Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 19 Kristinn Snæland: UM STRÆTI OG TORG í Bretlandi baka sérfræðingar jólakökur og búðinga allt árið og selja til allra heimshorna í Kaliforníu heldur „Jólasveinninn" hann Robert George jólin hátíðleg á hverjum degi “iÐ trúið því kannski ekki, en sumir eru í jólaskapi allt árið. Jólin eru venjulegast haldin hátíðleg cinu sinni á ári og hjá flestum fara nokkrir dagar í þau hátíðahöld. En að vera í „jólastússi“ hvern einasta dag allt árið. verður það ekki hversdagslegt? „Nei, nei, alls ekki,“ segir Barry Page, fimmtugur yfirmaðurhjá fyrirtækinu Matthew Walker í Derbyshire, en þar er framleiddur jólabúðingur og þessar ekta góðu ensku jólakökur. „Framleiðslan stendur yfir allt árið og við verðum að vera komin með góðan lager í búðir viðskiptavina okkar strax að sumarlagi, því að með haustinu fer fólk að hugsa fyrir sendingu jólagjafa til vina og ættingja sem eiga heima í öðrunt heimsálfum." sagði Barry. Hann var spurður hvort ekki kæmi lægð í framleiðsluna og Ieiði í starfsfólkið - þegar jólin loksins koma. Það sagði hann alls ekki vera, - því að þá yrði að byrja af fullurn krafti að hugsa fyrir jólabúðingi og kökum fyrir næstu jól! erþað hann Robert George í Kaliforníu sem heldur jól allt árið! Hann er rakari að iðn, en kominn á eftirlaun og segist vilja efla jólagleði og vináttu manna í heiminum. Hann lék oft jólasvein í gamla daga og þótti takast vel upp. Nú á hann 38 jólasveinabún- inga og tilheyrandi fylgihluti, eins og segir í tískufréttunum, - en skeggið er ekta, segir Robert. Innan dyra og úti við húsið hans eru yfir 100 puntuð jólatré og auðvitað með ljósum. Jólabjöllur, jólasveinar og skrautljós eru alls staðar í garðinum, - enda er rafmagnsreikningurinn hár, segir Robert George. En hann segist ekki vera að þessu til að græða á því. Stundum er komið til hans með veik börn, en þeim býður hann sérstaklega að koma í jólasveinalandið sitt. „Við vitum ekki hvort þau eiga eftir að upplifa önnur jól," segir hann og gerir sitt til að gera þeim heimsóknardaginn jólalegan með söngvum og gjöfum. Bakari að vinnu sinni í maí, að smakka á jólabúðingnum fyrir næstu jól! Robert George í fullri vinnu allt árið sem jólasveinn. „FLAGIFOSTUR" Ein ánægjulegasta frétt sumars- ins kom í sjónvarpinu nýverið. Þar var sagt frá Ríkharði Ásgeirssyni í Kópavogi, sem tók upp á því að „henda“ eða öllu heldur „að koma fyrir“ því sem féll til úr garði hans í Kópavoginum, í gróðursnautt flag suður á Reykjanesi. Útkoman er sú að flagið er orðið að unaðs- reit, höfundi sínum til sóma og væntanlega þeim sem koma undr- unar og ánægjuefni. Að svona skemmtileg undur gerist, byggist á því að maður þori að hrinda í framkvæmd hugmynd sem nágrannar, vinir og vanda- menn og jafnvel óviðkomandi myndu telja sönnun þess að við- komandi væri smá skrítinn ef ekki galinn, og eins því að það finnist villt en friðað land í hæfilegri fjarlægð, sem er þó opið almenn- ingi. Auðvitað er þetta land ekki opið alemenningi til óheftra af- nota, en þó svo opið að enginn mun amast við því þó sáð sé fræi eða plöntu sé komið fyrir. Það land sem hér um ræðir er allur Reykjanesskaginn sunnan og vestan við girðingu sem mun liggja