Tíminn - 24.11.1987, Page 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
Tíminn 11
Skúli Óskarssotl kom, sá og sigraði og stóð við stór orð sín þegar hann keppti á opna Reykjavíkurmeistaramótinu
í kraftlyftingum um helgina. Skúli setti Islandsmet í hnébeygju (245 kg) og réttstöðulyftu (270,5 kg) í 67,5 kg flokki.
Metlyftan í réttstöðulyftu var aldeilis dæmalaus og seiglan í Skúla hreint ótrúleg þegar hann streittist við stöngina
- og hafði sigur. Á mótinu voru sett fimm fullorðinsmet karla, fimm unglingamet og 12 kvennamet. Skúli og systkini
hans tvö, Nína og Már, settu alls 12 met á mótinu. Sterk fjölskylda þar á ferð. Nánar á morgun. - HÁ/Tímamynd Pjelur.
L
Islandsmótið
í blaki
Fjórir af blakleikjum helgar-
innar urðu nokkuð sögulegir, af
mismunandi sökum. Einn því þar
vann HSK sinn fyrsta sigur í
vetur, annar var sá lengsti í vetur
og var það viðureign HK og
Þróttar R. sem stóð í 119 mín. en
sá þriðji var stysti leikur vetrarins
þar sem ÍS vann Þrótt N. á aðeins
35 mín. Fjórði leikurinn var í 1.
deild kvenna þar sem taplausu
liðin tvö, UBK og Víkingur áttust
við. Varð minna úr þcint stórleik
en von var á og vann Breiðablik
3-0.
Úrslit í leikjum helgarinnar
urðu annars þessi:
1. deild karla:
HK-Þróttur R 2-3 (15-12, 13-15, 12-15,
17-15, 4-15)
HSK-Þróttur N. 3-0 (15-11, 15-10, 17-15)
ÍS-Þróttur N. 3-0 (15-5, 15-2, 15-1)
Víkingur-HSK 3-0 (15-10, 15-9, 15-6)
tS ............... 6 6 0 18-3 12
Þróttur R.......... 6 60 18-6 12
HK ............... 7 4 3 15-10 8
KA ............... 5 3 2 9-9 6
Fram ............. 5 2 3 9-10 4
Víkingur.......... 6 2 4 11-13 4
HSK .............. 6 1 5 3-15 2
Þróttur N......... 7 0 7 3-21 0
1. deild kvenna:
HK-Þróttur N. 3-0 (15-10, 15-7, 15-10)
ÍS-Þróttur N. 3-0 (15-6, 15-9, 15-2)
Víkingur-UBK 0-3 (7-15, 13-15, 9-15)
UBK .............. 5 5 0 15-1 10
Vikingur.......... 54 1 12-4 8
ÞrótturR.......... 5 3 2 11-6 6
ÍS ............... 5 3 2 9-6 6
HK .............. 7 3 4 9-14 6
Þróttur N......... 6 1 5 4-17 2
KA ............... 5 0 5 3-15 0
Norðurlandamótið í karate:
Tvö fengu silfur
Jónína Olesen og Árni Einarsson
náðu bestum árangri íslensku kepp-
endanna á Norðurlandamótinu í
karate sem haldið var í Noregi um
helgina. Jónína fékk silfurverðlaun í
-53 kg flokki í kumite og brons í kata
og Árni varð í öðru sæti í -60 kg
flokki í kumite en í 5. sæti í kata.
íslenskir karatemenn hafa aldrei
fyrr fengið silfurverðlaun á Norður-
landamóti en hinsvegar brons. Þetta
Norðurlandamót var mjög sterkt og
allir bestu karatemenn Norðurlanda
meðal keppenda. T.d. voru Evrópu-
eða heimsmeistarar meðal keppenda
í flestum flokkum.
Svíar urðu sigursælastir á mótinu,
fengu 9 gull, þrjú silfur og þrjú brons
en næstir komu Norðmenn (2-5-5),
þá Finnar (2-2-4), þá íslendingar
(0-2-1) og loks Danir (0-1-0) sem
ekki hafa keppt á Norðurlandamót-
um fyrr. - HÁ
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Valssigur
Körfuknattleikur:
l.deild kvenna
ÍBK-KR ..................67-39
UMFN-UMFG................29-22
ÍS og Haukar léku í gærkvöldi og
verður sagt nánar frá þeim leik og
þeim tveimur sem að ofan eru
taldir í Tímanum á morgun.
