Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550,- Dagskrárstefna nýju útvarpsstöðvanna í kjölfar nýrra útvarpslaga, sem nú eru u.þ.b. tveggja ára gömul hefur orðið mikil aukning á útvarps- og sjónvarpsstarfsemi í landinu. Fyrst og frcmst eru það nýju hljóðvarpsstöðvarnar sem láta að sér kveða, þeim hefur fjölgað mest, því að enn hafa aðeins tvær sjónvarpsstöðvar tekið til starfa við hlið hins gamla sjónvarps á vegum Ríkisútvarpsins. Þessi aukning á ljósvakafjölmiðlun er meiri en við var búist þegar útvarpslagafrumvarpið var til um- ræðu á Alþingi, en á hinn bóginn hefur starfsemi þeirra fallið í þann farveg sem ætla mátti. Ekki skal úr því dregið að tímabært hafi verið að losa um einkarétt Ríkisútvarpsins og gefa fleiri aðilum tæki- færi til að stunda útvarpsrekstur. Frá almennu sjónarmiði er það af hinu góða að ljósvakafölmiðlun sé eins frjáls í framkvæmd og aðstæður leyfa. Um það er enginn ágreiningur. Svo virðist sem vel hafi tekist til um formlega framkvæmd hinna nýju útvarpslaga. Útvarpsréttar- nefnd hefur veitt starfsleyfi eftir almennum reglum og í samræmi við umsögn og ráðgjöf af hendi póst- og símamálastjóra að því er varðar tæknihlið leyf- isveitinganna. Almennar reglugerðir hafa að sjálf- sögðu verið settar um hina nýju útvarpsstarfsemi auk þeirra ákvæða sem útvarpslögin sjálf hafa að geyma um það efni. Ekki hafa hinar nýju stöðvar þurft að kvarta undan áhugaleysi hlustenda, þannig að þær hafa í öllu notið velvildar af hálfu stjórnvalda og almennings. Hinu er aftur á móti ekki eins auðvelt að svara, hvernig stöðvarnar hafa valdið hlutverki sínu, hvort þær hafi staðið við þær skyldur sem þær hafa tekið á sig. Varla mun nokkur maður túlka útvarpslögin svo, að þau veiti leyfishöfum algert frjálsræði um menning- arstig dagskrárstefnu sinnar, þótt engum detti í hug að leyfisveitingum fylgi hömlur á tjáningarfrelsi af neinu tagi. Alvarleg umræða um starfseini útvarps- stöðvanna er því ekki spurning um málfrelsi þeirra eða athafnafrelsi, heldur um hitt, hvernig þær móta dagskrárstefnu sína, hvaða efni þær flytja og hvernig þær búa efnið til flutnings. Hvað dagskrárstefnuna varðar og efnisval er augljóst að hinar nýju útvarpsstöðvar eru hver annarri líkar. Meginefnið er tilbreytingarlaus dæg- urlagaflutningur, stutt fréttaágrip og fremur rýr viðtöl. Talað orð er að jafnaði fátæklegt og það svo að ástæða er til að spyrja stjórnendur þessara stöðva hvort það sé stefna þeirra að afla sér vinsælda og gera sig fræga af mállýtum, enskuskotnum orðaforða, slöppum framburði og lélegum upplestri? Vonandi er að forráðamenn útvarpsstöðvanna geti svarað slíkum spurningum neitandi og láti annað á sannast. Nýju útvarpsstöðvarnar hafa haslað sér völl í fjölmiðlaheiminum, hvernig sem menn líta annars á dagskrárgerð þeirra. En tilkoma fleira og tilvist sannar fyrir mörgum, að aldrei hefur Ríkisútvarpið haft jafnmikilvægu hlutverki að gegna sem nú, að vera sá fjölmiðill, er sameinar þjóðina, en sundrar ekki í menningarkima, flytur fjölbreytt og menning- arlegt dagskrárefni og gerir kröfur til flytjenda urn kunnáttu í íslenskuk máli, og virðingu fyrir móður- málinu. Fimmtudagur 13. ágúst 1987 'GAHRI 1III111111ÍIIIIIIIIIIIII1III1IIIÍI1I1IIIIIIIIHHI1 Árni Bergmann Össur Skarphéðinsson Þráinn Berteisson Róbótinn frá Moskvu Þá cr Þráinn Bertelsson, ritstjóri Þjóðviljans, sprunginn á lininiinu og tilkynnir að liann ætli að liætta á blaði sínu. Fyrir sköniniu birtist frétt