Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
Aðalfundur Norræna
áhugaleikhúsráðsins:
Norræn
leiklistar-
miðstöð
áhugafólks
Norræna áhugaleikhúsráðið -
NAR - hélt sinn 20. aðalfund í
Lýðháskólanum í Rómaríki í Noregi
fyrir skömmu. Þar var samþykkt
menningarstefnuskrá fyrir NAR, sú
fyrsta í sögu ráðsins. I stefnuskránni
er lögð áhersla á að varðveita og
þróa áhugaleikhusið sem kraftmikla
hreyfingu, þar sem allir geti verið
með, óháð kyni, aldri, stöðu, upp-
runa og stjórnmálaskoðunum.
Áhugaleikhúsið skipar núorðið
þann sess í menningarlífi á Norður-
löndum og í norrænni samvinnu, að
NAR mun í framtíðinni leggja meg-
ináherslu á að koma á fót norrænni
leiklistarmiðstöð. í slíkri miðstöð
kæmu allir þættir áhugaleikhússins
saman, en menntun og upplýsinga-
miðlun sætu þar í fyrirrúmi.
Bandalag íslenskra leikfélaga hef-
ur frá 1970 tekið virkan þátt í NAR
og íslenskt áhugaleikhús hefur eflst
mjög af því samstarfi. Eitt gleggsta
dæmið þar um er norræna leiklistar-
hátíðin sem haldin var sl. sumar í
Reykjavík. Auk þess hafa íslensk
leikfélög átt þess kost að fara í
leikferðir til Norðurlandanna og
sækja námskeið í háum gæðaflokki.
Aðalfund NAR í Rómaríki, leik-
smiðju og námskeið í tengslum við
hann sóttu 23 íslendingar frá leikfé-
lögum alistaðar að af landinu. For-
maður NAR er Ella Róyseng frá
Noregi, en varaformaður Einar
Njálsson, Húsavík.
þýddi bókina, sem er 279 blaðsíður
að stærð og prentuð hjá Nörhaven á
Jótlandi. Teikn hannaði kápu.
Gulleyjan eftir Einar Kárason
kom fyrst út hjá Máli og menningu
árið 1985 og er því endurútgáfa. í
fyrra sendi kiljuklúbburinn áskrif-
endum sínum sögu Einars, Þar sem
djöflaeyjan rís, en Gulleyjan er
sjálfstætt framhald hennar. Sagan
fjallar um hina litríku fjölskyldu í
Gamla húsinu. Þessar tvær bækur
Einars Kárasonar hafa komið út í
stórum upplögum, og var sýning
byggð á þeim sýnd hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í vetur við góðar undir-
tektir. Gulleyjan er215 blaðsíður að
stærð og prentuð hjá Nörhaven á
Jótlandi. Guðjón Ketilsson hannaði
kápuna.
Hitaveituframkvæmdir á Ólafsfirði:
Nýr heitavatnsgeymir
vopnið gegn tæringu
Nú eru í undirbúningi fram-
kvæmdir við byggingu nýs heita-
vatnsgeymis fyrir Hitaveitu Ólafs-
fjarðar. Að sögn Valtýs Sigurbjarn-
arsonar bæjarstjóra á Ólafsfirði hef-
ur nokkuð borið á tæringu af völdum
efnasambanda í heita vatninu þar.
Fyrirhugaður heitavatnsgeymir er
því fyrst og fremst ætlaður til afloft-
unar á súrefni úr vatninu til að koma
í veg fyrir tæringu. Geymirinn sem
ætlað er að taki 120 tonn mun þó að
einhverju leyti nýtast til miðlunar á
heitu vatni. Geymirinn gefur einnig
möguleika á að koma við ákveðnum
stýribúnaði sem bæði sparar raforku
við dælingar og kemur í veg fyrir
ónauðsynlegt rennsli á heitu vatni
sem ekki nýtist hitaveitukerfinu.
í fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar-
kaupstaðar er gert ráð fyrir að
framkvæmdir við hitaveituna í ár
nemi samtals fjórum milljónum
króna og er uppsetning heitavatns-
geymisins og stýrikerfisins lang-
stærsti einstaki liðurinn í þeim frani-
kvæmdum.
Ólafsfirðingar fá heita vatn sitt frá
tveimur megin uppsprettum, annars
vegar úr Skeggjabrekkudal og hins
vegar úr borholu á svokölluðu Laug-
arengi. Gert er ráð fyrir að í framtíð-
inni verði fyrst og fremst tekið vatn
úr borholunni í Laugarengi til upp-
hitunar þar sem vatnið er heitara og
í því minna súrefni sem þýðir minni
tæringu. Vatnið úr Skeggjabrekku-
dal verði hins vegar frekar notað til
annarra nota eins og til fiskeldis eða
hluta þar sem vatn þarf ekki að vera
mjög heitt.