Staðan fyrir leik ÍS og Hauka:
ÍBK ............. 5 4 1 289-220 8
ÍR .............. 5 4 1 274-234 8
llaukar............ 422 215-213 4
ÍS............... 4 2 2 154-161 4
UMFN ............ 523 194-196 4
UMFG ............ 6 2 4 199-249 4
KR............... 5 1 4 202-254 2
l.deild karla
ÍA-Léttir UMFT-ÍS HSK-UMFS . . . .
UÍA 6
UMFT
Léttir
HSK
ís
ÍA
UMF
Reynir
Valsmenn unnu Grindvíkinga
með 89 stigum gegn 79 í leik liðanna
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik að
Hlíðarenda á sunnudagskvöldið.
Leikurinn var fjörugur, mikill hraði
og spenna fram á síðustu mínútur.
Góður kafli Valsmanna í upphafi
síðari hálfleiks reyndist þegar upp
var staðið tryggja þeim sigurinn.
Leifur Gústafsson átti góðan leik í
liði Vals, barðist mjög vel og var
sterkur undir körfunni. Þá var Torfi
Magnússon að vanda sterkur í vörn-
inni. Einar Ólafsson átti ágætan leik
og Svali Björgvinsson gerði góða
hluti í síðari hálfleik. Þá lék Tómas
Holton vel í sókn en klaufalegar
villur gerðu honum erfitt fyrir í
vörninni. Hjá Grindavík var Guð-
mundur. Bragason yfirburðamaður,
bæði í vörn og sókn. Nefna má
einnig Rúnar Árnason og Guðlaug
Jónsson og Eyjólfur Guðlaugsson
hitti mjög vel í síðari hálfleik auk
þess sem hann barðist mjög vel.
Stigin, Valur: Leifur 21, Torfi 18, Einar 16,
Svali 12, Tómas 10, Kristján 6, Björn 4,
Jóhann 2. UMFG: Guðmundur 20, Eyjólfur
13, Guðlaugur 13, Jón Páll 10, Rúnar 9,
Hjálmar 8, Steinþór 5, Ólafur 2.
Þór-KR 100-108 (47-64)
Mikill hraði var í leiknum og var
hann skemmtilegur á að horfa. Voru
menn fyrir norðan á því að þetta
hefði verið besti leikur Þórsara í
vetur. Munurinn varð minnstur 6
stig.
Stigin, KR: Guðni 27, Simon 24, Ástþór 21,
Birgir 20, Matthías 13, Guðmundur 2, Árni 1.
Þór: Konráð 27, Guðmundur 20, Jóþann 14,
Einar 8, Bjarni 8, Eiríkur 7, Jón 6, Ágúst 6,
Björn 2, Hrafnkell 2.
Haukar-UMFN
76-66 (32-42)
Þessi leikur var afskaplega lítið
spennandi og var mikið um mistök á
báða bóga. Njarðvíkingar voru yfir
allan tímann og var nánast ekki
spurning hvoru megin sigurinn lenti.
Stigin, Haukar: Henning 22, ívar W. 12,
Ivar Á. 11, Tryggvi 10, Pálmar 7, ólafur 4.
UMFN: Jóhannes 17, ísak 14, Valur 14,
Hreiðar 12, Helgi 10, Teitur 5, Ellert 2, Sturla
2.
-HÁ
Guðmundur Bragason gnæfir hér
hátt yfir Björn Zoéga Valsmann.
Guðmundur átti góðan leik gegn
Val. Tímamynd Pjetur.
„Náðum takmarki okkar“
- íslenska landsliðiö í
Frá Jóhannesi Bjarnasyni á Akureyri:
fslcnska landsliðið í handknattieik sigr-
aði á KEA-mótinu sem Iauk á Akureyri
á sunnudag. Pólverjar urðu í öðru sæti
eftir að lúta í lægra haldi fyrir íslending-
um, 25-26, í siðasta leik mótsins. „Við
stefndum að því að vinna Pólverja í
tveimur leikjum af þrem og jafnframt að
sigra á KEA-mótinu og það má því segja
að við höfum náð takmarki okkar“ sagði
Guðjón Guðmundsson liðsstjóri íslenska
landsliðsins eftir að sigurinn var í höfn.
