Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 20. október 1987
Tíminn 19
börn
ogdrykkjumaður. Nú bregðurhins
vegar svo við, að hann er orðinn
bæjarhetja í Amiensogafarvinsæll
hjá fréttamönnum og Ijósmyndur-
um. Ókosturinn við þetta finnst
honum, að nú þurfi hann að vera
eilítið betur til fara en áður.
Snarræði Ramdans og þrjóska
varð Violettu Iitlu til lífs, en aðeins
nokkrum dögum áður gerðist svip-
aður atburður í norðurhluta
London, þegar hinn 16 ára Ralph
Ward og vinkona hans fundu viku-
gamlan dreng í stmaklefa. Petta
var fjórði símaklefinn, sem þau
reyndu, allir hinir voru í ólagi...
Drengurinn var vafinn inn í
óhreint teppi og við hlið hans lá
bréfmiði, sem á stóð: - Ég fæddist
6. janúar. Verið svo væn að hugsa
um mig.
Nú er hann í traustum höndum
á sjúkrahúsi í London og hann var
líka fljótur að ná sér og verður ekki
meintaf. Læknarsegjaþó, að hefði
drengurinn legið lengur í síma-
klefanum, ef til vill aðeins nokkrar
mínútur í viðbót, hefði hann ekki
lifað það af. Kvöldið var það
kaldasta, sem kom í London í
langan tíma.
Drengurinn, sem kallaður er
Ralph, í höfuðið í björgunarmanni
sínum, var 19 merkur, þegar hann
fannst. Bæði yfirvöld og læknar hafa
reynt að hafa uppi á móður Ralphs,
en án árangurs. Sömu sögu er að
segja frá Amiens handan við sund-
ið - en þar er leitin líka árangurs-
laus.
Þrátt fyrir að mæðurnar gefa sig
ekki fram, verður engum vand-
kvæðum bundið fyrir börnin að
eignast gott heimili. Á báðum
stöðum hefur fólk staðið í röð til
að taka börnin í fóstur, svo útlit er
fyrir að líf þeirra verði í heild betra
en upphafið. Sem betur fer.
Einni spurningu verður þó
ósvarað: Hvað er að mæðrum sem
losa sig við nýfædd afkvæmi sín á
þennan hátt? Hvað skyldu Violetta
og Ralph hugsa, þegar þau koma
til vits og ára, ef þeim verður sagt
frá upphafi sínu? Raunar verður
varla hjá því komist, eftir allt
umtalið um þau.
brúna
Barbra Steisand. Skapvargur, sem
malar mörgum gull.
á bakið þegar hún snéri sér við til
að fara.
Lyktir urðu þær, að Barbra var
beðin að yfirgefa sjúkrahúsið og
læknirinn sem hafði hjálpað henni,
frábað sér þeirrar vafasömu
ánægju að hitta hana aftur.
Af Barbru er annars að frétta,
að hún er loks, eftir fjölda áskor-
ana og næstum jafn margar neitan-
ir, sest niður við að skrifa ævisögu
st'na. Þeir sem vitið þykjast hafa á,
fullyrða að sagan geti orðið í meira
lagi skrautleg, ef allur sannleikur-
itin komi þar frant. Sjálf vill Barbra
ekkert segja um atriði í bókinni,
ætlar að hafa allt á hreinu, áður en
það lekur út.
Enn eru
Miðvikudaginn 14. janúar sl. fór
útigangsmaðurinn Ramdan Khorc-
hef sína venjulegu umferð um
ruslahaugana við litla bæinn Am-
iens í norðanverðu Frakklandi.
Oft hafði hann fundið þar sitthvað
nýtilegt og hver vissi nema þannig
yrði það líka í dag. Ef til vill gæti
hann selt eitthvað af því. Þeir
peningar, sem hann aflar á þennan
hátt, fara venjulega nær allir í
áfengi. Allir í grenndinni vita, að
Ramdan þykir gott að fá sér í
staupinu og það sem oftast.
Þess vegna datt engum í hug að
hann væri að segja satt, þegar
hann kom með miklu írafári inn í
næstu verslun og sagðist hafa fund-
ið lítið barn. Það væri í ruslapoka
við haugana rétt hjá. Hverjum gæti
svo sem dottið í hug að skilja
ungbarn eftir úti núna, í snjó og
frosti?
En Ramdan stóð fastur á sínu og
loks fór sonur verslunareigandans,
Christian Fox, með honum út - og
sjón var sögu ríkari. Vissulega var
lítið barn í ruslapokanum.
Ég hélt fyrst að köttur væri í
pokanum, en þegar ég gekk alveg
að honum, varð ég viss um að þetta
væri barnsgrátur. Rétt áður, þegar
ég var að nálgast haugana, sá ég
Ijóshærða konu hlaupa þaðan burt,
sagði Ramdan.
Christian Fox var ekki seinn á
sér að athuga pokann nánar. I
honum lá indæl, dökkhærð telpa
og hágrét. Hún gat ekki verið
nema fárra stunda gömul, því
naflastrengurinn hékk enn við
hana.
Ramdan Khorchef og Fox fóru
þegar í stað með barnið inn í það
hús, sem næst var og mátti varla
tæpara standa, því hitinn í litla
líkamanum var kominn niður í 24
stig. Þegar í stað var kallað á
aðstoð og eftir hálfrar kukkustund-
ar neyðaraðgerðir, var telpunni
ekið á sjúkrahús. Hún var fljót að
jafna sig - og læknarnir eru nú
vissir um að hún muni ekki bera
nein merki um vosbúðina í fram-
tíðinni.
