Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. október 1987
LEIKLIST
Dýrin í garðinum
Dýrin í garðinum, Jerry og Pétur, sem leiknir eru af Guðjóni Sigvaldassyni og
Stefáni Sturlu Sigurjónssyni.
Eih-leikhúsið: SAGA ÚR DÝRAGARÐi
eftir Edward Albee. Þýðandi: Thor
Vilhjálmsson. Sýnt í Djúpinu.
Það er dálítið einkennilega staðið
að kynningu á þessari sýningu hins
nýja leikhúss. Að því standa þrír
ungir leikarar, Stefán Sturla Sigur-
jónsson, Guðjón Sigvaldason. og
Hjálmar Hjálmarsson. Sá síðasttaldi
mun vera leikstjóri. Mun vera, segi
ég, því að leikskráin gefur engar
upplýsingar um það. Og ekki heldur
um þýðandann þótt Thor sé nefndur
meðal annarra sem leikhúsið standi
í þakkarskuld við. t>ess er hvergi
getið að þetta leikrit var sett á svið
hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1963 eða
þar um bil. Þýðing Thors var gerð
fyrir þá sýningu og prentuð í tímarit-
inu Leikhúsmálum. Um þessar
mundir var Albee í tísku og hið
magnaða leikrit hans, Hver er
hræddur við Virginiu Woolf? sýnt í
Þjóðleikhúsinu, minnilegri sýningu.
Allt þetta hefði átt að koma fram í
kynningu í leikskrá.
Saga úr dýragarðinum er afburðavel
saminn leikþáttur. Kaldranaleg sýn
höfundarins á mannleg samskipti,
undir niðri næm tilfinning fyrir
dramatík hversdagslífsins, hvötum
manna og ástríðum og hinu æpandi
ginnungagapi milli manna, - og svo
kunnátta og Ieikni höfundarins: allt
þetta gerir Sögu úr dýragarðinum
meðal minnilegustu leikþátta. Sjálf-
ur sá ég ekki sýningu Leikfélagsins á
sínum tíma þar sem Helgi Skúlason
og Guðmundur Pálsson fóru með
hlutverkin, en ég heyrði þáttinn í
útvarpi og minnist hans glöggt.
Persónur Sögunnar eru tveir, hvor
úr sínum þjóðfélagshópi. Pétur er
smáborgari, lifir í tryggri tilveru sem
slíkum hæfir. Jerry ögrar honum,
gárar yfirborðið á lygnu vatninu í lífi
hans. Jerry er utangarðsmaður,
brotinn maður og bæklaður á sál og
sinni allt frá uppvexti, kemur úr
skúmaskotum samfélagsins. En Al-
bee er ekki að fjalla hér um
stéttaandstæður, ef einhverjir halda
það: frumstæður þjóðfélagsboð-
skapur er ekki það sem liggur höf-
undi á hjarta. Leikritið fjallar blátt.
áfram um firringu manns frá manni.
Öll ræða Jerry, öll hegðun hans,
grimmd hans og sadismi, er í raun
réttri örvæntingaróp þjáðrar sálar,
hróp um einhverja samkennd. En -
og það er tragidía verksins, - slíka
samkennd er hvergi að finna. Pjóð-
félagið er dýragarður, og dýrin geta
aðeins drepið hvert annað. Og það
eina sem Pétur, hinn tryggi en niður-
frosni smáborgari, getur gert fyrir
meðbróður sinn er að halda á hníf
hans að síðustu.
Mér þykir líklegt að þetta verk
hafi sætt meiri tíðindum og ýtt fastar
við mönnum fyrir aldarfjórðungi, -
við höfum fengið ansi mörg firringar-
verk síðar. Og skilningsleysi smá-
borgarans og tilfinningadcyfð hefur
verið lýst vel, bæði fyrr og síðar. En
Saga úr dýragarðinum stendur fyrir
sínu og dramatískt þanþol leiksins
hefur í engu slaknað. Pess vegna er
þátturinn gott viðfangsefni fyrir
unga leikara, fyrir utan hvað hann er
auðveldur í meðförum á sviði, af
praktískum ástæðum. En auðveldur
er hann ekki að öðru leyti, og verður
varla sagt að hinir ungu leikarar
kærnu demón Albec klakklaust til
skila. Hér vantar greinilega á að rist
hafi verið í hin dýpri lög leiksins sem
reyndur leikstjóri hefði getað gert.
