Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.07.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. júlí 1987 Tíminn 15 ■ ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 17.35 Bíladella (Automania). Þegar bíllinn kom fyrst fram á sjónarsviðið, var honum ekki spáð miklum vinsældum, en raunin er þó sú að daglega ferðast 90 milljónir Bandaríkjamanna í bílum, til og frá vinnu. ( þessum lokaþætti af Bíladellu, er framtíð bílsins hugleidd, talað við bílahönnuði og félagsfræðinga. 18.00 Golf. 19.00 Lucy Ball. Sjónvarpsþættir Lucille Ball þykja með þeim skemmtilegri sem sýndir hafa verið. 19.30 Fréttir 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Banda- rískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomas i aðalhlutverkum.______________ 20.45 Spéspegili (Spitting Image). Bresku háð- fuglunum er ekkert heilagt. 21.15 Churchill. Nýr breskur framhaldsmynda- flokkur í 8 þáttum um líf og starf Sir Winston Churchills. Fyrsti þáttur. 22.05 Á mörkum gráturs og hláturs (Ernie Kovacs: Between the Laughter). Bandarísk sjónvarpsmynd með Jeff Goldblum, Melody Anderson, Madolyn Smith og Edie Adams í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á ævi Ernie Kovacs, sem var vinsæll grínleikari í einum af fyrstu gamanþáttum sjónvarpsins. Sagt er frá starfsferli hans og stormasömu einkalífi. Leik- stjóri er Lamont Johnson. 23.30 Þjófar (Thiefes). Bandarísk sjónvarpsmynd um viðburðarríkt líf ungra hjónaleysa í stórborg- inni New York. Með aðalhlutverk fara Marlo Thomas og Charles Grodin. Leikstjóri er John Berry. Myndin er bönnuð börnum. 01.10 Vetur óánægjunnar (The Winter of our Discontent). Þekkt bandarísk kvikmynd frá 1983, byggð á sögu Johan Steinbeck. Miðaldra manni finnst tækifærin vera aö renna sér úr greipum, honum er mjög annt um heiður sinn og málamiðlanir eru honum ekki að skapi. Með aðalhlutverk fara Donald Sutherland, Tuesday Weld og Teri Garr. Leikstjóri er Waris Hussein. 02.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 26. júlí 09.00 Paw, Paw. Teiknimynd 09.20 Draumaveröld kattarins Valda. Teikni- mynd. 09.45 Tóti töframaður. (Pan Tau) Leikin barna- og unglingamynd. 10.10 Tinna tildurrófa Myndaflokkur fyrir börn. 10.35 Drekar og dýfllssur. Teiknimynd. 11.10 Henderson krakkarnir (Henderson Kids). Nokkrir hressir krakkar lenda í ýmsum ævintýr- um. 12.00 Vinsældalistinn. Litið á fjörutíu vinsælustu lögin í Evrópu og nokkur þeirra leikin. 12.55 Rólurokk. Blandaður tónlistarþáttur með óvæntum uppákomum. 13.50 1000 volt. Þungarokkslög leikin og sungin. 14.05 Pepsí popp. Nino fær tónlistarfólk í heim- sókn, segir nýjustu fréttirnar úr tónlistarheimin- um og leikur nokkur létt lög. 15.10 Momsurnar. Teiknimynd. 15.30 Allt er þá þrennt er (3’s a Company). Bandarískur gamanþáttur með John Ritter, Janet Wood og Chrissy Snow í aðalhlutverkum. 16.00 Það var lagið. Nokkrum athyglisverðum tónlistarböndum brugðið á skjáinn. 16.15 Bílaþáttur. 16.30 Fjölbragðaglíma. Heljarmenni reyna krafta sína og fimi. 17.00 Undur alheimsins (Nova). Flest flugslys má rekja til mistaka flugmanna, en ekki tæknibilun- ar, að því er virðist. Eru flugmenn vanhæfir almennt? í þessum þætti er litið á málið og kannað hvað mætti til úrbóta verða. 18.00 Á veiðum. (Outdoor Life). Þáttaröð um skot- og stangaveiði sem tekin er upp víðs vegar um heiminn. Fylgst er með Joel Youngblood á andaveiðum í Flórida. 18.25 íþróttir. Blandaður þáttur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Fjölskyldubönd (Family Ties). Vinsæll, bandarískur framhaldsþáttur. Alex er að læra um verðbréfamarkaðinn í skólanum, hann tekur námið helst til alvarlega og notar peninga föður síns sem heimaverkefni. Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Justine Bateman, Meredith Baxter-Bim- ey, Michael Gross og David Spielberg._________ 20.25 Lagakrókar (L.A. Law). Vinsæll bandarískur framhaldsþáttur um líf og störf nokkurra lög- fræðinga á stórri lögfræðiskrifstofu í Los Angeles. Van Owen er ekki sammála með- höndlun Kuzaks á nauðgunarmáli einu og Brackman á í erjum við nágrannana. Aðalhlut- verk: Harry Hamlin, Jill Eikenberry, Michele Greene, Alain Rachins, Jimmy Smits ofl. 21.10 Þræðlr II (Lace II). Bandarísk sjónvarps- mynd í tveim hlutum. Fyrri hluti. Klámmynda- drottningin Lili, er tilbúin að leggja allt í sölurnar til þess að fá vitneskju um uppruna sinn. Aðalhlutverk: Phoebe Cates, Brooke Adams, Deborah Raffin og Arielle Dombasle. Leikstjóri er Billy Hale. Síðari hluti verður á dagskrá miðvikudaginn 29. júlí. 22.40 Vanlr menn (The Professionals). í þessum hörkuspennandi breska myndaflokki er sagt frá baráttu sérsveita innan bresku lögreglunnar við hryðjuverkamenn. Aðalhlutverk: Gordon Jackson, Lew Collins og Martin Shaw. 23.30 McCartby tímablllð (Tail Gunner Joe). Bandarísk kvikmynd með Peter Boyle, John Forsythe, Tim O'Connor, Ned Beatty og John Carradine í aðalhlutverkum. Joseph McCarthy, múgæsingamaður, kleif metorðastigann I bandarískum stjórnmálum á sjötta áratugnum með því að beita fyrir sig kommagrýlunni. Forseti og fjölmiðlar snerust gegn honum sökum óheiðarteika hans. Leikstjóri er Jud Taylor. 01:50 Dagskrárlok Mánudagur 27. júlí 16.45 Á mörkum gráturs og hláturs (Emie Kovacs: Between the Laughter). Bandarísk sjónvarpsmynd með Jeff Goldblum, Melody Anderson, Madolyn Smith og Edie Adams í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á ævi Ernie Kovacs, sem var vinsæll grínleikari í einum af fyrstu gamanþáttum sjónvarpsins. Sagt er frá starfsferli hans og stormasömu einkalífi. Leik- stjóri er Lamont Johnson. 18.30 Börn lögregluforingjans. (Figli dell'lspett- ore). ítalskur myndaflokkur fyrir börn og ungl- inga. Þrír unglingar aðstoða lögreglustjóra við lausn sakamála.___________________________ 19.05 Hetjur himingeimsins (Hi-man). Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Út í loftið. Guðjón Amgrimsson slæst í för með Jóhanni Isberg, sem stundar svifdrekaflug í tómstundum sínum. 20.25 Bjargvætturinn. (Equalizer) Bandarískur sakamálaþáttur með Edward Woodward í aðal- hlutverki. I þessum þætti á McCall í höggi við fíkniefnasmyglara og óheiðarlegan dómara. 21.10 Ferðaþættir National Geographic. Gamlar hefðir Inka indíána eru enn í heiðri hafðar meðal ættbálks á eyjum undan ströndum Perú. Þeir vefa litfögur klæði og taka virkan þátt í stjórn samfélagsins. Seinni hluti þáttarins fjallar um vorfögnuð í Lappabyggð, en þar er vetrarlokum fagnað á nokkuð sérstæðan hátt. Þulur er Baldvin Halldórsson. 21.40Gerðu mér tilboð (Make me an Offer) Bandarísk sjónvarpsmynd með Susan Blakely, Patrick O'Neal og Stella Stevens í aðalhlutverk- um. Ung, fráskilin kona fær vinnu á fasteigna- sölu í Beverly Hills. Hún kemst fljótt að raun um að starfið hefur sína annmarka og samstarfs- stúlkur hennar eru tilbúnar að gera næstum hvað sem er til þess að ná sölusamningi. Leikstjóri er David Greene. 23.05 Dallas. Framhaldsþátturinn vinsæli. ( aðal- hlutverkum eru Larry Hagmann, Linda Gray, Patrick Duffy, Victoria Principal o.fl. J.R. er sýnt banatilræði og nánast allir vinir og vandamenn eru grunaðir um verknaðinn. 23.50 í Ijósaskiptunum (Twilight Zone). Spenn- andi og hrollvekjandi þáttur um yfirnáttúruleg fyrirbæri sem gera vart við sig í Ijósaskiptunum. 00.10 Dagskrárlok. Illilllillllllll Hljóðbylgjan ||[[||||| Fimmtudagur 8.00 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með góðum frétt- um af svæðinu. Lesið úr blöðunum, sagt frá veðri og færð, tekin viðtöl, lesið stutt sögukorn og fleira gott. 10.00 Á tvennum tátiljum. Þráinn og ómar í góðu skapi allan daginn. Auk góðrar tónlistar hjá þeim kemur gestur í hljóðstofu með vel valdar plötur undir hendinni. Getraun fimmtudagsins verður á sínum stað. Að venju verða þeir í góðu sambandi við hlutsendur. 