Tíminn - 20.11.1987, Page 15

Tíminn - 20.11.1987, Page 15
Tíminn 15 Föstudagur 20. nóvember 1987 Svanur Ágústsson Fæddur 21. október 1933. Dáinn 13. nóvember 1987. í dag, 20. nóvember, verður til hinstu hvílu borinn frændi okkar, Svanur Ágústsson framkvæmda- stjóri. Hann lést á Landspítalanum þann 13. nóvember eftir stutta sjúkrahúslegu. Svanur fæddist í Reykjavík þann 21. október 1933 og var hann því að- eins 54 ára gamall er hann lést. Hann var sonur hjónanna Valgerðar K. Tómasdóttur og Ágústar Jónssonar frá Varmadal á Kjalarnesi, Iögreglu- manns og síðar heildsala í Reykja- vík. Eftir skilnað foreldra hans ólst Svanur upp ásamt systur sinni Björgu hjá móður þeirra, sem lengst af sá fjölskyldunni farborða með saumaskap. Eignuðust þau systkini tvær hálfsystur, Díönu og Hrafn- hildi, úrseinna hjónabandi Ágústar. Valgerður giftist síðar Jóhannesi Kolbeinssyni smið og fararstjóra hjá Ferðafélagi íslands. Um tvítugt hélt Svanur út til náms og lærði hann til matreiðslumeistara í Álaborg í Danmörku. Strax að loknu námi starfaði hann um hríð sem bryti á millilandaskipum þar til hann réðst til ábyrgðarstarfa til Loft- leiða hf., þar sem hann starfaði í átta ár. Síðustu sautján árin starfaði Svanur sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússkjallarans með stuttu hléi þegar hann tók að sér rekstur Sjálfstæðishússins á Akureyri. Stuttu eftir heimkomuna frá Dan- mörku steig Svanur hið mesta gæfuspor er hann árið 1959 kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Stellu Þorvaldsdóttur. Eignuðust þau þrjú börn: Ágúst, f. 1960, Svandísi, f. 1963, og Þorvald, f. 1965. Það var árið 1974 sem veikindi Svans hófust, sem að lokum drógu hann til dauða. í blóma lífsins, aðeins 41 árs að aldri, fékk Svanur hjartaáfall sem kallaði á bráðan hjartauppskurð í London. Starfs- gleði og ósérhlífni Svans lýstu sér best í því, að hann var kominn til fullra starfa áður en heilsa hans gaf tilefni til. Þessi ósérhlífni, ásamt því að Svanur átti það til að tala með nokkurri léttúð um sjúkdóm sinn, gerði það að verkum að fáir utan nánustu fjölskyldu gerðu sér ljóst hvert stefndi síðustu mánuðina. Fráfall Svans kom því mörgum á óvart. Það er kannski einkennandi fyrir skapgerð hans, að nokkrum dögum fyrir andlát sitt á hann tal við systur sína um matarboð um jólin, á sama tíma og hann trúir konu sinni fyrir þvf, að hann sé hræddur um að þetta verði sín síðasta ferð á sjúkra- húsið. Engum sem til þekkir duldist hversu mikill styrkur það var Svani í veikindum hans að hafa Stellu sér við hlið. Dugnaður hennar og rósemi eru öllum öðrum mikill styrkur á þessum erfiða tíma. Við systkinin eigum margar skemmtilegar minningar tengdar Svani frænda, allt frá því er hann íklæddist jólasveinabúningi og skreið inn um stofugluggann á að- fangadagskveldi fyrir u.þ.b. 25 árum með stóran gjafapoka á bakinu. Það var alltaf líf og fjör þar sem Svanur fór enda hafði hann sérstakt lag á að auðga samverustundirnar með góðri frásagnar- og kímnigáfu. Hann var mikil félagsvera og hafði yndi af samskiptum við aðra. Einnig átti Svanur mörg áhugamál og það var fátt sem við gátum ekki rætt við hann um. Seinni ár áttu næringar- fræði og náttúrulækningar hug hans allan og viðaði hann að sér miklum fróðleik um þessi mál með lestri erlendra tímarita. Það var ekki aðeins fróðlegt að sitja og hlusta á hann útskýra mikilvægi næringar- fræðinnar; það var ekki síður ánægjulegt að sjá hversu thikla ánægju hann fékk út úr því að geta miðlað öðrum af þekkingu sinni. Svanur var einnig gæddur miklum tónlistarhæfileikum og minnumst við systkinin margra góðra stunda þegar Svanur tók lagið með okkur og spilaði undir á gítar. Það voru ekki mörg hljóðfæri sem Svanur gat ekki fljótlega náð lagi úr. Þó var gítarinn honum alltaf kærastur.