Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. nóvember 1987 2 Tíminn i Bók Gorbatsjovs á íslensku: Ný hugsun, ný von Þetta er titill bókar Sovétleiðtog- ans Mikhaíl Gorbatsjovs, sem bóka- útgáfan Iðunn hefur gefið út, en bók þessi var gefin út samtímis í mörgum ríkjum hins vestræna heims sl. fimmtudag. Gorbatsjov skrifaði þessa bók að beiðni hins virta bandaríska útgáfu- fyrirtækis Harpers og Row. í bókinni fjallar Gorbatsjov um það umbótatímabil, sem nú er að hefjast í Sovétríkjunum og gengur undir nafninu „Perestrojka". Fjallar hann ýtarlega um aðdraganda, inni- hald og tilgang þessara umbóta, sem að hans sögn eiga að snúa Sovétríkj- unum og sérstaklega efnahagslífi þeirra til betri vegar, frá stöðnun og ólýðræðislegri miðstýringu til efna- hagslegrar framþróunar og aukins lýðræðis á grundvelli sósíalismans. í þeirri umfjöllun gagnrýnir Gor- batsjov tæpitungulaust stjórn stór- veldisins undanfarna áratugi, sem hafi leitt til efnahagslegrar stöðnun- ar og lögleysu. Síðari hluti bókarinnar fjallar um Sovétríkin og umheiminn og er þar lögð áhersla á þá nýju hugsun, sem hann segir Sovétríkin standa fyrir í alþjóðamálum og þá sérstaklega á sviði afvopnunarmála. Reykjavík- urfundurinn skipar stóran sess í þeirri umfjöllun, því hann telur fundinn hafa skapað þáttaskil í af- vopnunarmálum þar sem athyglinni hafi loks verið snúið frá einskisnýtri þrætubókarlist að hinu raunverulegu markmiði, að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Lýsir hann þar ábyrgð stórveld- anna gagnvart heiminum, sem þó útiloki ekki að smá og meðalstór Evrópuríki geti lagt sitt að mörkum til að efla frið og samvinnu austurs og vesturs. Vitnar Gorbatsjov í því sambandi til viðræðna sinna við Steingrím Hermannsson utanríkis- ráðherra í því sambandi. Útgáfa þessarar bókar er merki- legt framlag, því þarna kemur fram viðhorf eins valdamesta leiðtoga heimsins til mikilvægra samtímaat- burða bæði í eigin landi, sem er harla fágætt, og á alþjóðavettvangi, sem fslendingum eru mjög vel kunn- ugir vegna leiðtogafundarins í Reykjavík í október 1986. Bók þessi er skrifuð á mjög læsi- legu máli og virðist tilgangur hennar vera sá, eins og Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra orðaði það á blaðamannafundi, þegar bókin var kynnt. „ætla mætti að megin- markmið bókarinnar væri að lægja öldurnar á milli stórveldanna og draga úr tortryggni milli þessara aðila, sem ég tel reyndar að hafi verið meginþröskuldurinn á leið betri sambúðar". Athyglisvert er að vinnsla bókar- innar tók rétt rúman mánuð og var þýðing hennar unnin af 10 þýðend- um undir ritstjórn Heimis Pálssonar skólameistara. I'/F.Ó Vantar 20 strætis- vagna í Reykjavík Vagnaskortur hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur stendur í vegi fyrir að eðlileg uppbygging strætis- vagnakerfisins í borginni geti átt sér stað. Ef miðað er við nágranna- lönd okkar þá vantar ekki færri en 20 nýja strætisvagna í flota SVR. Eins og staðan er í dag eru 70 strætisvagnar í flota SVR og eiga þeir að þjóna 90 til 95 þúsund manna byggð. í nágrannalöndum okkar er miðað við að einn strætis- vagn þurfi á hverja þúsund íbúa. Pó er byggð mun þéttari þar en hér í Reykjavík. í ljósi þessa vantar a.m.k. 20 vagna í flotann. Þrátt fyrir nokkra endurnýjun á vagnakosti SVR undanfarin ár þá er varavagnakostur sá sami í dag og hann var fyrir tíu árum. í ljósi þessa er hætta á að leiðakerfi strætisvagna Reykjavíkur hrynji þegar færð spillist að ráði, sérstak- lega í Ijósi þess að umferð hefur þyngst til mikilla muna í borginni undanfarin tvö ár. Af þessum orsökum treysta for- ráðmenn SVR sér ekki til þess að koma á fót bættum samgöngum milli austurhverfa borgarinnar þó nauðsyn þess sé brýn, né að koma 15 mínútna tíðni á leið 8 og 9 þrátt * fyrir stóraukna þörf fyrir slíkt vegna aukinna ' umsvifa í Kringl- unni. Leið 8 og 9 gengur nú strjálla en áður þar sem tíðni var breytt úr 20 mínútna tíðni í 30 mínútna tíðni á síðasta ári. -HM Sólheimasala á sunnudag Sunnudaginn 22. nóvember verð- ur hin árlega Sólheimasala haldin í Templarahöllinni í Reykjavík og hefst kl. 14. Sjálfseignarstofnunin Sólheimar í Grímsnesi er elsta starfandi