Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
8 Tíminn
Titninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Tveir Danir
Um þessar mundir ber svo til að tveir Danir eru
í sviðsljósi á íslandi fyrir afskipti af innstu rótum
íslenskrar menningar. Annar þeirra er íslandsvin-
urinn Kristján Rask, en hinn Daniel Bruun,
liðsforingi. Báðir þessir menn unnu að því á
ólíkum forsendum að vernda og geyma þau atriði
þjóðmenningar, sem á stundum skipta okkur öllu
máli. Rask kom hingað á fyrri hluta nítjándu aldar
ánetjaðist íslenskum málefnum með þeim hætti,
að ekki væri ósatt að telja hann einn í hópi
Fjölnismanna. íslensk tunga var honum sem
sannnorrænum manni eitt það dýrmæti, sem ekki
mátti víkja fyrir danskri tungu, sem þá sótti mjög
á í landinu. Það er vel að nú minnast íslendingar
tvö hundruð ára afmælis Rask. Afmælið þessa
manns ber upp á vandasama tíma þegar ensk áhrif
sækja að tungunni, og mundi ekki saka að fá annan
Rask til að segja okkur hvert stefndi um tunguna.
Daniel Bruun, liðsforingi kom hingað til lands
skömmu fyrir aldamótin, þegar búhættir og híbýla-
kostur höfðu setið í líkum skorðum frá landnáms-
öld. Ásamt Jóhannesi Klein, arkitekt og málara,
fór hann víða um land, og afrakstur þeirra ferða er
nú geymdur í Þjóðminjasafni Dana, einhver mesti
fjársjóður sem við eigum um forna hætti í landinu.
Þessi geymd byggist á ljósmyndum og teikningum
þeirra félaga og er með hreinum ólíkindum að
umfangi. Nú er komið út fallegt verk, mjög
myndskreytt, hjá Erni og Örlygi, eftir Daníel
Bruun, þar sem við getum svo að segja stigið inn í
fornöldina fyrir tilverknað skýrra ljósmynda og
teikninga, og hefur ekki á öðrum stað svo vitað sé
verið bjargað öðrum eins minjum.
Við rifumst lengi við Dani og töldum að við
ættum þeim lítið að þakka. Enda er þessara
tveggja manna ekki getið hér til að þakka Dönum
sérstaklega. En merkilegt er að þessir tveir Danir
hafa að líkindum gert meira fyrir okkur á sviði
þjóðmenningar en þótt þeir hefðu verið íslending-
ar. Það ber svo að segja upp á sama daginn að
þeirra er minnst hér á landi, annars vegna afmælis
svo sem vert og skyldugt er, en hins vegna útkomu
vandaðs og myndskreytts ritverks um hið gamla
ísland. Daniel Bruun var enginn aufúsugestur hér
á landi á sinni tíð, í sjálfstæðisbaráttunni miðri,
enda kom hann hingað sem fulltrúi „Selskabet for
de danske Atlantshavsöer.“ Hann lenti einnig í
deilu út af danska fánanum á Þingvöllum, sem var
notað gegn honum. Engu að síður vann hann
þrekvirki í okkar þágu, og það ljómar af því löngu
eftir að selskaber og fánadeilur eru gleymdar.
Þeirra tveggja Dana sem hér hefur verið getið mun
lengi verða minnst á meðan við látum þjóðmenn-
ingu okkur eitthvað varða. Svo undarlega sam-
slungin eru málefni þessara tveggja þjóða.
GARRI
Gerviblaðamennska
Um helgina las Garri nýjasta
hcfti tímaritsins Mannlíf og í því
rækilegt viðtal við Jón Óttar Ragn-
arsson framkvæmdastjóra Stöðvar
tvö. Reyndar mun þetta viðtal vera
eitt af því sem hvað mest er í gangi
í umtali manna á meðal þessa
dagana, og það kannski ekki síst
vegna þess að það er kynnt þannig
í blaðinu að þar sé fjallað um líf og
ástir þessa manns sér á parti.
Nú hefur Garri svo sem enga
sérstaka tilhneigingu til að gera gys
að framkvæmdastjóranum eða
reyna að draga hann niður ■ svaðið,
þótt vissulega gefi hann allgóðan
höggstað á sér með þessu viðtali.
En hitt er annað mál að frammi-
staða tímaritsins og blaðamannsins
raunar einnig, er ekki beint skóla-
bókardæmi um það hvernig á að
vinna efni í nútímafjölmiðlun.
í stuttu máli er gert mikið úr því
þarna hvað viðkomandi maður sé
cinstakur persónuleiki og hve gif-
urlegan og einstæðan dugnað hann
hafi sýnt við uppbyggingu nýju
sjónvarpsstöðvarinnar. Einnig eru
nánustu cinkamál hans drcgin
þarna allrækilega fram í dagsljósið
og mikil áhersla lögö á að gera þau
eins hádramatísk og frekast er
unnt. Mcð öörum orðum er viðtal-
ið skrifaö af svo ómenguðum skorti
á gagnrýni og af svo innlifaðri
persónudýrkun að fá dæmi munu
vera um annað eins í íslcnskri
blaðamennsku.