Þessit tónlistar- hæfileikar komu sér einnig vel á námsárunum í Danmörku, en þá spilaði Svanur um tíma með dans- hljómsveit og gat þannig unnið sér inn einhvern aukapening ásamt því að eiga góðar stundir með góðum félögum. Auk tónlistarinnar hafði Svanur yndi af útiveru og áttu fjöl- skyldur okkar ótaldar ánægjustundir saman við stangveiði eða siglingar á báti sem hann smíðaði í félagi við föður okkar. Allir sem kynntust Svani og Stellu vita að þau voru höfðingjar heim að sækja. Jafnvel þótt fyrirvari heim- sóknar okkar væri oft á tíðum enginn var Svani hægt um vik að töfra fram hina gómsætustu rétti úr eldhúsinu á örskömmum tíma. Það brást aldrei að móttökurnar voru hlýjar og hjartanlegar og aldrei fundum við annað en koma okkar lenti upp á besta mögulega tíma. Þetta á jafnt við eftir að veikindi og vanlíðan Svans ágerðust. Við viljum ljúka þessum fátæk- legu orðum með því að votta konu hans, börnum og barnabörnum, móður hans og systrum, okkar dýpstu samúð. Minningar um góðan dreng munu lifa áfram og verða öllum vandamönnum og vinum huggun harmi gegn. Frændsystkini. llllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllll Börn í innilokun lan McEwan: Steinsteypugarðurinn, Einar Már Guðmundsson fslenskaði, Almenna bókafélagið, 1987. Hér er á ferðinni áhugaverð skáld- saga, þótt ekki verði sagt að hún sé að sama skapi fögur. Efni hennar snýst utan um fjögur systkini, tvær systur og tvo bræður, sem missa fyrst föður sinn og síðan móður sína. Viðbrögð þeirra við láti móður sinn- ar verða þau að koma líki hennar fyrir í kjallara hússins sem þau búa í, þar sem þau loka það niðri í stórri kistu og fylla hana svo með stein- steypu. Þetta gera þau af ótta við að þeim verði splundrað hverju í sína áttina ef upp komist að þau séu orðin munaðarleysingjar. Vitaskuld kemst svo upp um þau um síðir, en bókin snýst að stærstum hluta um þann tíma í lífi þeirra systkinanna er þau búa þarna ein með hinn óhugnanlega leyndardóm sinn í kjallaranum. Hann verðurþar eins og gefur að skilja sá skuggi sem hvílir líkt og mara yfir öllu daglegu lífi þeirra. Og raunar er ekki allt sem lýtur að steinsteypu sagt með þessu, því að faðir þeirra hafði skipulagt garðinn utan við húsið með þeim hætti að hann var mestpart steyptur, bæði gangstígar og sérstakur stein- hóll sem reis þar upp á áberandi stað. Með þessu móti er það hin kalda harka steinsteypunnar sem umlykur líf þessara ólánssömu systkina í fleirum en einum skilningi. Og létt verk er að finna það út að hér vakir bersýnilega fyrir höfundi að segja aðra sögu jafnframt hinni með því skýra og ótvíræða táknmáli sent hér er beitt. Hér er nefnilega síður en svo verið að segja eina saman sögu þessara fjórmenninga, heldur hefur bókin miklu víðari skírskotun. Hún vísar til allra þeirra sent lokast inni, annað hvort í gráum og köldum steinsteypukössum eða annars staðar, og ná ekki að byggja upp eðlileg tilfinningatengsl utandyra. Og þarna er því lýst með skýrum myndum hvernig fólk í slíkri ein- angrun lokast smám saman af í ráða- og bjargarleysi. Einna helst er að yngsti bróðirinn hér, Tom, eignist félaga, enda aðeins barn að aldri, en þó er ekki að sjá að jafnvel hjá honum nái að myndast eðlileg vinátta við leikfélagann. Elsta systirin, Júlía, glæsileg ung stúlka, er þó kannski aumkvunar- verðust þeirra allra. Hún kynnist ungum pilti, en reynist ekki fær um að komast í heilbrigt samband við hann, og sýnist það fyrst og fremst vera leyndarmálið í kjallaranum og ábyrgðartilfinning hennar gagnvart