Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 6. ágúst 1987 llÍllllllllllllllllir VETTVANGUR 111 iiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Sigurður Steinþórsson: ÁRÓÐURSSTRÍÐIÐ Fyrri hluti Árið 1928 gaf frægasti landi vor á þeim tíma, Vilhjálmur Stefáns- son landkönnuður og rithöfundur, út lítið kver undir nafninu „The Standardization of Error“, eða „Að festa ranghugmyndir í sessi“. Þar rekur hann ýmis dæmi um svokallaðar staðreyndir, sem allir trúa og hafa fyrir sannar. Ein þeirra er sú, að strúturinn stingi höfðinu í sandinn verði hann hræddur. Sannleikurinn mun hins vegar vera sá að enginn hefur nokkurn tíma séð strútinn stinga höfðinu í sandinn, hvorki dýra- fræðingar, landkönnuðir né inn- fæddir menn í löndum strútsins. Það er nefnilega enginn fótur fyrir þessari „staðreynd", og þó hefur hún verið föst í sessi í 2000 ár, jafnlengi og kristindómurinn. Hún er talin vera komin frá Plíníusi eldra, hinum merka náttúrufræð- ingi og rithöfundi sem raunar lét líf sitt í því Vesúvíusargosi sem eyddi Pompei og Herkúleanum árið 79 e. kr. Þessi ranghugmynd um strútinn er að sjálfsögðu meinlaus, enda fer Vilhjálmur Stefánsson um hana mildum orðum í bók sinni. Hún hefur reyndar látið talsvert gott af sér leiða, auðgað líkingamál flestra vestrænna tungna, orðið vatn á myllu prédikara og siðameistara um aldir, og skrítluhöfundum óþrjótandi hugmyndabrunnur. Þannig hafa flestar ranghugmyndir á sér tvær hliðar: lygin er auðvitað af hinu illa í sjálfri sér, en jafnframt er líkast að sá sem kemur henni af stað telji sig hafa af henni einhvern hag. Að vísu er vandséð hvaða hag Plíníus eldri gat haft af því að koma þessari firru um strútinn á kreik, nema hann hafi viljað krydda frásögn sína með skemmti- legri sögu. Þó er líklegast að einhver hafi hreinlega logið þessu í Plíníus, því það er bæði gömul saga og ný að menn hafa gaman af því að leika á fræðimenn. Um fitu og fitu Nú er það svo, að fæstar hug- myndir eru af því tagi að þær megi sannreyna með einfaldri rannsókn, eins og það hvort strúturinn stingi höfðinu í sandinn. Úr því fékkst skorið með því að kanna lifnaðar- hætti fuglsins á sama hátt og sagan segir að fyrstu vísindamenn Grikkja hafi komist að því hve margar tennur eru í hrossskolti með því að skoða upp í hest og telja í honum tennurnar, eftir að heimspekingar þeirra höfðu ekki getað komist að óyggjandi niður- stöðum með rökfræðilegum að- ferðum. Af því tagi er það líka hver fitusamsetning ýmissa mat- vara er - það má finna með efna- greiningu - en hins vegar kallar það á viðameiri rannsókn að kom- ast að því hvers konar fitur, eða aðrar matvælategundir, eru æski- legar frá heilsufarslegu sjónarmiði og hverjar ekki. Svo hefur spáð spaks manns vör, að komi maður þeirri trú á kreik að framleiðsluvara keppinautar valdi hjartaslagi eða krabbameini, þá sé hálfur sigur unninn. Og hvort sem því ollu viðskiptahagsmunir eða vísindalegar niðurstöður, þá hófst hér mikil herferð fyrir all- mörgum árum gegn dýrafitu, smjöri og þess háttar, og var í staðinn mælt með jurtasmjörlíki og mögru kjöti. Undanfarin ár hefur Jóhann Axelsson, prófessor við Háskóla íslands, unnið að því ásamt samstarfsmönnum sínum að bera saman mataræði og heilsufar Vestur-íslendinga og Þingeyinga. Svo undarlegt sem það kann að virðast reynist tíðni hjarta- og æðasjúkdóma í Kanada vera helm- ingi hærri en á íslandi, þótt íslend- ingar eti miklu feitari mat og blóðfita þeirra, þ.