Á hálum ís
Hér fcr þannig ekki á milli mála
að bæði tímarit og blaðamaður eru
komin út á hálan is. Þó að menn
vilji síður en svo vera að gera
viðkomandi mann hlægilegan þá
hafa nú fleiri stofnað fyrirtæki í
landinu og drifið þau upp með
Jón Óttar Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri Stöðvar tvö.
dugnaði. Garri viðurkennir að vísu
að hann liggur ekki daginn út og
daginn inn yfir Stöð tvö, en ekki
hefur hann þó getað séð að stofnun
og starfræksla hennar hafi verið
það gífurlega menningarlega afrek
að það verði i framtíðinni skráð
gullnu letri á spjöld sögunnar. Þar
er meðal annars að því að gæta að
þeir eru niargir sem hafa drifið upp
atvinnu- og fyrirtækjarekstur í
landinu af dugnaði og útsjónarsemi
án þess að ástæða hafi þótt til að
efna til sérstakrar persónudýrkun-
ar á þeim af því tilefni.
Hvað mætti til dæmis segja um
alla strákana sem alltaf eru að
kaupa sér báta, flutningabíla, eða
stofna fiskvinnslur og verslanir um
allt land og leggja svo nótt við dag
í þessum fyrirtækjum sínum? Þess-
ir menn fara eftir ósköp eðlilegum
markaðslögmálum, reyna að sjá
hvar er þörf fyrir þjónustu og
atvinnurekstur, verða sér úti um
fé, kaupa tæki og hefja rekstur.
Djúpsprengjuvidtal
Sjónvarpsrekstur er í eðli sínu
ekki svo ýkja frábrugðinn til dæmis
útgerð eða flutningaþjónustu. í
báðum tilvikum þarf að finna
markað sem kallar á þjónustu,
verða sér úti um atvinnutæki og
starfsmenn, og síðan að veita þessa
þjónustu. í öllum tilvikum gilda
sömu lögmálin, og í fljótu bragði
verður ekki séð að neitt sérstakt
gildi um Stöð tvö sem geri hana svo
sérstaklega frábrugðna öðrum at-
vinnurekstri ■ landinu.
Það sem fólkið í Mannlífi gerði
hins vegar var að slá þessum sjón-
varpsrekstri upp sem einhvers kon-
ar stórkostlegu afreki, og mannin-
um sem stjórnar þessu sem ein-
hverjum einstæðum afreksmanni
og skarandi langt fram úr öllum
öðrum. Svo er hann ■ þokkahót
fenginn til þess að segja dálítið frá
konum sínum og vinkonum, og úr
gerður einn allsherjar hrærigraut-
ur.
Ástamál manna geta svo sem og
vitaskuld verið interessant út af
fyrir sig. En eigi þau að standa
undir djúpsprengjuviðtali þá þarf
nú eiginlega að vcra eitthvað spes
við þau og verulega öðruvísi en er
hjá öllum hinum. Og ef blaðamað-
ur ætlar sér að ná í gott efni og
matreiða það þannig að eftir verði
tekið þá þarf hann að líka að gæta
sín að halda höfðinu köldu. Hann
má ckki fara út í það sem sá
sakleysingi að hann skoði allt sem
fyrir augun ber með rósrauðum
gleraugum. Þess háttar er ekki
blaðamennska, heldur gerviblaða-
mennska. Garri.
VÍTTOG BREITT
llllllllll
lllllll1
Málstaður Stalíns
Óttalega hallærisleg umræða um
leyniplögg hefur dunið yfir önnum
kafið neysluþjóðfélag síðustu vik-
urnar. Þrátt fyrirmikinn orðaflaum
í mæltu máli og á prenti eru víst
flestir litlu nær um hvort leyni-
skýrslurnar, sem sífellt er verið að
vitna til, upplýsi eitt eða annað
sem ekki var vitað fyrir, hvað þá
að íslenskir valdamenn hafi gerst
föðurlandssvikarar fyrir einum 40
árum, eins og verið er að rembast
við að sýna fram á af óvönduðum
rógberum.
Skýrslurnar sem eiga að afhjúpa
eitthvað leynilegt ráðabrugg eru
samdar af bandarískum embætti-
smönnum og lýsa fyrst og fremst
skoðunum þeirra á íslenskum
málefnum á eftirstríðsárunum og
um mikilváegi þess að ísland haldi
áfram að teljast meðal vestrænna
þjóða.