í I)V þess efnis að Össur Skarphéöinsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, ætlaði að hætta. Þá vantar bara að Árni Bergmann rísi upp úr mcnningardoöa sínum eftir nokkr- ar fjarvistir og tilkvnni aö hann sé farinn. En niönnum vcröur ekki að óskuni sínum í því efni. Árni er einn af þessum ritstjórum, scm eru ómissandi, af því þeir passa að línan flækist ekki. Aftur á móti eru þeir Þráinn og Össur órabelgir af þeirri stærðargráðu aö þeir flækja linuna og rugla nieð steðjann. Að þeim brottgengnum kcmst aftur normal ástand á Þjóðviljann. Hann veröur aftur þetta góða blað, sein maður lærir einu sinni utan að og þarf síöan ekki að lesa meir. Aftur í kvikmyndir Þráinn Bertelsson var um skeið einn af efnilegri rithöfiindum ungum, en hvarf síðan ót í kvik- myndir og hyggst að nýju snóa sér aö þeim eftir ritstjórastarfið. Stefn- ir hann á Kvikinyndasjóð, sem hefur eflst mjög í þágu Iirafns Gunnlaugssonar, sem nú er helsta séníið í kvikmyndunum, og gerir jafnvel graðhesta að kvikmynda- stjörnum. Þráinn hcfur aftur á móti notað bola, þótt ekki hafi það verið með eins æsilegum árangri í þágu menningarinnar og Hrafn notaði graðhcstana. Þrátl fyrir að- föngin úr dýraríkinu er mikið efa- mál aö Þráinn fái nokkra fyrir- greiðslu úr Kvikmyndasjóði. Sá sjóður cr í öllu því skrítna, sem á borðið berst, einskonar fímmtíu ntilljónn poppblaðra, enda er hann snauður að flestu þrátt fyrir fjár- veitingar. Úthlutanir hafa ekki vcr- ið vcittar í þágu Þráins Bertelsson- ar. Kannski hefur hann vcrið með skritnar hugmyndir, en það er ekki nóg. Úthlutunarncfudiii sættir sig ekki við hvaða skrítilegheit sem eru. Þetta þarf að vera einhvern veginn öðruvísi skrítið. En liclsti ráðauiaður sjóðsins hcfur setið festivala í Cannes og veit því allt um þaö, hvað íslensk kvikmynda- gerð þarfnast. Verður Bergmann einn? Fari þeir báðir af Þjóðviljanum, Össur og Þráinn, veröur Árni Bergmann einn ritstjóri. Hann fer cflaust létt mað það, eins og annaö sem bann tekur sér fvrir liendur. Hann hefur hina skæðu tungu og gcngur fram með allan sannleikann að vopni í livcrju máli. Hann frelsaðist ekkcrt sórstaklega í 68 umrótinu sem m.a. kom Össuri svo í opna skjöldu að hann hefur ekki náð sér síðan og cr nú að súpa seyðið af því að hafa tekið bakter- íuna. Þótt Árni sé ófrclsaöur og sitji því áfram á ritstjórnarstóli eru á lionuni ýmsir aiinmarkar aldur- dóms, cins og sá að vera að fíkta með ættfræði, sem hann vcit á hvorki haus. né sporð. Hann er jafnvei búinn að feðra Garra, scm cr að verða einskonar Djúgasvili í hans augum, alvondur af alvondum koininn. En Árni Bergmann er vanur þrasi og licfur sterkar sann- færingar. Hann veit hvenær Reag- an Bandarikjaforseti lýgur, sem að hans mati er alla daga frá kl. 6 á morgnana til kl. 2 e.m-. gott cf hann lýgur ekki líka í draumum. Þannig ritstjórí er auðvitað gúlls ígildi á Þjóðviljanum. enda Iýgur enginn eins og Reagan. jafnvel ekki l.úðvik, þótt Björn hcitinn Jónsson væri á annarri skoðun. Garra verður eftirsjá í þeim Össuri og Þráni. Það brá fyrir mannlegu ,.glimti“ í skrifum þeirra. Nú á róbótinn frá Moskvu að taka við ritstjórninni og það er fyrirkvíðan- legt. Garri VÍTTOG BREITT llllllllllllllllll 11 illlllllllllllllililli Rólega kirkju og enga stæla í Tímanum í gær er að finna heilsteyptustu fjölmiðlaúttekt sem frant hefur komið á ofsatrúarvakn- ingunni íslensku. Eins og alþjóð hefur orðið vör við hefur athygli fjölmiðla nokkuð beinst að þessum hópuin að undanförnu eftir grein sem birtist í tímaritinnu Þjóðlíf og sjónvarpsþætti sem sýndir hafa ver- ið í ríkissjónvarpinu.