Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn i Þriðjudagur 20. október 1987 Stéttarsamband bænda: Hörð mótmæli vegna fjárlagafrumvarpsins Ríkisstjórnin hcfur nú fengið hörð viðbrögð við fjárlagafrum- varpinu frá stjórn Stcttarsambands bænda. í fyrsta lagi tclur stjórnin fjár- lagafrumvarpiö brjóta í bága við þá landbúnaðarstcfnu scm bændur hafa gengið til samvinnu við ríkis- valdið um. Því mótmælir stjórn Stéttarsambandsins harðlcga að ríkisvaldið skuli hvcrfa frá stefnu búvörulaganna og þcim markmið- um sem samið var um mcð búvöru- samningunum. Enda hafi Stcttarsambandið gengið til þcssara samninga í þcirri trú að þcir fælu í sér meiri atvinnu og atvinnuöryggi innan bænda- stéttarinnar þegar til lcngri tíma væri litið. Á sama veg var það trú að með samningunum yrði rekstr- argrundvöllur landbúnaðarins styrkari. Þá telur stjórn sambandsins að 10% söluskatturinn á matvæli og lækkandi hlutfall niðurgreiðslna brjóti forscndurnar fyrir búvöru- samningunum frá 1985. Minnkandi hlutdcild innlcndra matvæla í ncyslunni rnuni vcrða til þcss að kippa grundvellinum undan at- vinnumöguleikum verulegs hluta bændastéttarinnar. Ennfremur er bent á í athuga- semdunum að minnkandi sala innanlands muni óhjákvæmilega auka þörfina fyrir útflutning á búvöru. Stjórnin gerir athugasemd við niðurskurð á framlögum til rann- sókna og leiðbeininga í landbún- aði, þar sem það muni einungis tefja fyrir nauðsynlegum búháttar- breytingum í sveitunum og er þar enn gengið á skjön við eitt af mcginstefnumiðum búvörulag- anna. Loks er varað við niður- skurði á fjárframlögum ríkisins til jarðræktar og búfjárræktar, því í reynd hafi þessir fjármunir verið nýttir til að koma á búháttarbreyt- ingum og öðrum nýjungum í stór- um stíl undanfarið. Það kemur fram í greinargerð stjórnar Stéttarsambandsins að hún sé fylgjandi endurskoðun og aðlögun verkefna ríkisins, en það verði þó að gera með skipulegum hætti og með heildarsýn að leiðar- Ijósi, því ófært sé að ein lög vinni gegn öðrum. ÞÆÓ Yfirdýralæknir: Heimaslátr- unin eykur hættuá smitdreifingu Settur yfirdýralæknir, Siguröur Sigurðsson sendi í g;er frá sér aðvör- un til bænda um hættuna á smitdreif- ingu sem gæti verið samfara heimas- látrun. Segir í aðvörun yfirdýralækn- is að ýmiss konar hættur geti fylgt hcimaslátrun ef smitsjúkdómar leyn- ast á viðkomandi stað. Þetta stafar í fyrsta lagi af því að crfiöara er að fylgjast mcð útbreiðslu smitsjúk- dóma þegar um heimaslátrun er að ræða, vegna þess að sýni scm myndu vera tekin þegar slátraö er í slátur- liúsi skila sér mjög misjafnlega þegar slátrað er heima. í öðru lagi stafar aukin hætta af því aö úrgangi er ekki alltaf eytt á þann hátt sem nauðsyn- legt er til að forðast smitsjúkdóma. Loks segir yfirdýralæknir að þeim fari nú fækkandi sem kunni að slátra þannig að vel sé viö frumstæð skil- yrði. „Því geta afurðir, scm þannig eru til komnar, verið heilsuspillandi og hættulcgar, ef þær eru settar í dreifingu út fyrir heimilið." í aðvörun sinni hvetur yfirdýra- læknir sauðfjárframleiðendur til að fara með hausa af heimaslátruðu fé, vanþrifafé og vanhaldafé, í sláturhús til heilasýnatöku. Enda hafi nýleg dæmi sýnt að grunsamlegar breyting- ar í heilasýnum eru stundum tnerki um að riða sé komin á bæinn. Loks segir yfirdýralæknir; „Bændur! - forðist verslun með fé og hýsingu með heimafé á kindum af öðrum bæjum, jafnvel frá nágrönnum. Eng- inn ver bæinn betur en þið sjálfir gegn riðusmiti eða öðrum alvarleg- um smitsjúkdómun í búfé.” -BG Frá Hvanneyri. Búvísindadeildin á Hvanneyri 40 ára 1 gær voru 40 ár liðin frá því kennsla hófst í búvísindadeild bændaskólans á Hvanneyri. Af því tilefni var haldin sérstök hátíðarsam- konta á Hvanneyri í gær. Jón Helga- son Iandbúnaðarráðhcrra hélt ávarp af þcssu tilefni og sagði m.a. um búvísindadeildina: „Eins og fleiri stofnanir í okkar þjóðfélagi má upphafið rekja til þess, að framsýnir forystumcnn sáu að mikil þörf var fyrir slíka stofnun hér á landi. Undir forystu Guð- mundar Jónssonar, skólastjóra og fyrir atbeina Bjarna Ásgeirssonar þáverandi landbúnaðarráðherra, voru hendur látnar standa fram úr ermum og málinu hrundið í framkvæmd. Urn þær mundir urðu mikil þáttaskil í íslenskum landbún- aði, sem allir hér þekkja, þegar vélvæðing tók við af afli handar og hests. Slík bylting kallaði að sjálf- sögðu á víðtæka leiðbeiningaþjón- ustu og ráðgjöf fyrir bændur. Og búnaðarsamböndin mættu þeirf^ þörf með ráðunautaþjónustu sinni. Þeir ráðunautar