Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminri Fimmtudagur 23. júlí 1987 FRETTAYFIJRLIT BAGHDAD — Þingiö í írak samþykkti yfirlýsingu Öryggis- ráðs Sameinuóu þjóöanna um tafarlaust vopnahlé í stríði ír- anaog íraka. íranskir fjölmiölar höföu hins vegar eftir Ali Khamenei forseta írans aö stjórn sín myndi aldrei sam- þykkja yfirlýsinguna og halda áfram stríöinu „þar til harö- stjórninni í Irak hefði verið útrýmt". HÖFÐABORG — Sprengja sprakk á alþjóöaflugvellinum í Höföaborg, rétt eftir aö mörg hundruð farþegar höföu yfir- gefið flugstööina til aö fara í næturflug til Jóhannesarborg- ar. Miklar skemmdir uröu á byggingunni. KARACHI — Lögreglan í Karachi, stærstu borg Pakist- an, gekk berserksgang í gær til að hefna fyrir óeirðir almenn- ings aö undanförnu. Aö minnsta kosti tuttugu manns slösuðust í ofbeldisaögeröum lögreglumannanna en tveir þeirra voru skotnir til bana og fjórir stungnir meö hnífum í mótmælaaögeröum gegn stjórnvöldum. MAPUTO — Skæruliöar í Mósambik, sem studdir eru af Suður-Afríkustjórn, drápu aö minnsta kosti 380 manns, þar á meðal börn, í árásum sínum á bæ um 500 kílómetra norður af Maputo um helgina. Það var hin opinbera fréttastofa Mós- ambik sem skýröi frá þessu í gær. SEOUL — Hátt í áttatíu manns létust og margir slösuð- ust þegar flóö og jarðskriður flæddu yfir árbakka og jöfnuðu hús við jörðu. MANILA - Margir gagn- rýndu hin nýju lög um eignar- rétt á landi sem Corazon Aq- uino forseti Filippseyja skrifaói undir í gær og sögöu þau ekki ganga nógu langt. LUNDÚNIR — Viðskipta- jöfnuður Breta varð óhagstæð- ur í maímánuði þar sem neyt- endur höföu meiri pening milli handanna og eyddu miklu í kaup á innfluttum vörum. Eyðsla neytendanna hefur vakiö ótta um aö vextir veröi bráðlega hækkaöir. MOSKVA — Fyrsti Sýrlend- ingurinn til aö fara út í geiminn var ásamt tveimur sovéskum geimförum í Soyuz geimflaug er skotiö var á loft í gærmorg- un. Geimförunum er ætlað aö fara til sovésku geimstöðvar- innar Mir og koma aftur til jaröarinnar eftir níu daga. ÚTLÖND Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi: Vill fjarlægja allar meðaldrægar flaugar frá Asíu Reuter - Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sov- étríkjanna bauðst til þess í gær að láta fjarlægja allar meðaldrægar kjarnaflaugar Sovétmanna frá Asíu. Gorbatsjov sagðist með öðrum orð- um vera reiðubúinn til þess að samþykkja „tvöfalda núlllausn" í þessu sambandi þ.e.a.s. fjarlægingu allra meðaldrægra kjarnaflauga frá Evrópu sem og Asíu. Sovétmenn höfðu áður haldið fast við það að bæði risaveldin fengju að geyma hundrað kjarnaodda í með- aldrægum flaugum á sínu landi eftir að samkomulag hefði verið gert um fjarlægingu meðaldrægu flauganna frá Evrópu. Gorbatsjov sagði hins vegar í gær, í samtali við dagblað í Indónesíu, að „Sovétríkin væru einnig reiðubúin til að fjarlægja allar meðaldrægar flaugar frá Asíuhluta landsins“. Sovétleiðtoginn sagði stjórn sína þannig hafa tekið upp stefnu þar sem allar skammdrægar og meðal- drægar kjarnflaugar, hvar sem í heiminum væri, yrðu fjarlægðar. Sérfræðingar í afvopnunarmálum sögðu í gær að þessi yfirlýsing Gor- batsjovs virtist ryðja úr vegi helstu hindruninni sem viðræðunefndir stórveldanna í Genf hafa þurft að glíma við að undanförnu í viðræðum sínum um afvopnunarsamkomulag. Sovétríkin: Lög gegn vændi Vændiskonur í Moskvu telja að ríkið hafi meira upp úr því að lögleiða og skattleggja starf þeirra Moskva - Reuter Fyrstu lögin sem beint er gegn vændisstarfsemi hafa verið sam- þykkt í Sovétríkjunum en vændis- konur í Moskvu telja að ríkið ætti að lögleiða atvinnugrein þeirra og skattleggja hana þar af leiðandi. Það var vikublaðið Literary Ga- zette sem skýrði frá þessum lögum er samþykkt voru af forsætisnefnd | sovéska þingsins í Rússlandi, stærsta lýðveldi Sovétríkjanna. Þau munu senn taka gildi í hinum fjórtán lýðveldunum. Samkvæmt lögunum mega vænd- iskonar eiga von á viðvörun eða sekt upp á hundrað rúblur (sex þúsund íslenskar krónur) í fyrsta skipti sem þær eru staðnar að verki. Verði þær teknar í annað sinn innan árs geta þær þurft að borga allt að 200 rúblur í sekt. Greinin í Literary Gazette var sú nýjasta í röð greina sem birst hafa að undanförnu í Moskvublöðunum og fjalla um vændi. Yfirvöld neituðu því í marga árutugi að vændi væri til staðar í Sovétríkjunum en síðan Mikhail Gorbatsjov komst til valda og hóf baráttu sína fyrir opnara