Tíminn - 20.11.1987, Síða 16

Tíminn - 20.11.1987, Síða 16
16 Tíminn Föstudagur 20. nóvember 1987 DAGBÓK Neskirkja -félagsstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag 21. nóv. kl. 15:00, í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestir verða: Bjöm Jónsson skólastjóri sem sýnir litskyggnur og Reynir Guð- steinsson mun syngja einsöng. Kleinusala á Seltjarnarnesi I tilefni af 20 ára afmæli Kvenfélagsins Seltjarnar á Seltjarnarnesi ætla félagskon- ur að baka í 20 klukkustundir kleinur f dag, föstudaginn 20. nóvember frá kl. 17:00 og til næsta dags kl. 13:00 í eldhúsi Mýrarhúsaskóla. Þar er hægt að fá keyptar kleinur á þessu tfmabili. Einnig munu konur vera við sölu á Eiðistorgi á laugardag meðan eitthvað er óselt. Norræna húsið: Sænsk grafik Á laugardag kl. 15:00 verður opnuð sýning í sýningarsölum Norræna hússins á verkum 12 sænskra grafíklistamanna. Á sýningunni eru um 80 myndir, unnar með ýmsum aðferðum. Hún verður opin daglega kl. 14:00-19:00 og stendur til 15. desember. Gítar og orgel á Hvammstanga Símon H. Ivarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner orgelleikari halda tón- leika á Hvammstanga um helgina. Þeir leika fyrir matargesti á Vertshúsinu Hótel Hvammstanga í kvöld, föstudagskvöldið 20. nóvember og halda tónleika í Hvammstangakirkju kl. 14:00 á laugar- daginn 21. nóvember. Þeir félagar munu m.a. kynna verk af nýútkominni hljómplötu þeirrameð verk- um eftir J.S. Bach, A. Vivaldi og J. Rodrigo. íslenska málfræðifélagið heidur MÁLÞING Á morgun, laugard. 21. nóv. efnir íslenska málfræðifélagið til málþings sem ber yfirskriftina „að halda við íslenskunni og þjóðarinnar heiðri“, Málþingið er haldið í tilefni 200 ára afmælis danska málfræðingsins og íslandsvinarins Rasm- usar Kristjáns Rasks. Fiutt verða ellefu erindi, þ. á m. flytur Árni Böðvarsson erindið Viðhorf Rasks til tungumála. Málþingið fer fram í stofu 201 f Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands og hefst kl. 9:00. Það er opið öllum þeim sem áhuga hafa á íslensku máli. Síðustu sýningar á „Tígrisdýrunum" Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Eru tígrisdýr í Kongo? laugard. 21. nóv. kl. 13:00 og sunnud. 22. nóv. kl. 13:00. Innifalið f miðaverði er léttur hádeg- isverður og kaffi. Síðustu sýningar. 4 aukasýningar á ein- þáttungunum I Hlaðvarpanum Alþýðuleikhúsið sýnir 4 aukasýningar á einþáttungunum eftir Harold Pinter í Hlaðvarpanum: Einskonar Alaska og Kveðjuskál. Aukasýningarnar verða 2.,7.,9. og 10. desember kl. 20:30 alla dagana. Norræna húsið: Tónleikar Kjells Bækkelund Norski píanóleikarinn Kjell Bække- lund heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 20:30 á sunnudagskvöld. Hann leikur norræn verk. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Hana nú ganga Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 21. nóvember. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Beykihlíð Birkihlíð Víðihlíð Suðurhlíð Astún Daltún Grænatún Brekkutún Kringian Neðstaleiti Ofanleiti Miðleiti Skeiðarvog Karfavog Látrasel Lækjarsel Melsel Hryggjarsel Holtasel Fagrabrekka Álfhólsvegur 1-50 Hlíðarvegur 31-62 Hrauntunga 31 og út Grænatunga Bræðratunga Hrauntunga að 50 Vogatunga Hamraborg Álfhóisveg 1-50 Þverársel Þingássel Tindasel Öldusel Vaglasel Ármúli 15 og út Síðumúli Grensásvegur 2-16 Stekkir Breiðholti Tíminn DJÚÐVUJINN S. 686300 S.681866 S.681333 m áá Hafnfirðingar Aðalfundur Framsóknarfólags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudag- inn 24. nóv. kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálaumræður, Nfels Árni Lund varaþingmaður. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn í Reykjavfk laugardaginn 28. nóv. n.k. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnln. VÉLAR& USTAHF Járnhálsl 2. Siml 673225 -110 Rvk.‘ Pósthólf 10180 Jóhanna Kristin í Gallerí Borg I Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á olíumálverkum eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur. Þetta er seinni sýningarhelgin og er opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 en um helgina k|. 14:00 - 18:00. Sýningunni lýkur 24 nóvember. Listamennimir afhenda frummyndirnar formanni félagsins, Magnúsi Kristinssyni (í miðið) Jólakort Styrktarfélags vangefinna Sala er hafin á jólakortum félagsins. Þau verða með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Péturs- dóttur og Úlfs Ragnarssonar, læknis á Akureyri. Hafa þau gefið félaginu frum- myndirnar, 4 talsins, og verður dregið um þær 20. janúar 1988 og vinningsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Kortin eru seld átta saman í pakka og fylgir happdrættismiði. