Tíminn - 24.11.1987, Page 3

Tíminn - 24.11.1987, Page 3
Þriöjudagur 24. nóvember 1987 Tíminn 3 Albert í tilefni bónorðs formanns Sjálfstæðisflokksins á Selfossi: um sér og eftir stendur ekkert annað en nafnið því að hugsjón og stefna Sjálfstæðisflokksins er ekki stefna eða hugsjón þeirra manna sem eru með nýfrjálshyggju á vörunum alla daga“, sagði Albert Hann sagðist ekki hafa séð nein- ar nýjar forsendur fyrir sameiningu sjálfstæðis- og borgaraflokksm- anna undir einu merki. „Þorsteinn hefur ekki talað við mig eða lagt neitt nýtt á borðið“, sagði Albert. En hvað þarl' þá að breytast í Sjálfstæðisflokknum til að mögu- leiki sé á sameiningu? „Menn verða náttúrlega að tala í alvöru og það verður að vera marktækt sem fer ntilli manna til þess að úr samstarfi geti orðið. l’að er alveg tvímælalaust aö ný stjórn í Sjálf- stæðisflokknum ntyndi breyta miklu, en ég ætla ekki að skipta mér af því hvort þeir skipta um forustu eða hvernig þcir reka sín tryppi. Ég hef ekki orðið var við vilja til samvinnu hjá sjálfstæð- ismönnunt. Það verður að gæta að því að menn eins og Þorstcinn og Friðrik sem keppt hafa að því að koma í staðinn fyrir mig. Þorsteinn sem fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra og Friðrik sem efsti mað- ur á lista í Reykjavík, vilja auðvit- að ekki gefa eftir til manns sent þeir eru búnir að sprengja út úr flokknum", sagði Albert Guð- mundsson að lokum. óþh Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins virðist vera á biðilsbuxunum þessa dagana. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af málflutningi hans á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna um sl. helgi. Þar sagði Þorsteinn það vera höfuðverkefni og meginmarkmið flokksmanna að sameina alla genetíska sjálfstæðismenn á ný undir einn og sama fuglinn. Hér mænir Þorsteinn augljóslega vonaraugum til fyrrum samherja og núverandi borgaraflokksmanna. Um Albert og félaga segir Þor- hér nokkuð greinilega, en hvað um steinn; „Við höfum heyrt að fyrr- um félagar okkar segist skuld- bundnir fólki úr öllum flokkum eftir kosningabardagann og þær skuldbindingar hindri áform af þessu tagi. Um það ætla ég ekki að deila. En sjálfstæðismenn geta ckki til lengri tíma veikt sameiginlega krafta sína vegna skuldbindinga við fólk úr öllum flokkum. Við getum ekki og viljum ekki gera flokkinn að verslunarvöru til þess að ná þessu markmiði. Sjálfstæðis- menn allir, saman og hver fyrir sig, þurfa að bera þetta undir samvisku sína og sannfæringu". Síðar í ræðu sinni áréttar Þorste- inn enn sameiningarvilja sinn, er hann segir: „í mínum huga er það breið fylking fólks, karla og kvenna, sem stendur upp úr miðju íslenskrar þjóðfélagsgerðar og á sér sameiginlegar pólitískar rætur. Þetta er fólkið, sem hefur staðfasta trú á frelsi og ábyrgð einstaklings- ins, menningarlegri reisn þjóðar- innar, kristilegu siðgæði, lögum og reglum, hollustu og þjóðfélagsleg- um metnaði". Sameiningarvilji Þorsteins birtist mótpartinn, Borgaraflokkinn og foringja hans, Albert Guðmunds- son? Albert sagði í samtali við Tím- ann í gær að hann væri nú niður- sokkinn í lestur Gorbatsjovs og hefði því ekki gefið sér tírna til að lesa Þorstein Pálsson. „En það er ekkert nýtt að Þorsteinn tali um sameiningu," sagði Albert. „Þor- steinn hefur áður látið í ljós von um frið á milli okkar, t.d. fékk hann snert af góðmennskukasti í minn garð á friðardaginn á Lækjar- torgi fyrir stuttu. Ég komst reyndar síðar að því að grunnt var á þeirri góðmennsku". Um ástæður þess að Þorsteinn væri nú á eindregnari biðilsbuxum en áður sagði Albert, að greinilegt væri að formaður Sjálfstæðisflokksins væri nú loksins að átta sig á því að hann hefði leikið af sér og fyrir þann afleik væri nú reynt að bæta. „Þeir eru greinilega hræddir. Þeir finna að fylgið fer af flokknum, þeir finna að fundir flokksins eru alltaf