Tíminn - 13.11.1987, Page 10

Tíminn - 13.11.1987, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 Sumir halda að það leysi allan vanda endurskoðenda að þeir verði „sýndir í réttu ljósi“ í sjónvarpsþáttum; Bandarískir endurskoð- endur í vanda almenningur gerir sér rangar hugmyndir um þá Vildu gjarna að gerður verði sjónvarpsflokkur sem sýnir sem glæsilegasta mynd af starfinu - en því miður kýs Hollywood heldur að varpa Ijóma á lögfræðingastéttina! Bandarískir endurskoðendur eru stoltir af starfi sínu og stéttar- félagi. C.P. A. er starfstitill þeirra sem eru meðlimir the American Institute for Certified Public Accountants (A.I.C.P. A.) og er sá félagsskapur nýbúinn að halda upp á 100 ára afmæli sitt með pomp og prakt. En sá er gallinn að almenningur hefur alrangar hug- myndir um endurskoðendur og starf þeirra, að áliti þeirra sjálfra. Hr. C.P.A. vann kosningarnar! Robert Mead í Louisville Kent- ucky er einn þessara endurskoð- enda sem stoltur er af starfi sínu. Hann bauð sig fram til tilnefningar í starf fjármálaráðherra í ríkinu fyrir hönd demókrata nýverið, ásamt 7 öðrum, og til að sýna yfirburði sína yfir keppinautana vildi hann láta titilinn C.P. A. fylgja nafni sínu á kjörseðlinum. En Iög í Kentucky leyfa ekki að frambjóð- endur skreyti sig með virðulegum starfstitlum. Robert greip til þess ráðs að breyta nafni sínu með lögum og nú gátu kjósendur kosið Robert Mead C.P.A. Hr. C.P.A. vann með yfirburðum! Kosningasigur hans var vissulega sætur, en endurskoðendur gera sér litlar vonir um að fleiri starfsbræð- ur grípi til sömu aðferðar til að vekja athygli á stéttinni. Að vísu eru þeir ánægðir með að samkvæmt skoðanakönnunum álíta flestir endurskoðendur ráðvendnina upp- málaða, en þeir eru margir í stétt- inni sem eru óánægðir með þá mynd sem almenningur gerir sér af þeim að öðru leyti. Þeim finnst 100 ára afmæli félagsins kjörið tækifæri til að bregða birtu á starfið og þá sem það vinna. Almenningur ber meira traust til endurskoðenda en annarra stétta en... Varaforseta almannatengsla- deildar A.I.C.P.A., William J. Corbett, hefur verið fenginn sá starfi að gera endurskoðendur meira spennandi í augum almenn- ings en nú er. Hann á langa reynslu sem almannatengslamaður og hef- ur starfað hjá A.I.C.P.A. síðan 1984. Hann á ærið verkefni fyrir höndum en segist ekki ætla að gera nein kraftaverk! Til skýringar segir hann að skoðanakönnun, sem A.I.C.P.A. fékk Harrisstofnunina til að gera 1984, hafi leitt í ljós að yfirleitt beri almenningur meira traust til endurskoðenda en annar- ra stétta þjóðfélagsins. „Það eina sem þarf að gera,“ segir Corbett, „er að láta meira á þeim bera.“ Corbett verður að sýna varkárni og það er honum vel ljóst. Hann segir almenning enn ímynda sér bókhaldarann eins og hann er sýndur í sögum Dickens, „harð- lyndur náungi með gleraugu, sem grúfir sig yfir bókhaldskladdann og skrifar í hann með fjaðurstaf við kertaljós. En við megum ekki eyðileggja myndina af iðna og heiðarlega manninum," segir hann. Hressilegur og hreykinn endur- skoðandi í New York, sem var í framkvæmdanefnd afmælishátíð- ahaldanna leggur orð í belg um hvernig hinn raunverulegi endur- skoðandi sé. „Hann er Iangt frá því að vera daufur eða leiðinlegur. Satt best að segja eru viðskiptavin- irnir venjulega í miklu nánara og hlýlegra sambandi við endur- skoðandann sinn en við lög- fræðinginn eða lækninn. Margar konurnar í viðskiptamannahópn- um mínum hafa reyndar sagt mér að þær ættu von á barni áður en þær sögðu mönnunum sínum frá því.“ Þessi endurskoðandi segir t.d. frá konu sem tók strikið beint til hans þegar hún hafði komist að raun um að hún væri með barni og myndi það koma í þennan heim annað hvort síðast í desember eða fyrst í janúar. „Hún vildi vita hvaða áhrif fæðingardagsetningin hefði á skatta þeirra hjóna áður en hún segði manninum sínum frétt- irnar um kvöldið," sagði hann. Milljón dollara aug- lýsingaherferð William J. Corbett er þegar tekinn til starfa að fegra ímynd endurskoðenda. M.a. hefur hann staðið fyrir tveggja stunda glæsi- sýningu í Radio City í New York, þar sem kom fram hinn frægi dansflokkur hússins Rockettes, söngkonan Maureen McGovern auk ýmissa skemmtiatriða sem beint tengdust endurskoðenda- starfinu. Gestir á sýningunni voru meðlimir stéttarfélagsins og fjöl- miðlafólk. í fínni skrúðgöngu síðasta nýárs- dag var einn glæsilega búni skraut- vagninn á vegum endurskoðenda- félagsins. Eftir mikla herferð í Washington tókst Corbett að telja