á.m. kólesteról- hald, sé verulega miklu hærri. Þessum niðurstöðum hefur Jóhann lýst í ýmsum tímaritsgreinum, og í skýrslu sem birtast mun í Árbók Háskóla íslands. Samkvæmt þeim niðurstöðum er það ekki magn blóðfitu, sem máli skiptir fyrst og fremst, heldur samsetning hennar, og raunar bendir sitthvað til þess að fiskát eigi verulegan þátt í góðu heilsufari íslendinga, en þeir eru ásamt Japönum, sagðir vera lang- lífasta þjóð í heimi. Jafnframt birtist í vor skýrsla frá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, þar sem lýst var greiningu á fitusamsetn- ingu smjörs, jurtasmjörlíkis og bökunarsmjörlíkis. Þar kemur fram, að smjörið reyndist innihalda 11% af svonefndum transfitum, jurtasmjörlíkið um 20% og böku- narsmjörlíkið yfir 40%. Fram- leiðendur bökunarsmjörlíkis hafa auðvitað aldrei haldið því fram að vara þeirra væri heilsubótarfæða, en því hafa jurtasmjörlíkismenn hins vegar haldið fram um sína vöru sem kunnugt er. Transfitur myndast einkum þegar ómettaðar fitur eru hertar, t.d. þegar smjör- líki er búið til úr jurtaolíu, en yfirleitt ekki í náttúrunni. Um þær er minna vitað ennþá en æskilegt væri, en þær taka þátt í myndun kólesteróls og virðast tengjast kransæðasjúkdómum. Um þessi fitumál birtist fróðleg grein í nýj- asta hefti tímaritsins Hollefni og heilsurækt, sem áhugamönnum um heilsufar er hér með bent á. Liljur vallarins f þriðja stað eru svo þær hug- myndir, sem í rauninni er ekki hægt að prófa, sanna eða afsanna, og flokkast einna helst undir skoðanir eða trú. Af því tagi eru i Og hvort sem því ollu viöskiptahagsmunir eða vísindalegar niðurstöður, þá hófst hér mikil herferð fyrir allmörgum árum gegn dýrafitu, smjöri og þess háttar, og var í staðinn mælt með jurtasmjör- líki og mögru kjöti. að sjálfsögu trúarbrögðin sjálf, eða öllu heldur jarðneskar stofnanir þeirra, sem tengjast gríðarlegum hagsmunum þessa heims og hugs- anlega annars. Ennþá stærri hags- munir tengjast vopnaframleiðslu og stríðsrekstri, og með því að engin þörf er fyrir vopn ef ekki er stríð, eða a.m.k. hætta á stríði, gengur á ýmsu með friðarmálin. Einnig á okkar litla landi er oft auðvelt að sjá hagsmunastreð bak við flestan þann áróður sem á okkur dynur dag út og dag inn. Við erum nefnilega þátttakendur, og flest þó einkum frónarlömb, þeirr- ar styrjaldar sem nú er rekin með sífellt fullkomnari hernaðartækni, og kölluð hefur verið „áróðurs- stríðið“. í því stríði takast einstakl- ingar, fyrirtæki og stjórnmála- flokkar á um hjörtu mannanna, en þó einkum peningabuddur þeirra. Vopnin eru auðvitað fyrst og fremst fjölmiðlarnir svonefndu, útvarp, sjónvarp, blöð, bækur og tímarit, en skotfærin fréttir, aug- lýsingar, viðtöl, jafnvel bíómyndir og hvaðeina. Raunar er fróðlegt að heyra hvaða hugmyndir fjölmiðla- mennirnir sjálfir gera sér um hlut- verk sitt og tilgang