17.00 Marinó V. Marinósson fer yfir í íþróttavið- burði komandi helgar. Hann talar við íþrótta- menn og spilar tónlist í bland. 19.00 Benedikt og Friftný fá til sín fólk og málin verða reifuð rækilega. Umræður um lífið og tilveruna. 22.00 Gestir í stofu Hljóðbylgjunnar. Gestur E. Jónasson fær til sín gott fólk í viðtal. Þar er rætt saman í gamni og alvöru 23.30 Dagskrárlok. Fréttir kl. 8.30,12.00,15.00,18.00. Föstudagur 8.00 Friftný og Benedikt verða í Bótinni fram til kl. 10.00. Á þessum tíma bjóða þaqjilustendum upp á fréttir af svæöinu og tónlist með. Einnig verða þau með allar upplýsingar um veður og færð á landi og í lofti. Viðtöl, sögukorn og margt fleira. Þau líta einnig í blöðin og segja frá því markverðasta. 10.00 Á tvennum tátiljum verða þeir Ómar og Þráinn fram eftir degi. Þeir gefa upplýsingar um skemmtanalífið á Norðurlandi, tala við tónlistar- menn og annað gott fólk. Tónlistin við vinnuna og uppvaskið gleymist ekki. 17.00 Hvemig verftur helgin? Starfsmenn Hljóð- bylgjunnar fara yfir það sem á boðstólum verður fyrir Norðlendinga og gesti þeirra. Þáttur fullur af upplýsingum. 19.00 Jón Andri spilar allar tegundir af tónlist og minnist á það sem vinsælast er. Gott fyrir kvöldið og nóttina. 23.00 Næturvakt Hljóftbylgjunnar. Óskalög, kveðjur og fleira skemmtilegt fyrir þa áem ekki geta sofnað. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir kl. 8.30,12.00,15.00,18.00 Laugardagur 10.00 Barnagaman. Rakel Bragadóttir les sögur og spilar uppáhaldslög yngstu hlustendanna. Talað er við krakka og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. 12.00 ( hádeginu Pálmi Guðmundsson leikurvin- sæla tónlist frá ýmsum árum. 13.00 Fréttayfirlit siftustu vlku. Fréttamaður Hljóðbylgjunnar Friðrik Indriðason lítur yfir fréttabunka síðustu daga. 14.00 Líf á laugardegi. Marinó V. Marinósson segir frá því sem stendur til á íþróttasviðinu. Hann lýsir frá leikjum norðanliðanna í knatt- spymu. 16.00 Alvörupopp. Ingólfur Magnússon og Gunn- laugur Stefánsson fleyta rjómann af popptónlist- inni. 19.00 Létt og laggott. Haukur Hauksson og Helgi Þ. Jóhannsson með margt skemmtilegt í poka- horninu. 23.00 Næturvakt Hljóftbylgjunnar. 04.00 Dagskrárlok. Sumarferð ’87 Sumarferö framsóknarfélaganna verður farin 8. ágúst. Farin verður Fjallabaksleið syðri. Skráning í síma 24480. Framsóknarfélögin í Reykjavík. lllllllllll MINNING " ^ ' - ■ ' ' , Jóhann Franksson de Fontenay Útgörðum, Hvolhreppi Rangárvallasýslu Fæddur 12. júní 1929 Dáinn 11. júlí 1987 Þegar maður horfir á eftir vinum sínum yfir móðuna miklu, setur mann hljóðan og ekki síst þegar menn eru í fullu fjöri og blóma lífsins, þegar þeir eru burtkallaðir. Kynni okkar Jóhanns hófust haustið 1952 er hann kom í Hvann- eyrarskóla, þá sem vetrungur,en svo voru þeir kallaðir sem luku námi á einum vetri. Þá þegar hygg ég að Jóhann hafi verið búinn að ákveða að helga landbúnaði lífsstarf sitt. Hafði hann lokið stúdentsprófi áður og stefndi í framhaldsdeild á Hvann- eyri sem hann lauk 1955. Við Jóhann urðum góðir vinir þennan vetur sem við vorum saman á Hvanneyri, féll þar ekki skuggi á. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman upp úr 1973. Þá er Jóhann orðinn verksmiðjustjóri á Stórólfsvallabú- inu í Hvolhreppi. Síðan þá hafa vinarböndin ekki slitnað. Ég tel að vandfundinn hafi verið hæfari maður í það starf. Nákvæmni og passasemi á öllum sviðum var honum svo eðlileg. Hann vildi að allt stæði sem stafur á bók. Við áttum mikil viðskipti saman í okkar starfi og vil ég þakka Jóhanni fyrir hans hlut. Jóhann vildi framfarir í fóður- framleiðslu innanlands og vann hann mjög gott starf í þeim efnum. En innlenda fóðrið stóðst ekki saman- burð í verði gagnvart erlendu fóðri. Það olli Jóhanni áhyggjum því hann vildi innlent heilbrigt fóður og veg landbúnaðarins sem mestan. Jóhann stóð ekki einn í lífsbarátt- unni. Við hlið hans stóð eiginkona hans Ólöf S. Kristófersdóttir frá Kalmannstungu. Var jafnan kært með þeim. Oft voru rifjaðar upp gamlar minningar í eldhúsinu á Ut- görðum er ég kom þar, en það voru ófá skipti. Eg vil að lokum þakka Jóhanni samfylgdina hérna megin. Af honum mátti mikið læra. Ólöf mín, þú og börnin ykkar hafið misst mikið, ástríkan eigin- mann og föður, en Guð almáttugur ræður öllu. Minnumst þess að geng- inn er góður drengur og vandaður maður. Minningin um slíkan mann er ljós sem lýsir í myrkrinu. Megi Guð almáttugur styrkja þig Ólöf og börnin ykkar um ókomin ár. Sigurjón Kristinsson Vegatungu Halldór G. Kristjánsson skólastjóri Halldór Georg Kristjánsson skólastjóri var Vestfirðingur að upp- runa, fæddur á Suðureyri við Súg- andafjörð. Kennari að mennt, skóla- stjóri undir Eyjafjöllum og nú síðast í Vestur-Landeyjum. Kynni okkar hófust vorið 1976, er hann gerðist flokksstjóri í sumar- vinnuflokki mínum við Sigöldu. Tókst þegar með okkur góður kunn- ingsskapur, sem varð að traustri vináttu. Halldór var glaður maður og góðgjarn, hláturmildur og hafði næmt skopskyn. Hann var bæði fyndinn og orðheppinn og gerði oft að gamni sínu, en aldrei á annarra kostnað. Halldór var í eðli sínu félagslyndur maður. Kom því oft í hans hlut að stjórna ýmsum sam- komum, sem hann gerði með ágæt- um. Aldrei gleym$ist þeim, sem sátu hinar skemmtilegu haustkveðju- hátíðar, þegar Halldór las upp annál sumarsins og allir vinnufélagarnir fengu sína umsögn með tilheyrandi gáska félaganna. En þótt Halldór væri allra manna skemmtilegastur, þegar það átti við, var hann jafn- framt alvörumaður. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, og hélt ótrauður fram þeirri skoðun sinni, að því aðeins yrðu komandi kynslóðir íslendinga hamingjusamar í landi sínu, ef þær gerðu sér ljóst, að hluti af allri skólagöngu væri líkamleg vinna til sjós og lands. Þetta sýndi Halldór í verki. Störf hans hér á hálendinu bera vott um vandvirkni og elj usemi. Mikill harmur er kveðinn að húsi Halldórs þegar hann fellur frá með svo skyndilegum hætti. En öll eru þau vel af Guði gerð, eiginkona hans, Sigrún Halldórsdóttir, og börnin þrjú: Kristján, háskólanemi, Linda, sem er í fjölbrautaskóla og Kristín, 12 ára, sem er í heimahús- um, og vonum við, að þau muni með Guðs hjálp geta horft björtum aug- um til framtíðarinnar. Við, starfsfólk Landsvirkjunar við Hrauneyjafoss, kveðjum Halldór með söknuði og þökkum honum samfylgd alla. Ástvinum hans send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Mér koma í hug ljóðlínur Einars skálds Benediktssonar: Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. “ Halldór átti gott hjarta og elskaði land sitt. Ilalldór Eyjólfsson Enduropnun Carnegie Hall: Hljómburður líkt og var fyrl öld Enduropnun tónleikahallarinnar Carnegie Hall í New York var fagnað með stórtónleikum og hús- fylli áheyrenda. tnleikahöllin var reist 1891 en hefur nú verið lokuð í sjö mánuði meðan verið var að gera hana upp. Til þess var varið litlum 50 milljónum dollara, sem samsvara tæpðum tveimur milljörðum ís- lenskra króna. t>ó er dollarinn á lágu gengi um þessar undir. Formaður tónleikahallarinnar er hinn hemsfrægi fiðluleikari, Isaac Stern. Endurbætur voru gerðar á anddyri hallarinnar, aðalsalur hennar var málaður, skipt var um sæti og lyftur og loks sett upp nýtísku loftræsti- kerfi. Með þessu er búist við, að hljóm- burður hallarinnar verði aftur jafn- góður og hreinn og þegar fyrst ómuðu sinfóníur og konsertar um boga og göng. M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.