hafa að stærstum hluta komið frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri.'4 Jón Helgason vék einnig að þeim þáttaskilum sem nú eru að ganga yfir íslenskan landbúnað. Hann kynnti í því sambandi þá ákvörðun landbún- aðarráðuneytisins að stofnað yrði sérstakt kennaraembætti við búvís- indadeildina. Kennara þeim er hlyti embættið er ætlað að hafa forgöngu og umsjón með endurmenntun þeirra, sem vinna í þjónustu land- búnaðarins og bænda. -HM Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra. Leitin aö kindakjötinu: Engin vöntun af neinu tagi „Aðalatriðið er að við sjáum ekki að þarna sé um neina vöntun að ræða og þetta virðist ætla að ganga alveg upp,“ sagði Helgi Bachmann, framkvæmdastjóri lánasviðs Lands- bankans, er Tíminn grennslaðist fyr- ir um gang leitarinnar að kindakjöt- inu. „Það er mjög flókið þetta mál, en við búumst við að fá á morgun eða hinn daginn endanlegan botn í málið. Það sem meginmáli skiptir er það að það er ekkert, enn sem komið er, sem bendir til þess að þarna sé um neina vöntun af neinu tagi að ræða. Við erum að nálgast mjög það að fá skýringar á þessum mismun, sem kom fram í fyrstu tölum, og nánast allur mismunurinn hefur fengið sínar skýringar." Sagði hann jafnframt að í kerfinu hafi komið fram mismunur af ýmsu tagi, sem þurfti skýringar við. Það væru ótal hlutir sem gerðust í svona flókinni talningu og meðferð sem þarna væri á ferðinni. Heilmikið af afurðum væri t.d. ekki í birgðastöðv- um eða á leiðinni út úr birgðastöðv- um og til sölustaða. Vegna fréttar Tímans á laugardag um kjötleitina er rétt að taka það fram að blaðið biðst velvirðingar á því sem þar hafði af ókunnum ástæð- um færst úr lagi í því sem haft var beint eftir Guðbirni Jónssyni hjá afurðalánadeild Samvinnubankans. Guðbjörn fullyrti ekki að orsök þess að kjötið væri „týnt” fælist í talning- araðferðum, heldur sagði hann það einungis líklega orsök. Efnislega var fréttin hins vegar rétt eins og Helgi staðfestir í þessari frétt. KB Verðlaunasamkeppni Læknafélags (slands: „Mannvist í þéttbýii“ í tilefni af 75 ára afmæli Lækna- blaðsins hafa læknafélögin á íslandi ákveðið að efna til hugmyndasam- keppni er fjalli um viðfangsefnið “Mannvist í þéttbýli". Samkeppnin er jafnframt hugsuð til heiðurs fyrsta ritstjóra Læknablaðsins, Guðmundi Hannessyni prófessor. Guðmundur var alla tíð baráttumaður fyrir bætt- um húsakosti og betra skipulagi bæja, auk þess sem hann vann gífurlegt starf að heilbrigðismálum. Tilgangur verðlaunasamkeppn- innar er að hvetja fólk til umhugsun- ar um húsakost okkar og umhverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlífi. Verðlaunasamkeppnin er á marg- an hátt sérstök þar sem þátttakend- um eru gefnar mjög frjálsar hendur í efnistökum. Til greina koma rit- gerðir, uppdrættir, myndbönd, myndir Ijóð og hvaðeina sem mönn- um er tiltækt sem tjáningarform. Þó efnistök og efnisval sé frjálst að öðru leyti en það tengist „mann- vist í þéttbýli", þá er ekki ætlast til að teknirséu til umfjöllunarsöguleg- ir þættir þessara mála, heldur þvert á móti nýjar hugmyndir er tengjast skipulagi. húsakosti og hinum fjöl- mörgu þáttum mannlífs í þéttbýli. Bruni í Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út klukkan 5.36 á sunnudags- morguninn, en þá var tilkynnt um eldsvoða í Drápuhlíðinni. Slökkvi- liðið var komið á staðinn tveim mínútum síðar og stóðu þá logar út um glugga á húsinu. Eldurinn reynd- ist þó staðbundinn, að mestu bund- inn við eitt herbergi, en var farin að teygja sig inn í stofuna. íbúðin var full af reyk og stóðu fyrir utan húsið fimm manns, og lék grunur á að sá Hlíðum sjötti væri enn inn í húsinu. Tveir reykkafarar voru sendir inn. tveir til að slökkva eldinn og tveir til að leita að þeini sem enn átti aö vera inni. Inni í húsinu fundu þeir ungan mann, sem var samstundis fluttur út og upp á slysadeild. Greiðlega gekk að slökkva eldinn ogsíðan var staðin vakt fram eftir degi. -SÓL Tíniamynd Fjctur. Athugasemd I frétt í Tímanum (10.10.sl.) þar sem skýrt er frá Fiskmarkaði Norðúrlands er sagt að bilun hafi orðið í gagnaflutningsneti Póst- og símamálastofnunar og uppboðið taf- ist af þeim sökum. Þetta er ekki rétt. í ljós kom að bilun varð ekki í gagnaflutningsnetinu heldur í móð- urtölvu markaðarins hjá fyrirtækinu Itölu í Reykjavík. Fréttin birtist upphaflega í Degi á Akureyri sem fyrir sitt leyti hefur leiðrétt þetta ranghermi. Blaðafulltrúi Pósts- og síma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.