Tíminn - 30.07.1987, Side 2

Tíminn - 30.07.1987, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 30. júlí 1987 Svefnlyfið Halcion óæskilegt eldra fólki? Kvartað undan minnisleysi og þunglyndi Eins og fram hcfur komið í frcttum, þá standa yfir í Holiandi málaferli vegna svcfnlyfsins Halcion. Hollenskur lögmaður hcfur stefnt bandaríska lyfjafyrirtækinu Upjon vcgna manns sem tók lyfiö fyrir nokkrum árum, cn licfur síöan þjáðst af gleymsku og þunglyndi. Þess bcr þó aö geta að í Hollandi er lyfiö gefiö í allt að fjórfalt stærri skömmtum cn hér. Tíminn hafði samband við Ólaf Ólafsson landlækni og spurði hvort Landlæknisembættinu heföu bor- ist kvartanir vegna lyfsins. Ólafur sagði, að íyf þetta hefði ekki verið lengi á markaði hérlend- is, en þó hefðu einhverjir þeirra sem taka þetta lyf kvartað undan minnisleysi og þunglyndi. Aðspurður um hvort það væri ekki oftast eldra fólk sem þjáðist öllu jöfnu af minnisleysi og þung- lyndi, sagði Ólafur það rétt vera. í Ijósi þess var Ólafur spurður hvort rétt væri að ávísa þessu lyfi einmitt til eldra fólks, þar sem hætta væri á aukaverkunum sem yllu enn meira þunglyndi og minnistapi. Ólafur svaraði, að visssulega væri það umhugsunarvert, og það væri mjög brýnt að læknar fylgdust vel með eldra fólki sem væri á þessu lyfi. Tíminn hefur heimildir fyrir að læknar ávísa þessu lyfi í nokkrum inæli, einmitt til eldra fólks. Lyf þetta mun hafa þann kost umfram önnur sambærileg lyf, að helming- unartími lyfsins er mun styttri þ.e. aðeins 4-8 klukkustundir.Halcion er af þeim sökum ekki slæmt lyf fyrir yngra fólk sem þarf á svefn- lyfjurn að halda. Einnig hefur Tíminn þær upplýs- ingar að til að mynda á sjúkra- húsumí Noregi er Halcion að öllu jöfnu ekki gefið sjúklingum yfir fimmtugt. Einnig kemur fram í flestum fræðiritum um lyf, að varað er við framngreindum aukaverkun- um lyfsins og af þeim sökum mælst til að eldra fólk neyti ekki lyfsins. -BD. Aflari röð t.v. Hallur Kristvinsson, Kristín Sætran, Oddgeir Þórðarson. Fremri röð t.v. Elísabet V. Ingvarsdóttir, Þórdís Zoéga, Heiða Elín Jóhannsdóttir. •- Félag húsgagna- og innanhússarkitekta: Ný stjórn tekur við Aðalfundur Félags húsgagna- og innanhússarkitekta var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins og skipa hana, Þór- dís Zoéga formaður, Heiða Elín Jóhannsdóttir gjaldkeri og Elísbet V. Ingvarsdóttir ritari. í varastjórn eru Hallur Kristvinsson, Kristín Sætran og Oddgeir Þórðarson. Fé- lagsmenn í Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta eru nú 59 talsins og fjölgaði um tvo á árinu. Félagið var stofnað árið 1956 og er því liðlega 30 ára gamalt. Á aðalfundin- um var ákveðið að láta skrifa sögu félagsins sem samhliða yrði úttekt á hlut félagsmanna í hönnun húsgagna og innréttinga á tímabilinu. Þann 30. apríl 1986 voru samþykkt lög á Alþingi um lögverndun starfsheitis húsgagna- og innanhússhönnuða, sem hefur verði mikið baráttumál félagsins urn árabil. Ákveðið hefur verið að gera tæmandi félagaskrá, með nöfnum allra þeirra sem hafa fengið lögverndun starsheitisins, en það eru allir félagsmenn FHI. næst þegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar ■ tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsarhátt. FLUGLEIDIR ísfugl: Nákvæmt eftirlit með kjúklingum Forsvarsmenn ísfugls vilja að gefnu tilefni koma þvt' á framfæri, að þeir kjúklingar, sem talið er að hafi orsakað matarsýkinguna nú fyrir skömmu í J.L. Húsinu, voru ekki frá ísfugli, segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að allt sé gert af fyrir- tækisins hálfu til að koma í veg fyrir að salmonellusýking geti aftur komið upp vegna kjúklinga frá fyrirtækinu. Frá áramótum hafa verið tekin sýni daglega úr slátrun Halldóra Viktorsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri Frjáls framtaks. frá hverjum bónda. Sýnin eru tekin úr hálsaskinnum og saur, en þar finnst salmonellan sé hún til staðar, segir jafnframt í fréttatilkynning- unni. Salmonellusýkillinn deyr við ■ 65 gr hita, en kjúklingar eru steiktir í ca klukkutíma við 200-250 gráður, þannig að hættan er vægast sagt lítil sé meðhöndlunin rétt. Fyrirtækið vill benda fólki á að aðalatriðið sé að nota ekki sömu íiát og áhöld fyrir hrátt kjöt og steikt. Ritstjóri Íslenskra fyrirtækja, Hall- dóra J. Rafnar. Mannaráðningar hjá Frjálsu framtaki: Halldórur ráðnar í rit- Halldóra Viktorsdóttir hefur nú verið ráðin framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Frjáls framtaks hf. Halldóra er fædd á Akureyri 1948, lauk stúdentsprófi frá M.R. 1968 og starfaði st'ðan sem flugfreyja um tíma hjá Flugfélagi íslands, var síðan heimavinnandi húsmóðir í all- mörg ár, þar til hún réðst til starfa hjá Frjálsu framtaki. Þar starfaði hún fyrst við almenn skrifstofustörf, síðan sem gjaldkeri og skrifstofu- stjóri varð hún fyrir tveimur árum. Halldóra J. Rafnar hefur verið ráðin ritstjóri fyrirtækjaskrárinnar fslensk fyrirtæki, sem fyrirtækið hef- ur gefið út í 17 ár. Halldóra lauk stúdentsprófi frá máladeild M.R. 1967, BA prófi í ensku og sagnfræði frá. Háskóla íslands 1972 og starfaði við framhaldsskóla í Reykjavík árin 1971 til 1984. Ári síðar hóf hún störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. -SÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.