Tíminn - 30.07.1987, Síða 7

Tíminn - 30.07.1987, Síða 7
■ Fimmtudagur 30. júlí 1987 Tíminn 7 Skýrsla um framtíð sauðfjárræktarinnar til aldamóta: Kindakjöt verði áfram meginhiuti kjötneyslu „Sauðfjárræktinni verði áfram ætlað að sjá þjóðinni fyrir megin- hluta þess kjötmetis, er þjóðin þarfnast á ári hverju, að eðlilegum öryggisbirgðum meðtöldum," segir m.a. í skýrslu um framtíð sauðfjár- ræktar á íslandi fram til næstu alda- móta sem var skilað til landbúnaðar- ráðherra í byrjun vikunnar. Helstu rök þessa eru að sauðfjár- ræktin nýti auðlindir landsins með þeim hætti að aðeins fáar aðrar- atvinnugreinar hæfi betur því mark- miði að vera grundvöllur dreifðrar byggðar í landinu og að hún leggi til hráefni sem sé undirstaða umfangs- mikils úrvinnsluiðnaðar í landinu. Sauðfjárræktin sé auk þess öryggis- þáttur um öflun matvæla en það sé nauðsynlegt í veröld vaxandi óvissu um framtíð matvælaöflunar þegar til lengri tíma sé litið. Sauðfjárbændur verði hins vegar að nýta gæði landsins með fyrir- hyggju og koma til móts við kröfur markaðarins um gæði og fjölbreytta vöru á sanngjörnu verði. Sauðfjár- ræktin eigi samt sem áður að skila bændum viðunandi tekjum auk þess sem bændur eigi að búa við sann- gjarnt framleiðsluöryggi sem miðað sé við hinn langa aðdraganda að framleiðslu afurðanna. Skýrsluhöfundar telja að þessi markmið um sanngjarnt verð og viðunandi tekjur geti stangast á og í þeim tilfellum verði stjórnvöld að koma inn í dæmið. Stjórnvöld, bændur, sláturhús, iðnaður og versl- un eru þeir aðilar sem einkum ráða verði kindakjöts og því verði það undir þessum aðilum komið hvernig framtíð sauðfjárræktarinnar verður. Höfundar telja að stjórnvöld verði að ákveða hve mikil áhrif landbún- aðarstefna annarra þjóða eigi að hafa á byggð og atvinnu hérlendis og Ársverkum í úrvinnslunni hefur fjölgað jafnframt því sem vinnuafl bundið frumframleiðslu hefur dregist saman. Ef við nú gerum ráð fyrir að helmingur ársverka í almennum búrekstri sé við sauðfjár- rækt, og athugum hve mörg úrvinnslustörf eru á bak við hver 100 ársverk á sauðfjárbúum, koma eftirfarandi tölur í Ijós: 1976-77 36 ársverk í úrvinnslu pr. 100 ársv. á sauðfjárbúum. 1978-79 44 ársverk í úrvinnslu pr. 100 ársv. á sauðfjárbúum. 1980-81 45 ársverk í úrvinnslu pr. 100 ársv. á sauðfjárbúum. 1982-83 50 ársverk í úrvinnslu pr. 100 ársv. á sauðfjárbúum. 1984- 54 ársverk í úrvinnslu pr. 100 ársv. á sauðfjárbúum. (Úr skýrslunni um framtíð sauðfjárræktar á íslandi. Bent er á að taka þessum tölum með ákveðnum fyrirvara en þær gefa a.m.k. hugmynd um hvernig ársverkin skiptast.) Hvenær borðar fólkið meira af dilkakjöti? Kindakjötssala á islandi einkenn- ist mjög af sveiflum frá einum tíma til annars og allt frá því að vera um 2000 tonn á mánuði niður í 200 til 300 tonn. Sölúsveiflurnar má „fyrst og fremst rekja til ákvarðana stjórn- valda um niðurgreiðslur á kindakjöti og svonefndra kjötútsala sem gripið hefur verið til“, segir í skýrslu starfs- hóps um sauðfjárræktina á fslandi, stöðu og stefnu. Þetta sést nokkuð glöggt á mynd sem sýnir samspil sölu og verðs á kjöti. Um leið og verð hækkar dregst salan saman og öfugt. Árið 1982 er selt einna mest af kindakjöti og þá er verð fremur lágt. Sömu sögu er að segja árið 1979. Hagvangur spurði að því í könnun síðastliðinn vetur hvað þyrfti að gera til þess að auka neyslu á lambakjöti og svöruðu 59% því til að lækka þyrfti verðið, aðrir nefndu vöruþróun og fleiri þætti. Aðeins 17% töldu sig ekki kaupa meira af lambakjöti þrátt fyrir lækkað verð. Á sama tíma og þessar niðurstöð- ur liggja fyrir segir starfshópur um framtíð sauðfjárræktar í landinu að ljóst sé að kindakjöt hafi hækkað meira í verði