fámennari og fámennari og þeir ná ekki til fólksins. Þeir eru hreinlega að missa Sjálfstæðisflokkinn úr hönd- Albert Guðmundsson: „Þorsteinn hefur áður látið í Ijós von um frið á milli okkar, t.d. fékk hann snert af góðmennskukasti í minn garð á friðardaginn á Lækjartorgi fyrir stuttu“. Timumynd: brein Leigubílastöðin Hreyfill hf.: Símastúlkur tölvuvæðast Leigubflastöðin Hreyfill mun hefja tölvuvædda afgreiðslu á föstu- daginn kemur og verður þetta fyrsta skrefið af nokkrum í átt að full- komlega tölvuvæddri afgreiðslu bílanna. Innan skamms geta fyrir- tæki í föstum viðskiptum við stöðina, pantað bíl án þess að þurfa að bíða eftir því að ná sambandi við símastúlku. Kemur þá pöntunin beint inn á tölvuskerm og þaðan í afgreiðslu. Nú um helgina opnast strax nokkr- ir nýir möguleikar. Kerfið gengur þannig fyrir sig að stúlkan sem svarar í símann þarf ekki annað en að slá inn skammstöfun götuheit- anna og húsnúmer, auk annarra upplýsinga, ef þær fylgja, s.s. nafn þess sem pantar bílinn. Fyrirtæki í föstum viðskiptum fá fasta skamm- stöfun. Birtist þá strax afgreiðslu- númer beiðninnar og fullt götuheiti eða fyrirtækisnafn, og þarf síma- stúlkan þá ekki annað en að senda þessar upplýsingar inn á næsta tölvu- skerm. Þar situr önnur stúlka og sendir bíla á staðinn og afgreiðir þá eftir réttri röð, þar sem tölvan raðar alltaf rétt upp. Einn kostur kemur strax í gagnið, að sögn framkvæmdastjórans Einars Geirs Þorsteinssonar. Þar sem öll götuskrá Reykjavíkur og nágrennis verður inni í tölvunni, getur hún samstundis leiðrétt beiðnina ef hús- númer fær t.d. ekki staðist. Ætti þetta strax að fækka marklausum túrum. Með tilkomubreytingarinnar um helgina verður enn tryggara en áður að enginn túr fellur niður eða týnist. Þegar beiðnin er einu sinni komin inn á skjáinn er ekki mögu- leiki að hún tapist. Þá verður einnig alveg gulltryggt að pantanir fram í tímann geta ekki brugðist. Stefnt er að því að eftir eitt til eitt og hálft ár, verði hægt að senda bíla í túr án þess að kalla þurfi þá upp. Verður þetta þó fyrst hægt eftir að bílarnir hafa allir verið útbúnir með þar til gerðum skjá og smátölvu. Þessi búnaður nýtist ökumanninum einnig til annarra hluta. Hann getur séð í hvaða hverfi er mesta þörf fyrir bíla hverju sinni með því að kalla t.d. fram upplýsingar um tíðni beiðna. Með smátölvunni verður mögulegt að sjá hvar bílarnir eru staddir í bænum og þannig er það létt verk fyrir útdeilingartölvuna að sjá hvaða leigubíll er næstur viðkom- andi stað. Byltingin verður full- komnuð eftir rúmt ár, en skrefið um næstu helgi er nauðsynlegt í undir- búningi að því og nýtist á margan hátt í þágu viðskiptavinanna og 260 bílstjóra Hreyfils. KB Frá þjálfunarbúðunum, þar sem dönsk starfssystir (fjær) leiðbeinir einni símamær Hreyfils í einu. Tímamynd Pjetur Mikið tap á frystingunni J ljós hefur komið að innlendar kostnaðarhækkanir hafa leitt til meiri taprekstrar í frystingu sjávar- afla en búist var við. Kom þetta fram í umræðunni um fiskverð. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, staðfesti þetta í viðtali við Tímann í gærkveldi: „Allt tap í þessari grein er mikið tap. Það er því miður oft seinnipart ársins að ástandið í frystingunni er mjög slæmt og það er taprekstur í þeim atvinnurekstri í dag. Það er greini- legt að það hefur of mikið verið lagt á þessa atvinnugrein, enda stendur hún ekki undir endalaus- um álögum. Það hafa verið miklar hækkanir í þjóðfélaginu og miklar kjarabætur. Auðvitað kemur það að lokum fram sem vaxandi þungi í sjávarútveginum." Ekki vildi Halldór Ásgrímsson taka launahækkanir sérstaklega út úr dæminu, en sagði of miklar innlendar kostnaðarhækkanir hafa orðið. „Hitt er svo annað mál að launin skipta mestu máli í innlend- um kostnaðarhækkunum og er langstærsti þátturinn í þeim.“ KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.