Tíminn - 06.08.1987, Síða 10

Tíminn - 06.08.1987, Síða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 6. ágúst 1987 ÍÞRÓTTIR Guðmundor Steinsson í góðu færi á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Framarar voru aðgangsharðir upp við mark Völsunga og skoruðu sex sinnum. wm Mtm : ■ % M i i íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Tímamynd Pjetur. U-21 landsleikur íslendinga og Finna: Forysta jöfnuð Islendingar náðu ekki að sigra Finna í landsleik pilta undir 21 árs aldri sem fram fór á Akureyrarvelli í gærkvöldi þrátt fyrir að vera 2-0 yfir í leikhlé. Finnar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og höfðu jafnað 2-2 strax eftir tíu mínútna leik. Siguróli Kristjánsson úr Þór og Sævar Jónsson Valsari komu okkar mönnum yfir í fyrri hálfleik. Mark Sævars, sem var einn af tveimur eldri leikmönnum liðsins, kom úr vítaspyrnu eftir að Þórsaranum Hlyni Birgissyni hafði verið brugðið. Brasilíumaður til Newcastle Miðherjinn brasilíski Mirandinha, sem skoraði eina mark Brassanna í jafnteflisleik gegn Englendingum á Wembley í maímánuði, hefur verið seldur til enska liðsins Newcastle fyrir upphæð er samsvarar 36 mill- jónum íslenskra króna. „Það var gengið frá samkomulag- inu eftir að Mirandinha hafði lýst yfir að hann vildi ekki vera lengur í Brasilíu," sagði talsmaður Palmeiras liðsins frá Sao Paulo sem miðherjinn markasækni lék með. Mirandinha sem er 28 ára gamall sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri hreykinn af að vera fyrsti Brasilíumaðurinn til að leika með ensku félagsliði. Erfiðir dagar gætu þó beðið hans í Newcastle í norðaustur Englandi þar sem fíngerð knattspyma með stuttum sendingum þekkist tæplega. Eitt er þó víst að Mirandinha getur skorað, það hefur hann löngum verið þekktur fyrir í Brasilíu þó margir segi hann hugsa frekast til of mikið um sjálfan sig inni á leikvellin- um. írís Grönfeldt, ukkar besta spjótkastkona, stóð sig með ágætum í sinni grein á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem nú er haldið á Bislett leikvanginum í Osló. íris var þriðja í spjótinu, kastaði 52,66 m sem er að vísu nokkuðfrá íslandsmeti hennar, 58,24 metrum. Elísabet Nagy frá Svíþjóð sigraði með kast upp á59,96 metra og Trine Solberg frá Noregi varð önnur með 57,16 metra. Þessar tvær höfðu nokkra yfirburði. Ofarir í Laugardal Framarar burstuðu tíu Húsvíkinga6-0 — Kristján Olgeirsson rekinn af leikvelli eftirvítaspvrnudóm ... 1 i.n /A M U /vf A i 1% . v ♦ i , fA .. - . 1 . .. IX 1 .. f 1. ' 1 1 _ . _ _ * Kristján Olgeirsson hefði betur átt að hafa hægt um sig á 25. mínútu leiks Fram og Völsunga á Laugar- dalsvelli í gærkveldi. Þá dæmdi Kjartan Ólafsson víti á Húsvíkinga eftir að markvörður þeirra Þorfinnur Hjaltason hafði misst boltann í hendi samherja síns Birgis Skúlasonar. Kristján mótmælti með látum og fékk að sjá rauða spjaldið, staðan þá 0-0 en Pétur Ormslev kom Frömur- um yfir. Leikurinn hafði fram að þessu augnabliki verið jafn, Húsvíkingar sterkir og hættulegir í sóknum sínum með Kristján sem aðalmann á miðj- unni í 5-3-2 leikkerfi. Liðið féll hins vegar saman þegar honum var vísað af velli, Framararóðu í færum og6-0 sigur þeirra var staðreynd að lokum. Dapurlegt að jafn leikreyndur maður og Kristján skyldi hafa látið reka sig af velli fyrir kjaftbrúk. Pétur Ormslev var aftur á ferðinni í fyrri