Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 20
í GÆRKVÖLDI var leikinn einn leikur í 2. deild karla í knatt- spyrnu. ÍBV og Leiftur geröu 1-1 jafntefli í Eyjum. Þá voru þrír leikir í úrslitakeppni 4. deildar og einn leikur í 3. deild þar sem ÍK-ingar sigruðu Skallagrím með tveggja stafa tölu. sjá bls. 10 HRESSA KÆTA 1917 1987 I /. Tíminn 142 farþegar sluppu með skrekk- inn þegar Boeing 727 flugvél Flug- leiða, sem var í áætlunarflugi til Narssarssuaq á Grænlandi, tókst ekki að stöðva á flugbrautinni í lendingu og rann út af flugbrautar- endanum með nefhjólið. Að sögn Steins Loga Björnssonar hjá Flug- leiðum er cnn ekki ljóst hvað olli því að vélin náði ekki að stöðvast í tæka tíð. Engin slys urðu á fólki og engar sjáanlegar skemmdir eru á vélinni. í gær fór til Grænlands önnur Flug- leiðavél til þess að ná t farþegana og flytja út sérfræðinga til að kanna skemmdir og skoða hina vélina. Að sögn Steins Loga er ekkert hægt að fullyrða um skemmdir fyrr en að lokinni þeirri skoðun. Flugvélin sem fór og náði í far- þegana var væntanleg til baka í gærkvöldi, en fari svo sem útlit var fyrir að Boing vélin sé lítið skemmd átti hún að koma til baka í nótt eða snemma í morgun. Steinn Logi sagði að þetta óhapp hefði ekkert raskað áætlunarflugi enn sem komið væri og myndi ekki gera það jafnvel þó Boeingvélin þarfnaðist einhverrar viðgerðar. „Við höfum gert ráðstafanir, ef vél- in verður ekki til á morgun og út- vegað aðra vél. Við höfum haft varavél til taks í sumar til þess að grípa til ef skyndilegar bilanir koma upp eða áætlanir raskast. Hún kcmur sér vel núna.“ Brautin í Narssarssuaq er stutt og lendingarskilyrði erfið. Tals- verður hliðarvindur var við jörð þegar Boeingvélin lenti og er ekki talið loku fyrir það skotið að vind- urinn liafi létt vélina þannig að henni hafi gengið illa að stöðvast. Bremsur virðast hafa verið í lagi, og voru bremsuför á brautinni. Málið er nú í rannsókn hjá dönsk- um loftferðaryfirvöldum. IDS/BG Húsnæðisstofnun: Samband almennra lífeyris- sjóða gerði samninganefnd ríkis- valdsins og Húsnæðisstofnunar tilboð í gær um að skuldabrcf sem sjóðirnir kaupi af Húsnæðis- stofnun beri 7,5% vexti. Samn- inganefnd Húsnæðisstofnunar hefur tekið sér frest til mánudags til að íhuga tilboðið. Um er að ræða vexti á skulda- bréfum sem Húsnæðisstofnun kaupir á næsta ári og árið 1989, en í lögum er kveðið á um að samið skuli til tveggja ára í senn. Skuldabréf Húsnæðisstofnunar sem sjóðirnir sörndu um kaup á fyrir árið í ár bera 6,25% vexti. Talsmenn Húsnæðisstofnunar telja að 7,5% vextir muni knýja fram hækkun á vöxtum á lánunt sem Húsnæðisstofnun veitir sín- um viðskiptamönnum. -BG Steypustööin Ós hf. meö ótrúlegt verðtilboö til Hitaveitunnar: 50% verolækkun á steypueiningum „Steypan er ekki nema hluti af þessu,“ sagði Einar I>. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri steypustöðvar- innar Ós hf. þegar hann var inntur eftir því hvort höfuðborgarbúar mættu eiga von á stórlækkun á verði steinsteypu, en fyrirtækið átti lang- lægsta verktilboð í forsteyptar undir- stöður fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Nam tilboðið aðcins 50% af áætluðu heildarverði. „Hins vegar eruin við búnir að reisa 3000 fermetra einingaverk- smiðju og setja upp tæki þar. Verk- smiðjan verður vonandi opnuð fyrir áramótin, þá geta menn farið að búast við einhverju af okkur," bætti Einar við. Borgarráð staðfesti ákvörðun Inn- kaupastofnunar um að taka tilboði Steypustöðvarinnar Óss hf. í undir- stöðurnar. Kostnaöaráætlun vcrks- ins var um 30 milljónir, en tilboð Óss hljóðaði upp á rúmar 15 milljónir. Næst kom lsvirki hf. með um 19,5 milljónir króna, eða 65% af kostnað- aráætlun. Önnur tilboð voru yfir 75% af áætlun. Einar sagði Steypustöðina Ós hf. geta boðið