Það var Guðmundur Guðmundsson
sem tryggði íslendingum sigur með marki
fjórum sekúndum fyrir leikslok gegn
Pólverjum á sunnudaginn, í leik sem var
bæði jafn og spennandi. Segja má að
hraðaupphlaup Islendinga hafi ráðið úrs-
litum í þessum leik og voru þau vel út
færð. íslendingar skoruðu sjö mörk úr
hraðaupphlaupum í leiknum en Pólverjar
ekkert.
Jafnræði var með liðunum lengst af í
leiknum, munurinn aldrei meiri en þrjú
mörk en Pólverjar þó oftar með forystu.
Lokamínúturnar voru æsispennandi.
Þegar 2:15 mínútur voru eftir og staðan
var jöfn 24-24 var Atli Hilmarsson rekinn
af leikvelli og íslendingar því einum
færri. Þrátt fyrir það skoraði Kristján
Arason með þrumuskoti en Kordowiecki
jafnaði þegar 35 sek. voru eftir. fslend-
ingar héldu boltanum uns Atli var kom-
inn inná aftur og stuttu síðar barst
boltinn til Guðmundar Guðmundssonar
sem fór innúr horninu og skoraði úr mjög
þröngu færi við gífurlegan fögnuð 1400
áhorfenda á Akureyri.
„Eg er ánægður með ieikinn og loksins
náðum við að sýna almennilegan leik á
Akureyri“ sagði Guðjón Guðmundsson
eftir leikinn. „Ég tei leikinn hafa verið
mjög góðan og skemmtilegan fyrir áhorf-
endur en við vorum óncitanlcga heppnir
að sigra með einu marki.“
Kristján Arason var bestur íslendinga
í þessum leik, átti í stuttu máli stórleik.
KEA-mótið i handknattleik
Ísland-Pólland.. 26-25 (11-13)
Akureyrí 22.11.’87
Leikurínn í tulum: 1-0, 1-3, 2-4, 5-4, 9-7, 9-10,
11-10, 11-13 - 11-14, 12-14, 12-15, 15-15, 20-19,
20-22, 22-22, 22-23, 24-23, 24-24, 25- 24, 25-25,
26-25.
Mörk íslands: Kristján Arason 9(4), Þorgils
Óttar Mathiesen 6, Guðmundur Guðmundsson 3,
Karl Þráinsson 3, Atli Hilmarsson 2, Sigurður
Gunnarsson 2, Páll Ólafsson 1.
Mörk Póllands: Wenta 7, Dziuba 7(3), Plechoc
4, Kordowiecki 4, Dariusz 1, Krzysztof 1, Marek 1.
Dómarar: Öjvind Bolstad og Terje Anthonsen
Noregi, mjög góðir.
handknattleik sigraði á KEA-mótinu og vann Pólverja í tveimur af
þremur viðureignum á fimm dögum
Þorgils Óttar Mathiesen lék einnig mjög
vel og aðrir áttu flestir góðan dag.
„Þetta er sennilega besti leikur okkar
á Akureyri frá upphafi“ sagði Kristján
Arason eftir leikinn. „Sóknin var vel
spiluð í dag og leikurinn örugglega
skemmtilcgur fyrir áhorfendur þrátt fyrir
slakan varnarleik“. En er Kristján Ára-
son sammála þeim orðum Bogdans Kow-
alczyk landsliðsþjálfara eftir tapið gegn
Pólverjum á fimmtudagskvöldið að ís-
lenska landsliðið geti ekki leikið vel heilt
mót og að liðið þurfi sálfræðing eða
töfralækni til að bæta úr því? „Þetta var
vanmat fyrir leikinn, af hálfu þjálfara,
leikmanna og áhorfenda. Bogdan er
mjög metnaðargjarn og var því mjög
svekktur eftir leikinn. Nei, ég er aiveg á
móti því að gera handbolta það alvarleg-
an að það þurfi sálfræðing eða töfralækni
með liðinu“.
Zenon Lakomy þjálfari Pólverja var
þungur á brún eftir leikinn, sagði hann
reyndar hafa verið fjörugan og áreiðan-
lega skemmtilegan fyrir áhorfendur en
talaði um að dómararnir hefðu verið
slakir.
