Tíminn - 20.11.1987, Side 8
8 Tíminn
Föstudagur 20. nóvember 1987
Timinn
MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Fiskveiðistjórn
og markaðsstýring
Grundvallarbreytingar á sjávarútvegi eiga sér stað
um þessa mundir og ná þær til flestra eða allra þátta
mikilverðasta atvinnuvegs þjóðarinnar. Fjölbreytni afl-
ans vex, vinnslan tekur stakkaskiptum, uppboðsmark-
aðir breyta fiskverði og síðast en ekki síst eru erlendu
markaðirnir sífelldum breytingum undirorpnir.
Sala á ferskum fiski hefur aukist mjög en dregið úr
frystingu, saltfiskverkun og framleiðsla á skreið er liðin
tíð. Síldin er ekki lengur sú eftirsótta og auðseljanlega
vara sem áður var en eftirspurn hefur aukist á tegundum
sem áður voru ekki nýttar.
Vegna síbreytilegra markaðsaðstæðna skiptast á skin
og skúrir í útgerð og fiskvinnslu og oft leiðir ásókn í
stundarhagnað til erfiðleika sem eiga upptök sín bæði
hér heima og erlendis.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, vék m.a.
að markaðsmálunum í ræðu sinni á Fiskiþingi: Á
undanförnum árum hefur mönnum orðið Ijósari nauð-
syn þess að vinna sem mest verðmæti úr takmörkuðum
afla. Afkoma sjávarútvegsins og þar með þjóðarbúsins
byggist ekki einungis á veiðistjórnun heldur einnig-og
ekki síst - á markaðsstjórnun. Fiskseljendur geta að
sjálfsögðu ekki gengið fram hjá hagsmunum fiskvinnsl-
unnar. Á síðustu misserum hefur iðulega komið í ljós,
að of mikið framboð inn á ferskfiskmarkaði leiðir til
verðfalls. Haldi ferskfiskframboð á Evrópumarkaði enn
áfram að aukast leiðir það líklega til lækkandi meðal-
verðs og hugsanlega að lokum til verðhruns.“
Mönnum er gjarnt að líta á fiskstofnana sem ótak-
markaða auðsuppsprettu og að markaðirnir taki enda-
laust við. Fullkomnari veiðitæki og óhófleg stækkun
flotans leiddi til að tekin var upp stjórnun á fiskveiði til
verndar stofnunum. En kvótakerfið hefur einnig leitt til
að útgerðin hefur sparað milljarða króna í rekstrar-
kostnaði og óþarfa fjárfestingu til að ná takmörkuðum
heildarafla.
En markaðsmálin verður einnig að taka föstum
tökum þótt það verði ekki með sama hætti og fiskveiðum
er stjórnað. Mörg gömul og ný dæmi um verðhrun og
birgðasöfnun sýna að markaðirnir taka ekki endalaust
við fremur en sjórinn.
Sjávarútvegsráðherra minntist á þessi mál í fyrr-
nefndri ræðu, og sagði að við verðum að horfa á
sjávarútveg okkar í vaxandi mæli í alþjóðlegu samhengi.
Svo sem í samningum við nágrannaríki um fiskistofna
sem ganga á milli hafsvæða, samkeppni á erlendum
mörkuðum, baráttu fyrir ótvíræðu forræði yfir auðlind-
um í lögsögunni og kröfum erlendis frá um eftirlit með
innfluttum matvælum. „Við verðum ætíð að hafa
hugfast að fenginn afli skilar þjóðarbúinu engu fyrr en
hann er seldur. Viðskiptavinurinn hefur alltaf síðasta
orðið og getur hafnað vörunni á hvaða forsendum sem
honum þóknast.“
Varðandi stjórnun fiskveiða og markaðsstýringu ber
ávallt að hafa það hugfast að fiskurinn er sameiginleg
auðlind þjóðarinnar og nýting hennar á ekki að vera háð
geðþóttaákvörðunum einstakra aðila sem aldrei stefna
að öðru en stundargróða.