fjölmiðla. Eftir bandaríska blaðakóngnum Rand- olph Hearst er haft: „Fréttir? Hvað er nú það? Eru það þessir dálkar á milli auglýsinganna?" - Auðvitað vissi Hearst betur, en með þessum orðum sýndi hann samt afstöðu sína til þess hvað máli skiptir og hvað ekki í blöðum hans: Það eru auglýsingarnar sem gilda, því það eru auglýsendur sem borga. Jafn- fróðlegt var að heyra fréttastjóra eins af nýju frjálsu Ijósvakafjöl- miðlunum, eins og þeir eru kallað- ir, halda því fram, ef ég skildi hann rétt, að tilgangur fjölmiðla væri sá að afhjúpa hneyksli og svínarí í kerfinu. Þetta er auðvitað ekki annað en meinlaus rannsókna- blaðamennskurómantík, enda mun hitt sönnu nær, að þessir fjölmiðlar hafa tæplega neitt annað hlutverk en að vera til, og engin skömm að því - að vaxa og dafna eins og liljur vallarins og fuglar himinsins, og veita þannig eigend- um sínum tekjur og starfsfólkinu atvinnu. Með því að lífsandi einka- fjölmiðla er auglýsingar, eins og Hearst gamli vissi manna best, hlýtur það að vera markmið þeirra að ná sem mestri útbreiðslu til að hljóta náð í augum auglýsenda. Því takmarki virðast flestir sam- mála að verði best náð með því að veita afþreyingu, útvarpsstöðvar með dægurtónlist, sjónvarpsstöðv- ar með afþreyingarmyndum, og blöð og tímarit með hneykslisfrétt- um, opinskáum viðtölum og þvaðri um „viðurkenndar persónur“. Karlinn á kassanum Flestir gömlu fjölmiðlarnir, ríkisútvarpið og flokksblöðin, voru stofnaðir í öðrum tilgangi á sínum tíma. Blöðin voru stofnuð til þess að vinna ákveðnum þjóðmála- stefnum fylgi, Alþýðublaðið jafn- aðarstefnunni, Tíminn og Dagur samvinnustefnunni og Þjóðviljinn kommúnismanum. Ríkisútvarpið var hins vegar stofnað til að mennta og uppfræða þjóðina, auk þess að veita nokkra afþreyingu í bland. A þeim tíma var afþreying raunar ekki jafnmikilvæg og nú, því fæstir höfðu svo margar tómstundir að til vandræða horfði. Morgunblaðið var að vísu stofnað sem einkafyrir- 4æki á sínum tíma, með sama tilgang og önnur slík fyrirtæki, en eins og Vilhjálmur Finsen hefur lýst í ævi- sögu sinni, tóku peningamenn blaðið fljótlega yfir - gerðu honum tilboð sem hann gat ekki neitað, eins og það heitir á kurteislegu viðskiptamáli. Þeir hótuðu honum semsagt að hætta að auglýsa í blaðinu. Síðan hefur Morgunblað- ið verið sverð og skjöldur stjórn- málastefnu einkaframtaks og auð- hyggju í landinu.sem sl. tæp 60 ár hefur verið bundin SjálfStæðis- flokknum. Morgunblaðinu hefur þannig tekist það, sem fullkomnast Með því að lífsandi einkafjölmiðla er augl- ýsingar, eins og Hearst gamli vissi manna best, hlýtur það að vera markmið þeirra að ná sem mestri út- breiðslu til að hljóta náð í augum auglýs- enda. má telja, að vera í senn gróðafyrir- tæki og áróðursvettvangur fyrir stjórnmálastefnu. Og, það sem meira er, haslað sér völl í hugum manna sem hlutlaus vettvangur skoðanaskipta og boðberi sann- leikans. Karlar í kassa Þegar minnst er á fjölmiðla og samkeppnina milli þeirra, koma Bandaríkin upp í hugann, en þar Síðan hefur Morgun- blaðið verið sverð og skjöldur stjórnmála- stefnu einkaframtaks og auðhyggju í land- inu, sem sl. tæp 60 ár hefur verið bundin