Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrimurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir '686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Svo sem komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir verulegri lækkun á nokkrum útgjaldaliðum til landbúnaðar í því fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Má þar nefna að framlag til ráðunautaþjónustu Búnaðarfélags íslands er skert verulega eða um fjórðung að raungildi frá síðasta ári. Einnig eru öll framlög til tilraunastöðva landbúnaðarins utan stöðvarinnar á Sámsstöðum felld niður. Þar er um að ræða stöðugildi 10 starfsmanna við tilraunabúið á Korpu og Þormóðsdal, tilraunabúið að Hesti og tilraunastöðvarnar á Möðruvöllum, Reykhólum og Skriðuklaustri. Ljóst er því að ef þetta nær fram að ganga mun starfsemi þessara tilraunabúa stöðvast. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að fellt verði niður framlag ríkissjóðs til mats á landbúnaðaraf- urðum, jarðræktarmála og héraðsráðunauta. Að síðustu er áformað að afnema framlag ríkissjóðs til Áburðarverksmiðju ríkisins. Alls nemur niðurskurðurinn um 190 milljónum króna. Nú skal ekki gert lítið úr þvf að reynt sé að draga úr útgjöldum ríkissjóðs og markmið fjármálaráð- herra um að koma á jafnvægi á rekstur hans er góðra gjalda vert og sjálfsagt að styðja. Til að svo megi verða hlýtur landbúnaðurinn sem og aðrar atvinnugreinar að þurfa að taka á sig byrðar. Hins vegar er ekki sama hvernig að þeim aðgerðum er staðið. Jón Helgason landbúnaðarráðherra hefur mót- mælt þessari miklu skerðingu. Hann hefur á undan- förnum árum tekið á málefnum landbúnaðarins af mikilli festu með það að markmiði að draga úr - en jafnframt að tryggja - eðlilega framleiðslu hefð- bundinni búvara. Þeim aðgerðum fylgja marghátt- aðir erfiðleikar fyrir bændur sem ekki verða umflún- ir, en jafnframt verða menn að gera sér ljósa þá hættu ef ekki er gætt hófs í öðrum samdráttarað- gerðum í landbúnaði af hálfu ríkisvaldsins meðan breytingarnar eiga sér stað. Áð tillögu landbúnaðarráðherra hefur ríkis- stjórnin skipað þriggja manna nefnd þar sem í eiga sæti fulltrúar stjórnarflokkanna. Nefndinni er ætlað að gera tillögur um á hvern hátt verði hægt að ná markmiðum í tillögum fjármálaráðherra um lækkun framlaga til landbúnaðar s.s. með hagræðingu í rekstri stofnana, eigin tekjuöflun þeirra og tekjuöfl- un fyrir ríkissjóð að því marki sem ekki er unnt að draga úr framlögum hans. Með þessu leggur landbúnaðarráðherra áherslu á að eðlilegt sé að leitað sé sparnaðarleiða í landbún- aði en jafnframt að það sé gert af fullri ábyrgð. Breytt landbúnaðarstefna og búháttabreytingar krefjast verulegra rannsókna og leiðbeininga og þar sem annars staðar er þekking forsenda farsælla breytinga. Endurskoðun á þessu starfi er nauðsyn- leg, en gæta verður hófs í breytingum. Annað leiðir ekki til góðs. Þriðjudagur 20. október 1987 GARRI HEIMTUFREKJA AlþýAublaðið var á laugardag nieA leiAara scni bar fyrirsögnina Slöpp stjörnarandstaöa. Þar cr því haldið fram aö núna, þegar fjár- lagafruitivarpiö er komiA frant, sýni þaA sig aA stjórnarandstaAan sé óvenju slöpp. Þannig séu þing- menn stjórnarandstöAunnur ekki santmála um einstök atriAi og bafi þuA endurtekiA sig aö þingmenn sama stjórnarundstööuflokks hafi boriö hrós á og gugnrýnt sömu þættina i frumvarpinu til skiptis. Þá segir AlþýAublaAiA þarna aö þaö sé oft engu líkara en aö ntenn ræöi ekki málin saman innun flokk- unna áöur en þeir rölti upp í ræöustól á Alþingi. I.