ísland'Portúgal............29-18
Leikur íslenska liðsins gegn Portúgöl-
um var annar og betri en á móti ísraels-
mönnum kvöldið áður og brá oft fyrir
skemmtilegu spili. Liðið var nokkuð
breytt, Kristján Arason, Guðmundur
Guðmundsson og Einar Þorvarðarson
hvíldu fyrir úrslitaleikinn og Alfreð
Gíslason var farinn til V-Þýskalands en
þó var greinilegur getumunur á liðunum.
Portúgalar byrjuðu betur en Þorgils Óttar
Mathiesen tók þá til sinna ráða og gerði
þrjú mörk í röð. Hann gerði fjögur af
fyrstu fimm mörkum íslands og virtist
stórleikur hans í uppsiglingu en hann var
tekinn útaf eftir 9 mínútur, hvíldur fyrir
Pólverjaleikinn.
I stuttu máli
Ísland-Pólland 26-25
Krístján Arason skoraði 9 mörk, þar af 4 úr
vítum. Eitt skot hans var varið og hann átti fjórar
sendingar sem gáfu mark.
Þorgils Óttar Mathicscn skoraði 6 mörk, tvö skot
voru varin, hann fiskaði eitt víti, steig einu sinni á
línu og missti boltann einu sinni.
Karl Þráinsson skoraði þrjú mörk, fiskaði eitt víti
og missti boltann einu sinni.
Atli Hilmarsson skoraði 2 mörk, fjögur skot voru
varin og eitt fór yfir. Atli átti tvær sendingar sem
gáfu mark.
Guðmundur Guðmundsson skoraði þrjú mörk, átti
eina sendingu sem gaf mark og fiskaði eitt víti.
Sigurður Gunnarsson skoraði tvö mörk, átti eina
sendingu sem gaf mark, fiskaði eitt víti og missti
boltann fjórum sinnum.
Páll ólafsson skoraði citt mark, tvö skot voru varin
og eitt fór framhjá. Páll fiskaði eitt víti.
Heldur dró sundur með liðunum er á
leið og góður kafli stuttu fyrir hlé gerði
út um leikinn, eftir það var aldrei
spurning. Leikurinn fór heldur niður á
við eftir því sem nálgaðist lok en fyrri
hálfleikur var lengst af vel leikinn.
Þorgils Óttar Mathiesen fór hamförum
þær níu mínútur sem hans naut við en að
öðru leyti var enginn afgerandi betri en
aðrir í liðinu.
Allt á réttri leið
„Það var stígandi í mótinu hjá okkur,
okkar fyrsti leikur var gegn ísrael á
föstudag og var hann slakastur af leikjum
okkar í mótinu. í gær (laugardag) spiluð-
um við þokkalega gegn Portúgölum og
síðan ágætlega í kvöld (sunnudag) gegn
Pólverjum“ sagði Kristján Arason eftir
að KEA- mótinu lauk.
Úrslit í leikjum mótsins urðu þessi:
ísland-ísrael............................ 20-15
Pólland-Portúgal........................ 27.-16
Pólland-ísrael........................... 27-16
Ísland-Portúgal ........................ 29-18
Portúgal-ísrael.......................... 18-13
Ísland-Pólland .......................... 26-25
ísland........................ 3 3 0 0 75-58 6
Pólland ...................... 3 2 0 1 79-58 4
Portúgal...................... 3 1 0 2 52-69 2
ísrael........................ 3 0 0 3 44-65 0
- HÁ
Guðmundur Guðmundsson fór inn úr horninu á
Pólverjum og skoraði sigurmarkið.
lokasekúndum leiksins gegn
Tímamynd Pjetur.
KEA-mótið í handknattleik:
Ísland-Portúgal... 29-18 (16-9)
Húsavik 21.11.'87
Leikurinn í tölum: 0-2, 1-3, 4-3, 8-5, 9-7, 14-7,
16-9-20-11,25-14, 29-18.
Mörk íslands: Atli Hilmarsson 5, Sigurður
Sveinsson 5, Jakob Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson 4,
Þorgils óttar Mathiesen 4, Páll ólafsson 3(1),
Bjarki Sigurðsson 2, Sigurður Gunnarsson 2(1).
Brynjar Kvaran varði 6 skot og Guðmundur
Hrafnkelsson 7(1).
Mörk Portúgals: Rodrigues 4, Graoa 3, Tires 3,
Lacerda 2, Gonovales 2, Lopes 1, Lcite 1, Ferreira
1, Gentil 1.