GARRI
Tvær heitstrengingar
Á þjóðhátíðarári gerði Alþingi
heitstrengingar með tvennum
hætti. Báðar þessar heitstrengingar
vörðuðu menningu Íslands og
skiptu miklu fyrir þann arf, sem
nútímafólk hefur fengið í hendur
til varðveislu frá forfeðrunum. Hér
var um að ræða heitstrcngingu um
að græða upp landið, og var af
rausn lagður fram einn milljarður
til þess verks. Síðan hefur ekkert
stórfellt gerst í því efni og land er
bitið eða það fýkur á brott fyrir
vcðrum eins og áður, og gott ef
þjóðargjöfin upp á milljarð hefur
bætt spönn við gróðurinn. Þó skul-
um við ekki trúa öðru, og viljurn
heldur ekki trúa öðru, nú þrettán
árum siðar, en fjárveitingavaldið á
Alþingi muni eftir hinni gömlu
heitstrengingu og leggi að nýju
fram stórfellda fjármuni til upp-
græðslu, en tryggi um leið að
fyrirtekin svæði verði ekki étin
jafnóðum.
Hin heitstrenging Alþingis blasir
við sjónum manna vcstur á Melum
og virðist ekki hafa þokað mikið
áleiðis á síðari árum. Það er Þjóð-
arbókhlaðan sæla, sem Alþingi
ákvað í hátíðarskapi, að þjóðin
skyldi gefa sjálfri sér á ellcfu
hundruð ára afmæli byggðarinnar.
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, vann að því
að koma máli Þjóðarbókhlöðu á
þurrt eins og það er orðað, fékk
ákveðna eignaskattsprósentu til
umráða og myndaði sjóð, sem átti
að vera geymdur á vöxtum í Seðla-
banka íslands þangað til mættust
fullgerð bygging og tómur sjóður.
Þessi menningarinnheimta átti að
standa í þrjú ár og nægja fyrir því
sem eftir var af byggingunni. Eng-
inn gerði teljandi ágreining út af
þessari útvegun fjár til Þjóðarbók-
hlöðu. Um tíma virtist eins og
heitstrenging Alþingis ætlaði að
standast þótt seint væri. Færi þá
ekki um hana eins og heitstrenging-
una, sem Jóhannes á Borg gerði
ungur maður og fullur af glímuhug,
þegar hann gerði þá heitstrengingu
norður á Akurcyri að hann skyldi
fara suður og fella alla kappa í
glímu eða liggja dauður ella. Jó-
hannes lifði fram á háan aldur. En
hann vann ekki glimuna að því
sinni.
Gjöfin sem þjóðin átti að gefa
sjálfri sér samkvæmt samþykkt Al-
þingis stendur enn ófullgerð vestur
á Melum. Sjóðurinn, sem átti að
vera í geymslu Seðlabanka íslands
á vöxtum og verðbótum til að
vama því að hann eyðilegðist í
geymslu, stcndur á núlli um þessar
mundir. Innheimtan í sjóðinn held-
ur áfram samkvæmt ákvæðum um
að hún ætti að standa í þrjú ár. Á
næsta ári, því sem fjárlög er verið
að gera fyrir núna, var áætlað að
umtalsvert fé kæmi í sjóðinn og að
Þjóðarbókhlaða héldi áfram í átt-
ina að því að verða sú gjöf sem
þjóðin gefur sjálfri sér. En það skal
nú aldeilis ekki verða. Ekki er gert
ráð fyrir að ein króna fari til
Þjóðarbókhlöðu af því fé sem þó
er innheimt hennar vegna. Þetta er
sérkennilegt, og ckki furða þótt
þeir aðilar, sem vilja koma Þjóðar-
bókhlöðu í gagnið sem fyrst séu
svolítið hissa. í bókhlöðunni munu
sameinast bókasöfn, sem nú em
drcifð um borgina, og fer þar
langmest fyrir Landsbókasafni.
Það er í raun alveg sérstakt mál
fyrir okkur íslendinga hve erfið-
lega gcngur að koma upp opinber-
um byggingum. Á meðan við vor-
um undir Dönum reis upp hver
stórbyggingin á fætur annarri, sem
miðað við mannfjölda og ríkidæmi
þá og nú mundi í dag taka hundrað
ár að byggja. Þar má nefna Alþing-
ishús og byggingu Landsbókasafns.
Eftir því sem leið á öldina virtist
erfiðara að hugsa sér byggingu
stórbygginga yfir menningu og
stjórnsýslu þjóðarinnar. Það er
alveg eins og að eftir að við urðum
sjálfstæð þjóð sé nóg að gcra
tillögur úm þjóðargjafir og hugsa
stórt, en síðan lendir allt í undan-
drætti og rifrildi, þar sem bygging-
ar okkar deyja hreinlega. Þe.ta er
óhugnanleg staðreynd, sem menn
ættu að leiða hugann að. Sjálfstæði
íslands virðist hafa orðið til þess að
hér megi ekki byggja nokkurt hús
nema elliheimili og bamaheimili,
skóla og heilsugæslustöðvar.