þjóðfélagi hefur vændið verið tekið til umræðu og viðurkennt sem þjóð- félagslegt vandamál. Lögreglan í landinu hefur hingað til aðeins getað handtekið vændis- konurnar á þeim forsendum að þær hefðu enga aðra vinnu, væru „blóð- sugur“ sem lifðu á ríkinu og leggðu ekkert fram til þjóðfélagsins, eða væru drukknar. Literary Gazette taldi þó að nýju lögin myndu ekki draga úr vændi í landinu enda gætu tekjuhæstu kon- urnar náð sér í fjörtíu dollara hjá einum viðskiptavin, skipt þeim síðan á svörtum markaði og fengið 160 rúblur fyrir eða hátt í tíu þúsund íslenskar krónur. Vikublaðið hafði eftir „hámennt- aðri vændiskonu" að betra væri fyrir ríkið að lögleiða vændi og skatt- lcggja það verulega. Þessi kona sagðist vera reiðubúin að borga allt upp í 40% af innkomu sinni í skatt. Gazette hafði samband við fleiri vændiskonur sem flestar voru í al- mennri launavinnu að auki. Meðal þeirra sem talað var við var 32 ára byggingaverkfræðingur, þjónustu- stúlka, fararstjóri og 37 ára gjald- keri. Ein kvennanna var ntjög hneyksl- uð þegar henni voru sýndar fréttir af útbreiðslu eyðnisjúkdómsins á Vest- urlöndum: „Jæja, þið vitið að þeir eru alveg siðlausir þarna hinum megin, eru jafnvel með vændishús“, sagði konan. „Það er fyndið að heyra þetta frá vændiskonu", sagði í grein Literary Gazette og síðan hnýtt við: „Áróður okkar hefur tekist fullkomlega, en engu að sfður eru vændishús hér... og eins mikið siðleysi eins og hver vill“. Italía: Erfið stjórnar- fæðing - Goria myndar líklega stjórn í næstu viku þótt varla verði hún traust Róm-Keutcr ' SeSSÍ Ný ríkisstjórn mun líklega taka við völdum á Ítalíu í næstu viku eftir stjórnarkreppu og óvissu síðustu fintm mánuðina. Ekki er þó búist við að stjórnin verði einhuga og öflug og pólitísk óvissa verður þvf að öllum líkind- um áfram við lýði í landinu. Giovanni Goria er forsætisráð- herraefni þessarar stjórnar en hann hefur að undanförnu unnið að myndun hennar og er búist við að hann láti Francesco Cossiga forseta vita í byrjun næstu viku að ný samsteypustjórn geti tekið við völdum. Það yrði 47 stjórnin sem mynduð hefur verið í landinu síðan eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Goria er 43 ára að aldri og setjist hann í forsætisráðherras- tólinn verður hann yngsti maður- inn sem tekið hefur að sér það hlutverk eftir stríð. Goria er kristilegur demókrati og sam- steypustjórn hans verður líklega samansett af sömu fimm flokkun- um og hafa stjórnað undanfarin ár. Deilur milli stærstu flokk- anna, kristilegra demókrata og sósíalista, hafa hins vegar eyði- lagt fyrir samstarfinu og stjórn- málaskýrendur telja að ef Goria myndi stjórn, sem flest bendir til, muni hún varla halda saman í eitt Kúvaitsk olíuflutningaskip sigldu í fylgd með bandarískum herskipum í gegnum hið þrönga Horinuz-sund í gær. Bandarísk herskip í fylgd meö kúvaitskum olíuflutningaskipum: Siglt inn í Persaflóann Frá Mercury næturklúbbnum í Moskvu: Sovétmenn hafa sitt næturlíf eins og aðrir og allt sem því fylgir. Dubai - Rcuter Þrjú bandarísk herskip fylgdu tveimur kúvaitskum olíuflutninga- skipum gegnum hið þrönga Hormuz- sund í gær án þess að verða fyrir árás eða áreitni að hálfu írana. Ferð skipanna jók þó cnn ntögu- leikann á átökurn írana og Banda- ríkjamanna þar sem stjórnvöld í íran hafa ekki samþykkt að verða við tilmælum Öryggisráðs Samein- uðu Þjóðanna og slíðra vopnin taf- arlaust í stríðinu við íraka. Olíuflutningaskipin munu að lík- indunt koma til Kúvait á morgun þ.c.a.s. ef allt gengur santkvæmt áætlun. Fari svo að til átaka komi milli bandarísku herskipanna og írans- hers er víst að olíuverð mun hækka og sögðu sumir sérfræðingar að verð- ið gæti farið upp í 25 til 40 dollara á tunnu en það er nú 20,22 dollarar. Einn sjötti allrar olíu sem vestræn lýðræðisríki nota kemur frá ríkjun- um við Persaflóann. íranar hafa hingað til ekki veigrað sér við að gera árásir á olíuflutninga- skip frá Kúvait vegna stuðnings furstadæmisins við höfuðandstæð- inginn, (raka. íranskir ráðamenn hafa á undanförnum dögum varað Bandaríkjamenn við að vernda sigl- ingar kúvaitskra skipa og sagt að Iranar muni ekki hika við að skjóta á bandarísk skip í flóanum. Caspar Weinberger varnarmálar- áðherra Bandaríkjanna hefur einnig vcrið stórorður og sagt Bandaríkja- menn geta mætt öllum hugsanlegum árásum írana, hvort sem það er í lofti eða á sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.