úr Vogum í norðri til Grindavíkur í suðri. Mér skilst að útnesið allt utan þessarar girðingar sé nú friðað þannig að ekkert búfé, hestar, kýr né kindur megi vera þar í lausa- göngu, þannig að t.d. hestamenn á svæðinu mega að sjálfsögðu hafa hesta sína, en aðeins á beit á afgirtum svæðum. Pessi stórkost- lega friðun lands, sem sveitarfélög- in á Suðurnesjum hafa staðið fyrir. á sér engan samanjöfnuð nema ef vera skyldi friðun Hornstranda. Sá góði náttúruunnandi og ferðamaður Elín Pálmadóttir skrif- aði fróðlega lesningu um það frið- land í Morgunblaðið 9. ágúst síð- astliðinn. Þar kemur fram að allt síðan árið 1952 þegar síðustu íbú- arnir fluttu burtu hefur gróður tekið svo við sér að Elín segir: „Síðan fjárbeit var hætt og Horn- strandir friðaðar hefur ótrúleg breyting orðið á gróðri á þessum skaga við ysta haf. Um neðanverð- ar hlíðar og víða á láglendi þrífast ýmsar blómfagrar jurtir mjög vel og samfelldar breiður þeirra ná víða frá fjöru til fjalls og setja höfuðsvip á gróðurinn. Snjórinn skýlir hér gróðrinum langt fram á vor. Gömlu túnin kringum bæina eru oft ein fagurgul sóleyjarbreiða og ná þær ásamt blágresinu og hvönninni manni sums staðar í mitt í þýfinu.“ Það sent ég vil benda á í sam- bandi við þessa frásögn Elínar, er sú staðreynd að þetta svæði hefir enga umönnun né áburð fengið. Þetta er svæði við ysta haf, kalt og votviðrasamt, samt hafa þarna gerst vistfræðileg undur á aðeins 35 áruin. Innan þeirrar girðingar sem ligg- ur þvert um Reykjanes er að gerast stórkostleg uppgræðsla. Þrátt fyrir að hún felist aðeins í beitarfriðun og áburðardreifingu úr flugvél, sér hennar mikil rnerki. Kafgras er í löngum röndum eftir áburðarvélina og dökkgrænar loðnar rendur eftir síðustu flug. Þetta er sérstaklega áberandi á Stapanum og jafnvel þar sem nær eingöngu var urð og grjót hefur áburðurinn rifið grasið svo upp að grjótið er nær horfið. Ég verð að taka fram að hugsanlegt er að einhver sáning hafi verið fram- kvæmd með áburðinum. Af því sem hefur verið rakið hér að framan má finna út að beitar- friðun er góð, að áburður á friðað land er mjög góður og að það að einstaklingar eða félög taki flög í fóstur líkt og Ríkharður Ásgeirs- son er frábært. Ég er ekki í vafa um að rnargir einstaklingar og jafnvel félög vilja gjarnan feta í fótspor Ríkharðs, slíkt sést til dæmis af góðum verk- um margra félaga í Heiðmörk og víðar um land. Líklega vantar ekki annað en að sveitarfélög beitarfriði sem mest af löndum sínum. Þrátt l'yrir það sem hér er skrifað, er mér Ijóst að víða hefur mikið og vel verið unnið að upp- græðslu og skógrækt, jafnvel um of. Dæmi um slíkt tel ég of um- fangsmikla skógrækt í Elliðaár- hólmanum. Það er sitthvað að skreyta hólmann með trjágróðri eða láta hann hverfa með öllu í skóg. Komandi vetur ættu sveitar- félög að nota til þess að skipuleggja friðuð svæði fyrir félög og einstakl- inga til ræktunar líkt og Ríkharður Ásgeirsson stundar á Reykjanesi. Sáningarmenn eru víða til, hjálpið þeim að hasla sér völl, að finna sér flag. Mynd Ómars Ragn- arssonar um flagið han's Ríkharðs var góð, látum hana verða uppliaf- ið að fjölbreyttu fósturstarfi fyrir landið okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.