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst Laugavegi 40, Ála- fossbúðinni Vesturgötu 2 og á stofnunum félagsins. Kortin eru greinilega merkt félaginu. / i Þeir koma fram á tónleikum í Iðnó á laugardagskvöld JazzílDNÓ Á morgun, laugardaginn 21. nóvemb- er, verða haldnir jazztónleikar í Iðnó og hefjast þeir kl. 14:00. Þar leikur tríóið „Hinsegin blús“: Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Gunnlaugur Briem á trommur, en samnefnd hljómplata þeirra félaga kom út í þessari viku. Tveir gestir koma fram á tónleikunum, danski trompetleikarinn Jens Winther og Rúnar Georgsson sem leikur á tenórsaxó- fón. Jens Winther hefur síðan 1982 verið trompetsólisti í Radioens Big Band og hlotið margvísleg- an frama og verðlaun. Rúnar hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra jazz- manna. Hann hefur leikið inn á óteljandi hljómplötur og komið fram sem einleikari með fyrrnefndu Radioens Big Band í Kaupmannahöfn. Á tónleikunum í Iðnó verða aðallega flutt lög af hinni nýju hljómplötu, en sú tónlist er eftir þá Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson. Hljómsvcitin PELICAN í dag PELICAN í Þórscafé Ný skemmtidagskrá hefst í Veitinga- staðnum Þórscafé í kvöld, föstud. 20. nóv. Þar kemur fram - eftir 12 ára hlé - hljómsveitin Pelican. Ætlunin er að vekja upp þá stemmningu sem ríkti á þeim árum þegar Pelican var á toppnum. Strákarnir spila því aðeins gömlu góðu lögin sfn. Ómar Ragnarsson mun skemmta mat- argestum. Skemmtunin verður föstudags- og laug- ardagskvöld um þessa helgi og sfðan er sama dagskrá fyrirhuguð næstu helgi 27.-28. nóv. Hljómsveitina skipa: Jón Ólafsson, Ómar Óskarsson, Björgvin Gíslason, Pétur Kristjánsson og Ásgeir Óskarsson. Bátur á hcimleið, 1966, eftlr Gunnlaue Scheving Ný listaverkakort frá Listasafni íslands Út eru komin hjá Listasafni íslands fjögur ný litprentuð kort með eftirprent- unum af verkum íslenskra myndlistar- manna. Eru þau sem hér segir: Bátur á heimleið, 1966, eftir Gunnlaug Scheving, Uppstilling, eftir Jón Stefánsson, Fólk í landslagi, 1978, eftir Louisu Matthías- dóttur, lslandslag, 1944, eftir Svavar Guðnason. Litprentanirnar eru límdar á tvöfaldan karton og fytgir þeim umslag. Kortin eru mjög vönduð sem jólakort. Áður hefur Listasafnið gefið út um 70 litprentuð kort f sömu stærð og eru þau flest fáanleg í safninu. Jólamerki Framtíðarínnar Jólamerki kvenfélagsins „Framtíðin" á Akureyri er komið út. Það er teiknað af Einari Helgasyni kennara. Merkin eru til sölu í póststofunni á Akureyri og í Frímerkjamiðstöðinni og Frímerkjahús- inu í Reykjavík. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur í Elliheimilasjóð félagsins. Gallerí Gangskör Nú stendur yfir sýning Sigrfðar Laufeyjar Guðmundsdóttur á keramik. Sýningunni lýkur um helgina. Gallerí Gangskör er opið kl. 12:00 - 18:00 virka daga en um helgar kl. 14:00 - 18:00. Hildigunnur Halldórsdóttir flðlulelkari Einleikaraprófstónleikar í Bústaðakirkju Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleikaraprófstónleika í Bústaðakirkju í kvöld, föstud. 20. nóv. kl. 20:30. Á efnisskrá eru þessi verk: Kanon fyrir strengjasveit eftir J. Pachelbel, Konsert í A-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit eftir W.A. Mozart og Oktett eftir F. Mendelsohn fyrir fjórar fiðlur. tvær lágfiðlur og tvö selló. í fiðlukonsertinum eftir Mozart leikur Hildigunnur Haiidórsdóttir einleik, en tónleikarnir eru hluti af einleikaraprófi hennar frá skólanum. Stjórnandi er Gunnar Kvaran. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tryggvi Ólafsson í Listasafni ASÍ Laugardaginn 21. nóv. kl. 14:00 verður opnuð sýning á málverkum Tryggva Olafssonar í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Þann sama dag kemur út listaverkabók um Tryggva. Útgefendur eru Listasafn ASÍ og bókaforlagið Lögberg og er þetta sjöunda bókin í bókaflokknum íslensk myndlist. Flest verkanna á sýningunni eru unnin á þessu ári, en listamaðurinn hefur einnig valið nokkur eldri verk, sem birtast í bókinni, til þessarar sýningar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 16:00-20:00, en um helgar kl. 14:00-22:00. Heoni lýkur 6. dcsember.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.