Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 20. október 1987 Þriðjudagur 20. október 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Islandsmótið í handknattleik, 1. deild: Stórsigrar Vals og FH Fimmta umfcrð 1. deildar karla á íslandsmótinu í handknattleik, síð- asta umferðin fyrir hálfs mánaðar landsliðshlé, var leikin um helgina. FH- ingar héldu uppteknum hætti og unnu stórsigur á Fram og hefur liðið gert 33 mörk að meðaltali í leik. Valsmenn rúlluöu Blikum upp í Digranesi og ÍR-ingar unnu nokkuð óvæntan sigur á KR. Minnstu mun- aði að Þórsarar kræktu í sín fyrstu stig á Akureyri en KA-menn sem voru aðeins tveir í vörn síðustu sekúndurnar töpuðu fyrir Víkingum. ÍR-KR 20-18 (9-7) ÍR-ingar ætla sér ekki niður í 2. dcild baráttulaust, reyndar er alls- endis óvíst að þcir fari nokkuð þangað aftur í bráð. Brciðhylting- arnir sigruðu ncfnilcga KR-inga í íþróttahúsi Scljaskóla á sunnudags- kvöldið með 20 mörkum gcgn 18 eftir aö staðan í hálfleik hafði verið 9-7 heimaliðinu í hag. Leikurinn var æsispcnnandi, nokkuð mikiö um mistök cn stór- skcmmtileg tilþrif sáust inn á milli. KR-ingar áttu á brattann að sækja mcst allan lcikinn, undir lokin virtust þcir þó hafa hann í hcndi scr og voru einu marki yfir og cinum flciri. Það dugöi ckki, Guðmundur Þórðarson þjálfari ÍR-inga og þeirra lielsti leikmaöur leiddi sína menn til sigurs mcð því að skora sjálfur og lcggja síðan upp tuttugasta markiö. Ólafur Lárusson var bcstur KR- inga, skoraöi scx mörk og var raunar cini Vcsturbæingurinn scm vcrulcga kvað að auk Gísla Fclix í markinu scm varði mcðal annars tvö víti. Hrafn Magnússon markvörður IR-inga átti mjög góðan leik og varði ótrúlcga á mikilvægum augna- blikum í lciknum. Guðmundur Þórðarson var bcsti útilcikmaöur íR-inga, kraftmikill í vörn scm sókn. Frosti Guölaugsson var góður í horninu cn stundum þó helst til of bráður þcgar bctra hcfði verið að stilla upp. Bjarni Bessason lék vcl í vörninni ogStefán Kristjánsson KR- ingur komst lítið álciöis gcgn honum. Mörkin: ÍR: Frosti 4, Gudmundur 4(1), Ólafur 4(4), Orri 3(1), Bjarni 2, Matthias 2 og Magnús 1. KR: Ölafur 6, Jóhannes 5(3), Konráð 3, Stefán 1, Guðmundur 1. Sigurður 1 og Þorsteinn 1. FH-Fram 36-26 (14-12) Þeir eru illviðráðanlegir Þorgils Óttar og Héðinn Gilsson þegar sá gállinn er á þeim. Því fcngu Framar- ar að súpa seyðið af í Firðinum á sunnudagskvöldiö. Eftir að hafa staðið í FH-ingum í fyrri hálfleik misstu Framarar þá langt á undan sér í upphafi síðari hálfleiks enda fór þá sirkus þcirra Hafnfirðinga veru- lega í gang með Héðin og Þorgils Óttar frcmsta í flokki. Þegar upp var staðið höföu FH-ingar unnið sigur 36-26. Framarar byrjuðu þennan leik skynsamlcga, voru yfirvegaðir í sóknarlcik sínum og reyndu hvað þcir gátu að halda hraðaupphlaup- um FH-inga í skefjum. Þá voru þeir biáklæddu tilbúnir að fara í hrað- aupphlaup sjálfir og þannig halda FH-ingum á jörðinni. Fyrri hálf- leikurinn varð því jafn og FH hafði aðeins tvö mörk yfir í lcikhléi. í upphafi síðari hálfleiks fór vél þeirra Hafnfirðinga í gang og eftir stutta stund var staðan orðin 19-13 og ckki spurt aö leikslokum. Hraöi Hafnfirðinga var slíkur að