Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. október 1987
Tíminn 7
Ólafur Ragnar nú með aðra höndina á formannsstólnum.
styrkist mjög
Eftir kosningu 100 fulltrúa á
landsfund Alþýðubandalagsins hjá
félaginu í Reykjavík, stefnir allt í að
Ólafur Ragnar Grímsson verði næsti
formaður Alþýðubandalagsins.
Af þeim 91 manns iista sem stuðn-
ingsmenn Ólafs Ragnars dreifðu
meðal fundarmanna á föstudaginn
náðu 90 kjöri, en 4 féllu þó á
kynjakvóta. Ef að líkum lætur hefur
þessi niðurstaða orðið til þess að
Akureyringurinn Sigríður Stefáns-
dóttir á nú enga möguleika í for-
mannssætið. Yfirlýsingar um óheið-
arlegar báráttuaðferðir ganga nú á
milli forystumanna flokksins og allt
bendir til að landsfundurinn verði
með meira grjótkasti en Flóabardagi
forðum.
Ekki gekk þrautalaust að telja
atkvæðin af þessum fjölmennesta
fundi í Alþýðubandalagsfélaginu í
Reykjavík, því hartnær sólarhring
tók talningin eða öllu lengur en
gerist í þingkosningum. Niðurstöð-
urnar hristu heldur betur upp í
félaginu.
Núverandi formaður flokksins,
Svavar Gestsson er flengdur í kosn-
ingunni og fær aðeins 253 atkvæði,
sem er 99 atkvæðum minna en
leikkonan Bríet Héðinsdóttir fær í
fyrsta sætið. Svavar er því fulltrúi
Reykjavíkur númer 44 á landsþing-
inu. Enn meiri hirtingu fær Ásmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ, sem í
atkvæðagreiðslunni varð nítugasti
og sjötti, en verður að bíta í það súra
epli að detta í varafulltrúahópinn
vegna ákvæða um kynjaskiptingu
landsfundarfulltrúa. Þeir verkalýðs-
frömuðir, sem fengu kosningu eru
Grétar Þorsteinsson, Þröstur Ólafs-
son, GuðmundurÞ. Jónsson, Erling-
ur Viggósson, Ragna Ólafsdóttir,
Haraldur Steinþórsson, Guðjón
Jónsson og Einar Ögmundsson.
Þannig að 8 stórnöfn verkalýðshreyf-
ingarinnar er að finna í 100 manna
hóp, sem Reykjavík sendir á lands-
fund þess flokks, sem gjarnan telur
sig hinn eina sanna "verkalýðsflokk"
í landinu.
Svo vel gekk dæmið upp að Svavar
Gestsson og Þorbjörn Broddason
eru þeir einu af útstrikuðu aðilunt á
lista Ólafsarmsins, sem ná hreinni
kosningu. Nokkrar konur úr flokks-
eigendaarminum komust síðan upp
á kynjakvótanum, þó þær slátruðu
að vísu mönnunt eins og Ásntundi
Stefánssyni, Sigurjóni Péturssyni og
Árna Bergmann í leiðinni.
Þá telja kunnugir að Ólafur hafi
ástæðu til að fagna niðurstöðum
fulltrúakjörs á Neskaupstað þar sem
hann er sagður njóta stuðnings 6 af
14 fulltrúum. Eflaust er það súrt
hlutskipti fyrir Hjörleif Guttorms-
son og flokkseigendafélagið að þurfa
að kyngja þessum árangri Ólafs í
höfuðvígi Alþýðubandalagsins og
sósíalismans á Islandi. ÞÆO
Kjör fulltrúa á landsfund:
Ólafsarmurinn
í ÓLAFSVÍK
Það var Jón L. Árnason sem stóð
upp sigurvegari á alþjóðaskákmót-
inu í Ólafsvík sem iauk á föstudags-
kvöld. Hann vann síðustu skák sína
gegn Peter Haugli á meðan Ingvar
Ásmundsson gerði jafntefli við
helsta andstæðing Jóns, Henrik
Danielsen frá Danmörku.