(stuttu máli
Ísland-Portúgal..............29-18(16-9)
Atli Hilmarsson skoraði 5 mörk, átti tvær send-
ingar sem gáfu mark, tapaði boltanum einu sinni og
fiskaði eitt víti.
Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 4 mörk og skaut
einu sinni yfir en lék aðeins í 9 mínútur.
Páll ólafsson skoraði 3 mörk, þar af citt úr víti,
tvö skot voru varin og eitt fór framhjá. Páll tapaði
boltanum einu sinni.
Sigurður Sveinsson skoraði 5 mörk, þrjú voru
varin, þar af eitt víti, og eitt fór framhjá. Sigurður
tapaði boltanum tvívegis en fiskaði eitt víti.
Jakob Sigurðsson skoraði 4 mörk, átti eina
sendingu sem gaf mark og fiskaði eitt víti.
Júlíus Jónasson skoraði fjögur mörk.
Bjarki Sigurðsson skoraði tvö mörk, tapaði
boltanum þrisvar og fiskaði eitt víti.
Sigurður Gunnarsson skoraði 2 mörk, þar af eitt
úr víti, þrjú skot voru varin og eitt fór framhjá.
Sigurður átti eina sendingu sem gaf mark.
Karl Þráinsson tapaði boltanum einu sinni.
Norðurlandamót unglinga í sundi:
Hugrún og Eyleifur fengu
silfur- og bronsverðlaun
Hugrún Ölafsdóttir náði bestum árangri
íslensku keppendanna á Norðurlandamóti
unglinga í sundi sem fram fór í Sundhöll
Reykjavíkur um helgina. Eyleifur Jóhannes-
son náði einnig í verðlaun á mótinu en þau
Hugrún og Eyleifur voru einu Íslendingarnir
sem komust í þrjú efstu sætin.
Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari
sagðist eftir mótið vera ánægður með árangur
krakkanna en þó þyrfti að líta á málið frá
tveimur hliðum. í fyrsta lagi væri á að líta að
krakkarnir væru á þessu móti mörg hver að
bæta eigin árangur og hefðu t.d. fallið 6
unglingamet og það væri mjög gleðilegt.
Hinsvegar væri frammistaða íslendinganna
iniðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og
sagðist Guðmundur gjarnan vilja hafa hana
betri. Á það bæri þó að líta að t.d. væri Hugrún
að búa sig undir að reyna sig við Ólympíulág-
mörkin í febrúar og því væri hún kannski ekki
í sínu allra besta formi um þessar mundir.
Hugrún Ólafsdóttir varð í verðlaunasæti í
eftirtöldum greinunt: 2. sæti í 100 m skriðsundi
(59,31 sek.), 3. sæti í 200 m fjórsundi (2:27,11
mín.) og 3. sæti í 200 m skriðsundi (2:06,99
mín.). Eyleifur varð annar í 200 m baksundi
(2:18,41 mín.) og þriðji í 100 m baksundi
(1:04,08 mín.) - HÁ
1.
3.
Vinningstölurnar 21. nóvember 1987
Heildarvinningsupphæð: 5.561.113,-
vinningur var kr. 2.789.238,-
og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr.
929.746,- á mann.
vinningur var kr. 833.433,-
og skiptist hann á 353 vinningshafa, kr.
2.361,- á mann.
vinningur var kr. 1.938.442,-
og skiptist á 10.366 vinningshafa, sem fá 187
krónur hver.
532
Upplýsingasími:
685111
Háir vextír
Grunnvextir á Kjörbók
eru nú 32% á ári og leggjast þeir við
höfuðstól tvisvar á ári.
Efinnstæða, eða hluti hennar,
hefur legið óhreyfð í 16 mánuði
hækka vextir í 33,4%
og í 34% eftir 24 mánuði
Þrepahækkun þessi er afturvirk,
hámarks ársávöxtun er því allt að
36,9% án verðtryggingar.
Verðtrygging
Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun
Kjörbókarinnar borin saman við
ávöxtun 6 mánaða bundinna
verðtryggðra reikninga.
Reynist ávöxtun verðtryggðu
reikninganna hærri er greidd uppbót
á Kjörbókina sem því nemur.
Örugg
og óbundin
Þrátt fyrirháa vexti og verðtryggingu
er innstæða Kjörbókar alltaflaus.
Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%,
en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja
síðustu vaxtatímabila.
Kjörbókin erbæði einfaltog öruggt
sparnaðarform.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna