Tíminn - 24.11.1987, Qupperneq 20
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
STRUMPARNIR
1917
Á R A
1987
frugtrhstiller
Tíininn
Eggert Haukdal um niðurskurðinn:
HRESSA
KÆTA
Tíminn
AST A JONIBALDVIN
VERÐUR ADMINNKA
Það er víða komið við í stjórnmálaályktun flokksráðs og for-
mannafundar Sjálfstæðisflokksins um sl. helgi. Víða í þessari
ályktun er hendi hressilega slæmt í Jón Baldvin og niðurskurð-
arhníf hans.
Ályktað er um hjartans mál
Sverris Hermannssonar fyrrv.
menntamálaráðherra, þjóðarbók-
hlöðuna og kvikmyndasjóð á
þann veg að „staðið verði við
skuldbindingar gagnvart kvik-
myndasjóði og við áform um
byggingu þjóöarbókhlöðu". Sarn-
kvæmt fjárlögum fyrir 1988 er
gert ráð fyrir drjúgum niður-
skuröi á báðum þessum fram-
kvæmdum. Kvikmyndasjóði eru
ætlaðar 400 þús. kr á næsta ári
(fékk 550 þús. kr á fjárlögum
yfirstandandi árs). Þjóðarbók-
hlaðan fær í sinn hlut, samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu, 500 þús. kr.
til framkvæmda. Samkvæmt lög-
um frá 1986 um sérstakt þjóðar-
átak til byggingar þjóðarbók-
hlöðu hefði byggingin átt að fá í
sinn hlut tæpar 1,8 millj. kr af
innheimtu sérstaks eignaskatts.
lJað vekur einnig athygli í
nefndri ályktun flokksráðs- og
íormannafundar Sjálfstæðisflokks-
ins að hnýtt er ótæpilega í niður-
skurð fjármálaráðherra til land-
búnaðarmála. í ályktuninni segir
að markvisst þurfi að vinna að
vöruþróun og markaðsmálum ís-
lenskra búvara auk þess sem efla
verði nýjar búgreinar og skapa
skilyrði fyrir fjölbreytilegri at-
vinnuháttum í sveitum. „Til þess
að svo megi verða er nauðsynlegt
að rannsókna- og leiðbeininga-
starfsemi verði aukin og breytt",
segir í ályktun flokksráðsins. Hér
er spjótum beint að þeirri fyrir-
ætlan, sem birtist í fjárlagafrum-
varpinu, að skera niður framlög
til Búnaðarfélags íslands og þar-
með búnaðarsambanda í landinu.
Minna má á í þessu sambandi að
Félag ísl. náttúrufræðinga hefur
ályktað um þennan fyrirhugaða
niðurskurð, þar sem segir að
hann kunni að orsaka fækkun
ráðunauta í landinu og þarmeð
þverrandi leiðbeiningaþjónustu
fyrir bændur.
Eggert Haukdal.
Þessi ályktun um landbúnað-
armál vekur upp þá spurningu
hvort þingflokkur sjálfstæðis-
manna sé á sömu skoðun og
flokksráðið um fyrirhugaðan
niðurskurð fjármálaráðherra til
þessa málaflokks. Eggert Hauk-
dal þingm. Sjálfstæðisflokks sagði
að ekki ríkti almenn ánægja
Jón Baldvin Hannibalsson.
stjórnarliða með marga þætti í
fjárlagafrumvarpinu, t.d. kafla
um landbúnaðarmál. „Ég vil
segja að landsbyggðarmenn í
þingflokki sjálfstæðismanna séu
óánægðir með þennan niðurskurð
og raunar gildir hið sama um
landsbyggðarþingmenn hinna
stjórnarflokkanna". Eggert sagði
að í sambandi við landbúnaðar-
kafla fjárlaga mætti gjarnan koma
fram að það vantaði betri stýr-
ingu á neyslu sauðfjárframleiðsl-
unnar en slíkt þyrfti að gera með
auknum niðurgreiðslum. „Ég legg
áherslu á að þetta er ódýrasta
byggðastefnan gagnvart landbún-
aðinum. Ef að stórlega á að skera
l niður sauðfé frá því sem nú er orðið,
þá hrynur byggðin vítt og breitt
um landið, ekki bara sveitirnar
heldur einnig bæir og þorp um-
hverfis landið sem þjóna land-
búnaðinum", sagði Eggert.
