærri en innikerin. Fyrstu seiðin komu í mars í stöðina og búist er við að þau fyrstu fari í útiker í október eða nóvember. Starfsfólk hefur góða búningsað- stöðu en gæta þarf fyllsta hreinlætis í hvívetna til þess að forðast sýk- ingarhættu. í búningsklefum sturt- ur og tveir fataskápar fyrir hvern starfsmann, annar fyrir vinnuföt en síðan þarf að klifra yfir bekk og yfir að fataskápnum sem hin fötin eru geymd í og farið er í að lokinni vinnu. Bannað er að fara í vinnu- fötunum út úr stöðinni. Búist er við að 14 starfsmenn muni vinna við Fjallalax þegar fiskeldið er komið í fullan gang. ABS Gísli Hendriksson og Rannveig B. Albertsdóttir eru fiskeldisbændur á Hallkelshólum í Grímsnesi. Þau höfðu áður blandaðan búskap, kýr, kindur hesta og svín en hafa hætt öllum slíkum búskap og nota nú svínahúsið sem skrifstofu og nýta gömlu gripahúsin auk þess sem þau hafa byggt seiðastöð fyrir um milljón seiði. Fiskeldisstöðinni komu þau upp í samvinnu við Norðmcnn en seiðin eru einmitt seld til Noregs. Byrjað var að innrétta klakstöð- ina í nóvember á síðasta ári en hafist var handa við byggingu seiðastöðvarinnar í desember á síðasta ári. Hún er nú langt komin og þegar eru um 2500 til 3000 seiði komin í uppeldi þar. í húsum sem byggð voru upphaf- lega sem hesthús og hlaða er nú klakstöð, móttaka fyrir seiði og rannsóknarherbergi. Hægt er að hafa um 6700 lítra af hrognum í klakstöðinni en í hverjum lítra eru um 3500 til 7000 seiði eftir því hversu stór þau eru og hve miklar kynbætur hafa átt sér stað. Vatnið í klakstöðinni er tekið inn í þremur pípum og því hægt að hafa þrjár mismunandi hitastillingar á vatn- inu í klakbökkunum. Vatnið sem notað er, er bæði úr köldum upp- sprettum og heitt vatn sem borað hefur verið eftir. nógu þroskuð til að fara í útiker sem eru 9 fermetrar að stærð eða í seiðastöðinni sjálfri er fóður- geymsla og tveir salir, annar fyrir ungseiðin sem koma úr klakstöð- inni og hinn fyrir seiðin þegar þau eru orðin um 6 mánaða gömul. Þar eru þau þangað til þau eru orðin Seiðastöð Fjallalax hf sem byrjað var að byggja í desember síðastliðinn. Fjallalax getur haft um eina milljón af seiðum í einu en seiðin eru seld til Noregs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.