Að sögn Valtýs er bygging heita-
vatnsgeymisins og uppsetning stýris-
kerfisins einn liður í því að nýta
betur það heita vatn sem nú til fellur
á Ólafsíirði og lengja þann tíma sem
líður áður en bora þarf eftir heitu
vatni á nýjan leik. -HM
Vestur-Þýskaland:
Þýskar
húsmæður
vilja
ekki f isk
Sala fersks fisks liggur nú nán-
ast niðri í Vestur-Þýskalandi
í kjölfar upplýsinga sem komu
fram í sjónvarpsþætti í síðustu
viku, um að fiskur úr Norðursjó
væri ormasýktur. Upphafið af
þessum umræðum má rekja til
þess að fólk veiktist og töldu
læknar að hægt væri að rekja
orsökina fyrir því til danskrar
síldar. Ormarnir sem fundust í
síldinni eiga að hafa valdið ýms-
um kveisum, jafnvel svo alvarleg-
um að þurft hefur að skera burt
hluta úr þörmum á fólki.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, starfs-
maður Landssambands íslenskra
útvegsmanna, sagði í samtali við
Tímann að sölutregðan hefði mjög
alvarlegar afleiðingar fyrir okkur
Islendinga. „Gerðar hafa verið til-
raunir til að selja fisk af íslands-
miðum í Vestur-Þýskalandi, en
það gengur ekki. Menn sitja uppi
með allan fiskinn. Það virðist ekki
skipta neinu máli þó verðið sé
lækkað. Vestur-þýskar húsmæður
vilja einfaldlega ekki fisk sem
stendur“ sagði Vilhjálmur. Hann
sagði jafnframt að reynt yrði að
stilla veiðum á fiski til sölu á
Þýskalandsmarkað í hóf á næstunni
því það væri eina ráðið.
IDS
Þrjár nýjar
uglur
íslenski kiljuklúbburinn sendi fyr-
ir skömmu frá sér þrjár nýjar bækur.
Þær eru Saga af sæháki eftir Gabríel
García Marquez, Ekki kvenmanns-
verk eftir P.D. James og Gulleyjan
eftir Einar Kárason.
Saga af sæháki heitir reyndar fullu
Helgin
varir lengur
í Árbæ
Það eru ekki allir sem eru
búnir að átta sig á því að verslun-
armannahelginni er lokið. Það
má að minnsta kosti segja um þá
tvo ölvuðu ökumenn sem lögregl-
an í Árbæ tók bak við stýrishjól
bifreiða sinna í gærmorgun. Ann-
ar var tekinn í miðju Árbæjar-
hverfi og þótti reikull í akstri og
hinn í Breiðholtinu. Engin slys
hlutust af akstri þessara einstak-
linga. -SÓL
nafni Saga af sæháki sem rak í tíu
daga á fleka án matar og drykkjar,
var lýstur þjóðarhetja, kysstur af
fegurðardísum, auglýsingamennsk-
an auðgaði hann, en svo var hann
fyrirlitinn af stjórnvöldum og
gleymdist um aldur ogeilífð. Marqu-
ez skrifaði þessa bók upphaflega
þegar hann var ungur blaðamaður í
Kólumbíu eftir frásögn sjómanns
sem varð skipreka. Þetta er saga um
ótrúlegar mannraunir, og um leið
vísar hún til þess samfélags sem hún
er sprottin af. Guðbergur Bergsson
þýddi söguna á íslensku og er hér um
frumútgáfu að ræða. Saga af sæháki
er 128 blaðsíður að stærð og prentuð
hjá Prentstofu G. Benediktssonar.
Kápu hannaði Robert Guillemette.
Ekki kvenmannsverk eftir P. D.
James kemur út í kjölfar sögunnar
Vitni deyr sem kiljuklúbburinn sendi
frá sér í fyrra. Báðar eru spennusög-
ur, enda er höfundurinn heimskunn-
ur fyrir slíkar bækur. í þessari sögu
er söguhetjan ung kona sem rekur
leynilögreglustofu og kemst í hann
krappan við lausn morðgátu. I sögu-
lok bregður Dalgliesh lögreglufor-
ingja fyrir, sem margir kannast við
úr öðrum bókum P.D. James og úr
sjónvarpsþáttum sem hér hafa verið
sýndir. Álfheiður Kjartansdóttir