en annað kjöt. Þetta eigi einkum við um stykkjað kinda- kjöt. Árið 1976 var kindakjöt í heilum skrokkum 88% ódýrara en kjúklingakjöt en árið 1986 er það einungis 25% ódýrara. ABS T ONN I i 000 7000 77 78 79 00 81 02 83 04 85 *) Verð á I verðflokks klndak |ötl, kr pr kp Framfærsluvlsilala 1987. Helmlld: Landbunaðarrá&uneytlð Sala og verðlag kindakjöts innanlands 1977 til 1985 gera það m.a. með því að marka fóðurstefnuna skýrar. Einnig þurfi að marka skýra stefnu hvað niður- greiðslur og útflutningsbótafé varðar. Bændur verði að auka afurðasemi og komst nefndin að þeirri niður- stöðu að „kjörbú" sem skilaði 33% meiri frjósemi, 10% meiri fallþunga og 6% minni ársvinnu gæti skilað um 29% meiri heildartekjum og 51% meiri framlegð en meðalbúið. Sauð- fjárrækt við lágmarkskostnað sé ekki líklegur til hagkvæmrar framleiðslu fyrir utan að slíkur búskapur er óæskilegur frá sjónarmiði landnýt- ingar. Sláturhús, iðnaður og verslun verði að hafa aðhald til þess að þessir kostnaðarliðir fari ekki úr hófi fram. Um þessar mundir sé slátur- og heildsölukostnaður um fjórðung- ur af óniðurgreiddu heildsöluverði kindakjöts og því sé mikið unnið með lækkun hans. Vöruþróun og markaðsstarf sé ákaflega mikilvægt en fyrst og fremst skuli miða við innanlandsmarkaðinn og eðlilegt sé að á næstu árum verði meginhluta opinbers rannsóknarfjár til sauðfjár- ræktar varið til þróunarstarfs á sviði afurða hennar. -ABS Framleiöslukostnaður kindakjöts: VERDUR KINDA- KJÖT AUKAAFURD BYGGÐAVARÐ- VEISLU EDA ÖFUGT? Þróun framleiðslukostnaðar kindakjöts mun ráða miklu um það hver framtíð sauðfjárræktarinnar verður að áliti starfshóps landbún- aðarráðuneytisins. Stærsti einstaki kostnaðarliður- inn í framleiðslunni eru laun, eða 51%. ímjólkurframleiðsluerhann 41% og þaðan af minna í svína- og alifuglarækt enda er í hinu síðast- talda ekki um heimaöflun fóðurs að ræða og einkum notað erlent fóður. Ef lækka á launalið sauðfjárbúa munu mun færri geta stundað sauð- fjárrækt en ef hann yrði ekki lækkaður og segja höfundar skýrsl- unnar því að valið standi á milli þess að a) kindakjöt verði auka- afurð byggðavarðveislu sem þýddi verulega tilfærslu fjármuna frá ríki til sauðfjárræktarinnar eða b) að byggðavarðveisla verði aukaafurð sauðfjárræktar sem „ótvírætt myndi leiða til lækkunar sauðfjár- afurða vegna hagræðingar, vinnu- sparnaðar og ítrustu nýtingar þeirra framfaramöguleika sem til staðar eru í sauðfjárræktinni. Þeim fylgir hins vegar byggðabylting með erfiðleikum og umtalsverðum kostnaði fyrir samfélagið þar sem bændafólk þyrfti að hverfa frá staðfestu sinni til byggða þar sem upp þyrfti að koma húsnæði og atvinnu," segirorðrétt í skýrslunni. Hins vegar er því svo bætt við að ekki skuli lagt mat á það hvor leiðin yrði i raun dýrari fyrir sam- félagið þegar á heildina væri litið. Greint er frá því að á fjölmörg- um minni búum þar sem eingöngu sé búið með sauðfé sé afraksturinn í engu samræmi við kröfur hins almenna þegns um tekjur. Orðrétt segir um þessi litlu sauð- fjárbú: „Engu að síður unir fólk við þennan búrekstur, því það finnur í honum svölun annarra þarfa, svo sem fyrir frjálsræði, sjálfstæði og metur mikils mögu- leikann á að umgangast og ala önn fyrir sauðfénu í lifandi umhverfí náttúru og fólks með söniu áhuga- mál - (leturbr. Tímans) kannski einmitt svipuð gildi og borgarbúinn sækist eftir og hjá honum birtist í hestamennsku og vel ræktum sumarbústað. ABS ÐÆNDUR - HELGARÞJONUSTA Varahlutaverslun okkar Ármúla 3, verður opin á laugardögum í sumar frá kl. 10.00 f.h. til kl. 14.00 e.h. Komið eða hringið Beinn sími við verslun 91-39811 Greiðslukortaþjónusta BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.