íka liufi stjórnarandstaöan veriö óvenju ómálefnaleg aö þessu sinni, miklu púöri sé variA í tilfinningalegar upphrópunir og kosningaræöur, en lítiö tckiö á málunum af þekkingu, dómgreind og skynsemi. Hér þykir Garra raunur aö félag- ur hans á AlþýAublaAinu séu komnir út á nokkuA hálar bruutir. BlaAamenn þurfu aö gæta þess aö sýna ckki óeölilegu hcimtufrckju i skrifum sínum. Og Garri sér ekki betur en þaö sé einmitt óeölileg heimtufrekja aö ætlust til þess uö núverandi stjórnarandstaAa sé yfir höfuö fær um aö hulda uppi mál- efnalcgri gagnrýni á stefnu ríkis- stjórnurinnur. Norðanstulka og prófessor stjómarandstööuflokkurínn sem segja má aö mark sé takundi á eins og inálin standu í dag. Og allir vita um ástandiö þar á bæ. Eftir heldur lciöinlega útreiö í síöustu kosningum, þar sem ■ Ijós kom aö flokkurinn var oröinn mál- efna- og stefnulaus nánast yfir heilu línuna, þá stendur hann núna frammi fyrir því aö vclja sér nýjan formann. Núna stendur valiö svo á milli annars vegar tiltölulega lítiö þekktrur en aö visu heldur gæfu- legrar noröanstúlku og hins vcgar prófessors í stjórnmálum aö sunnan, sem ekki liefur gengiö nema miAlungi vel aö afla sér fjöldahylli. Aftur hefur prófessor- inn sýnt sig aö vera haröur í því aö smala á sig fylgjcndum innan flokksins, eins og bcst kom í Ijós hér fyrir helgina í kringum kosn- ingu landsfundarfulltrúa flokksfé- lagsins í Reykjavík. ÞaA liggur Ijóst fyrir aö núna eru alþýAubandulagsmcnn svo upp- teknir viö aö bítust innbyrAis og rífa æruna hver uf ööru aö þuA er ekkert annaA en óeðlileg hcimtu- frekja að ætlast til þess mcðan svona stendur á að þcir gcfi sér líka tíma til aö fjalla uin fjármál ríkisins af þckkingu, dómgreind og skyn- semi eins og AlþýAublaAiö lcyfir sér uð fara fram á. Að synda yfir Önundarfjörð nær því aö vera vit í því sem sagöi í þessum sama leiöara um Kvcnna- listann. Þar sagði að hann hefði ekki enn endurheimt tíltrú lands- manna eftir brotthluup sitt úr stjórnarmyndunarviðræAunum í vor, því aö þar hati þær sýnt „svart á hvítu ógrundaöa þrjósku við lögbindingu á lágmarkslaunum, vanhæfni til ákvöröunartöku, stjórnleysi og skort á hugrekki til stjornunar." Þess vegna hafi Kvcnnalistinn gloprað niöur sterkri stöðu fyrir síöustu kosningur, og hann eigi nú langa leið fyrir höndum áður en hann nái tiltrú kjösenda á ný. Og síöan segir AlþýðublaAiA: „Ef Kvennalistinn á ad sleppa undan sláturhníf kjósenda við nsestu kosningar verðurhann eigin- lega að taka sér Sxunni kú til fyrirmyndar, sein fíýði frá hús- bxndum sínum og sýndi það hug- rekki og sjálfstæði að synda þvert yfir Önundarfjörð. Það sund varð hcnni til lífs. Á sama hátt verða forystumenn Kvennalistans að rífa sig lausar úr múlhandi falskrar samhyggju og hugleysis, og leggj- ast til sunds í köldum sjó stjórnmál- anna, með kúrsinn kláran og fvrir- heitna landið í sjónmáli handan fjarðarins." ■ Alltaf er nú gainan að því þegar menn sýna póctísk tilþrif í stíl. Og þettu á jafnvel Alþýöublaðið til. Það lcynir margur á sér. Garri. Alþýöubandalagiöerraunarcini Aftur á móti þótti Gurra vera VÍTT OG BREITT lli GASKAFULL SAMEINING Alþýðubandalagið hefur nú læknast af höfuðmeini sínu og eru umskiptin svo snögg að flokks- menn hafa ekki áttað sig á batanum og standa enn hvæsandi hver fram- an í annan af gömlum vana. Miðstjórnarfundur staðfesti í haust þá hugmyndafræði sem mörkuð var á Varmalandi að flokk- urinn væri svo leiðinlegur að hann ætti sér ekki viðreisnar von og myndi hreinlega drepast úr leiðind- um ef ekki yrði rótað upp í liðinu, sem aldrei hefur neitt annað en svartagallsraus til mála að leggja. Valinkunnir forystumcnn skrifuðu rökstuddar skýrslur af eðlislægu húmorleysi um hvað þeir væru leiðinlegir og sáu engar leiðir út úr ógöngunum vegna bölsýni og innantómrar ódöngunar í sálarlíf- inu. Sem frægt er orðið er farið að ganga þó nokkuð vel að lækna fólk af áfengissýki. Fyrsta