Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 20. október 1987 Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö: Sleppur notalega við niður- skurðinn Til þessa ráðuneytis renna 3.109 nt.kr. eða5,2% af heildarútgjöld- um ríkisins. Hér cr um að ræða aukningu upp á 39% frá fyrra ári. Yfirstjórn ráöuneytisins tekur til sín rúntaól m.kr. Langstærstur hluti fjármagnsins rennur til dómsmál- anna, en til þeirra hluta fara 2.766 m.kr. eða 89% fjárveitingarinnar. Til kirkjumálanna eða þjóðkirkj- unnar renna 281.5 m.kr. eða 9%. Dómsmálin og laganna verðir Til livers kyns dóms- og löggæslu- starfsemi í sveitarfélögum landsins fara 1.790,5 m.kr. Löggæslan og framganga réttlætisins í Reykjavík einni saman kosta 674 milljónir króna. Til dæmis má nefna að stöðu- gildi við Lögregluna í Reykjavík eru 278 eða sama tala og í ár, þannig að öryggismál rcykvískra borgara virð- ast í góðu lagi. Til þeirra 25 embætta sýslumanna og bæjarfógeta, sem eru utan höfuð- borgarinnar fara nálægt 1.117 m.kr. En við þessi embætti er samtals gert ráð fyrir að séu 250 stöðugildi, talsvert færri cn í Reykjavík. Að vísu fá Hafnfirðingar tvo lögreglu- þjóna til viðbótar og Strandamenn hálfan lögregluþjón. Talsvert fjármagn rennur til þess að gera fínt í kringum laganna verði, því í það eru ætlaðar 135,5 m.kr. á næsta ári og fá Vestmannaeyingar þar stærsta bitann eða 25 milljónir króna. Múrinn í þau málefni, sem lúta að gæslu og eftirliti mcð afbrotamönnum, er gert ráð fyrir að eyða rúmlega 175 m.kr. og er það um 46% aukning frá fyrra ári. Ein meginbreytingin í þessum málaflokki er stofnun nýs fangelsis, sem staðsett er í Kópavogi og verður til að hýsa kvenfanga, en þau mál hafa verið í megnasta ólestri um langa tíð. Unglingaheimilinu sem þar var áður til húsa verður fundinn annar samastaður. Samkvæmt frumvarpinu á að veita l, 6 m.kr. til „meiri háttar" eigna- kaupa til vinnuhælisins að Kvía- bryggju, þannig að greinilegt er að vistmenn á þeim stað eiga von á „meiri háttar" bifreið og „meiri háttar" mublum. Landhelgisgæslan Einn stærsti einstaki pósturinn í fjárveitingum dómsmálaráðuneytis- ins er Landhelgisgæslan, en hún fær rúmlega 371 m.kr. í sinn hlut og er það 27% hækkun frá fyrra ári. Ekki er þó gert fyrir aukningu á þjónustu eða úthaldi skipa og flugvéla Land- helgisgæslunnar. Hins vegar er at- hyglisvert að liðurinn yfirstjórn hækkar langmest í fjárveitingunni og nemur sú hækkun rúmum 15 m. kr. eða 66%. Kirkjumálin Til að viðhalda velferð íslendinga á geistlega sviðinu er þjóðkirkjunni skaffaðar 281,5 m.kr., sem er 32% aukning frá síðasta ári. Stærsti liðurinn í útgjöldum til kirkjumála eru laun presta og próf- asta, en þau eru áætluð tæplega 170 m.kr. 1988. Á fjárlagaárinu 1988 er heimilt að hafa 124 presta á launum. Eannig að með um 5 lausráðnum klerkum leggur ríkissjóður 1,3 m.kr. til þjónustu hvers prests. Ekki fjölg- ar prestum mikið og aðeins er talin þörf á að bæta þar úr í Reykjavík, þar sem heimilaðar eru stöður tveggja presta til viðbótar. Kristnisjóður er eini tekjustofn- Löggæsla í Rcykjavík kostar 600 milljónir á næsta ári. inn, sem kirkjan hefur til umráða og skal hún nýta sjóðinn til að efla kristna trú og siðgæði í landinu. Sjóður þessi, sem erbeint framlag úr ríkissjóði er grundvallast á hámarks- laununt presta í aflögðum presta- köllum, fær rúmar 14 m.kr. á næsta ári. Af þessum sjóði er m.a. sérlegur blaðafulltrúi kirkjunnar fjármagn- aður og húsakaup kirkjunnar á Suðurgötunni í Reykjavík. Þá fær söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar um 11 m.kr. til að rækja sitt starf. Við þennan fjárlagalið kemur fram að 3,1 milljón kostar að flytja og koma upp orgeli, sem embættið fékk að gjöf frá Þýskalandi. Sérstakur sjóður er til þess ætlaður að veita einstökum söfnuðum lán til kirkjubygginga og hefur hann 4,4 m.kr. til umráða 1988. Á sama tíma eru settar 10 milljónir í Hallgríms- kirkju og 7 milljónir í Hóladóm- kirkju. Frumvarpshöfundar verða vart sakaðar um að hafa beitt niðurskurð- arhnífnum á þær stofnanir í þessu þjóðfélagi, sem passa upp á okkar andlega og líkamlega öryggi. Að vísu virðist varðveisla líkamlegrar velferðar vera erfiðari, því að meðal- tali hefur hver löggæslumaður 462 íslendinga í sinni umsjá á meðan hver klerkur þarf að rækta rúmlega 1800 sálir. - ÞÆÓ Orkustofnun: Áttatíu gráðu heitt vatn fannst í Hrísey Vandi Hitaveitu Hríseyjar hefur nú verið leystur, a.m.k. um nána framtíð. Síðan árið 1984 hefur Jarð- hitadeild Orkustofnunar gert ítar- legar rannsóknir á jarðhitasvæðinu f Hrísey. { framhaldi af því voru síðan í haust boraðar könnunarholur sem staðfestu vísbendingar um að heitt vatn streymdi svo til lóðrétt upp af um 100 metra dýpi. í beinu fram- haldi af könnunarholunum hófst borun víðrar vinnsluholu og gefur hún rúmlega 80 gráðu heitt vatn. Þess er einnig vænst að vatnið sé súrefnissnautt sem minnkar hættu á útfellingum. Hins vegar ber þess að gæta, að ekki er búist við ótæmandi orkulind þarna þvi við mikla vinnslu í langan tíma gæti vatnið kólnað á ný. Hins vegar er talið að vandi hitaveitunnar sé leystur á næstu árum og jafnvel áratugum. Það var borfyrirtækið Isbor sem annaðist borunina í náinni samvinnu við sérfræðinga Jarðhitadeildar Orkustofnunar. Hitaveita Hríseyjar hefur undan- farin ár eingöngu fengið vatn úr láréttu leku jarðlagi á um 100 metra dýpi. Sökum íblöndunar kalds vatns hefur heita vatnið kólnað mikið í dælingu sem upphaflega var þó 70 gráðu heitt. Kalda vatnið hafði ein- nig mikil vandamál í för með sér þar sem það er súrefnisríkt og hreinsanir á hitaveitulögnum sökum útfellingar voru því mjög tíðar. ABS Frá boruninni í Hrísey. Ljósmynd: Ólafur G. Flóvenz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.