Sjálfstæðisflokknum. er þróunin lengst komin á þessu sviði, eins og það er orðað. Sigurð- ur A. Magnússon rithöfundur hafði raunar þá samlíkingu eftir ein- hverjum, að í New York, þar sem hægt er að velja um 23 sjónvarps- rásir ef ég man rétt, sé valfrelsið líkt og hjá manni sém situr með 7 Coka Cola flöskur fyrir framan sig og er boðið að velja á milii þeirra. En nú eru framfarirnar komnar á nýtt stig þar vestra með svokölluðu sjónvarpslýðræði, þar sem þjóð- Mér hefur löngum verið hlýtt til Bandaríkja- manna, enda var ég við nám þar á sínum tíma, en í seinni tíð hefur óneitanlega hvarflað að mér eins og Ho Chi Minh forðum, hvort búið sé að hafa endaskipti á Frelsisstyttunni. málin, og raunar heimsmálin, eru sett upp í sjónvarpinu líkt og sápuópera sem allir fylgjast með sem vettlingi geta valdið. Hápunt- ur þess hefur verið réttarhöldin yfir Oliver North, sem var sjón- varpað beint, og þótti hann standa sig með afbrigðum, enda hafa hægrimenn lýst áhuga sínum á því að fá hann í forsetaframboð. North skýrði frá því að hann og samstarfs- menn hans hefðu smyglað vopnum í stórum stíl, en áður hafi komið fram að kókaínsmygl hafði sömu- leiðis verið stundað, allt í þágu hins stóra stríðs milli föðurlandsins ogheimskommúnismans. Vopnun- um var smyglað til íran, og féð notað til að styrkja Contraskæru- liða í Mið-Ameríku, en tekjurnar af kókaíninu, sem selt var eituræt- um í Bandaríkjunum sjálfum, not- aðar til að kaupa vopnin heima fyrir. Þetta þykir meiri hluta manna þar vestra harla gott ef marka má skoðanakannanir, vegna þess að hinn stóri tilgangur helgar meðalið, og ekki nema sjálfsagt að fara bak við forsetann og yfirmenn sfna aðra, og brjóta auk þess helstu lög um vopnasmygl og eiturlyfja- smygl. Alvörugefnir menn þar vestra þykjast sjá í þessu framferði öllu marga þá þætti sem leiða til fasisma: trú á ofbeldi, virðingar- leysi fyrir lögum og reglum, og upptendrun múgsins með áhrifa- miklum áróðursvélum, en þar er sjónvarpið auðvitað fremst í flokki 1 ef kunnáttumenn eru annars vegar. Vonandi er það þó alveg rétt, sem Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur sagði í rabbþætti í útvarpinu um daginn, að fyrir flestum sé það sem gerist í sjónvarpinu óraunverulegt, eða hvernig ætti annars að skilja það hvernig sú þjóð, sem að margra mati er í forystu í veröld- inni, leggur blessun sína yfir svona lagað. Mér hefur löngum verið hlýtt til Bandaríkjamanna, enda var ég við nám þar á sínum tíma, en í seinni tíð hefur óneitanlega hvarflað að mér eins og Ho Chi Minh forðum, hvort búið sé að hafa endaskipti á Frelsisstyttunni. Það er reyndar sagt að limirnir dansi eftir höfðinu, þótt aðrir segi að þjóðir eigi þá stjórnmálamenn skilið sem þær hljóta. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal sagði frá því á fundi þar vestra fyrir nokkru, að slys hefði orðið í Hvíta húsinu - bókasafn forsetans brunn- ið - báðar bækumar, en það sem verst væri, hann hefði bara verið búinn að lita aðra þeirra. (Grein þessi er fyrri hluti erindis „Um daginn og veginn" sem flutt var í ríkisútvarpinu 27. júlí sl.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.