heimilið fyrir þroskahefta hér á landi, en það hóf starfsemi sína árið 1930. Á Sólheimum dvelja nú 40 ein- staklingar sem stunda þar vinnu eða sækja skóla, allt eftir getu og hæfi- leikum hvers og eins. A Sólheimum er smíðastofa, vefstofa, kertagerð og ylrækt, auk lítilsháttar búskapar. Við ræktun og framleiðslu hefur ávallt verið leitast við að nota ómenguð og náttúruleg efni og er svo enn. Allt grænmeti á Sólheimum er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar. í Templarahöllinni á sunnudaginn verða framleiðsluvörur Sólheima til sölu, kerti, tréleikföng, mottur og ofnir dúkar. Foreldra- og vinafélag Sólheima verður með kökubasar, kaffiveitingar og flóamarkað. Allur ágóði af sölunni fer til uppbyggingar starfsins á Sólheim- um. BY99in9arvísitalan: MÆLIR 27% VERÐBÓLGU Byggingarvísitalan hækkaði um 0,94% milli október og nóvember og er nú komin í 107,5% stig frá því hún var sett á 100 í júní s.l. Þessi vísitala gildir fyrir desembermánuð. Þriggja mánaða hækkun er 6,1% sem jafngildir tæplega 27% verð- bólgu á heilu ári, eða sömu verð- bólgu og framfærsluvísitalan mældi á sama tímabili. Frá sama tíma í fyrra hefur byggingarvísitalan hækk- að um 20,6%. Seltjarnameskirkja: Nýir kirkjugripir Lionsklúbbur Seltjarnarness af- henti nýlega hinni nýju kirkju sem er í byggingu á Seltjarnarnesi að gjöf altarissilfur til notkunar við altaris- göngur. Hér er um að ræða sérsmíðaðan kaleik og patínu úr silfri ásamt 75 silfurhúðuðum bikurum. Kaleikur- inn þykir einstakur vegna formsins, en í því er tekið mið af formi nýju kirkjunnar. Arkitektar kirkjunnar áttu hugmyndina að formi kaleiksins og patínunnar en Valur Fannar gullsmiður annaðist smíði gripanna. Á myndinni, sem tekin var við afhendingu kirkjugrípanna eru formadur Lionsklúbbs Seltjarnarness Gunnar H. Pálsson, sóknarpresturínn séra Solveig Lára Guðmundsdóttir og formaður safnaðarstjórnar Krístín Frið- bjamardóttir. Umræður um söluskattsfrumvarp Guðmundar G. Þórarinssonar: Vill hefta völd fjármálaráðherra Guðmundur G. Þórarinsson (F.Rvk.) hefur mælt fyrir frum- varpi, sem felur í sér breytingu á lögum um söluskatt. Vill þingmað- urinn láta fella niður heimild fjár- málaráðherra til að undanþiggja, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, söluskatti tilteknar tegundir vörusölu, vinnu eða þjónustu sam- kvæmt 20. grein laganna. Þingmað- urinn telur að þetta undanþágu- ákvæði hafi verið frjálslega notað, þannig að óviðunandi væri fyrir AI- þingi. Benti Guðmundur á að geð- þóttaákvörðun ráðherra réði hvað kallast skyldu „sérstakar ástæður". Sagði hann að þrátt fyrir fyrirhug- aðar breytingar á söluskattskerfinu og afnám undanþága, þá væri þetta frumvarp árétting þess að Alþingi fari varlega í að framselja vald sitt til einstakra ráðherra og það væri meginatriði málsins. Eðlilegast hefði verið að fjár- málaráðherra sækti söluskatts- heimildir til þingsins. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra ræddi fyrirhug- aðar breytingar á söluskattskerfinu og rakti veigamestu undanþágur frá söluskatti, sem veittar eru í dag samkvæmt þessari heimild. Afnám 20 gr., sem boðuð væri í frumvarp- inu, hefði engin áhrif á afnám undanþága varðandi söluskatt á Guðmundur G. Þórarinsson matvæli. Sagðist hann vera sam- mála flutningsmanni um að heim- ildir ráðherra til undanþága varð- andi þessi atriðið verði afnumin, hins vegar væri hann því ósamála að fella niður heimildina meðan ekki væri ákveðið með söluskatts- lögin í framtíðinni. Flutningsmaður tók aftur til máls og sagði að upptalning ráðherra á undanþágum sýndi að þessi laga- grein er of víðtæk til að Alþingi geti sætt sigvið það. Meginatriðið væri í raun valdasal Alþingis til ráðherra, sem jafnvel stangaðist á við fertug- ustu grein stjórnarskrárinnar. Albert Guðmundsson (B.Rvk.) fann frumvarpinu allt til foráttu og sagði að ekki mætti hefta ráðherra of mikið í störfum sínurn. Persónan sem gegnir embættinu verður að hafa svigrúm til að setja sinn stimp- il á embættið og sinna þeim erind- um sem henni berast á eðlilegan hátt sagði Albert Guðmundsson fyrrverandi fjármálaráðherra undir lok ræðu sinnar. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.