Tíminn - 23.07.1987, Qupperneq 9

Tíminn - 23.07.1987, Qupperneq 9
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 9 Jón Kristjánsson alþingismaöur: Hvalveiðideilan - hvað er í húfi? Miklar umræður hafa verið í blöðum undanfarið um hvalveiðar okkar íslendinga í vísindaskyni. Þar sem eitt af dagblöðunum, Þjóðviljinn er nú fullur af skrifum manna sem vilja gefast upp í hval- veiðideilunni, þykir rétt hér að rifja upp nokkur atriði um það hvers vegna við heyjum þessa bar- áttu. Gömul atvinnugrein Hvalveiðar eru ekki nýjar af nálinni hér við ísland. Hér á Aust- urlandi og á Vestfjörðum ráku Norðmenn umfangsmiklar hval- veiðar á árunum frá 1880-1915. Árið 1916 voru hvalveiðar bannað- ar hér við land vegna ofveiði en hófust aftur 1935 frá einni hvalstöð á Tálknafirði og stóðu til 1939. Þriðja veiðitímabilið hófst árið 1948 frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Alþjóðahvalveiðiráðið Alþjóðahvalveiðiráðið rekur uppruna sinn til ársins 1946, en þá var það samtök hvalveiðiþjóða sem gerðu með sér sáttmála um skipan hvalveiða. íslendingar gerðust að- ilar að þessu samkomulagi árið 1947. Síðan varð sú breyting á eðli ráðsins að inn ltafa komið nýjar aðildarþjóðir sem hafa alfriðun hvala á stefnuskrá sinni. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um störf ráðsins. Engum kemur til hugar að halda því fram að hvalir séu ekki í útrýmingarhættu ef gengdarlaust er veitt. Við íslendingar höfum sýnt það nú í seinni tíð í umgengni okkar við fiskistofnana að við vilj- um ekki ganga óhóflega á þessar auðlindir. Hið sama gildir um hval- veiðar. Þegar Alþjóðahvalveiði- ■ ráðið samþykkti bann við hvalveið- um í atvinnuskyni árið 1982, mót- mæltum við íslendingar ekki því banni, þrátt fyrir möguleika á því, en ekkert var þá sannað fremur en nú um ofveiði hér við land. Ákveð- ið var að hlíta því banni sem tók gildi árið 1986, en gera áætlun um hvalveiðar í vísindaskyni sem tæki gildi frá árinu 1986-1989. Það er þessi áætlun sem deilum veldur nú, og sala þeirra afurða sem þessar veiðar gefa af sér. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn látið að því iiggja að við yrðum beittir viðskiptaþvingunum ef þessar afurðir verði seldar til Japans og til eru þeir fslendingar sem halda því fram að þessar vísindaveiðar séu sýndarmennska. Hinn raunveru- legi tilgangur þeirra sé að þjóna hagsmunum Hvals hf. í Hvalfirði, en það fyrirtæki rekur hvalstöðina í Hvalfirði. Þjóðviljinn er sérstakt málgagn þeirra sem halda þessu fram. Mér hefur alltaf fundist þess- ar fullyrðingar vera heldur nötur- legar í garð þeirra vísindamanna sem vinna að þessari áætlun. Ég vil a.m.k. ekki ætla þeim að leggja vísindaheiður sinn að veði í því að vinna að áætlun sem er tóm sýndar- ntennska. Orð vísindamannsins Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf- fræðingur skrifar mjög fróðlega grein í Sjávarfréttir 4. tbl. árið 1985, um fyrirhugaða stöðvun hvalveiða árið 1986 og hvalarann- sóknaráætlunina. Ýmis atriði í þessari grein er vert að rifja upp. Jóhann segir þar m.a.: „Á undanförnum árum hefur stöðugt verið þrengt að hvalveið- um almennt með ýmsum ákvörð- unum Alþjóðahvalveiðiráðsins er miðað hafa að takmörkun eða stöðvun veiða. Ljóst eraðmargar af ákvörðunum ráðsins hafa verið fyllilega tímabærar og bundið enda á áralanga ofveiði ýmissa hvalastofna. En þó svo að friðun og/eða minnkun aflakvóta ýmissa stofna nytjahvalanna hafi náð fram að ganga fyrir tilstilli vís- indanefndar ráðsins hefur inn- ganga nýrra aðildarþjóða sem beinlínis hafa alfriðun hvala á stefnuskrá sinni haft mest áhrif á framvindu mála.“ (leturbr. mín) Það er því sýnt að nú takast á sjónarmið þeirra þjóða sem vilja rannsaka hvalastofnana og nýta þá á grundvelli þeirra rannsókna og hinna sem vilja engarhvalveiðar og byggja þá afstöðu að mestu á tilfinningalegum grunni. Þessi grundvallarmunur gerir málið svo átaksillt sem raun er á. í grein sinni fjallar Jóhann ítar- lega um rannsóknir á hvalastofnun- um og segir m.a.: „Með stöðvun hefðbundinna hvalveiða er nokkur vandi á höndum varðandi áframhaldandi eftirlit með ástandi stofnanna. Bæði er að ekki verður unnt að krylja nauðsynlegan fjölda dýra til athugana á mikilvægum líf- fræðilegum þáttum og einnig sýn- ir reynsla annarra þjóða að yfir- leitt dregur mjög úr rannsóknum ef veiðar stöðvast.