Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 13. ágúst 1987 -Jlllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR 2. deild Lánlausir Eyjamenn Skagamótið Hið árlega Hi-C Skagamót í knattspyrnu 6. flokks drengja fer fram á Akranesi dagana 14-16 ágúst. Mótið verður með svipuðu sniði og verið hefur og keppt verður í bæði A og B liða keppni innan og utanhúss. 1 ár verða 20 lið frá 10 félögum og er áætlaður þátttakendafjöldi um 250 manns. Liðunum sem taka þátt í mótinu verður skipt í riðla eins og hér segir. A-riðill. FH, Fylkir, Þróttur R, ÍBK og UBK B-riðill. Víkingur, Bolungar- vík, Þór Ve, í A og Haukar. Auk knattspyrnu verður ýmis- legt gert sér til gamans, á dagskrá verður t.d. knattþrautarkeppni, leikir, grillveisla, kvöldvaka og skoðunarferðir. Glæsileg verðlaun verða veitt, bæði til liða og einstaklinga. Dagskrá mótsins verður þannig háttað að á föstudeginum 14. ágúst verður setning kl. 13.30, síðan verður keppt utanhúss fram að kvöldmat en þá verður grill- veisla, knattþrautarkeppni og leikir. Á laugardeginum verður byrj- að að keppa utanhúss kl. 10 og til 12.40. Keppt verður innanhúss frá kl.14-18. og kl. 20.30 er kvöldvaka. Úrslitaleikirnir verða á sunn- udag, byrja kl.10 og standa yfir til kl.14.20. Kl.15 verður síðan verðlaunaafhending og mótsslit. IBV-Leiftur 1-1 Frá Sigfúsi Guömundssyni fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Leiftursmenn getað þakkað mark- manni sínum Þorvaldi Jónssyni þetta eina stig sem þeir höfðu með sér úr Eyjum í gærkvöldi er þeir spiluðu við heimamenn. Hann varði mjög vel allan leikinn og kórónaði síðan stórleik sinn með því að verja vfta- spyrnu frá Elíasi Friðrikssyni er skammt var til leiksloka. Það voru þó norðanmenn sem byrjuðu leikinn betur. Strax á 3. mín. skoraði Sigurbjörn Jakobsson með góðum skalla eftir hornspyrnu og á 22. mín átti Óskar þjálfari Ingimundarsson gott færi en náði ekki að skora. Á 25. mín. náðu Vestmannaeyingar að jafna. Elías Friðriksson gaf góða fyrirgjöf fyrir Leiftursmarkið og Hlynur Stefáns- son afgreiddi boltann í netið með góðum skalla. Stuttu síðar fékk Lúðvík Bergvinsson gott færi eftir horn heimamanna en skot hans missti marks. Á 13. mín. síðari hálfleiks slapp Óskar Ingimundarsson einn í gegn um vörn Vestmannaeyinga, en Þor- steinn Gunnarsson bjargaði vel með góðu úthlaupi. Upp úr þessu fóru Vestmannaeyingar að taka leikinn æ meira í sínar hendur. Það var síðan á 88. mín. sem Lúðvík Bergvinsson var felldur inn í vítateig Leifturs og réttilega var dæmt vfti. Eins og áður sagði tók Elías Friðriksson spyrn- una, en Þorvaldur Jónsson varði frekar slaka spyrnu Elíasar. Strax upp úr vítinu fengu heimamenn tvær hornspyrnur og úr annarri þeirra skallaði Tómas Ingi Tómasson í stöng og fór þar með síðasta tækifæri heimamanna til að gera út um leik- inn. Leikurinn var sæmilega leikinn, þó sérstaklega fyrri hálfleikurinn, en í seinni hálfleik var leikurinn aðal- lega í höndum heimamanna. Bestur Vestmannaeyinga var Elías Friðriks- son, en þeir Óskar Ingimundarson og Þorvaldur markmaður Jónsson í liði Leifturs. -ps 4. deild úrslitakeppni: Gróttusigur Á Laugardalsvelli mörðu Gróttumenn sigur á liði Árvakurs, 1-2. Sverrir Sverrisson kom Nesliðinu yfir í fyrri hálfleik, en Björn Pétursson jafnaði seint í síðari hálfleik eftir gífurlega pressu Árvakursmanna. Þremur mín. fyrir leikslok skoraði Sverrir Sverrisson annað mark Gróttu með góðu skoti af stuttu færi eftir gífurlega langt innkast Jóns Steingrímssonar. Úrslitin 2-1 Gróttu í hag sem heldur sér þar með í baráttunni um 3. deildar- sæti. Á Bolungarvík gerðu heima- menn jafntefli 0-0, við lið Vík- verja í tíðindalitlum leik. Vík- verjar sóttu öllu meira, en náðu ekki að merja sigur á heima- mönnum. Hvöt frá Blönduósi lék gegn H.S.