Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987-174. TBL. 71. ÁRG. Tímamynd BREIN Heimilishjálp í leigubílum Athygli hefur vakið að starfsfólk heimilishjálpar félags- málastofnunar Kópavogs hefur ekið til vinnu sinnar í leigubifreiðum frá Bæjarleiðum. Kópavogsbúar jafnt sem gestir í bæjarfélaginu hafa stungið saman nefjum og haft í flimtingum að þar sé opinberri starfsemi rétt lýst, að ekki dugi annað en leigubíll með bílstjóra undir félagslegu þjónustuna. Tíminn kannaði málið og komst að raun um að þessi leigubílaakstur er liður í stórfelldri sparnaðaráætlun bæjarins og felst í því að afnema alla bílastyrki til starfsmanna sem nota einkabíla sína í vmnu. Sjá bls.3 Helmingur Islendinga meðulum og dópi allt frá vöggu til grafar Ótrúlegar tölur koma fram í skýrslu sem Ingolf J. Petersen hefur skrifað fyrir heilbrigðisráðuneytið. Lyfjaútgjöld ríkisins hafa hækkað um tæp 40% umfram hækkun framfærsluvísitölu frá 1981 og á síðasta ári nam þessi útgjaldaliður meira en milljarði hjá Tryggingastofnun ríkisins. í skýrslu Ingolfs kemur einnig fram að heildarnotkun innvortis lyfja svarar til þess að 55 af hverjum 100 íslendingum noti dæmigerðan dagskammt af lyfjum hvern einasta dag ævi sinnar allt frá fæðingu þar til yfir lýkur. ' ■ 1IIS* • >•••- m Sjá bls.5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.