Lokastaðan í mótinu varð sú að
Jón L. varð efstur með 7 1/2 vinning
og Henrik Danielsen í Öðru sæti með
7 vinninga. í þriðja til fjórða sæti
urðu þeir Björgvin Jónsson og Lars
Schandorf með 6 1/2 vinning. Það
var einmitt glæsilegur árangur
Björgvins sem mesta athygli vakti á
mótinu, en því miður náði hann ekki
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
þar sem hann náði ekki að halda
dampi í síðustu skákunum. I fimmta
til sjötta sæti urðu þeir Þröstur
Þórhallsson og Karl Þorsteins með 6
vinninga, í sjöunda sæti Ingvar Ás-
mundsson með 5 vinninga, áttunda
til tíunda sæti skipuðu þeir Robert
Bator, Sævar Bjarnason og Tómas-
son nteð 4 1/2 vinning og lestina ráku
þeir Dan Hansson og Peter Haugli
með 4 vinninga. -HM
Kvótakerfið:
Skiptar skoðanir
um kvótaskiptingu
„Ég held nú að það sé erfitt að lýsa
hversu alvarlegt þetta er, en það
liggur fyrir að hingað til hafa komið
fram nokkuð skiptar skoðanir um
kvótaskiptinguna," sagði Árni Kol-
beinsson, ráðuneytisstjóri hjá Sjáv-
arútvegsráðuneytinu í samtali við
Tímann, en nokkur ágreiningur hef-
ur verið innan ráðgjafanefndar um
fiskveiðistefnu um skiptingu kvótans
og vill fulltrúi verkamannasam-
bandsins láta athuga möguleikana á
skiptingu kvótans til helminga milli
fiskvinnslunnar og útgerðarinnar.
Ennfremur hefur stjórn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna lagt fram
tillögu þar sem bent er á að ójafn-
vægi hafi skapast milli vciða og
vinnslu og taka verði fullt tillit til
hagsmuna fiskvinnslu og fiskvinnslu-
fólks ekki síður en útgerðar og
sjómanna.
„Menn hafa nú ekki ncfnt neina
sérstaka prósentu í þessu sambandi.
en þeir eru ekki nteö mjög ítarlegar
tillögur um hvernig framkvæma eigi
þetta atriði. Ég hef alla vega ekki
séð ncina tillögu í smáatriðum um
þetta," sagði Árni.
Á fundi nefndarinnar á morgun
vcrður væntanlega rætt nánar um
þctta mál, hvernig framkvæma eigi
þessa skiptingu og hvenær. Nánari
upplýsingar um málið ættu því að
liggja fyrir í vikunni. -SÓL
FERÐA-
TRÓLL í
HÁGÆDA-
FL0KKI
Margt var að skoða á góðri
jeppasýningu Ferðaklúbbsins 4x4 í
Reiðhöllinni um helgina. Fyrir
utan jeppana sjálfa og fylgihluti,
var einnig hægt að sjá ljósmyndir
og myndbönd úr leiðangrum auk
litskyggnumynda af góðu tagi. Eig-
endur bílanna og starfsmenn sýn-
ingarinnar voru hinir liprustu og
létt var yfir mannskapnum. Töldu
aðstandendur sýningarinnar um
9000 manns hafa komið. Ungir
sem aldnir gátu fengið að taka f
smærri gerðir af torfærutröllum á
sérstökum akstursbrautum, en
fæstir létu þá útrás nægja. Margt
var um nýjungar og verður frekar
greint frá því í bílablaði Tímans í
vikunni. KB
Ekki þurfti síður að huga að frá-
gangi millikassans, en kitlandi upp-
hækkunum og alþjóðlegum út-
færslum í anda íslenskra heiða og
jökla. Tímamynd Pjetur
Iðnþing íslendinga á Akureyri:
NÝ TÆKNI í
IÐNAÐI - AUKIN
FRAMLEIÐNI
Landssamband iðnaðarmanna
heldur 42. Iðnþing íslendinga á Ak-
ureyri, dagana 22.-24. október nk.
Er það í fyrsta sinn sem þingið er
haldið utan höfuðborgarsvæðisins í
10 ár. Þingfulltrúar eru tæplega 200
frá 46 aðildarfélögum Landssam-
bandsins og fleiri aðilum. Auk þess
verður sérstök dagskrá fyrir maka
þingfulltrúa, og er því gert ráð fyrir
á þriðja hundrað manns á Iðnþing-
inu á Akureyri í næstu viku.
Þingið hefst með setningu forseta
Landssambandsins, Haraldar
Sumarliðasonar og ávarpi mennta-
málaráðherra, Birgis ísleifs Gunn-
arssonar. Þá verður hádegisverðar-
fundur í boði bæjarstjórnar Akur-
eyrar og mun þá Ingi Björnsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar flytja erindi um tengsl
nýrrar tækni og byggðaþróunar.
Á þinginu verður að venju fjallað
um starfsemi Landssambands iðnað-
armanna og stefnu í iðnaðar- og
atvinnumálum. Föstudagurinn er
skipulagður sem sjálfstæð ráðstefna,
þar sem umræðuefnið verður „Ný
tækni í iðnaði - aukin framleiðni".
Frummælendur verða ýmsir sér-
fræðingar á þessu sviði, bæði frá
tækni- og þjónustustofnunum iðnað-
arins og eins forráðamenn fyrirtækja
innan Landssambandsins.
Þinginu lýkur síðan á laugardag
með afgreiðslu ályktana og annarra
þingmála ásamt kosningu forseta og
varaforseta. Þá verður einnig lýst
tilnefningum í stjórn. -SOL