Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. október 1987
Tíminn 3
Gömul skreið til Nígeríu:
SKRIÐUR ER KOMINN
Á SKREIÐARSÖLUNA
Rífandi gangur hefur verið á
skreiðarsölu síðustu vikurnar og er
nú svo komið að skreiðarfram-
leiðendur eru að tína til síðustu
pakkana til að selja til Nígeríu.
Þessi sala upp á síðkastið er skóla-
bókardæmi um framboð og eftir-
spurn. Ekkert gekk að selja skreið-
ina fyrr á þessu ári, en þegar eftir-
spurnin fór fram úr framboðinu,
myndaðist aftur markaður fyrir
skreiðina, og skreiðarframleiðendur
gera nú sitt besta til að anna þeirri
eftirspurn.
Verðið fyrir skreiðina hefur ekki
verið hátt, en virðist fara batnandi.
Sambandið hefurselt töluvert magn,
Pétur Einarsson slatta, Jón Ármann
Héðinsson eitthvert magn, svo og ís-
lenska umboðssalan og Skreiðar-
samlagið.
Sumirhaldaað
sérhöndunum
Heyrst hefur að nokkrir skreiðar-
framleiðendur séu að hamstra
skreiðina og bíða eftir að verðið
hækki enn. Útgerðarfélag Akureyr-
inga er eitt þeirra sem bíður eftir
hærra verði.
„Við höfum nú hingað til haldið
að okkur höndum með garnla skreið
sem við eigum, sem ég tel góða
skreið, og hana vil ég selja fyrir gott
verð. Verðið er alltof lágt, en ég hef
trú á að það hækki eitthvað” sagði
Gísli Konráðsson, framkvæmda-
stjóri Ú.A. og varaformaður í
Skreiðarsamlaginu í samtali við
Tímann í gær.
Skreiðin sem verið er að selja til
Nígeríu þessa dagana, er tveggja til
fjögurra ára gömul skreið sem ekki
var hægt að selja til Ítalíu, en ítalir
eru mun kröfuharðari á skreiðina en
Nígeríumenn. Viðmælendum Tím-
ans bar þó saman um að hún væri alls
ekki slæm, þó ekki væri hún upp á
sitt besta.
-Öruggargreiðslur
„Þessi eftirspurn núna í Nígeríu
lýtur bara eðlilegum verslunarlög-
málum. Mér er sagt að verðið fari
batnandi. Pað er verið að tína til stð-
ustu pakkana, en það eru í mesta
lagi til um 18.000 pakkar í landinu
núna,” sagði Björgvin Jónsson hjá
Hagsmunanefnd skreiðarframleið-
enda í samtali við Tímann um málið.
Skreiðin er öll borguð með óaft-
urkallanlegum bankaábyrgðum,
sem þýðir að viðkomandi við-
skiptabanki gefur yfirlýsingu um að í
viðkomandi banka liggi óafturkall-
anleg bankaábyrgð, þannig að
greiðslur fyrir þessa skreið eiga að
vera öruggar.
—Skuldir á
annan milljarð
Útistandandi skuldir skreiðar-
framleiðenda í Nígeríu munu nú
vera um 12-1400 milljónir króna,
jafnvel hærri segja sumir.
Pétur Einarsson útllytjandi, er
einn þeirra sem nú selur til Nígeríu.
„Aðalatriðið er auðvitað að fá þá
til að borga í viðurkenndum gjald-
cyri. Pað gengur þannig að við höf-
um yfir engu að kvarta. Peir borga
þremur döguni cftir að við leggjum
pakkana inn,” sagði Pétur.
Hann kvað verðið þokkalegt í
dag, cn sagði að líklega væri það
komið í topp og færi ekki hærra.
— Bedid til einskis?
„Þeir sem bíða eftir hærra vcrði,
bíða til cinskis. Pað vita allir að þetta
er talin vera skreið frá 1984 og þá er
eríitt að selja svo gamla skreið fyrir
hærra verö cn býðst í dag. Samning-
ar unt nýja skrcið eru nú i bígerð,
eða eru raunverulega komnir í gang.
Við erum vonandi komnir með 30
aðila sem ætla sér í skreiðina, fái þeir
það vcrð sem reiknað er með,“ sagði
Pétur.
„Upplýsingar Skreiðarsamlagsins
um að verðið fari hækkandi eru tóm
vitleysa. Þeir eiga 20.(KK) bala ósclda
í Nígeríu sem eru að skemmast og
þcir verða brenndir bráðlcga cf þeir
fara ckki að selja þá. Við crum til-
búnir til að kaupa þessa bala af þeim
ogselja þá,“ sagði Pétur cinnig.
-SÓL
140.000 kr. hækkun
á 3ja herbergja íbúð
Byggingarvísitalan hækkaði um
4% milli september og októbcr,
sem samsvarar 140 þús. kr. hækkun
á íbúð sem kostar um 3,5 ntillj. í
byggingu. Vísitalan sem sett var á
100 í júní s.l. er nú komin í 106,5
stig og gildir sú vísitala fyrir nóv-
embermánuð n.k. Hækkunin
undanfarna 3 mánuði jafngildir
rúmlega 27% vcrðbólgu á heilu
ári, en raunveruleg hækkun síðustu
12 mánuði var 20,6%.
Af þessari 4% hækkun nú stafa
3,2% af þeirri 7,23% launahækkun
scm varð nú 1. október. Þar til
viðbótar er 0,4% hækkun vegna
verðhækkunar á eldhúsinnrétting-
um og síðan 0,2% af hækkunum á
ýmsum öðrum vöru og þjónustulið-
um.