póstyfirvöld á að gefa út frímerki í tilefni 100 ára afmælis félags endurskoðenda. Á næsta ári ætlar félagið að leggja rúmlega milljón dollara í auglýsingaherferð til að bregða ljóma á starfsgreinina. Og síðast en ekki síst hefur Corbett margoft lagt leið sína til Hollywood á liðnu ári til að reyna að fá menn þar til að búa til sjónvarpsþáttaflokk um endur- skoðanda eða starfsfólk á endur- skoðunarskrifstofu. Hann var jafn- vel byrjaður að vinna að tveggja stunda löngum fru^þætti, í sam- vinnu við einn hæstlaunaða. handritahöfund Hollywood, en vinna við verkefnið hefur nú verið lögð niður, a.m.k. um sinn. Margir þeirra sem tengjast endurskoðendastarfinu, Corbett þar meðtalinn, hafa trú á því að stéttin verði að líða fyrir vanrækslu fjölmiðla. Lögfræðingum ersýndur þar meiri sómi eins og t.d. í þáttunum „L.A. Law“, sem sýndir hafa verið hér á Stöð 2. Hætta afburðanemendur að sækja í endurskoðun? William Corbett bendir réttilega á að eini endurskoðandinn sem kemur við sögu í vinsælum sjón- varpsþáttum er vinur okkar Norm í Staupasteini, sem situr í sínum góðu holdum - glaður og reifur á barstólnum og kneifar bjórinn en aðalerindi hans á barinn er að forðast konuna sína. „Norm er ósköp indæll en ég er ekki viss um að hann bregði neinum ljóma á endurskoðendur," segir Corbett. Ein afleiðing þess hvað endur- skoðendastarfið er lítið kynnt, og það er atriði sem William Corbett hefur áhyggjur af, er sú að hætt er við að afburðanemendur hafi ekki áhuga á að leggja í það nám. Og nú er svo komið að auglýsinga- þyrstustu endurskoðendur vilja fremur vera nefndir í neikvæðu samhengi en alls ekki. T.d. voru margir þeirra sáróánægðir yfir því að engum frægum grínista datt í hug að henda gaman að þátttöku endurskoðenda í skrúðgöngunni fyrrnefndu. „Bara að vera nefndur á nafn þessa dagana er betra en ekki neitt,“ segir einn þeirra. Hvítflibbaglæpir hafa vakið óæskilega athygli á endurskoðendum Það er nú kannski full djúpt í árinni tekið að betra sé að vera nefndur í neikvæðu samhengi en alls ekki. Endurskoðendur hafa nefnilega verið nefndir í sambandi við sumt sem þeir vildu heldur vera lausir við. Aukning á hvítflibba- glæpum (það er sagður hvað mest- ur vaxtarbroddur í þeirri iðju á þessum áratug) og fjölgun gjald- þrota fyrirtækja að undanförnu, en þau eru nú fleiri en nokkru sinni síðan í kreppunni miklu, hafa vak- ið athygli á stéttinni. Þegar þekkt fyrirtæki fer á hausinn spyr margur: Hvar voru endurskoðendurnir? Hvernig geta þeir skrifað undir að allt sé í sómanum hjá fyrirtæki, sem nokkrum mánuðum síðar er sokkið til botns? Og fólk lætur ekki við það sitja lengur að spyrja. Það er farið að leggja fram kærur. Þá hefur banda- ríska þingið blandað sér í leikinn og heldur yfirheyrslur. í febrúar 1985 hóf ein undirnefnd þingsins yfirheyrslur, sem enn er ólokið, um hvaða starfsreglur giltu í stétt- inni. Nú hefur formaður þessarar nefndar tilkynnt endurskoðendum að þeir hafi eins árs frest til að bæta vinnubrögðin, annars verði þeim settar strangari vinnureglur af yfir- völdum. „Við höfum reynt að skýra út fyrir þingnefndinni og almenningi að það sé bil á milli þess sem fólk ætlast til og raunveru- leikans. Almenningur skilur alls ekki hvað er verksvið endurskoð- enda og dregur þess vegna þá röngu ályktun að ef fyrirtæki bregst sé það vegna þess að endurskoðun- in hefur brugðist,“ segir einn yfirm- anna Miami skrifstofu endurskoð- unarfyrirtækisins Cooper og Lybrand. Endurskoðendur setja sjálfum sér strangari reglur Það er að hluta til vegna þessarar gagnrýni sem félag endurskoðenda er að gera erfiðara fyrir náungum eins og Norm í Staupasteini að verða C.P.A. Félagið ætlar líka að hrinda í framkvæmd á næstunni strangari reglum, sem eiga að gera auðveldara að „afhjúpa næsta Ivan Boesky“, segir einn talsmanna fé- lagsins og vísar þar til stórsvindlar- ans í verðbréfabraski á Wall Street, sem upp um komst á þessu ári og var svo stórtækur að nafn hans komst í Heimsmetabók Guinness. Ein af þessum nýju og ströngu reglum er svo augljós að það liggur við að menn verði vandræðalegir yfir að hún skuli ekki hafa verið í gildi fyrr. Endurskoðendur sem hafa grun um ólöglegt athæfi, verða nú að tilkynna grun sinn til yfirmanns endurskoðunarnefndar fyrirtækisins (sá er venjulega utan- fyrirtækismaður) í staðinn fyrir að segja einfaldlega einhverjum yfir- manni fyrirtækisins, sem kann að vera þátttakandi í svindlinu, frá grunsemdum sínum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.