Það er ástæða til að minna
Alþingi á, núna þegar það fer að
samþykkja fjárlög fyrir 1988, að
þótt útvegaður hafi verið tekju-
stofn fyrir Þjóðarbókhlöðu sér
hans ekki stað á ijáriögum. Engu
að síður var á góðri stund samþykkt
að þjóðin skyldi gefa sjálfri sér
bókhlöðu, m.a. vegna þess að
hennar var þörf.
Nú slær ekkert hjarta mcð Þjóð-
arbókhlöðunni, og hún má standa
auð og fjárvana vestur á Melum
næstu árin til sönnunar þvi að
lýðveldinu íslandi er ekki sýnt um
að koma eigin verðmætum undir
þak.
Garri
VÍTTOG BREITT
Stórpólitískt gjaldþrot
Umrótið í kjölfar Hafskipsgjald-
þrotsins er orðið að sh'kum boða-
föllum að líkt er komið á með
þjóðarskútunni og Hollendingnum
fljúgandi, sem veltist um í eilífum
óígusjó þótt logn og ládeyða væri
allt um kring.
Þegar farið var að glugga í plögg
Hafskips fór bankakerfið í rusl,
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og
allaballar settu Guðmund J. út í
kuldann. Siðgæðið í pólitíkinni
varð stjarft af hneykslan þegar
upplýst varð um vinargreiða Al-
berts við verkalýðsleiðtogann, þeg-
ar sá fyrrnefndi bauð vini sínum til
Flórída og hafði aldrei nokkur
núlifandi sjálfstæðismaður eða
allaballi heyrt um aðra eins fyrir-
greiðslu eða spillingu.
Púrítanskir siðgæðisverðir vörðu
hina hreinu áru íhalds og komma
með því að hrekja spillinguna út í
ystu myrkur.
En forherðingin lætur ekki að
sér hæða. Albert gerði sér lítið
fyrir og stofnaði eigin flokk og hirti
þriðjunginn af fylgi þess siðavanda
Sjálfstæðisflokks.
Nú ætlar Guðmundur J. að leika
sama leikinn og er á fullri ferð að
stofna Verkamannaflokk íslands.
Eftir að allaballar ruddu honum úr
o 1
1 \u 'M 't -
Guðmundur J.
Albert.
flokkshelgi sinni hefur allt verið á
tjá og tundri í söfnuðinum og
vegur þar hver annan af sania
eldmóði og þegar kraftarnir voru
sameinaðir við að kasta fulltrúa
verkalýðsins á dyr.
Smávægileg fyrirgreiðsla, sem
rétt dugði til stuttrar hressingar-
dvalar í sumri og sól, riðlar flokka-
kerfið. Fallþungi Sjálfstæðisflokks-
ins er kominn niður í meðalstærð
og Borgaraflokkurinn ógnar meiri-
hlutanum í Reykjavík.
Alþýðubandalagið er orðið ótta-
lega ræfilslegt og ný forysta sér
sína sæng út breidda þegar alvöru
verkalýðsflokkur er í uppsiglingu.
Það var greinilega ekki til einskis
barist að knésetja Hafskip h.f. Hjá
því varð kannski ekki komist, en
hitt er sýnu verra að með gjaldþrot-
inu hélt siðgæðið innreið sína í
Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu-
Jesú
bandalagið og það hefur sínar
afleiðingar.
En fleiri stjórnmálaöfl eru á
sveimi. Almættið telur sig einnig
eiga erindi inn í íslenska stjóm-
málabaráttu og er nú verið að
stofna flokk Krists. Með tilkomu
hans má vænta enn frekari siðbót-
ar, hvert sem það nú kann að leiða.
í ráði er að Drottinn bjóði fram
til þings en þar verður við ramman
reip að draga þar sem andstæðing-
arnir em margir og sumir öflugir.
Samt verður að gera ráð fyrir að
Jesú hafi það fylgi meðal þjóðar-
innar að dugi til nokkurra þing-
sæta. Þegar þar að kemur verður
að ráðast hvort hann lendir í stjórn
eða stjómarandstöðu. Gildir
kannski einu. Bara að passa að
Flokkur Krists klófesti ekki emb-
ætti kirkjumálaráðherra.
OÓ