svo lágt vegna hagvæmni í verksmiðjurekstri. Fyrirtækið framleiði steypuna sjálft á staðnum, það hefði krana á staðnum og verk- smiðjuhús, svo hægt væri að fjölda- framleiða undirstöðurnar eins og hverja aðra forselda vöru. Hann sagði að fyrirtækið hefði gert föst tilboð í alla þætti og fyrirtækið fengi nægilegt fyrir sig þó auðvitað hefði verið betra að fá meira. -HM Um 4,5% hækkun á matarreikningnum Yfir 34% verðbólga mældist á mælikvarða framfærsluvísitölunn- ar milli júli og ágúst, og a.m.k. um 24% verðbólga þótt 10% hækkun söluskatts nú í ágúst hefði ekki komið til. Vísitalan hækkaði urn 2,5% á þessum eina mánuði, hvar af 0,7-0,8% eru skrifuð á reikning söluskattsins. Matvöruverð hækkaði að meðal- tali um 4,5%, scm hækkaði fram- færsluvísitöluna um rúmlega 1%. Spurning er hvort nýi fiskmarkað- urinn hefur haft svipuð verðáhrif og söluskattshækkunin. A.m.k. hækkaði fiskur nú svipað og mjöl- vörur og brauð eða tæplega 10% milli mánaða. Metið eiga kartöfl- urnar með um 22% hækkun, en tæplega 8% hækkun varð á græn- meti og ávöxtum, litlu minna á sykri og rúmlega 6% hækkun á kaffi, kakói og slíkum vörum. Sýnist því ljóst að mikil hækkun verður á matarreikningi hjá þeim scm nota kornvörur, kartöflur og fisk ásamt ávöxtum og grænmeti í uppistöðu fæðis síns. Af öðrum umtalsverðum hækk- unum má nefna tæplega 5% á rafmagni og upphitun, urn tæp 3% á ýmsum vörum og þjónustu til heimilisins, tæplega 7% hækkun á ýmissri opinbcrri þjónustu, um 6% hækkun á veitinga- og hótelþjón- ustu og tæp 5% á ýmissri annarri þjónustu. Síðustu 12 mánuði hefur vísital- aq hækkað um 20,4%, en hækkun undanfarinna 3ja mánaða samsvar- ar um 28% hækkun á heilu ári. -HEI Stjórn Húsfélags Kringlunnar, en Kringlan er rekin sem sameignarfélag undir nafninu Húsfélagið Kringlan. Tímamynd: BREIN Kringlan opnuð í dag Kringlan í nýja miðbænum verð- ur opnuð í dag, en þar eru 76 verslanir, veitinga- og þjónustuað- ilar undir sama þaki og áætlað er að þar muni starfa u.þ.b. 400 manns. Undanfarnar vikur hafa iðnaðarmenn unnið nótt og dag við að ljúka verkinu fyrir tilsettan tíma en byggingin sjálf er engin smá- smíði, eða um 28.000 m2 að flatar- máli og um 150.000 m3. Um er að ræða 9% aukningu á verslunarrými höfuðborgarsvæðisins. í Kringl- unni eru m.a. tveir veitingastaðir, sex skyndibitastaðir með sameigin- legu setusvæði, banki, póst- og símaþjónusta, áfengisverslun og ferðaskrifstofa. Hagkaup rekur 2 stórar verslanir í norðurenda hússins, á fyrstu hæð matvöruversl- un og á annarri hæð deildaverslun. Á fyrstu hæð í suðurenda rekur BYKO stóran byggingamarkað og á hæðinni fyrir ofan eru veitinga- og skyndibitastaðir. Á næstunni verður jafnframt tekin í notkun hæð sem ætluð er fyrir skrifstofu og þjónustustarfsemi. U.þ.b. 1.400 bílastæði eru fyrir viðskiptavini Kringlunnar en ráðgert er að byggja til viðbótar 400 stæði á næsta ári. Ætla má að umferðar- þungi Miklubrautar aukist gífur- lega með tilkomu Kringlunnar, en að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar hjá Hagkaup kemur til greina að bætt verði við þriðju akreininni til að mæta aukinni umferð. Mjög öflugt eldvarnarkerfi er í Kringl- unni. Það samanstendur af vatns- úðunarkerfi sem liggur um allt húsið, eldvarnartjöldum, sem skipta húsinu upp í sjálfstæð bruna- hólf, reyklosunarkerfi, sjálfvirkum brunaboðum, sem tengdir eru við stjórnstöð, auk fjölda annarra hluta. Sameiginlegur opnunartími í Kringlunni verður sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl. 9:30- 19:00, föstudaga kl. 9:30-20:00 og laugardaga kl. 9:30-16:00. Nokkrir aðilar eru undanþegnir sameiginlegum opnunartíma m.a. veitingastaðirnir sem verða opnir lengur á kvöldin og ÁTVR sem ekki verður opið á laugardögum. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.