hálflcik þegar hann skoraði örugglega eftir góða samvinnu við Guðmund Steinsson. Guðmundur Steinsson skoraði svo sjálfur tvívegis á fyrstu tíu mínútuin síðari hálfleiks, bæði mörkin komu af stuttu færi og Guðmundur hefur nú skoraði fjögur mörk í þremur leikjum mcð Fram. Ragnar Margeirsson skoraði fimmta mark Fram á 56. mínútu eftir að Þorfinnur hafði slegið út skot Ormars Örlygssonar og Pétur Arnþórsson bætti við sjötta markinu á síðustu mínútunni eftir að hafa komist einn í gegn. Framarar léku skynsamlega og sóknarmenn þeirra voru bæði hreyf- anlegir og marksæknir. Enginn var sérstaklega áberandi en Guðmund- ur, Pétur og Ragnar léku allir mjög vel og eiga hrós skilið. Birgir Skúlason sýndi gífurlega baráttu í vörninni hjá Völsungum og Aðalsteinn Aðalsteinsson gerði góða hluti með boltann. í heild átti liðið við ofurefli að etja. Staðan í 1. deildinni eftir 12 umferðir Valur 12 7 4 1 22-9 25 KR 12 6 4 2 22-10 22 Þór 12 7 1 4 23-18 22 ÍA 12 6 2 4 20-18 20 Fram 12 5 3 4 25-21 18 KA 12 4 2 6 14-12 14 ÍBK 12 3 3 6 18-25 12 Völsungur 12 3 3 6 11-19 12 Víðir 12 1 7 4 10-21 10 FH 12 3 1 8 13-26 10 Molar COLIN Adinson hefur hætt störfum sem þjálfari spænska 1. deildarliðsins Celta De Vigo eftir aðeins eitt keppnistímabil. Engin ástæða var gefin fyrir brottför Adinsons cn hann var einn af sex breskum þjálfurum í spænsku fyrstu deildinni í vetur. Dagblöð þar suður frá sögðu hins vegar að Adinson hefði farið frá félaginu vegna deilna um laun. BANDARÍSKIR fót boltamenn njóta nú veru sinnar í Lundúnum en þangað eru þeir komnir til að leika sýningarleik á Wembley leikvanginum. Það verða lið villihestanna frá Denvcr, Denver Broncos, og hrútanna frá Los Angeles, Los Angeles Rams, sem leiða saman hesta sína á sunnudaginn. Búist er við að áttatíu þúsund manns fylli Wembley leikvanginn til að sjá liðin etja kappi en bæði eru í hópi bestu liða í Ameríska fót- boltanum, Villihestarnir urðu t.d. í öðru sæti á eftir risunum frá Nýju Jórvík, New York Giants, í deildarkeppninni þar vestra í vet- ur sem leið. INDEPENDIENTE frá Argentínu sigraði f gær lið Estudiantes de Merida frá Venez- úela með tveimur mörkum gegn engu í keppni félagsliða frá Suð- ur- Ameríku, keppninni um Li- bertadores bikarinn. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram í Buenos Aires. SPÆNSKUR nautabani lék listir sínar í vikunni og væri það ekki í frásögur færandi nema að kappinn, Luis Reina að nafni, bar auglýsingu frá japanska fyrir- tækinu Akai á búningi sínum. Slíkt hefur ekki áður gerst f nautaatinu en Reina sagðist vita um fullt af nautabönum sem væru að ganga frá samningum við styrktaraðila. Nautaat er önnur vinsælasta íþróttin á Spáni, kem- ur næst á eftir knattspyrnu. AMERÍKU- LEIKARNIR . íþróttum hefjast í Indianapolis í Indiana- fylki í Bandaríkjunum á sunn- udag. Leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár og munu fjögur þúsund íþróttamenn frá ríkjum Norður, Mið og Suður-Ameríku taka þátt í fjölmörgum keppnis- greinum sem boðið verður upp á. Upphaflega var áætlað að kepp- endurnir kæmu frá 38 löndum en í gær var enn beðið eftir lokasvari frá fimm ríkjum. Meðal þeirra var Bólivía og töldu forráðamenn leikanna allsendis óvíst að íþróttamenn þaðan kæmu til Indianapolis þar sem Bólivíu- menn hefðu hreinlega ekkert lát- ið í sér heyra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.