“ (leturbr. mín.) Áætlunin um vísindaveiðar og hvalarannsóknir skiptist í 34 rann- sóknarverkefni sem heyra til 10 mismunandi rannsóknarsviðum. Hér er því um gríðarmikið verkefni að ræða og með ólíkindum hvað skrifað er af mikilli lítilsvirðingu um þessa starfsemi af ábyrgum aðilum. Svo vitnað sé enn einu sinni til greinar Jóhanns, segir hann svo um þá gagnrýni sem þá var uppi um rannsóknaráætlunina. „Við umræður um rannsóknar- áætlunina hefur komið fram gagnrýni sem einkum beinist að þeim þáttum sem tengjast fyrir- huguðum veiðum. Auðskilið er að þeir sem eru alfarið á móti hvalveiðum eigi erfitt með að fallast á rannsóknir sem að hluta til eru háðar veiðum. Sé hins vegar litið á hvali sem hverja aðra nýtanlega auðlind hér við land hlýtur það að vera skylda þeirra er rannsóknir og veiðiráðgjöf annast, að leita allra tiltækra ráða til að meta veiðiþol stofnanna. Þess vegna var ákveðið að efna til rannsókna sem bæði byggja á veiðum og eru óháðar þeim.“ Jóhann segir ennfremur að við ákvörðun aflamarks hafi fyrirhug- uðum veiðum verið stillt svo f hóf að stofnunum stafi engin hætta af þeim. Hvaðeríhúfi? Það má spyrja sem svo hvað sé í húfi fyrir okkur íslendinga í þessari hvalveiðideilu. Erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Eig- um við að gefast upp og hætta rannsóknum sem byggjast á veið- um? Þetta mál er mikið prófmál og afdrifaríkt fyrir okkur. Við viljum nýta auðlind hér við land á grund- velli fullkomnustu rannsókna og þekkingar sem af henni leiðir. Leiði þær rannsóknir í Ijós útrým- ingarhættu hvala, munu hvalveiðar hætta með öllu hér við land. Það sannar stjórn okkar á veiðum almennt. Á móti okkur eru samtök sem í skjóli áhrifa í heimspressunni og fjármagns hyggjast knýja okkur til þess að láta af rannsóknum, kæra sig kollótta um þær og berjast gegn hvalveiðum á tilfinningalég- um forsendum. Ef við töpum þess- ari orrustu, hvað kemur næst? Hvalur er ekki eina spendýrið sem mönnum kynni að koma í hug að ekki mætti nytja, það skulum við hafa í huga. Öllum er í fersku minni hvernig markaðurinn fyrir selskinn var eyðilagður, með geigvænlegum af- leiðingum fyrir Grænlendinga sem lifðu á þessari auðlind. Þótt við höfum fleiri úrræði sem betur fer, þá er ekki að vita hvar næst verður borið niður ef þessi deila tapast. Við íslendingar megum ekki gleyma því að við lifum á veiðum og landbúnaðarframleiðslu. Víða má bera niður ef tilfinningar eru látnar ráða eingöngu um náttúru- vernd. Þáttur Bandaríkjamanna Framkoma Bandaríkjamanna í þessu máli er þáttur út af fyrir sig. Hótanir um viðskiptaþvinganir ef við seljum þriðja aðila afurðir eru alvarlegt mál í samskiptum þessara ríkja sem hafa ávallt verið góð. Þessar hótanir hljótum við íslend- ingar að líta alvarlegum augum og bregðast við af fullri einurð. Þótt við höfum mikla hagsmuni að verja í Bandaríkjunum eiga þeir einnig mikið undir okkur. Það verður að gera Bandaríkjamönnum það skiljanlegt að samskipti þjóðanna verða áfram að vera samskipti fullvalda ríkja þar sem stórveldið beitir smáríkið ekki hótunum eða þvingunum. Verkefni umhverfis- verndarsamtaka Umhverfisverndarsamtök í heiminum hafa ærin verkefni og hafa unnið mikið gagn á mörgum sviðum. Hins vegar verða störf þeirra að byggjast á þekkingar- grunni en ekki tilfinningum ein- göngu, þó þær hljóti að vera hvat- inn að starfi þeirra og ávallt með í spilinu. Það sem við íslendingar erum nú að biðja um er að fá að stunda í samvinnu við nágranna okkar mjög yfirgripsmiklar hvalarannsóknir næstu árin. Við viljum fá að selja þær afurðir sem til falla. Við viljum síðan fá að byggja framhaldið á grundvelli þessara rannsókna. Verðum við neyddir til uppgjaf- ar með þvingunum í þessu máli er það alvarleg skerðing á sjálfs- ákvörðunarrétti okkar sem getur haft víðtækari afleiðingar en okkur órar fyrir. Vissulega getur svo farið, en þá er sæmara að hafa barist, en ekki gefist upp fyrirfram, eins og margir vilja nú gera.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.