yngri systkinum sínum sem þar veldur. Eldri bróðirinn, sá sem segir sög- una, getur heldur ekki talist í öfu- ndsverðu ástandi. Hann er enn á táningsaldri, á við að stríða flestan þann vanda sem fylgir því aldurs- skeiði, bæði tilfinningarót og bólur, og eins er hann mjög ógjarn á að þrífa sjálfan sig, þar til hann tekur sig á undir lokin. Veldur þetta allt heldur stormasamri sambúð hans við systur sínar á köflum. En innilok- un hans verður kannski enn algjörari fyrir þá sök hvað hann er ráðalaus með sjálfan sig í sögunni og alls ófær um vegna æsku og reynsluleysis að takast á við vandann sem að honum og systkinum hans steðjar. Með öðrum orðum er þetta saga um einangrun og innilokun barna sem ráða ekki við aðsteðjandi vanda. Lýsingin í lokin þegar tvö elstu systkinin leiðast út í blóðskömm, og þau öll fjögur bíða síðan í angist líkt og hrædd dýr í gildru eftir að lögreglunni takist að brjótast inn til þeirra, undirstrikar þetta enn frekar. Sama tilgangi þjón- ar einnig lýsingin á því fyrr f bókinni þegar rotnunarlykt frá kjallaranum berst um allt húsið, sem verður svo til þess að kunningi Júlíu kemst að öllu saman, þrátt fyrir útsjónarsöm varnarviðbrögð eldri systkinanna tveggja. Trúlega má segja að lýsingin á hinum lítt skemmtilegu örlögum þessara fjögurra systkina sé út af fyrir sig ærið nóg til að byggja bókina upp sem listaverk. En þar að auki fer ekki hjá því að hún leiði hugann að öðru, sem er að vandi þessara ungmenna, ekki síst tveggja hinna eldri, stafar fyrst og fremst af því að þau hafa misst af því að njóta forsjár foreldra sinna. Þess vegna má segja að boðskapur hér snúist jafnframt hinu - og kannski alls ekki síður - um það á hvern hátt ungling- ar þurfi á fullorðnum að halda á viðkvæmu mótunarskeiði. -esig. Skrifstofustjóri Tíminn óskar að ráða skrifstofu- stjóra. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri í síma 686300. Tíminn Nám í tannsmíði Ákveðið hefur verið að taka 4 nemendur til náms í Tannsmíðaskóla íslands í janúar 1988. Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf og kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er svarar til stúdentsprófs. Auk þess þarf að fylgja vottorð um eðlilegt litskyggni. í umsókn skal tilgreina aldur (kennitölu), menntun og fyrri störf. Umsóknir skal senda til tannsmiðaskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16.101 Reykjavíkfyrir5. desemb- er næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Ræstinganámskeið Námskeið ætlað ræstingastjórum og fólki sem hefur umsjón með ræstingum verður haldið dag- ana 30. nóv.-2. des. kl. 8.30-16.00 á Iðntækni- stofnun íslands, Keldnaholti. Þátttökugjald er kr. 12.500.- Innifalin eru námsgögn og matur. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco ’74, Daihatsu Charmant ’79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flesta aðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106. Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Ppsthólf 10180 BÍLALEIGA Útibú i kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:........ 96-21715 23515 BORGARNES: ........... 93-7618 BLONDUOS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ....... 96-71489 HUSAVIK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HOFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 ínterRent t Útför Bjarna Óskars Frímannssonar fyrrv. oddvita frá Efri Mýrum, Austur-Húnavatnssýslu fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sætaferð frá Blönduósi að morgni sama dags. Upplýsingar í síma 4340 að Fremsta Gili Valgerður Bjarnadóttir Karl G. Sigurbergsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.