En er Eggert Haukdal vongóð-
ur um að fá leiðréttingu á land-
búnaðarkafla fjárlaga við endan-
lega afgreiðslu þeirra? „Mér sýn-
ist sem Jón Baldvin og kratarnir
ráði nokkuð miklu. En það kem-
ur auðvitað allt í ljós við endan-
lega afgreiðslu fjárlaga hvort við
þegjandi og hljóðalaust stórauk-
um elsku okkar á Jóni Baldvin.
Það skyldi nú ekki vera að í bæði
Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki mætti minnka elskan á Jóni
Baldvin", sagði Eggert Haukdal
að lokum. óþh.
Forsnickkurinn af jólaskrcyttum Laugavegi, en miðbærinn mun Ijóma sem aldrei fyrr um jólin. Reykjavíkurborg
ætlar að skreyta miðbæinn allt frá Aðalstræti að Hlemmi og frá Skólavörðuholti niður í Bankastræti.
(Tímamynd Gunnar)
Ljómandi miðbær í desember
Það mun verða Ijómandi jóla-
stemmning í miðbænum í desem-
bermanuði, svo er fyrir að þakka
borgarráði og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, en á þeirra vegum
verða settar upplýstar jólaskreyt-
ingar yfir Austurstræti, Banka-
stræti, Laugaveg að Hlemmi, auk
þess sem Skólavörðustígurinn
verður allur uppljómaður af jóla-
skreytingum.
Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen
rafmagnsveitustjóra verða jóla-
skreytingarnar að mestu með hefð-
bundnu sniði að öðru leyti en því
að aldrei áður hefur svo stór hluti
miðbæjarins verið skreyttur. Þó
verða fluttar inn breskar jóla-
skreytingar í tilraunaskyni, í litlum
mæli þó. Þá verða tré við Lauga-
veginn lögð jólaljósum.
Eins og áður hefur komið fram í
Tímanum samþykkti borgarráð að
miðbærinn yrði uppljómaður
myndarlega á þennan máta um
jólin. Mun kostnaðurinn, sem áætl-
aður er að verði um 2,5 milljónir
króna, skiptast jafnt á milli borgar-
sjóðs og Rafmagnsveitu Reykja-
víkur sem sér um framkvæmdina.
Má ætla að jólaljósin verði tendruð
laugardaginn 5. desember. - HM
Landlæknir berst fyrir bættri ökukennslu:
Ökukennsla
verði valfag
í skólunum
„Ef litið er á slysakúrfur, þá kemur í Ijós að meirihluti þeirra sem
slasast er á aldrinum 17 - 19 ára. Fólk á þessum aldri er í fjórum til
fimm sinnum meiri hættu á að valda, eða lenda í umferðarslysi. Af
hverju? Jú, þau vantaræfingu“ sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í
samtali við Tímann, en hann hefur enn tekið upp gamalt baráttumál,
að fá ökuherma keypta til landsins og nota í efstu bekkjum grunn-
skóla og í framhaldsskólum, ásamt því að ökukennsla verði tekin upp
sem valfag.
Ólafur rökstyður mál sitt á þann
hátt, að slysakúrfur sýna að slysum
stórfækkar eftir því sem fólk verður
eldra. Það sýnir að eftir því sem
æfingin verður meiri, því færri verða
slysin.
Ökuhermar hafa verið notaðir
nokkuð í Bandaríkjunum og eru nú
notaðir í yfir 1000 skólum í 40
fylkjum. Þeir geta samt ekki komið
nema að nokkru leyti í stað öku-
kennara. En rannsóknir hafa sýnt að
þeir sem höfðu hlotið 12 tíma þjálfun
í ökuhermi, stóður sig mun betur en
þeir sem höfðu tekið 3 tíma í
bifreiðaakstri. Talið er að þriggja
klukkustunda kennsla í ökuhermi
megi jafna við einnar klukkustunda
ökukennslu í umferð. En það geta
mun fleiri lært í herminum fyrir
minni kostnað en á bílunum.?
Ólafur benti einnig á að umferð-
armál eru ekki eingöngu dómsmál,
heldur einnig heilbrigðismál, því
„við lendum með þá sem lenda í
slysurn.4' -SÓL