Tíminn - 06.08.1987, Qupperneq 18

Tíminn - 06.08.1987, Qupperneq 18
<4 Sr' •> 18 Tími KVIKMYNDAGAGNRYNI: Stjörnugjöf frá einni til fimm = ★★★★ WILD / Háskólabio: SOMETHING VILLTIR DAGAR Aöalhlutverk: Jeff Daniels, Melanie Griffith, Ray Liotta. Leikstjóri: Jonathan Demme Handrit: E. Max Frye Háskólabíó hefur nú frumsýnt hina stórgóðu og umtöluðu mynd, Villtir dagar. Myndin er full af stjörnum, innan sem utan. Þetta er stjarna sem skín, öfugt við sumar aðrar. Myndin greinir frá verðandi varaforseta fjármálafyrirtækis, Charles Driggs (Jeff Daniels, lék m.a. í Terms of endearment, The purple rose of Cairo, Marie og Heartburn), sem stingur af matsölustað án þess að borga. Lulu Hankel (Melanie Griffith, lék m.a. í Body Double, Night moves og Fear City), tekur eftir þessu, eltir hann út, rænir honum, hálf viljugum, fer með hann á mótel, kemur upp um ýmsar duldar þrár og dregur hann loks með sér á endurfundi gamalla skólafélaga í smábæ einum í Pennsylvaniu.par mætir enginn annar en Ray Sinclaire (Ray Liotta), krimmi og geðsjúklingur nýsloppinn út úr fangelsi. Ray er ckki allur þar sem hann sýnist... og spennan hefst. Það er ekki oft sem maður sér jafn góða mynd og Villtir dagar er. Það er heldur ekki oft sem maður verður vitni að því að kvikmyndahús sýnir tvær jafn frábærar myndir í röð og Háskólabíó hefur nú gert. Fyrst kom Platoon og nú þessi. Leikstjóri myndarinnar er Jonathan Demme, en hann hcfur leikstýrt myndum eins og Mclvin og Howard (nýlega sýnd í sjónvarpinu), Caged heat, The last embrace, Stop making sense, með David Byrne og Talking Heads, ásamt aragrúa af tónlistarmyndböndum, eins og Pve got you babe, með Chrissie Hynde og UB40. Tónlistin í myndinni er frábær, má þar nefna lög eftir tónlistarmenn og hljómsveitir eins og David Byrne, The Troggs, Bach, New Order, Fine Young Cannibals, Carlos Alomar, David Bowie, John Lennon, Timbuk 3 og The Motels, svo dæmi séu nefnd. Myndin er hátíð fyrir augu og eyru allra sem vilja njóta konfektsins. Leikur stjarnanna er góður, en þó fer Ray Liotta best út úr góðu. Hann er frábær í sínu geðveika hlutverki. Par með er ekki sagt að hinir leikararnir komist ekki vel frá sínu. Það gera þeir og gott betur. Sem er meira en hægt er að segja um sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Niðurstaða: Sú besta í bíó og ef hún væri á video, þá stæði hún upp úr þar líka. Þetta er stjarna sem skín og brosandi mynd. Ef bíómyndir væru allar svona góðar, þá væri ég til í að leigja mér sæti í Háskólabíó. Og hana nú. -SÓL Villtir dagar: SÚBESTA f / / IBIO! BÍÓ/LEIKHÚS LAUGARAS= Salur A Andaborð Ný bandarísk dulmögnuð mynd. Linda hélt að andaborð væri skemmtilegur leikur. En andarnir eru ekki allir englar og aldrei að vita hver mætir á staðinn. Kyngimögnuð mynd. Aðalhlutverk: Todd Allen, Tawny Kitaen, Stephen Nichols. sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Salur B Gustur Ný hrollvekja um ungan rithötund sem leitar næðis á afskekktum stað til að skrifa. Aðalhlutverk: Meg Foster, Wings Hauser og Roberl Marley Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16 ára Salur C Meiriháttar mál Morð er ekkert gamanmál, en þegar það hefur þær afleiðingar að maður þarf að eyða hálfri milljón dollara fyrir mafiuna, verður það alveg sprenghlægilegt. Aðalhlutverk: Steve Donmeyer, Joe Phelan, Christina Cardan. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Gratt gaman og mögnuð spenna. Stórgóð tónlist. Mynd sem kemur blóðinu á hreyfingu. irkirk Chicago Tribune kkk'h Daily News. kkk New York Post. Leikstjóri Jónathan Demme. Aðalhlutverk Melanie Griffith, Jeff Daniels, Ray Liotta. Frumsýnd kl. 7,9 og 11.10 Bönnuð innan 16 ára Dolby Stereo Bt NÁSKÖUBfÖ atmntm sÍMi 2 21 40 Frumsýnir grín og spennumyndina Something wild Villtir dagar Fimmtudagur 6. ágúst 1987». ÚTVARP/SJÓNVARP 1111 Fimmtudagur 6. ágúst 6.45 Veöuriregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7,03 Morgunvaktin - Hjördís Finnbogadóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna“ eftir Waldemar Bonsel Ingvar Brynjólfsson þýddi. Herdís borvaldsdóttir les (18). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir og Hákon Leifsson. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Viðtalið Ásdís Skúladóttir ræðir við Unu Pétursdóttur. Síðari hluti. (Þáttur- inn verður endurtekinn nk..mánudagskvöld kl. 20.40). 14.00 Miðdegissagan: „Á hvalveiðaslóðum", minningar Magnúsar Gíslasonar Jón Þ. Þór les (4). 14.30 Dægurlög á milli stríða 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Sumar í sveit Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar a. Konsert nr. 1 í C-dúr eftir Johann Christian Schickhardt. Chateaug- uay-kammersveitin leikur undir stjórn Jocelyne Laberge. b. Peter Pears syngur ensk lög frá sautjándu öld við lútuundirleik Julians Bream. c. Sónata í a-moll op. 1 nr. 3 eftir Joseph Haydn. William Bennett leikur á flautu, Harold Lester á sembal og Denis Nesbitt á víólu da Gamba. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Vegryk Þáttur í umsjá Jóns Hjartarsonar. 20.40 Wagner, Beethoven og Grieg a. Tónlist úr óperunni „Tannháuser“ eftir Richard Wagner. b. Rómansa op. 50 eftir Ludwig van Beethoven. c. Lýrísk svíta op. 54 eftir Edward Grieg. 21.30 Skáld á Akureyri Áttundi og síðasti þáttur: Rauðahússkáld. Umsjón: ÞrösturÁsmundsson. (Frá Akureyri) 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hugskot Þáttur um menn og málefni í umsjá Stefáns Jökulssonar. 23.00 Sumartónleikar í Skálholti 1987 Hljóm- sveitarverk eftir Georg Friedrich Hándel. Ber- okksveit Sumartónleikanna leikur undir stjóm Helgu Ingólfsdóttur. Konsertmeistari: Ann Wallström. Kynnir: Hákon Leifsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. ái 00.10 Næturvakt Útvarpsins Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 í bitið - Karl J. Sighvatsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Skúla Helgasonarog Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur. Meðal efnis: Tónleikar um helgina - Ferðastund - Fimmtudagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurður Gröndal. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og Snorri Már Skúlason. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Vinsældalisti rásar 2 Gunnar Svanbergs- son og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lögin. 22.07 Tíska Umsjón: Ragnhildur Arnljótsdóttir. 23.00 Kvöldspjall Alda Arnadóttir sér um þáttinn að þessu sinni. 00.10 Næturvakt Útvarpsins Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Umsjón: Kristján Sigurjóns- son og Margrét Blöndal. Fimmtudagur 6. ágúst 7.00- 9.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmælis- kveðjur og spjall til hádegis. Fjölskyldan á Brávallagötunni lætur í sér heyra. Fréttirkl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegis- poppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsælda- listapopp í réttum hlutföllum. Fjallað um tónleika komandi helgar. Fréttir kl. 14.00,15.00, og 16.00. 17.00-19.00 Stefán Benediktsson í Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. 21.00-24.00 Jóhanna Harðardóttir - Hrakfalla- bálkar og hrekkjusvín. Jóhanna fær gesti í hljóðstofu. Skyggnst verður inn í spaugilega skuggabletti tilverunnar. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. Fimmtudagur 6. ágúst 07.00-09.00 Þorgeir Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dæg- urflugur frá því í gamladaga fá að njóta sín á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins í dag rædd ítarlega. 08.30 STJÖRNUFRETTIR. (fréttasími 689910) 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin, og bregður á leik með hlustendum í hinum og þessum get leikjum. 