Þ.c og sigruðu Hvatarmenn 2-0 með mörkum frá þeim Ingvari Magnússyni og Axel Rúnari Guðmundssyni. Heimsmet ítalinn Alessandro Andrei setti í gærkvöldi nýtt heimsmet í kúluvarpi á móti á Ítalíu. Kastaði ítalinn 22,91 metra en gamla metið 22,64 átti gamla kempan Udo Bayersem hann setti í Austur-Berlín í ágúst 1986. reuter/-ps Hundraöasta keppnistímabil ensku knattspyrnunnar hefst innan tíðar: Tekst Lundúnaliðunum að hnekkja Liverpoolveldinu? Helstu knattspyrnuliðin í Lundún- um munu vafalaust setja sér scm markmið þegar hundraöasta keppn- istímabil ensku knattspyrnunnar fcr í hönd nú á næstunni að koma meistarabikarnum eftirsótta til Lundúna eftir sextán ára fjarveru. Sú barátta ásamt þeim möguleika að ensk lið fái að kcppa aftur í Evrópu- inótunum á næsta ári mun vafalaust setja svip sinn á keppnistímabil sem hefur alla burði til að verða hið skemmtilegasta. Síðasta Lundúnaliðið til að vinna meistarabikarinn var Arsenal og gerðist það árið 1971. Síðan þá hafa liðin frá bökkurn Merseyfljótsins í norðvestur Englandi, Liverpool og Everton, nánast verið einráð í deild- inni. Þessi lið frá borginni Liverpool gætu þó átt í vissum erfiðleikum, allavegana til að byrja með. Liver- pool saknar markaskorarans Ian Rushs, sem leikur með ítalska liðinu Juventus í vetur, og Everton hefur rnisst framkvæmdastjórann Howard Kendall er tekið hefur að sér stjórn spánska liðsins Athletic Bilbao. Liverpool og Evcrton hafa skipst á að vinna meistarabikarinn síðan árið 1981 er Aston Villa sigraði nokkuð óvænt en hélt síðan áfram og varð Evrópumeistari. Aston Villa er nú fallið í aðra deild og leikur þar á þessu tímabili. Lundúnaliðin stóru þurfa varla að óttast sömu örlög og Villa enda lið þeirra öflugri á allan hátt. Framkvæmdastjóra helstu Lund- únaliðanna Arsenal og Tottenham, þá George Graham og David Pleat, dreymir örugglega um að vinna sigra á borð við þá sem Aston Villa vann í byrjun áratugsins. Mennirnir tveir voru ráðnir í störf sín íyrir síðasta keppnistímabil og nú fer sjálfsagt að reyna á hvort uppbygging þeirra og starfsstíll bera raunverulegan árangur. Það er nær öruggt að keppnin um meistarabikarinn kemur til með að standa á milli stóru liðanna, Liver- pool, Everton, Arsenal, Tottenham og Manchester United. Liverpool stendur höllum fæti hvað varðar ntarkaskorun, sjálfur markakóngurinn Ian Rush er farinn til Ítalíu og erfitt verður að fylla skarð hans. Rush hafði þann sjald- gæfa eiginleika að skora bæði mörg mörk og mikilvæg og reyndar hafði Liverpool aldrei tapað leik sem Rush skoraði í þar til liðið lá fyrir Arsenal í úrslitum deildarbikarsins á Wcm- bley á sfðasta tímabili. Að vísu koma engir aukvisar inn fyrir Rush, Liverpool hefur fengið landsliðsmennina John Barnes frá Watford og Peter Beardsley frá Newcastle til liðs við sig og virkar því ekki árennilegl. Howard Kendall hefur lcitt Evert- on til sinna stærstu sigra á undan- förnum árum og skarð hans er því vandfyllt. Það verður aðstoðarmað- ur Kendalls, Colin Harvey, sem fær það erfiða verkefni að fylgja eftir starfi Spánarfarans. Harvey eröllum hnútum kunnugur hjá Everton, hann var í meistaraliði þess árið 1970 rétt eins og Kendall. George Graharn framkvæmda- stjóri Arsenal er metnaðarfullur maður og frammistaða Arsenal var reyndar mjög góð á síðasta ári. Graham hyggst gera betur á þessu ári, meistaratitillinn er takmarkið og hann hefur sett sér það markmið í framtíðinni að ná betri árangri en allir fyrirrennarar hans í starfi og víst er að ef það tekst fær hann brjóstmynd af sér í höfuðstöðvum félagsins, rétt eins og sá frægi Her- bert Chapman. Pleat mátti þola að sjá Totten- hamlið sitt tapa 2-3 fyrir Miðlanda- liðinu litla Coventry í úrslitum bikar- keppninnar í vor en