sporið er að fá fylliraftana til að skilja hvílíka hremmingu þeir hafa kallað yfir sig með brennivínsþambinu og að þeir eru alkóhólistar. Þegar þeir loks skilja að þeir eru haldnir erfiðum sjúkdómi er fyrst hægt að hefjast handa um lækningu. Bráðfyndinn flokkur Svipað er farið um allaballa. Þeir hafa ráfað um í upploginni sæluvímu um hvað þeir væru skemmtilegir, menningarlegir, gáf- aðir, stjórnvitrir, friðsamir, þjóð- hollir, og yfirleitt afbragð annarra manna, andstætt öllum leiðinda- púkunum sem fylgja öðrum stjórn- málaflokkum að málum. í sinni upphöfnu vímu hafa þeir aldrei veitt athygli hvað þeir hafa verið skelfilega leiðinlegir í augum annarra, fremur en málóð og sjálf- hælin fyllibytta í hópi allsgáðra. En eftir að miðstjórnin greindi sjúkdóminn er lækning hafin. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Alþýðubandalagið er orð- inn bráðskemmtilegur flokkur, eig- inlega alveg sprenghlægilegur. í flokksstarfinu rekur hvert skemmtiatriðið annað og tekur hver grínistinn öðrum fram. Alla- ballar hafa sannarlega rekið af sér slyðruorðið og fylgist þjóðin spennt með öllum þeim kátínu- brögðum sem beitt er til að sýna og sanna hve Alþýðubandalagið er orðinn skemmtilegur flokkur, full- ur upp með húmor og sprell. Revían sem sett er upp í tilefni formannskjörs er sönnun þess að allaballar hafa rifið sig upp úr leiðindavímunni og trúðleikarnir orðnir almennt aðhlátursefni. Fjölmiðlarnir skilja skemmtana- gildið og rekja garnirnar úr hverj- um brandarakarli og -kerlingu af annarri, sem verður hvergi orða vant í þeirri viðleitni að sýna hvað Alþýðubandalagið er sniðugur og fyndinn þjóðmálavettvangur. Skemmtileg úrslit I næsta mánuði á að halda skemmtilandsfund og þar á að fara fram formannskjör. En af gaman- semi sinni hafa allaballar verið að kjósa formann á hverjum fundin- um af öðrum og ráðast úrslitin aftur og aftur og hafa allir betur. Síðasti skemmtifundur var hald- inn í höfuðborginni um helgina og þar tókust Reykvíkingar á um Akureyring og Reyknesing, sem ekki er lélegri Hafnarfjarðarbrand- ari en hver annar. Úrslit liggja fyrir. Bæði Akur- eyringur og Reyknesingur höfðu sigur, sem þýðir að bæði karla- og kvennaveldi eru ofaná. Að vísu er aðalskemmtiatriðið eftir, sem er landsfundurinn, þar sem flokkslög segja að eigi að sitja minnst 40% kvenna og 40% karla, enda var fjölda kjörinna karla húrrað út af fulltrúalistanum og kvensur settar inn. Afskaplega sniðugt! Eftir fulltrúakosningu hafa nokkrir forystusauðir komið i fjöl- miðla og sagt nokkra lauflétta um niðurstöður og ástand og horfur í ' skemmtiflokki sósíalista. Formaður fundagleðinnar kvart- ar einhver ósköp yfir að arftaki hans hafi látið nafnalista ganga um sali og telur gróft brot á öllu velsæmi að frambjóðandi reyni að ota sínum tota. Flokkseigendur allaballa eru svo illa haldnir af pólitísku skírlífi að þeir hafa aldrei látið sér til hugar koma að það gæti gerst að einhver félaginn léti neitt uppi um styrk sinn innan flokksins sjálfum sér til upphefðar. Og það í andstöðu við frambjóðanda flokks- eiganda, sem þar með eru sjálf- krafa handhafar þjóðfrelsis og sós- íalisma. Tilvonandi formaður hefur alla burði til að sameina alla vinstri menn í landinu í einum stórum, stórum flokki. Hann hefur 20 ára reynslu í sameiningaræfingum og enn er hann að sameina. Um hann sameinast allir glaðlyndir allaballar gegn flokkseigendaklíkunni og öðrum leiðindum og ekki verður staðar numið fyrr en sameiningar- gleðin ríkir ein. Alþýðubandalagið er orðinn glaðlyndur og skemmtilegur flokk- ur sem enn á eftir að auka þjóðinni ánægju með skringilegum uppá- tækjum og glaðværum bellibrögð- um. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.