cngin héldu bönd og náði sirkusinn há- marki cr Þorgils Óttar óð inní teig úr einu hraðaupphlaupanna, snéri sér heilhring í loftinu og skoraði af öryggi framhjá ráðvilltum Guð- mundi markverði. Júlíus Gunnarsson vakti hvað mestar vonir Framara cnda skoraði hann 13 mörk, þar af 7 úr vítum. Framarar rcyndu að taka tvo FH- inga úr umfcrð cn þá blómstraði Þorgils Óttar í stöðunni einn á móti cinum. Hann skoraði 12 mörk og cr nú markahæstur í 1. dcild. Héðinn stóð Þorgils ckki langt að baki mcð 9 mörk. FH-ingar hafa cnn ekki tapaö lcik í dcildinni og í slíkum ham sem þcir hafa veriö í tvcimur síðustu leikjum verður erfitt að stöðva þá. Víkingur-KA 28-23(16-12) Víkingar sigruðu KA-menn í Laugardalshöllinni á laugardaginn mcð 28 mörkum gcgn 23. Lcikurinn var nokkuð jafn þótt Norðanmenn ættu á brattann að sækja. Staðan var 19-17 þegar fimmtán mínútur voru eftir en þá klúðruðu KA-menn hraðaupphlaupi og Víkingar skor- uðu. Eftir það var ekki spurt að leikslokum. Karl Þráinsson var bestur Víkinga í þessum leik en aðrir hafa oftast leikið betur. Reyndar er augljóst að liðið er ekki í sínu besta formi, Guðmundur Guðmundsson virkar þreyttur, Kristján er ekki kominn í æfingu í markinu og lcikkerfin ganga hcldur þunglega. Það kannski sýnir sig hversu sterkt liðið er að þrátt fyrir þctta formleysi er það við toppinn. Hins vegar er Ijóst að Víkingar verða að bæta sig ætli þeir að tróna þar í vor. Pétur Bjarnason átti góðan dag í liði KA, snjall leikmaður með tækn- ina í góðu lagi. Vörn KA manna var slök en annars cr liðið orðið nokkuð “sjóað“ og menn eins og Brynjar Kvaran, Guðmundur Guðmunds- son, Erlingur Kristjánsson og Frið- jón Jónsson hafa allir góða reynslu. Dómararnir Guðmundur Kol- Valsmenn 8 og það þrátt fyrir að Guðmundur Hrafnkelsson verði hvert skotið á fætur öðru í marki UBK, þar af mörg í galopnum færum. Munurinn jókst enn og var á tímabili 12 mörk en endaði í ellefu. Vörn Vals var mjög sterk í leikn- um eins og markatalan gefur raunar til kynna. Vörnin varði t.d. 14 skot Blikanna og urðu fjölmörg hrað- aupphlaup til eftir það en auk þess varði Einar Þorvarðarson 18 skot. Sóknin var stcrk framanaf en mis- tökunum fjölgaði er á leið. Liðið á greinilega töluvert inni enn þótt ekki hafi reynt á það í þessum leik. Blikarnir voru ákaflega daprir og sóknin vandræðaleg. Vörnin batnaði til muna er á leið en liðið var einfaldlega helmingi slakara en Vals- liðið í þessum leik. Hjá Val var Júlíus Jónasson sterkastur í sókninni en vörnin lék vel sem heild og Einar var öruggur þar fyrir aftan. Hjá Blikunum má nefna einstaklings- framtak Hans Guðmundssonar og Magnúsar Magnússonar og stórkost- lega markvörslu Guðmundar Hrafn- Staðan í 1. deild FH............. Valur ......... Víkingur....... Breiðablik .... Stjarnan....... KR ............ ÍR............. KA ............ Fram........... Þór............ 