09.30 og 11.55 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttasími 689910) 12.00-13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafiö. Pia athugar hvað er að gerast á hlustun- arsvæði Stjörnunnar. Tónlist. Kynning á ís- lenskum hljómlistarmönnum sem eru að halda tónleika. 13.00-16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 13.30 og 15.30 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 16.00-19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað. Síminn er 681900. 17.30 STJÖRNUFRÉTTIR. (fréttasími 689910) 19.00-20.00 Stjömutiminn á FM 102,2 og 104. Gullaldartónlist í einn klukkutíma. „Gömlu" sjarmamir á einum stað, uppáhaldið þitt. Elvis Prestley, Johnnye Ray, Connie Francis, The Marcels, The Platters og fleiri. 20.00-22.00 Einar Magnússon. Létt popp á síð- kveldi, með hressilegum kynningum. Þetta er maðurinn sem flytur ykkur nýmetið. 22.00-23.00 örn Petersen. Ath. Þetta er alvarlegur dagskrárliður. Tekið er á málum líðandi stundar og þau brotin til mergjar. örn fær til sín viðmælendur og hlustendur geta lagt orð í belg ísíma 681900. 23.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 23.15-00.15 Tónleikar. Tónleikar á Stjörnunni í Hi-Fi stereo og ókeypis inn. Að þessu sinni hljómsveitin Pretenders. 00.15-07.00 Gísli Sveinn Loftsson. Sjörnuvaktin hafin. Ljúf tónlist, hröð tónlist, sem sagt tónlist við allra hæfi. 6 0 STOÐ2 Fimmtudagur 6. ágúst 16.45 Sumarið langa (The Long Hot Summer). Bandarísk kvikmynd frá árinu 1958, gerð eftir sögu William Faulkner. Stjórnsamur bóndi í suðurríkjum Bandaríkjanna verður fyrir von- brigðum með veikgeðja son sinn. Hann býður ungum manni að búa á býli sínu og gengur honum í föðurstað. Þetta fellur að vonum ekki í góðan jarðveg hjá fjölskyldunni. Með aðalhlut- verk fara Paul Newman, Joanna Woodward, Orson Welles, Lee Remick og Angela Lansbury. 18.35 Þegar pabbi missti atvinnuna. Unglings- stúlka tekur þátt í raunum föður síns er hann stendur uppi atvinnulaus. 19.00 Ævintýri H.C. Andresen. Skopparakringl- an og boltinn. Teiknimynd með íslensku tali. - Leikraddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjáns- son og Saga Jónsdóttir. 19.30 Fréttir 20.05 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 gefst kostur á að vera í beinu sambandi í síma 673888. 20.40 Sumarliðir. Hrefna Haraldsdóttir kynnir dagskrár Stöðvar 2 næstu vikuna, ásamt þeim skemmti og menningarviðburðum sem hæst ber. Stjórn upptöku annast Hilmar Oddsson. 20.50 Dagar og nætur Molly Dodd (The Days And Nights Of Molly Dodd). Bandarískur gam- anflokkur um fasteignasalann Mollý Dodd og mennina í lífi hennar. I helstu hlutverkum: Blair Brown, William Converse-Roberts, Allyn Ann McLerie og James Greene. 21.30 Dagbók Lyttons (Lyttons Diary). Breskur sakamálaþáttur með Peter Bowles og Ralph Bates í aðalhlutverkum. Ung kvikmyndastjarna skiptir um skoðun á síðustu stundu og neitar að koma fram nakin í mynd sem hún er að leika í. Lytton og Dolly eru mætt til þess að taka viðtal, en svo virðist sem eitthvað meira búi undir. 22.25 Eldur í æðum (Burning Bed). Bandadrísk sjónvarpsmynd frá 1984, sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Myndin er byggð á sögu Francine Hughes sem varð fyrir þeirri ógæfu að giftast manni sem barði hana. Þó einkennilegt megi virðast voru Francine alla bjargir bannaðar, börnin hennar þrjú bundu hana heimilinu og hvorki foreldrar hennar né yfirvöld vildu skipta sér af erjum milli hjóna. Að lokum greip Francine til örþrifaráða. Með aðal- hlutverk fara Paul LeMat og Farrah Fawcett, en hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í þessari mynd. Leikstjóri er Robert Greenwald. Mynd þessi er alls ekki við hæfi barna. 23.40 Flugmenn (I Spy) Bandarískur njósna myndaflokkur með Bill Cosby og Robert Culp í aðalhlutverkum. Skemmdarverkamenn gera til- raun til þess að eyðileggja geimfar sem fara á til tunglsins, en Scott og Robinson undirbúa gildru fyrir þá. 00.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.