Tíminn - 20.11.1987, Síða 19

Tíminn - 20.11.1987, Síða 19
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 19 og enn dansa Nýjasta myndin af dansfé- lögunum 0‘Connor og Reynolds á dansgólfi „Það hefur gengið á ýmsu hjá mér og lífið hefur svo sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum“, sagði Debbie Reynolds í blaðaviðtali nýlega. En söng- og dansstjarnan (55 ára) var þá nýkomin úr löngu sýningarferðaiagi með sínum gamla dansfélaga Donald 0‘Connor. Þau hafa ferðast um með leikflokki um Ameríku, Bretland og Ástralíu og Debbie og Donald hafa m.a. dansað og sungið atriði úr hinum sígilda söngleik „Singin1 In The Rain“, sem þau léku í árið 1952. Þau hafa með þessu ferðalagi haldið upp á 35 ára dansafmæli sitt saman. Debbie var gift Eddie Fisher og þau áttu tvö börn og allt var í lukkunnar velstandi. En þá missti Elizabeth Taylor eiginmann sinn, Mike Todd leikstjóra, í flugslysi. Ekkjan var óhuggandi, og reyndu þau Debbie og Eddie aö aöstoða Liz vinkonu sína eftir bestu getu. Helst lét hún huggast þegar Eddie var hjáhenni. Þaðfórsvo að Eddie Fisher yfirgaf Debbie og börnin og fékk skilnað til að geta gifst Eliza- beth Taylor. Þetta var mjög umtalað jafnvel í Hollywood þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína. En Elizabeth hitti brátt annan enn betri huggara, - þegar hún lék á móti Richard Burton í Kleó- pötru, og þá lét hún Fisher lönd og leið. Debbie giftist líka. Hennar mað- ur var Harry Karl, vel stæður skóframleiðandi , en þó fór svo að hann tapaði öllu sínu og þau skildu, en Debbie var dæmd til að borga spilaskuldir hans og ýmsa óreiðu- reikninga, því þau höfðu sameigin- legan fjárhag. Hún varð að selja hús sitt í Beverly Hills og annað á Malibu-strönd og stóð uppi eigna- laus. Debbie hefur alltaf haldið áfram að dansa. „Ég kann ekki að sauma, ég prjóna ekki, mér finnst ekkert gaman að matargerð eða húsverk- um, - en í næstum 40 ár hef ég unnið við skemmtibransann; kom- ið fram og dansað, gefið út mitt eigið æfinga-prógramm með lík- amsæfingum og kennt dans og leikfimi. Vinnan er mér nauðsyn, bæði af fjárhagsástæðum og vegna þeirra ánægju sem hún veitir mér“, segir Debbie í lok viðtalsins, sem vitnað var í hér að framan. í kennslu- stund hjá Debbie Þriöji eig- inmaður hennar Debbie er Richard Hamlett, og þau eru sam- taka í aö lifa rólegu lífi en vera ekki í sviös- Ijósinu Sonurinn Todd og dóttir Carrie eru bæöi börn Eddie Fishers. - Börnin eru þaö besta sem lífið hefur gefiö mér, segir Debbie, og þeim kemur saman um aö móöir þeirra hafi alltaf verið þeim stoð og stytta Debbie Reynolds er glæsileg kona, 55 ára kjarnakona, þó hún sé ekki há í loftinu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.