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 165-109 10 110-77 135-116 96- 103 119-127 115-117 102-115 97- 116 110-133 99-135 9 8 6 6 4 4 2 1 0 Geir Sveinsson fyrirliði Valsmanna svífur inn í vítateig Breiðabliks og skorar framhjá Guðmundi Hrafnkelssyni. Kristján HalldÓrSSOn fylgist með. Timamynd Pjetur. Heildarvinningsupphæð: 5.066.643,- 1. vinningur var kr. 2.542.189,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 757.704,- og skiptist hann á 262 vinningshafa, kr. 2.892,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.766.750,- og skiptist á 9.550 vinningshafa, sem fá 185 krónur hver. Upplýsingasími: 685111 beinsson og Þorgeir Pálsson áttu heldur dapran dag að þessu sinni. Mörkin: Vikingur: Karl 6(1). Sigurður 5(1), Arni 4, Bjarki 4, Guðmundur 3, Hilmar 3 og Siggeir 3. KA: Pétur 9(1), Eggert 3, Erlingur 3, Guðmundur 3, Friðjón 3(1), Axel 1 og Hafþór 1. UBK-Valur 14-25 (7-13) Valsmcnn gjörsigruðu Breiða- bliksmenn þegar liðin mættust í 1. deildinni í handknattleik í Digranesi á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 25-14 eftir að Valsmenn leiddu 13-7 í hálfleik. Blikarnir léku án fyrirlið- ans, Björns Jónssonar og söknuðu þeir hans sárlega, sérstaklcga í sókn- inni. Það liðu 12 mínútur og sjö mörk áður en Blikarnir komust á blað á heimavelli sínum í Digranesinu. Allt benti til að Valsmenn ætluðu hrein- lega að keyra yfir Blikana, vörn þcirra Kópavogsbúa opnaðist oft illa og sókn þeirra gekk hreinlega ekki „á öllum" án Björns leikstjórnanda. Eftir góðan kafla Blika í upphafi síðari hálfleiks minnkaði munurinn úr 7 í 3 mörk en Valsmenn hrukku í gang aftur. Næstu 19 mínútur skor- uðu Breiðabliksmenn eitt mark en kelssonar í síðari hálfleik en liðið var sem fyrr sagði langt frá því sem best hefur sést til þess. Mörkin, Valur: Valdimar 9, Júlíus 5(3), Jón 4, Jakob 3, Geir 2, Theodór 1, Þorbjöm 1. Einar varði 18 skot. Breiðablik: Hans 6, Magnús 5, Aðalsteinn 1, Tryggvi 1. Guð- mundur varði 18(1) skot, þar af 13(1) í síðari hálfleik. Þór-Stjarnan 22-23 (11-12) Stjörnumenn fóru með öll stigin úr hörkuviðureign sem var bæði jöfn og spennandi. Eftirað Stjörnumenn voru komnir 3 mörkum yfir á tíma- bili í síðari hálfleik jafnaðist leikur- inn á ný og var allt í járnum á lokamínútunum og mikil stemmning í höllinni á Akureyri. Hermundur Sigmundsson var atkvæðamestur Stjörnumanna og Sigurjón Guð- mundsson stóð sig vel í horninu auk þess sem Sigmar Þröstur Óskarsson varði vel. Hjá Þór lék Ólafur Hilm- arsson mjög vel og einnig þeir Árni Stefánsson og Ingólfur Samúelsson á línunni. Mörkin, Þór: Sigurpáll 7(6), Árni6, Ingólfur 4, ólafur 3, Jóhann 2. Stjarnan: Hermundur 8(5), Sigurjón 6, Hafsteinn 3, Gylfi 3, Skxili 2, Einar 1. -hb/þb/jb/HÁ ÍÞRÓTTIR MOTANEFND HSI SEGIR AF SÉR Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að segja af sér. Ein af aðal ástæðum þess er frestun á 6. umferð 1. deildar íslandsmótsins í handknattleik sem Tíminn sagði frá í síðustu viku. Sú frestun er til komin að kröfu Samtaka fyrstudeildarfélaganna vcgna keppnisferða landsliða. Stjórn HSÍ samþykkti að fresta umræddum ieikjum en inótanefnd hinsvegar ekki. I framhaldi af því ákvað nefndin að segja af sér, nefndarmenn töldu ekki ástæðu til að sitja iengur eftir að Ijóst var að þeir höfðu engin áhrif á málalok. Auk þessa máls er um að ræða ýmis önnur atriði sem nefndarmenn eru óá- nægðir með, m.a. að ekki skuli vera starfsmaður mótanefndar á launum. Forsaga þessa máls er sú að