Það sem eink- um hefur vakið athygli við þessa hópa er hversu fjölmennir þeir virðast vera, nokkur hundruð manns, og þá ekki síður að þessir hópar hafa talsverð fjárráð. Öfgalaus kirkja íslendingar hafa lengi unað sín- um hag nokkuð rólegir í öfgalausri trú innan þjóðkirkjunnar. Þangað hafa þeir getað leitað þegar þeir hafa þurft á að halda til að gifta sig, láta skíra, ferma eða jarða, og þar er alltaf hægt að fá huggun í sorg ef þannig stendur á. Þannig á það líka að vera. Einhverntíma var gerð könnun á trúarlífi íslendinga, gott ef háskólinn stóð ekki að henni. Þar kom fram að þrátt fyrir að íslendingar væru upp til hópa talsvert trúaðir lýsti sú trú sér ekki í mikilli og strangri kirkjurækni eða bókstafstrú. Menn væru al- mennt opnir fyrir því yfirnáttúrlega og tilvist almættisins án þess þó að sú trú þvældist fyrir þeirn í dagsins önn og stjórnaði lífsmynstrinu með harðri hendi. Það má teljast farsælt þjóðarmenningu okkar og stuðlar að umburðarlyndi að svo skuli vera og að svo verði áfram. Er nema von að mönnum bregði þegar í Ijós kemur að hundruð manna hafi á síðustu árum gengið til liðs við ofstækisfulla bókstafs - trúarmenn. Menn hafa vitað af slíkum trúflokkum erlendis, en að þeir blómstruðu við bæjardyrnar höfðu menn ekki hugmynd um. Látið okkur ífriði Vissulega verða þessir trúflokk- ar að hafa sinn rétt til að starfa eins ■«g aðrir, engu að síður er ástæða til að ætla að þeir geti veríðvara- sainir, eða öllu heldur sú vakning sem þeir eru hluti af. Eins og fram kom í fréttaskýr- ingu Tímans í gær eru þessir hópar flestir sprottnir út úr samtökunum Ungt fólk með hlutverk, en sá flokkur hefur þá stefnu að starfa sem mest innan Þjóððkirkjunnar. Hins vegar eru klofningshóparnir sem lúta leiðsögn „karismatískra" (að eigin áliti) leiðtoga eða smá- kónga utan kirkjunnar. Nokkur kennilegur munur er á trú allra þessara hópa, en aðaldeilurnar snúast hins vegar um smákóngana. Það sem okkur þjóðkirkjumönn- um fyrst og fremst kemur við, er að þetta vakningarfólk, sem er vissulega aðeins lítill minnihluti nái ekki að troða sér í áhrifastöður innan einstakra safnaða í krafti trúarinnblásinnar atorku sinnar. Dómharka og þröngsýni þessa fólks gæti eyðilagt starf heilu safn- aðanna ef það kæmist til einhverra áhrifa. Því miður eru þess þegar dæmi að „venjulegt" fólk hafi gefist upp á safnaðarstarfi einmitt vegna yfirgangs þessara vakningar- manna. Ný lög skapa aukna hættu Þetta vandamál verður enn ógn- vænlegra þegar haft er í huga að samkvæmt nýjum lögum, sem enn fylgir engin reglugerð, eru prestar ekki kosnir í kosningum heldur valdirafsafnaðarnefndum. Atorka og mikið starf vakningarmanna innan safnaða, á sama tíma og almennir safnaðarmeðlimir starfa lítið. hefur komið þessu fólki inn í safnaðarnefndirnar og því er nauð- syn að vera vakandi yfir því að ofstæki og bókstafstrú verði ekki troðið inn á fólk áður en það hefur áttað sig. Að þessu leyti eru klofn- ingshóparnir þó skömminni skárri, því þeir hafa sín eigin hús og sínar eigin samkomur. Ekkert er að því að fólk tali tungum og framkalli kraftaverk hvert á öðru ef það er ekki að troða slíku upp á fjöldann sem vill hafa sínar kirkjur og sína trú í þeim öfgalausa farvegi sem svo vel fellur að almennum trúar- skoðunum landsmanna. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.