Tíminn - 06.08.1987, Page 13

Tíminn - 06.08.1987, Page 13
Fimmtudagur 6. ágúst 1987 íminn 13 Úr Jökulgili við Torfajökul. Sumarferð framsóknarmanna 1987: Fjallabaksleið syðri Næsta laugardag munu Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til hinnar árlegu sumarferöar sinnar. Aö þessu sinni veröur farin Fjallabaksleið syðri. Ekið verður sem lcið liggur frá Reykjavík austur á Hvolsvöll, þar sem fleiri leiðsögumenn og ferða- félagar munu bætast í hópinn. Þá verður ekið upp Fljótshlíðina og upp úr henni sunnan Þórólfsfells, urn Streitur og upp með Markar- fljóti. Á þcssari leið er víða fallegt og má t.d. nefna sérstaklega útsýni yfir Þórsmörkina. Stans verður gerður á Einhyrningssléttu (Ein- hyrningsmörk). Á Einhyrnings- sléttu eru gamlar húsatóftir og segir sagan að þar hafi afi Gunnars á Hlíðarenda átt bú sitt. Þar fá ferðalangar tíma til að snæða nesti sitt og einnig mun Guðmundur G. Þórarinsson. þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík flytja stutt ávarp. Síðan verður haldið um Síki og að brúnni yfir Markarfljót (við Mosa). Rétt áður en komið er að brúnni er útsýni óvenjufagurt og gefst hópnum auðvitað tækifæri til að njóta þess. Þegar komið er yfir Markarfljót, er farið norðan Hattafells, sunnan Súluhryggja og að Bláfjallakvísl. Ef veður og færð leyfa bregðum við okkur í Hvannagil og jafnvcl að Álftavatni. Þá verður lagt á Mælifellssand og væntanlega stans- að við Slysaöldu. Áfram verður ekið austur Mælifellssand að Mæli- felli. Á leiðinni munu hinirárvökru sjá í gegnum Mælifell, því mann- hæðarhátt gat er í gegnum fellið ofanvert, frá vestri til austurs. Frá Mælifelli er síðan ekið í suð- austur og er þá fögur fjallasýn á vinstri hönd, þ.á.m. Strútur og Frá Hólmsárbotnum. Torfajökull og beint framundan eru Svartahnúksfjöll. Áfram verður ekið niður að Hólmsá og að Brytalækjum. En við Brytalæki mun Jón Helgason landbúnaðarráðherra og þingmað- ur Sunnlendinga flytja okkur pistil. Að því loknu verður farið yfir Hólmsá, niður Tjaldgilshálsa, Ljótarstaðaheiði og Snæbýlisheiði og þaðan niður í Skaftártungu við Snæbýli. Nú erum við komin til byggða og höldum áfram niður Skaftártungu, niður í Álftaver og vestur Mýrdals- sand. Frá Vík og alla leið til Reykjavíkur er vegurinn beinn og breiður. Góða ferð. Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 8. ágúst. Farin verður Fjallabaksleið syðri upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand og komið niður í Skaftártungu. Lagt af stað frá Nóatúni 21 kl. 8.00. Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason. Aðalfararstjóri: Þórarinn Sigurjónsson. Meðal annarra fararstjóra: Þorsteinn Oddsson, Sigurjón Pálsson, Sigurþór Sæmundsson, Her- mann Guðjónsson, Markús Runólfsson, Valur Oddsteinsson, Jón Gíslason, Finnur Ingólfsson og Jón Helgason. Verð kr. 1.200.- fyrir fullorðna, kr. 700.- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir þá yngstu. Mætið stundvíslega og munið að taka með ykkur nesti. Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480. Framsóknarfélögin í Reykjavík BÍLALEIGA Útibú 1 kriagum landið REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:.......... 93-7618 BLÖNDUÓS:.... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HUSAVÍK: .. 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-8303 interRent Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. ágúst 1987 '¥iys& IMÖ^lLPSMHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Kennarar Kennara fyrir yngri börn vantar í Borgarnes. Hús- næði fyrirliggjandi, upplýsingar í símum 93-71297 og 93-71579 Skólastjóri t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, tengdasonar, afa og bróöur okkar Skúla Ingvarssonar Nýbýlavegi 50, Kópavogi Elísabet Sveinsdóttir Valgerður Brynjólfsdóttir Sigurður Skúlason Margrét Guðmundsdóttir Sveinn Skulason Steinunn Pétursdóttir Skúli Skúlason Birna Guðbjartsdóttir Guðný Pétursdóttir Sveinn Ólafsson Barnabörn og systkini

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.