KR-ingar ákváðu að senda ekki sina menn með unglingalandsliðinu í kcppnisferð vegna þess hversu stutt væri i næstu umferð. FH-ingar létu einnig í Ijós óánægju og vildu fá leik sínum í 6. umferð frestaö. Mótanefnd vildi ekki breyta skipulagi íslandsmótsins og stóð á tímabili til að hætta við ferð ungiingalandsliðsins. Af því varð ekki eftir að stjórn HSÍ sam- þykkti að fresta 6. umferð að beiðni samtaka 1. deildarfélaganna án samráðs við mótanefnd og í framhaldi af því ákvað mótanefnd að segja af sérsem fyrrcrsagt. -HÁ Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Spennandi viðureign Grindvíkinga og KR - Haukar ekki í minnstu vandræðum með Þórsara - 48 stiga munur á Hlíðarenda Henning Henningsson Haukamaður á leið að körfu Þórsara. Hcnning stóð sig vel og skoraði drjúgt meðan Pálmar sat á bekknum. Tímamvnd Pjetur. Körfuknattleikur, 1. deild kvenna: Fyrstu stig tíl UMFN og ÍS Njarðvíkurstúlkur og Stúdínur sigruðu í fyrstu leikjum íslandsmótsins í körfuknattleik í 1. deild kvenna sem hófst um heigina. UMFN fékk KR í heimsókn og sigraði með 45 stigum gegn 32 eftir að hafa yfir 25-17 í hálfleik. Hjá KR var Ásta Sveinsdóttir stigahæst meö 16 stig en Þórunn Magnúsdóttir og Harpa Magnúsdóttir skoruou T2 stig fyrir UMFN. KR-liðið teflir nú fram mjög breyttu liði frá fyrra ári og eru fjórir bestu leikmenn liðsins frá fyrra ári ekki mcð. Nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar ÍS sigruðu ÍR 46-43 í Kennaraháskólanum í gærkvöldi eftir að ÍS hafði 6 stiga forystu í leikhléi. -ms/HÁ Fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik lauk á sunnudags- kvöldiö. Úrslit í umferðinni urðu á allan hátt cins og búist var við nema hvað Grindvíkingar veittu KR-ing- um óvænta mótspyrnu og máttu Reykjavíkurmeistararnir þakka fyrir að sleppa með stigin í bæinn. Haukar áttu ekki í vandræöum með Þórsara á laugardaginn og yfirburðir Valsm- anna yfir Breiðablik voru algerir. UMFG-KR 70-77 (36-35) Það er óhætt að segja að Grindvík- ingar hafi staðið fyrir sínu í fyrsta leik sínum í úrvalsdeild körfuknatt- leiksmanna. KR-ingar sóttu þá heim og unnu í spennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokamínútunni. Grindvíkingar komu KR-ingum í opna skjöldu strax í byrjun með góðum varnarleik og áður en KR- ingar höfðu áttað sig voru Grindvík- ingar komnir í 14-6. KR-ingar minnkuðu muninn í 14-13 og eftir þetta munaði litlu á liðunum. í hálfleik var Grindavík yfir 36-35. KR-ingar mættu grimmir til seinni hálfleiks á meðan Grindvíkingar fundu ekki sömu stemningu í liðinu og í fyrri hálfleik og KR-ingar kom- ust yfir 42-41 og síðan 54-46 eftir 10 mín. leik. Grindvíkingar tóku þá fjörkipp og náðu að jafna 70-70 á 38. mín. vel studdir af 270 áhorfendum. KR-ingar voru sterkari á endasprett- inum og skoruðu síðustu 7 stigin, lokatölur 77-70. Leikurinn var hraður og spenn- andi og ágætis skemmtun fyrir áhorf- endur. Guðmundur Bragason átti góðan leik hjá Grindavík og var sérstaklega harður í vörninni. Þá stóðu Rúnar Árnason, Eyjólfur Guðlaugsson og Steinþór Helgason fyrirsínu í jöfnu liði. Birgir Mikaels- son og Guðni Guðnason voru mest áberandi hjá KR. Símon Ólafsson og Ástþór