Leikendurnir hefðu því haft betra af
að fá slíkan leiðbeinanda. Hjálmar
Hjálmarsson er sjálfur á sama róli og
leikendurnir og því fjarri lagi að
búast við að hann geti sett saman
heildstæða og ágenga sýningu. Og
ekki veit ég hvað leikendurnir sjálfir
hafa lagst djúpt: ég sé nú í viðtali í
Morgunblaðinu að þcir virðast halda
að þátturinn sé um eyðni!
En nóg um það: Mér er fjarri
skapi að gera lítið úr framtaki leikar-
anna, það sýnir dugnað og áhuga og
þeir eiga þakkir skildar fyrir að
draga fram þetta verk. 'Sjálfir hafa
þeir áreiðanlega þroskast á því. Og
ekki spillir að fá að flytja slíkan texta
sem þýðingu Thors. Hún er bragð-
mikil ogfersk. -Guðjón Sigvaldason
flutti mál Jerry skörulega, þekki-
lega, og Stefán Sturla Sigurjónsson
var ósköp góðlátlegur Pétur. Þeir
náðu sér nokkuð vel á strik undir
lokin. En hnífstunguatriðið er vand-
meðfarið og þar geldur sýningin hins
frumstæða aðbúnaðar sviðsins og
flatrar lýsingar. Annars er vel hægt
að leika svona þætti í Djúpinu. Mér
finnst það yfirleitt vel til fundið að
setja sýningar upp í veitingahúsum.
Nú mun eih-leikhúsið og aðstand-
endur þess vera ótrauðir í að halda
áfram á sinni braut. Við óskum þeim
vissulega góðs gengis.
Helga Hjörvar skólastjóri Leik-
listarskólans segir í grein í leikskrá
að óháðir leikhópar séu nauðsynleg-
ir, og vandalaust er að taka undir
það. Þeir eru nauðsynlegir, eins og
hún segir, til að ungir leikhúsmenn
geti „sviðsett leikrit sem höfða sér-
staklega til þeirra á þann hátt sem
þeir vilja sjálfir." Og Helga bætir
við: „Einnig er nauðsynlegt fyrir
reynda listamenn að hafa vettvang
þar sem þeir geta notað reynslu sína
til að fara ótroðnar slóðir." I sam-
starfi reyndra og lítt reyndra leik-
húsmanna kemur best fratn sá gró-
andi í leiklistarlífinu scm við viljum
öll sjá og erum raunar að sjá glögg-
lega á þessum misserum.
Gunnar Stefánsson.
''llllll
lllllllllllllll
illllllllllllll
llllllllllllll
íllllllllllll
1111
PLÖTUR
Ný hljómplata
Páls Jóhannessonar
Um þessar mundir keniur á mark-
að hljómplatan Ég syng um þig með
söng Páls Jóhannessonar tenórs við
píanóleik Ölafs Vignis Albertsson-
ar. A annarri hliðinni eru erlend lög
en níu íslensk lög á hinni, þeirra á
meðal titillagið „Ég syng um þig“
eftir Kaldalóns. Sum hinna erlendu
eru fræg vinsældalög eins og „O sole
mio" og „Ökuljóð", sem Páll syngur
ásamt Karlakór Akureyrar og Karla-
kórnum Geysi.
Á umslaginu er æviferill Páls rak-
inn í stuttu máli: Hann fæddist að
Þverá í Öxnadal árið 1950, hóf
söngnám hjá Sigurði Demetz Franz-
syni 1973 og fjórum árum síðar hjá
Magnúsi Jónssyni við Söngskólann í
Reykjavík. Eftir fimm ára nám þar
(1981) hélt Páll til Piacenza á Ítalíu
þar sem kennarar hans hafa verið
Ratti og Ferraro. Þar syðra hefur
hann unnið til verðlauna á alþjóð-
legri söngkeppni.