hann hefur engu að síður sett sér svipað markmið og Graham þrátt fyrir að stjarna liðsins, Glenn Hoddle, sé genginn til liðs við franska félagið Mónakó. Pleat hefur fengið tvo sterka leikmenn frá Nott- ingham Forest til Lundúna, Holl- endinginn Johnny Metgod og hinn stórgóða varnarmann Chris Fairc- lough. Þá er það Manchester United. Liðið olli vonbrigðum á síðasta tíma- bili en undir stjórn Skotans Alex Ferguson er það til alls líklegt í vetur. Bryan Robson hefur að sögn kunnugra aldrei verið í betra forrni, það sýndi hann í leiknum gegn heimsliðinu á dögununt, og tveir sterkir leikmenn liafa bæst í hópinn, Viv Anderson frá Arsenal og skoski miðherjinn Brian McClair er lék með Celtic. Man. Utd gæti því átt eftir að blanda sér verulega í topp- baráttuna og jafnvel vinna meistara- titilinn í fyrsta skipti síðan árið 1967. Chris Waddle Tottenham í leik gegn Liverpool. Bæði lið stefna að venju á meistaratitilinn 3. deild Borgnesingar kjöldregnir Þær eru sjaldséðar tölurnar sem sáust í knattspyrnuleik á Kópavogs- velli í gærkvöldi. ÍK vann þar stórsigur á slöku liði Skallagríms 15-0. Steindór Elísson skoraði sjö mörk í leiknum og hefur þar með skorað 21 mark í 3. deild- inni í sumar og stungið markaskorar- ann Óskar Oskarsson af en hann hefur skorað 14 mörk. Ef við teljum upp hinn langa lista markaskorara í leiknum, þá skoruðu þeir Skúli Þór- isson 2, Jón Hersir Elíasson 2, Reynir Björnsson 2, Björn Björns- son 1 og Friðrik Friðriksson 1. Ævintýralegar tölur. -ps Molar AHUGINN á knattspyrnu í litl- um bæjarfélögum er oft geysileg- ur enda knattspyrnan stundum eina íþróttin sem stunduð er af viti. Lið Hugins á Seyðisfirði nýtur t.d. mikils fylgis á heimavelli sínum, þar borga um tvö hundruð og fimmtíu manns sig inn á völlinn til að fylgjast með sínu liði í fjórðudeildarslagnum... RAUÐU spjöldin hafa verið dregin á loft nokkuð oft í síðustu leikjum, bæöi í 1. og 2. deild. Völsungar frá Húsavík hafa til að mynda leikið tíu allan síðari hálf- leikinn og rúmlega það í síðustu tveimur leikjum, slæmt fyrir lið sem berst um tilverurétt sinn i 1. deildinni... MEIRA um rauðu spjöldin, margir hafa haft það á orði að þau hefðu mátt liggja í vasa dómarans í sumum þessara til- vika t.d. var brottrekstur þeirra Jóns Gunnars Bergs Selfyssings og Gunnars Gylfasonar Breiða- bliksmanns í 2. deildarleik nú á dögunum furðulegur í meira lagi... SKAGAMAÐUR hringdi í Tímann nú í vikunni og kvartaði sáran yfir hversu 1. deildarliði þeirra væri gerð lítil skil í blaðinu. Það væri sosum ekki frétt, enda algengt að stuðningsmenn lið- anna hringi, veifi dálksentimetr- um og finnist sínu liði ekki vera gert nógu hátt undir höfði, nema hann nefndi að Akurnesingar hefðu staðið sig geysilega vel í deildinni. Það er mikið rétt, þrátt fyrir miklar mannabreytingar eru Skagamenn að berjast á toppn- um enda virðast þeir ekki þekkja annað... OGENN um Skagamenn. Einn knattspyrnufrömuður þar sagði að þeir væru frekar óánægðir með aðsóknina að heimaleikjum liðsins í sumar, fólkið væri svo vant frábærum árangri að það hreinlega vildi að Skagaliðið væri enn ofar í töflunni. Þetta er kallað að gera kröfur og líklega ein ástæða þess að Skagamenn eru jafn sterkir á vellinum og raun ber vitni... IK menn úr Kópavogi eru ekki sáttir við lífið og tilveruna um þessar mundir enda liðið búið að tapa ódýrt í síðustu tveimur leikj- um í 3. deildinni. Fyrst var það leikur gegn Reyni í Sandgerði sem tapaðist 3-2 og var eitt marka Reynismanna umdeilt, vafaatriði hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Um síðustu helgi keppti (K svo við Fylki og þar hjálpaði hönd Guðs Fylkismönn- um að sigra 2-1 eins og Tíminn greindi frá á þriðjudaginn...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.