Ástæða og aflciðingar framan-
greindrar vísitöluhækkunar er gott
dæmi um hvernig verðhækkanir
valda kauphækkunum og kaup-
hækkanirnar síðan veröhækkunum
- þ.e. verðbólgu - þótt oft sé svo
deilt um hvort er á undan „eggiö
Logi Þormóðsson í ræðustól á undirbúningsfundinum á sunnudag.
Tímamynd: Brein
Útgerðarfélagið Eldey að veruleika:
Hnignun sjávarútvegs
á Suðurnesjum stöðvuð
„Markmið fyrirtækisins er m.a.
að sameina íbúa Suðurnesjasvæðis-
ins í átaki til endurreisnar sjávarút-
vegs. Það er mikið ábyrgðarleysi að
horfa á hnignun þessarar mikiivægu
atvinnugreinar án þess að spyrna
við fótum. Á umliðnum árum höf-
um við misst frá svæðinu mörg þús-
und tonn af sjávarafla með sölu
skipa til annarra landshluta. í dag
eru horfur á því að fleiri skip verði
seld í burtu. Þetta gengur ekki
lengur, víðtækir hagsmunir eru í
veði.“
Með þessum orðum skoruðu
hagsmunaaðilar f sjávarútvegi á
Suðurnesjum á íbúa svæðisins að
mæta á undirbúningsstofnfund
Eldeyjar hf. og styðja með því við
bakið á þessari gamalgrónu og
mikilvægu atvinnugrein á Suður-
nesjum. Fundurinn, sem haldinn
var í Glaumbergi í Keflavík á
sunnudag, var vel sóttur, og af þeim
tæplega þrjú hundruð manns sem
mættu, skráðu 117 sig á blað og
gáfu með því vilyrði fyrir að leggja
fram hlutafé að upphæð um 30
milljónir króna. Áætlað er að halda
stofnfundinn sjálfan fyrir nóvem-
berlok og er þá ætlunin að fyrir liggi
hlutafjárloforð upp á 100.000.000
króna.
Á fundinum á sunnudag var kos-
in framkvæmdanefnd og skipa hana
sjö manns, þeir Karl Njálsson,
Birgir Guðnason, Jón Norðfjörð,
Logi Þormóðsson, Sigurbjörn
Björnsson, Eiríkur Tómasson og
Sigurður Garðarsson.
„Þetta eru sömu mennirnir og
stóðu að þessum fundi. Við gátum
aldrei kallað okkur nefnd, þó við
höfum gert það sjálfir á stundum,
en núna getum við það. Það voru
skrifuð loforð upp á um 30 milljón-
ir, en svo voru fjölmargir sem skrif-
uðu, en eiga eftir að fá samþykki
hjá stjórnum o.fl, þannig að mér
sýnist að við eigum að geta náð
þessum hundrað milljónum“ sagði
Sigurður Garðarsson, einn nefndar-
manna í samtali við Tímann í gær.
Enn hefur staðsetning fyrirtækis-
ins ekki verið ákveðin, en fyrirtæk-
ið ætlar að fara fram á að greiða að-
stöðugjald til allra sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Mikill hugur er í mönnum á
Suðurnesjum og sendi Atvinnu-
málanefnd Suðurnesja í framhaldi
af undirbúningi fundarins frá sér
ályktun sem hljóðar svo: „Atvinnu-
málanefnd Suðurnesja lýsir ánægju
sinni með hugmyndir að stofnun út-
gerðarfyrirtækis á Suðurnesjum,
sem hefur það að markmiði að
stöðva frekari fiskskipasölu af
svæðinu. Atvinnumálanefnd hvetur
ráðmenn til að styðja dyggilega við
alla þá aðila sem vilja með mark-
vissum aðgerðum sporna við frekari
sölu fiskiskipa af Suðurnesjum."
-SÓL
eöa hænan". Launahækkunin í okt-
óbcr stafaöi eins og menn vita að
stærstum hluta af hækkunum al-
mcnns vcrðlags frá júní-september
s.l., sem m.a. orsakaðist af launa-
skriði, scm aftur olli drjúgum
hækkunum á verði ekki síst ýmiss
konar þjónustu og vörum fram-
lciddum innanlands. Hækkunin
skilaði þeim sem hafði 50 þús. kr.
laun í september 3.615 kr. launa-
hækkun og 100 þús. króna mannin-
um 7.230 kr. launahækkun.
Hafi hins vegar einhver þeirra
keypt sér íbúð í byggingu á 3.500
þús. kr. hækkar verð hennar sem
fyrr segir um 140 þús. kr. í þessum
eina mánuði. Þar af eru 112 þús.
kr. raktar til launahækkunarinnar
og 14 þús. kr. til hækkunar á
eldhúsinnréttingum, þar sem
launahækkunin getur einnig átt
hlut að máli. Hækki síðan annað
verðlag nokkurnveginn í takt við
byggingarkostnaðinn - eins og
raunar oftast gerist - og síðan
launin okkar til að bæta okkur upp
verðlagshækkanirnar - og síðan
byggingarkostnaðurinn vegna
launahækkananna o.s.frv. (að ekki
sé nú talað um ef einnig bætist við
gengislækkun) - þá búum við það
til sem stjórnmálamenn nefna
gjarnan „víxlhækkun verðlags og
launa" eða “verðbólguskrúfuna".
- HEI