Páll Jóhannesson hefur ekki haft
sigmjög í frammi með tónleikahaldi,
a.m.k. ekki hér syðra, enda verið
löngum erlendis hin síðari ár. Hins
vegar er það til marks um magt
tækninnar að hann skuli nú vera að
gefa út aðra hljómplötu sína - fyrri
plata hans kom út fyrir tvcimur
árum. Þetta er reyndar eins og í
garnla daga, þegar mun algengara
var að menn syngju inn á plötu (78
snúninga) en síðar varð, þar til nú á
allra síðustu árum. Á fyrri plötunni
spiluðu með Páli þeir Jónas Ingi-
mundarson í íslenskum lögum (eftir
Kaldalóns, Karl O. Runólfsson og
Eyþór Stefánsson) en Jakob
Tryggvason í erlendum lögum.
Páll Jóhannesson hefur skæra ten-
órrödd og bjarta. Flest lögin á plöt-
unni fara upp á B eða H, og Páll
gerir óþarflega mikið úr því í flestum
tilfellum: Það er alltaf eins og hann
sé við „endimörk hins mögulega",
sem ég trúi ekki að sé rétt. Stundum
tekur hann smá-glissandó síðasta
spottann upp á háa tóninn, sem
virðist vera óviðeigandi, a.m.k. í
íslenskum sönglögum. Annars er
þetta geðfelld plata, sem jafnframt
vinnur á eftir því sem maður hlustar
oftar á hana. Að ýmsu leyti þótt mér
fyrri platan þó ennþá betri - líklega
skemmtilegri lög, því ég greini engar
sérstakar breytingar í söng Páls á
þessu tveggja eða þriggja ára bili.
Halldór Víkingsson sá um upp-
tökuna, sem að mestu leyti var gerð
í Hlégarði, en þar virðist vera ágætur
Bösendorfer-flygill fyrir Ólaf Vigni
Albertsson að spila á. Ólafur Vignir
er sérmenntaður meðleikari og hefur
lengi verið í fremstu röð okkar
manna á því sviði, klettur öruggur.
Ólíkt fyrri plötunni, sem var að öllu
leyti unnin hér heima, var þessi
skorin og pressuð í Hamborg. Ein-
kennisnúmer plötunnar er PJ 001,
Fálkinn annast dreifingu.
Sig. St.
Tíminn 15
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu
auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept.
1987; svo og söluskattshækkunum, álögðum 12.
júní 1987 til 12. okt. 1987; vörugjaldi af innlendri
framleíðslu fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept.
1987; mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnum
11. sept. 1987; skemmtanaskatti fyrir maí, júní,
júlí, ágúst og sept. 1987; svo og launaskatti,
gjaldföllnum 1986.
Reykjavík 13. okt. 1987.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Verslunarstjóri
Kaupfélag Saurbæinga óskar eftir að ráða verslun-
arstjóra.
Ráðningartími er frá 1. janúar næst komandi.
Leitað er að manni með reynslu í verslunarstörf-
um.
Húsnæði fyrir hendi.
Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf
sendist kaupfélagsstjóra, sem veitir nánari upplýs-
ingar í síma 93-41501, eða starfsmannastjóra
Sambandsins.
Kaupfélag Saurbæinga
Skriðulandi
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARVíOLA 3 108 REYKJAVIK SlMl (9DBBHU
Sölumaður
Okkur vantar sölumann í bifreiðadeild nú þegar.
Starfið felst í almennum tryggingasölustörfum í
Ármúla 3. Samvinnuskóla eða verslunarskólapróf
eða hliðstæð menntun æskileg.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá
starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411.
Samvinnutryggingar g.t.
Ráðstefna um
starfsmenntun í atvinnulífinu
Laugardaginn, 28. nóvember 1987, kl. 9-17,
verður haldin í Borgartúni 6 ráðstefna um starfs-
menntun í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á þátttöku
fulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins, stjórn-
valda menntamála, sveitarfélaga og annarra sem
hafa áhuga á viðfangsefni ráðstefnunnar. Nánari
tilhögun verður auglýst síðar.
Félagsmálaráðuneytið
19. október 1987
Bændur
Höfum til sölu fiskimjöl. Upplýsingar í síma
99-3170.
Njörður hf., Eyrarbakka.