Ingason áttu einnigágætis leik. Jóhann Dagur Sigurðsson og Sigurður Valgeirsson dæmdu ágæt- lega og höfðu góð tök á leiknum. Stigahæstir, Grindavík: Guðmundur Bragason 16, Eyjólfur Guðlaugsson 12, Stein- þór Helgason 12, Rúnar Ámason 10. KR: Birgir Mikaelsson 18, Guðni Guðnason 16, Ástþór Ingason 16, Símon ólafsson 13. Haukar-Þór 86-59 (44-29) Haukar áttu ekki í minnstu vand- ræðum með að ráða við Þórsara þrátt fyrir að ívar Webster léki ekki með og Pálmar Sigurðsson sæti á bekknum bróðurpartinn af fyrri hálf- leik. Talsverður losarabragur var á leik beggja liða, einkum þó í upphafi, slakar sendingar, léleg hittni og annað eftir því. Pálmar haltraði af leikvelli um miðjan fyrri hálfleik, fékk högg fyrir ofan hné, og ætluðu Þórsarar heldur en ekki að nota tækifærið og skora mikið á meðan. Það hefur aldrei gefist vel að ætla að skora fleiri en eina körfu í sókn og það gekk heldur ekki upp hjá Þórs- urum. Pálmar kom aftur inná í upphafi síðari hálfleiks og var maðurinn á bakvið stórgóð hraðaupphlaup Hauka sem bókstaflega kafsigldu Þórsara. Pálmar hitti reyndar afleit- lega sjálfur en mataði félagana og þá einkum ívar Ásgrímsson á góðum sendingum. Ivar skoraði 17 stig í síðari hálfleik, flest úr hraðaupp- hlaupum. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem stóð að baki sigri Hauka og þeir sýndu í seinni hluta leiksins að þeir verða í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. Þeir létu ekki deigan síga þótt Pálmar færi af leikvelli og áttu fjöldann allan af fráköstum þrátt fyrir að vera án sterkasta varnar- manns síns, ívars Webster sem hefur verið veikur en leikur að öllum líkindum með í næsta leik. Þórsarar eiga hinsvegar erfiðan vetur fram- undan og verða væntanlega í botn- baráttunni. Stigin, Haukar: ívar Ásgrímsson 19. Henn- ing Henningsson 12, Tryggvi Jónsson 12. Ólafur Rafnsson 8, Reymr Kristjánsson 8. Ingimar Jónsson 7, Pálmar Sigurðsson 7. Sveinn Steinsson 7. Skarphéðinn Eiriksson 4. Bogi Hjálmtýsson 2. >ór: Jón Hóðinsson 15 Eirikur Sigurðsson 10. Konráð Óskarsson 10, Bjarni Össurarson 9. Ingvar Jóhannsson 5, Guðmundur Björnsson 4, Jóhann Sigurðsson 4, Hrafnkell Tulinius 2. Valur-UBK 8840 (41-20) Tölurnar segja allt sem segja þarf um þennan leik. Valsmenn notuðu alla sína menn og þeir skoruðu allir. í seinni hálfleiknum var varaliðið inná lengst af en munurinn jókst jafnt og þétt eigi að síður. Stigin, Valur: Tómas Holton 18, Leifur Gústafsson 17, Einar Ólafsson 14, Svali Björg- vinsson 9, Páll Amar 8, Torfi Magnússon 8, Bárður Eyþórsson 4, Björn Zoéga 4. Jóhann Bjarnason 4, Þorvaldur Geirsson 2. Breiða- blik: Kristján Rafnsson 13, Guðbrandur Stef- ánsson 11, Sigurður Bjamason 8, Kristinn Albertsson 6, Bjöm Hjörleifsson 2. - frí/tg/HÁ Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 27% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Efinnstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 28,4% og í 29% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 31,1%án verðtryggingar. VerÖtrygging Á 3ja mánaða fresti erávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknast þó ekki af vöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.