Reynt er að gera tortryggilegt að
bandarískir embættismenn hafi
reynt að átta sig á ástandi mála á
tslandi og sett saman skýrslur. Að
íslenskir stjórnmálamenn hafi rætt
við sendimenn Bandaríkjastjórnar
er afgreitt sem föðurlandssvik. Það
er reyndar stórfurðulegt að ekki
skuli vera vitnað til íslenskra vald-
hafa í þessum plöggum, sem ætla
mætti að væri eðlilegt.
Kalda stríðið
Þjóðviljinn hefur verið iðinn við
að leggja út af hugrenningum am-
erísku embættismannana. Um
helgina birtist þar enn ein langlok-
an um CIA- njósnir á íslandi, og er
skýrsla frá 1949. Þar velta Amerík-
ananir m.a. fyrir sér hugsanlegri
valdatöku kommúnista á íslandi,
og er ekki vitnað til eins einasta
íslendings í því sambandi.
í öllu því flóði „nýrra upplýs-
inga“ og útlistana þeim samfara, er
aldrei minnst orði á hvernig um-
horfs var í heiminum á þeim tíma
sem um er að ræða.
Skammt var frá lokum heims-
styrjaldar og hraðri afvopnun vest-
urveldanna. í ljós hafði komið að
Sovétríkin höfðu aukið vígbúnað
sinn af fullum krafti og lögðu undir
sig lönd og þjóðir sem aldrei fyrr.
Stalín karlinn var í fullu fjöri og
var óskeikull leiðtogi kommúnista
um allan heim, ekkert síður á
íslandi en annars staðar.
Sovétríkin gerðu hernumin lönd
að hjálendum sínum og ráðskuðust
með landamæri að vild. Innlimun
Eystrasaltsríkjanna byggðist á
samningi við nasista og kommún-
istastjórnum var þröngvað upp á
allarþjóðirsemlentu undir járnhæl
Sovétríkjanna. Valdaránið íTékk-
óslóvakíu var gert 1948 og voru
það ófagrar aðfarir. Loftbrúin til
Berlínar kom í veg fyrir að
ofbeldi kommúnista þar næði til-
ætluðum árangri. Austur-Asía log-
aði í styrjöldum og ofbeldisverk-
Föðurland í austri
í öllum löndum handan járn-
tjaldsins var gengið á milli bols og
höfuðs á öllum þeim sem ekki
sættu sig möglunarlaust við ótak-
mörkuð yfirráð Sovétríkjanna og
lutu vilja þeirra og valdi í einu og
öllu. Kommúnistar, hvar í sveit
sem þeir voru settir, litu á Sovétrík-
in sem sitt föðurland og Stalín hinn
mikla foringja í blíðu og stríðu.
Þeir sem settu sig upp á móti vilja
hans voru taldir þjóðníðingar og
glæpamenn.
í þessu andrúmslofti kalda
stríðsins treystu vestrænar þjóðir
böndin sín á milli til varnar lýðræði
og áframhaldandi útþenslu heims-
kommúnismans og heimsvalda-
stefnu Sovétríkjanna. Hún byggð-
ist á hugmyndafræði um alræði
öreiganna og sósíaliskri al-
þjóðahyggju. í þessum trúarbrögð-
um var einhvers konar þjóðernis-
hyggja einn af hornsteinunum. En
skilgreiningin á henni var álíka
þokukennd og útlistunin á heilög-
um anda í annarri vel þekktri trú.
Undir yfirskini þjóðernishyggju
djöfluðust kommúnistar með kjafti
og klóm gegn allri samvinnu vest-
rænna þjóða til að sporna við
ofbeldisstefnu Sovétríkjanna og
fylgifiska þeirra.
Það er í rauninni hlálegt að
sporgöngumenn þeirra sem voru
innvígðir í söfnuð Stalíns skuli
telja sér til framdráttar að fara að
rifja upp atburði kalda stríðsins.
En þeir skáka í því skjólinu að
segja aldrei nema hálfa sögu og
sverta ímynd lýðræðisríkjanna, en
gleyma viljandi hlutdeild kommún-
ista að styrjöldinni miklu sem
kennd er við kulda.
1 moldviðrinu um löngu birt
„Ieyniplögg" eru atburðir Iiðins
tíma rifnir úr öllu samhengi, lífs-
eigur rógur rifjaður upp, stalínistar
gerðir að þjóðræknum ættjarðar-
vinum en andstæðingar þeirra að
þjóðníðingum.
Heimildirnar sem notaðar eru til
að sverta íslenska stjórnmálamenn
eru fengnar frá embættismönnum
Trumans forseta, sem kommarnir
sögðu á sínum tíma að gætu ekki
satt orð talað og var trúandi til alls
nema góðs.
Upphlaupið um leyniplöggin
hans Trumans og matreiðslan á
þeim sýnir að málstaður Stalíns á
enn góða liðsmenn. OÓ