Tíminn - 30.07.1987, Page 15

Tíminn - 30.07.1987, Page 15
Fimmtudagur 30. júlí 1987 Tíminn 15 AÐ UTAN iiiniiiiniiiiiiiii iiiiiiiiiiiflimiiniii iiiiiiii Þær ólust upp hjá „röngum“ mæðrum Fyrir hálfri öld var ekki hægt að sanna að skipt hefði verið um börnin á sjúkra- húsinu og því var vísað á bug. Dætrunum var sagt það 18 ára. Nýlega gerðist það á írsku sjúkra- húsi, að ruglast var á nýfæddum börnum. Ætla mætti að cinfalt væri að bæta úr slíku, en í þessu tilviki bar svo við, að önnur móðirin neitaði að afhenda barnið, sem henni hafði verið fært. Hún var sannfærð um að eiga það sjálf. Það var ekki fyrr en réttu foreldrarnir fengu sér lögfræð- ing, scm krafðist blóð- og vefjarann- sókna, að málið leystist, aðeins 10 dögum eftir fæðingu barnanna. Við þessar fréttir rifjuðust upp daprar minningar hinnar 78 ára görnlu Margaret Wheeler í Nott- hingham í Englandi. Það sama gerð- is nefnilega hjá henni fyrir réttum 50 árum og þá var endirinn ekki jafn farsællegur. Hún vissi að hún hafði fengið barn annarrar konu, en var neydd til að taka því. - írsku foreldrarnir voru heppnir, að sjúkrahúsið skyldi viðurkenna mistökin, segir Margaret. - Þegar ég sagði starfsfólki sjúkrahússins í Notthingham á sínum tíma, að ég væri viss um að hafa fengið rangt barn, var því algerlega vísað á bug. Nú á tímum er líka hægt að ganga úr skugga um slíkt með alls kyns sýnum, en árið 1936, þegar ég fæddi dóttur mína, var ekki um neitt slíkt að ræða, jafnvel þó hinir foreldrarnir hefðu fallist á það. Sjö ár liðu, þar til Margaret og hin móðirin, Blanche Rylatt, fengu sannanir fyrir, að skipt hafði verið um dætur þeirra. Þá gerðu þær með sér leynilegt samkomulag. Vegna þess hve það hefði haft í för með sér mikið tilfinningarót fyrir margt fólk, að draga sannleikann fram í dagsljósið, ákváðu þær að þegja yfir öllu saman, en halda góðu sambandi milli fjölskyldnanna, svo Mæðurnar með „réttar“ dætur sínar: Margaret og Peggy (t.v.) og Blanche og Valerie. þær ættu þess kost að fylgjast að nokkru leyti með „rétta“ barninu sínu. Mæðurnar komu sér ennfremur saman um að segja dætrunum sann- leikann þegar þær yrðu 18 ára og sú ákvörðun reyndist skynsamleg. Fyrir nokkru gerðist það svo, að dæturnar, Peggy og Valerie héldu sameiginlega upp á fimmtugsafmæli sín með báðum fjölskyldunum. - Ég finn ekki til rieinnar beiskju yfir að hafa alist upp hjá „röngum" foreldr- um, fullyrðir Peggy. - En það var svolítið áfall að heyra sannleikann. Hún bætir svo við: - Vissulega var þetta mikil reynsla fyrir okkur „syst- urnar“, en fjölskyldur okkar hafa fyrir vikið tengst nánari böndum. Við köllum báðar mæður okkar mömmu og börnin okkar eiga einni ömmu fleiri en önnur börn. Allt hófst þetta á sjúkrahúsi í Notthingham árið 1936, þegar Mar- garet Wheeler og Blanche Rylatt lágu saman á stofu, áður en þær fæddu. - Okkur kom prýðilega sam- an segir Margaret. - Én ég veitti því strax athygli, að mitt nafn stóð á hennar rúmi og öfugt, en við kærð- um okkur kollóttar, það yrði leið- rétt. Síðan fæddust dætur okkar nánast samtímis og allt frá upphafi var ég sannfærð um, að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Ég reyndi að sannfæra hjúkrunar- konurnar um, að þær hefðu látið mig fá rangt barn, en þær harðneituðu því. Blance Rylatt sagði þá, að hún tryði ekki, að slík mistök gætu átt sér stað, en hún samþykkti þó að halda sambandi við Margaret eftir að þær væru komnar heim. Peggy, sem ólst upp hjá Blance Rylatt, sagðist oft hafa hugsað um það, þcgar hún var unglingur, hvað börn Margaretar „frænku" og hún sjálf væru svipuð t' útliti. - Þegar ég var 18 ára og nýtrúlof- uð, fékk ég loks að vita sannleikann, segir hún. - Wheeler-hjónin komu í heimsókn og báðu mig að koma með sér í gönguferð. Mamma sagðist þurfa að sýna mér nokkrar gamlar fjölskyldumyndir. Ég greip eina, sem ég var viss um að væri af mér, en þá sögðu þau að þetta væri Denise dóttir þeirra. Alit í einu rann Ijósið upp fyrir mér og ég sagði ósköp blátt áfram: - Þú ert raunverulega móðir ntín, er það ekki? Margaret viðurkenndi það. Hvað Valerie varðar, segir Pcggy, að þetta hafi orðið henni öllu meira áfall, en þegar þær ræddu málin, kom þeim saman um að breyta engu. - Ég var líka að fara að gifta mig og flytja inn í eigið hús bráðlega, bætir hún við. - Börn okkar beggja vita sannleik- ann og mcð árunum hafa tengsl fjölskyldnanna orðið nánari. Vildi Peggy, að þetta hefði orðið öðruvísi? - Nei, þegar ég lít til baka, get ég ekki ímyndað mér, hvað hefði gerst, ef við hefðum átt að skipta um foreldra og heimili sjö ára gamlar, segir hún. - Ég dáist bara að mæðr- unum tveimur fyrir að hafa kjark til að taka jafn óeigingjarna ákvörðun og halda þessu leyndu í ellefu ár. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga TIL HJALPAR — gegn vimuefnum — ÁHEITASÍMINN 62 • 35 • 50 62 svo byrjar baga bræður og systur hlýðið á 35 ég held til haga hverju sem okkur gagnast má 50 hjartans höfðinginn, hringdu nú elsku vinur minn AUGLÝ3NG UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKfRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.08.87-31.01.88 kr. 243,86 *lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. GÍRÓNÚMERIÐ 62 10 • 05 Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. KRÝSUVÍKURSAMTðKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK S 62 10 05 OG 62 35 50 Reykjavík, júlí 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Santa Maria .......... 10/8 Gloucester: Jökulfell..............20/8 Jökulfell............. 10/9 New York: Jökulfell..............31/7 Jökulfell..............21/8 Jökulfell............. 11/9 Portsmouth: Jökulfell............. 19/8 Jökulfell.............. 9/9 SKIPADEILD ^&kSAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓ^TH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMÍ 28200 ■ TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FlJUmilNGA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.