Violetta, eins og hún er kölluð,
var 14 merkur, þegar hún var lögð
inn, en bætti á sig með hverjum
deginum.
Ramdan Khorchef, sem er 53
ára gamall, er fæddur í Alsír, en
settist að í Frakklandi fyrir mörg-
um árum, þar sem hann hefur lifað
skuggamegin í lífinu sem útigangs-
Þarna eru tveir málarar að byrja yfirferð með ryðvarnarmálningu, en svo
kemur „brúarsilfrið“, sem er sérstaklega sterk silfurlituð máining yfir
ryðvörnina. Það fara yfir 240 þúsund lítrar af málningu í eina yfirferð á
brúna.
borin út
Violetta fannst nýfædd á ruslahaug í Frakklandi í snjó og frosti.
Ralph fannst í símaklefa í London á kaldasta kvöldi vctrarins.
Sjö ár tekur að mála alla
... og svo er byrjað aftur á ný!
Það er áreiðanlegt að ekki þýðir
fyrir lofthrædda að ætla sér að fá
vinnu við að mála George Was-
hington brúna yfir Hudson ána í
New York. Málararnir verða að
vera við vinnu sína eins og loftfim-
leikamenn í um 200 metra hæð
þegar þeir eru að mála burðar-
strengina. Þeir eru reyndar oftast
fastir í öryggisbeltum. en þó getur
alltaf eitthvað óvænt komið fyrir.
Sögð er saga af einum ungum
manni sem var að byrja málningar-
vinnu við brúna. Verkstjórinn, sem
auðvitað var vanur maður, fór með
hann upp og sýndi honum hvernig
hann ætti að bera sig að við verkið.
Pilturinn reyndi að fara að öllu eins
og verkstjórinn, - en þá skrikaði
verkstjóra fótur og hann rann
nokkra metra niður þar til öryggis-
beltið stoppaði hann af. Þá hrópaði
ungi maðurinn: „Hvað? Á ég að
gera svona líka ?“
Það^er ekki ætlast til að verka-
menn og málarar á George Was-
hington brúnni séu loftfimleika-
menn, en þeir verða vissulega sérf-
ræðingar í að vinna við þessar
hættulegu aðstæður.
Það eru venjulega a.m.k. 6
málarar að störfum á brúnni vor-
og sumar-mánuðina, frá mars og
fram í nóvember. Þeir mála fullan
vinnudag, nema eitthvað sérstakt
sé að veðri og yfirferðin yfir brúna
tekur 7 ár.
Þá er byrjað á nýjan leik að mála
aðra umferð. Þannig hefur þetta
gengið frá því brúin var tekin í
notkun 25. október 1931.
Eins og sést á myndinni eru þeir
sem mála strcngina í öryggisbelt-
um. Einnig er sums staðar notuð
öryggisnct, eins og í fjölieikahúsi,
en svo cru staðir þar sem erfitt cr
að koma öryggisráðstöfunum við
og kemur þá fyrir að málararnir
cru lausbeislaðir við vinnu sína.
Tveir hafa hrapað til bana við
vinnu sína, sá seinni árið 1985.
Það hafa verið ýmsar ráðagerðir
um að taka upp nýjar aðferðir við
málningarvinnuna cn enn skríða
málararnir eftir burðarstrengjun-
urn í 200 m hæð fullan vinnudag
sinn.
Loksins
John Clark Gable yngri er orð-
inn 26 ára og hefur hingað til sagt
þvert nei við öllum tilboðum um
kvikmyndaleik. Hins vegar hefur
hann nú loks látið tilleiðast, vegna
þess að hann á að leika aðalhlut-
verk í mynd um kappakstur á
litlum vörubílum. Slíkur kappakst-
ur er nefnilega stærsta áhugamál
hans og tómstundaiðja.
Þar sem það er langt frá að vera
ódýrt sport og John er þegar fjöl-
skyldumaður, sér hann þarna tæki-
færi til að þéna dágóðan skilding á
áhugamáli sínu. Kona hans heitir
Tracy La Rae Yarro og dóttirin
Kaylen.
Myndin ber vinnutitilinn Baja
Barbra
ereinbeitt
kona
Barbra Streisand fékk slæmsku í
hálsinn á dögunum og þegar gull-
barkar fá slíkt, verður umsvifalaust
að gera eitthvað. Hins vegar harð-
neitaði söngkonan að leggjast inn
á einkasjúkrahúsið án hundsins
síns. Þegar loks var samþykkt að
hundurinn fengi að koma líka,
fann Barbra matnum allt til foráttu
og einu sinni fékk stúlkan, sem
kom með bakkann hann rakleiðis
á tjaldið
1000, en það er nafnið á erfiðum
kappakstri, sem fer fram á ófær-
ustu vegum í Bandaríkjunum. Fað-
ir Johns, Clark sálugi Gable var
þekktur fyrir að fara í sturtu fimm
til sex sinnum á dag, en sonurinn
er ekki jafn íhaldssamur. Auðvitað
vil ég líka vera sá besti í því sem
ég geri, en það er alveg óþarfi að
ganga alltaf í sparifötum.
John Clark Gable. Loksins á tjaldið vegna vörubíladellunnar.